Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
+ Reynir Eyjólfs-
son fæddist í
Hafnarfirði hinn
19. nóvember 1927.
Hann lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
17. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Eyjólfur
Kristjánsson, f. 18.
|i janúar 1902, d. 5.
maí 1947, og Guðlín
Jóhannesdóttir, f.
* 30. júní 1896, d. 10.
maí 1982. Systkini
Reynir voru Einar,
f. 13. apríl 1924, d.
9. janúar 1947, Guðný, f. 26.
október 1925, d. 4. ágúst 1992,
og Björg, f. 1. apríl 1930, d. 28.
nóvember 1996.
Hinn 7. október 1950 kvænt-
ist Reynir Dóru Sigríði Guð-
mundsdóttur, f. 17. júlí 1925.
Börn þeirra eru: 1) Eyjólfur,
f. 7. júní 1950. Kona hans er
Sigrún Linda Hafsteinsdóttir,
f. 30. mars 1959. Börn þeirra
eru: Hafdís, f. 28. september
1977, Sandra, f. 30. apríl 1986,
Svala, f. 19. apríl 1989, og
Eisku afi. Það er víst komið að
kveðjustund. Þótt við höfum vitað
um alllangt skeið að að þessu myndi
koma fremur fyrr en síðar, er erfitt
að þurfa að sjá á bak þér.
Þegar við vorum litlar vorum við
þess fullvissar að við ættum besta
og skemmtilegasta afa í heimi. Við
höfðum líka rétt fyrir okkur. Þú
hafðir alltaf tíma fyrir okkur þegar
0, við komum í heimsókn, sem var
ósjaldan. Við bjuggum öll nálægt
hvert öðru og Víðihvammurinn var
við hliðina á skólanum okkar svo
samgangurinn var mikill. Meðan hitt
fullorða fólkið stundi yfir hávaðan-
um og látunum í okkur tókst þú
þátt í leikjunum með okkur og yfir-
leitt endaði það með því að þú fékkst
orð í eyra fyrir að láta eftir okkur.
Nú kveðjumst við, a.m.k. um
stundarsakir. Við reynum að hugga
okkur við það að þér líði betur þar
sem þú ert núna en þegar þú varst
hér, fastur í líkama sem hafði brugð-
ist þér. Við eigum Iíka margar góðar
minningar sem við getum yljað okkur
við. Minningar sem við munum deila
með yngri systkinum okkar, sem
■*+ myndu að öðrum kosti aðeins muna
eftir þér eins og þú varst síðustu
árin, en ekki þér eins og þú raunveru-
lega varst.
Bless elsku, besti afinn okkar.
Við vorum heppnar að eiga þig að
og fyrir það verðum við alltaf þakk-
látar.
Dóra Guðrún og Hafdís.
Frændi minn er látinn. 1 huga
mínum takast á ólíkar tilfinningar,
léttir yfír að hann fái loks kærkomna
hvíld eftir margra ára sjúkdómsstríð,
sorg yfir dauða hans og eins og svo
oft vill verða reiði yfír þeim örlögum
sem mönnum eru búin. Nú eru þau
öll dáin systkinin, Einar fórst á sjó
"V kornungur, Guðný og móðir mín,
Björg, deyja báðar 66 ára gamlar og
nú Reynir ekki orðinn sjötugur. Af
hvetju fengu þau ekki að verða göm-
ul, með öllu sem því tilheyrir? Af
hveiju fáum við ekki að njóta þessa
skemmtilega og líflega fólks lengur?
Reynir, eða Bóbó eins og við í
minni fjölskyldu kölluðum hann alla
tíð, var jafnframt því að vera móð-
urbróðir minn giftur föðursystur
minni Dóru, þannig að tengsl fjöl-
skyldnanna urðu meiri en ella. Ég á
ekki margar minningar frá þeim tíma
^ sem við bjuggum í Hafnarfirði, en
þá voru líklega tengsl fjölskyldnanna
einna mest þar sem þær bjuggu um
tíma í sama húsi á Brekkugötunni
og við síðan uppi á Holti. En móðir
mín gat manna best sagt frá og eru
þær ófáar sögurnar sem hún hefur
sagt manni frá þessum tíma. Hún
sagði mér frá því að ég hefði tekið
miklu ástfóstri við Bóbó strax sem
ungbarn og þegar Sólveig dóttir hans
Reynir, f. 25. ágúst
1992. 2) Sigrún, f.
22. júní 1954. Mað-
ur hennar er Páll
Pálsson, f. 28. mai
1953. Börn þeirra
eru: Dóra Guðrún,
f. 29. ágúst 1977.
Sonur hennar er
Tómas Orri, f. 26.
maí 1996, Páll Arn-
ar, f. 23. janúar
1988, og Gunnar, f.
1. desember 1993.
3) Sólveig, f. 11.
júní 1960.
Reynir ólst upp
í Hafnarfirði. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborgar-
skóla og vann eftir það við
verslunarstörf hjá Einari Þorg-
ilssyni og Kaupfélagi Hafnfirð-
inga. Síðar varð hann umboðs-
maður Olíufélagsins Skeljungs
og Happdrættis Háskóla Is-
lands. Framkvæmdastjóri
Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar
var hann frá 1978-1990.
Útför Reynis verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
fæddist þegar ég var tveggja ára
hefði ég orðið svo afbrýðisöm að ég
vildi ekki við hann tala fyrr en mörg-
um árum seinna. Eitthvað hefur hún
nú fært í stílinn því ég minnist ekki
annars en að hafa alltaf þótt vænt
um Bóbó og viljað við hann tala.
Við fluttumst austur fyrir Fjall og
þaðan minnist ég Bóbó best. Þegar
hann var að koma í sunnudagsbíltúr
með fjölskylduna, kom inn og til-
kynnti að hann ætlaði ekkert að
stoppa, hann ætlaði bara að snúa við
á hlaðinu, heiðin væri ófær og að það
væri að koma bijálað veður, til hvers
við værum eiginlega að búa þama.
En ég man ekki betur en að það
væri stoppað og að ekki leið langur
tími milli heimsókna. Við systkinin
vorum frekar ódæll hópur, en ég man
þó ekki betur en að við værum alltaf
stillt og prúð þegar við fengum að
fara með til Dóru og Bóbós í Víði-
hvamminn. Stