Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verjandi Sævars Ciesielskis bað um upplýsingar úr fangelsisdagbók
Ekkí var greint frá
harðræði í endurriti
✓
I úrlausn Hæstaréttar um beiðni Sævars
Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar-
og Geirfínnsmála er komist að þeirri niður-
stöðu að Sævar hafi sætt ólögmætu gæslu-
varðhaldi í Síðumúlafangelsi, einkum í
maí og júní 1976, í nokkuð meira mæli en
kunnugt var þegar um málið var fjallað
fyrir dómstólum á sínum tíma.
EGAR dómur var kveðinn
upp í Guðmundar- og Geir-
finnsmálum í febrúar 1980
var réttinum m.a. ekki
kunnugt um harðræði, sem lýst var
í fangelsisdagbók Síðumúlafangels-
isins og kom ekki fram í endurriti
úr dagbókinni, sem verjanda Sæv-
ars var afhent.
Verjandinn fór þess á leit við
sakadóm Reykjavikur 11. maí 1977
að honum yrðu látnar í té skýrslur
úr dagbókum fangelsanna um yfir-
heyrslur yfir Sævari, heimsóknir
og allt það er varðaði dvöl hans.
Samkvæmt þessari beiðni sendi
forstöðumaður Síðumúlafangelsis-
ins verjandanum „staðfest endurrit
úr dagbók fangelsisins, varðandi
allar umbeðnar upplýsingar um
gæsluvarðhaldsfangann Sævar M.
Ciesielski, sem þér báðuð mig um í
bréfi dags. 11. maí sl.“
I fótajárnum
Með samanburði á ljósritum úr
fangelsisdagbók og endurritinu
hefur komið í ljós að í endurritinu
var ekki getið um ýmis atriði, sem
vörðuðu Sævar og beiðni verjanda
hans náði til. I úrlausninni er eftir-
farandi atriða getið:
15. febrúar 1976 var greint frá
því að kl. 16.45 hafi Örn Höskulds-
son dómarafulltrúi og Eggert N.
Bjarnason lögreglumaður verið að
koma að Síðumúlafangelsinu með
Sævar úr ökuferð þegar Sævar
hafi reynt að strjúka við dyr fang-
elsisins og hafi Örn hlaupið hann
uppi. Síðan segir að Sævar sé „nú í
handa- og fótajárnum, fær ekki að
reykja og engar eldspýtur. Að öðru
leyti sem minnsta þjónustu.“ Ekki
er greint í endurritinu frá því að
Sævar hafi verið í járnum, hafí
ekki fengið að reykja og hafi að
öðru leyti fengið sem minnsta þjón-
ustu. Þá var heldur ekki getið í
endurritinu um færslu í dagbókina
9. mars 1976, þar sem kom fram að
tóbak, sem aðstandandi Sævars
kom með í fangelsið handa honum,
hafi verið tekið til geymslu, enda
fengi hann ekki tóbak.
Allt tekið nema matur
Hinn 25. apríl var eftirfarandi
fært í dagbókina: „í dag tók ég allt
út frá Sævari nema harðfisk og
smávegis annað matarkyns. I
framhaldi af því hef ég ákveðið að
ekki verði talað við hann orð í ná-
inni framtíð og honum verði ekki
afhentar bækur, spil eða annað til
dægrastyttingar meðan hann lýgur
annan úr og annan í við yfir-
heyrsluaðilana, þar á meðal vara-
ríkissaksóknara." Þessa var í engu
getið í endurritinu.
24. maí 1976 var fært í dagbók-
ina að leit hafi staðið yfir á Sævari
og öðrum fanga vegna gruns um
sendingu bréfa og tóbaks á milli
þeirra. Hafi sá grunur reynst á
rökum reistur, því að fundist. hafi
bréf hjá báðum og tóbak hjá Sæv-
ari, sem hann hafi ekki átt að hafa.
Klefar beggja hafi verið tæmdir
öllum munum nema því nauðsyn-
legasta til þrifnaðar, en Sævar
fengi þó að hafa blýant til afnota á
meðan hann lyki sálfræðiprófi, sem
svo var nefnt í færslunni. Sævar
hafi upplýst að hann hafi fengið tó-
bak á salerni og skyldi því aftur
hert sú regla að leita þar vel eftir
að fangar hafi átt þangað erindi.
Síðan sagði: „Báðir menn eru í
fótajárnum og skulu vera það
þangað til annað verður ákveðið."
Ekki var frá þessu greint í endur-
riti og heldur ekki frá færslu í dag-
bók 4. júní 1976 um að Sævar hafi
verið leystur úr járnum, sem hann
hafi haft frá 24. maí sama ár.
Sævar hótaði
hungurverkfalli
Dagana 17. og 18. ágúst 1976 var
fært í dagbókina að Karl Seh' utz
hafi mælst til þess að Sævar fengi
pappír til að rita minnispunkta á og
að við því hafi verið orðið eftir nán-
ar tiltekinni reglu. Ekki var greint
frá því í endurritinu.
Hinn 7. september 1976 var fært
í dagbókina að kl. 20.15 hafi Sævar
sagst ekki mundu neyta fæðu fyrr
en hann fengi blekpenna, sæng,
pappír og lak. Réttargæslumaður
hans hafi farið um sama leyti. Um
kl. 21 hafi fundist á salerni bréf-
miði til óþekkts viðtakanda, undir-
ritaður með upphafsstöfum Sæv-
ars. Engra þessara atriða var getið
í endurritinu.
Hinn 10. september 1976 var
fært í dagbókina að sú breyting
hafi orðið á högum Sævars að hann
fengi að hafa tóbak og eldfæri, svo
og að hann fengi að fara út í 15
mínútur á dag. Þess var í engu get-
ið í endurritinu.
Mikil spenna í
Síðumúla
I úrlausn Hæstaréttar er gerð
grein fyrir meginefni skriflegra yf-
irlýsinga, sem Ragnar Aðalsteins-
son, talsmaður Sævars Ciesielskis
vegna beiðnar um endurupptöku,
aflaði frá níu mönnum. Einn þess-
ara manna er Hlynur Þór Magnús-
son fyiTverandi fangavörður. I yf-
irlýsingu hans segir m.a.: „Mikil
spenna ríkti í Síðumúlafangelsinu á
fyrri hluta ársins 1976 og hef ég þá
samanburð annars vegar við þau
þrjú sumur sem ég starfaði í Hegn-
ingarhúsinu á sumrin nokkru fyrr
og síðan tímabilið í Síðumúlafang-
elsinu 1977-1980. Agareglum fyrir
fangaverði var fylgt eftir með öðr-
um hætti á fyrri hluta árs 1976 en
fyrr og síðar sem ég þekkti til.
Forstöðumaður fangelsisins og
aðrir starfsmenn voru mjög
spenntir á þessu tímabili. Sögur
gengu um játningar sakborning-
anna í fangelsinu. Mikill erill var í
fangelsinu þar sem rannsóknarlög-
reglumenn, rannsóknardómari og
aðrir voru sífellt að koma og ræða
við sakborningana eða fara með þá
í yfirheyrslur í hornherbergi eða
ræða við þá í fangaklefum.
Rætt og vingast
við fanga
Meðal þess sem til eindæma má
telja var að fangaverðir voru send-
ir með sakborningum í Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálum að leita að
líkum suður í hraunið sunnan við
Hafnarfjörð og fór ég í slíkar leit-
arferðir, m.a. með Kristjáni Viðari.
Þá var það og óvenjulegt á árinu
1976 að fangavörðum var af æðra
settum mönnum falið að ræða við
eða vingast við einstaka sakborn-
inga og veiða upp úr þeim. Mér var
falið að ræða við og vingast við
Erlu Bolladóttur á meðan hún var í
gæsluvarðhaldi. Var það fólgið í því
að ég sat á spjalli við hana í fanga-
klefa á nætui*vöktum. Af eðlilegum
ástæðum hafði hún sem var í ein-
angrun þörf á að tala og talaði mik-
ið. Fékk ég hana til þess að skrifa
það niður sem hún sagði og skilaði
þeim skrifum til yfirmanns. A
sama hátt var öðnim fangavörðum
falið að ræða við aðra sakborninga
í sama skyni.
Sviptur svefni
Framkvæmd einangrunar var
strangari en venja var til. Sævar
Marinó var sviptur öllu því sem
venja er að gæsluvarðhaldsfangi
njóti í einangrun, svo sem bókum,
tóbaki, pappír og skriffærum. Allt
virtist þetta vera gert í því skyni að
fá fram játningar sakborninganna
sem allra fyrst, en í fangelsinu ríkti
sú fyrirvaralausa skoðun að sak-
borningarnir væru sekir.
Þá var þeirri aðferð beitt í tilviki
Sævars að svipta hann svefni. Ég
hafði af því spurnir hjá samstarfs-
mönnum mínum, að áður en ég
kom til starfa í febrúar 1976 hefði
þeirri aðferð m.a. verið beitt að
taka rofa á rafmagnsljósi í klefa
Sævars úr sambandi þannig að raf-
magnsljós logaði allan sólarhring-
inn. Þá var og þeirri aðferð beitt að
halda Sævari vakandi með því að
berja útvegg klefa hans með grjóti.
Minnist ég þess að fangavörður á
minni vakt hafi farið út gagngert í
því skyni að „skemmta" sér við að
hræða Sævar með þessum hætti og
halda honum vakandi.
Þá var það rætt meðal fanga-
varða að Skúli Steinsson hefði beitt
þeirri aðferð við Sævar að færa
höfuð hans á kaf í vatni. Ég varð
ekki vitni að því sjálfur en heyrði
um það talað hjá félögum mínum. '
Þá bar það við að fangaverðir og )
rannsóknarlögreglumenn sátu á w
rökstólum í kaffistofu fangelsisins
og ræddu hugsanlega árangursrík-
ar aðferðfr við að fá sakborninga til
að játa. Var þá rætt um meinta
vatnshræðslu Sævars Marinós að
Hallvarði Einvarðssyni viðstödd-
um. Var þá um það rætt að stjaka
við Sævari í einhverri leitarferðinni
þannig að hann félli í vatn og „láta i
helvítið synda“. Þá minnist ég þess !
að Sævar Marinó var hafður í fóta- *
járnum í fangelsinu. Ekki var það j
vegna þess að fangelsisyfirvöld ótt-
uðust að honum tækist að strjúka
heldur var það beinlínis gert í nið-
urlægingarskyni. Mér er og kunn-
ugt um það að svonefnd strekking,
þ.e. að járna menn á höndum og
fótum á gólfi var notuð í fangels-
inu, en ég minnist þess ekki að hún
hafi verið notuð við sakborningana |
í Geirfinns- og Guðmundarmálum |
þegar ég var á vakt.
Illa farið með
sakborninga
Ég var ekki beðinn um neinar
upplýsingar í tengslum við svokall-
aða harðræðisrannsókn árið 1979.
Ekki veit ég hvers vegna, en skýr-
ingin kann að vera sú að ég var
ekki borinn neinum sökum um .
harðræði og hins vegar vegna þess i
að ekki hafi þótt líklegt að vitnis- |
burður minn yrði til framdráttar j
„málstað" rannsóknarinnar heldur '
jafnvel þvert á móti.
Eins og fram er komið ríkti sú
fullvissa meðal rannsóknarmanna
og fangavarða að sakborningar í
Guðmundar- og Geirfinnsmálum
væru sekir og liggui- við að segja
megi að litið hafi verið svo á að til-
gangurinn helgaði meðalið. Ég
taldi því gagnslaust að reyna að
hafa í frammi opinbera gagnrýni á
framanritaða meðferð á gæslu-
fóngunum, enda taldi ég að það
myndi einungis lenda til ófara fyrir
mig og til einskis gagns fyrir aðra,
enda var samstaða algjör í þessu
efni og fyrirsjáanlegur árangur
enginn.
Ekki leikur vafi á því að illa var
farið með sakborninga í málum
þessum, en það var í því skyni gert
að fá þá til að játa sig hafa gert það
sem rannsóknarmenn og fanga-
verðir trúðu staðfastlega að sak-
borningarnfr hefðu gert.“
Þinqholtin -100 fm glæsieian
Sölumaður verður á staðnum
í dag kl. 16-18, Spítalastíg 10.
Vorum að fá í sölu nýuppg. 100 fm íb. á 3. hæð í nýuppgerðu
steinhúsi. Stórglæsil. útsýni. Góðar suðursv. Nýjar innr., lagnir,
tæki og parket. Áhv. húsbr. 3,6 millj. Verð 8,9 millj.
Drápuhlíð - glæsil. sérh
í einkasölu sérl. vönduð ca 110 fm. sérh. (1. hæð) í mjög góðu
steinhúsi. Ca 30 fm vinnuskúr fylgir. Gefur mikla möguleika.
íb. er öll endurn. á undanförnum árum, innr., gólfefni, tæki o.fl.
Hús og sameign í mjög góðu standi. Hiti í bílaplani og lóð
standsett. Verð 9,3 millj.
Sörlaskiól - 3ja íbúða hús
Vorum að fá í einkasölu 3ja íbúða steinhús, samtals ca 210 fm,
ásamt bílsk. á frábærum stað við sjávarsíðuna. í húsinu eru
tvær 3ja herb. íb. og ein 2ja herb.
Verð 16,7 millj.
Valhöll fasteignasala,
sími 588 4477.
Nýr urðunarstaður betri
fyrir umhverfi Vesturlands
SAMKVÆMT matskýrslu um um-
hverfisáhrif sorpurðunar á Vestur-
landi er nýr urðunarstaður fyrir
allt Vesturland talinn hafa mjög
bætandi áhrif á umhverfi alls
landshlutans. Þetta er fullyrt með
hliðsjón af því að flestir ef ekki allir
núverandi fórgunarstaðir verða
aflagðir og umhverfi þeirra fært í
viðunandi horf. Bent er á að ástand
í sorpeyðingarmálum kjördæmis-
ins sé óviðunandi.
I febrúar óskaði umhverfisráð-
herra eftir frekara mati á umhverf-
isáhrifum sem fyrfrhuguð sorpurð-
un mun hafa. í fyrsta lagi var ósk-
að eftir athugun á umhverfisáhrif-
um malartekju. í öðru lagi var ósk-
að eftir því að gerð væri grein fyrir
mögulegum aðgerðum til að vega á
móti þeirri umhverfisröskun sem
verður vegna eyðingar votlendis.
Nú hefur þetta mat verið til-
kynnt til athugunar hjá embætti
skipulagsstjóra ríkisins. Það eru
tvær jarðir sem koma helst til
greina til sorpurðunar á Vestur-
landi. Þær eru Jörfi í Kolbeins-
staðahreppi og Fíflholt í Borgar-
byggð. Samtök sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi (SSV)
standa að þessum rannsóknum.
SSV leggja mesta áherslu á að
jörðin Fíflholt verði tekin undir
sorpurðun en sú jörð er í eigu sam-
takanna.
Miðað er við að um 15 hektarar
fari undir urðun og tengda starf-
semi. Áætlanir ná til næstu 20 ára
og er gert ráð fyrir að á þeim tíma
verði umhverfisbreytingai- á 25
hekturum vegna malartöku í Fífl-
holti. Meginhluti þess svæðis er
þegar rannsakaður vegna fyrri
malartöku til vegagerðar. Á Jörfa
er gert ráð fyrir að um 5 hektarar
verði fyrir umhverfisbreytingum
vegna malartöku.
Samkvæmt skýi-slunni mun
gróður breytast talsvert á urðunar-
svæðum en lítið utan marka þess.
Svæðin sem voru athuguð eru vel
gróin mýra- og votlendissvæði. Þar
hafa fundist um 20% af háplöntu-
tegundum sem vaxa á landinu og
um 50 tegundir mosa. Allar þessai'
tegundir eni algengar nema Sól-
dögg sem finnst í landi Fíflholts.
Samkvæmt greinargerð Náttúru-
fræðistofnunar eru engar líkar á
því að henni verði útrýmt þó að
þessi svæði verði tekin til sorpurð-
unar. Á svæðunum er fjölskrúðugt
fuglalíf og segir í matsskýi’slunni
að búast megi við nokkurri röskun
á fuglalífí í Fíflholti en lítilli við
Jörfa. Náttúruminjar eða vatnsból
eru ekki í hættu. Engar þjóðminjar
eru þekktar á svæðunum.
Heildarsorpmagn á Vesturlandi
er um 10.000 tonn á ári. Þar búa
um 15.000 manns. Gert er ráð fyrir
að um 7.000-9.000 tonn verði urðuð
en stefnt er að því að draga úr
sorpmagni með aukinni endur-
vinnslu. Rúmmál sorpsins er áætl-
að um 300.000 rúmmetrar næstu
20 árin.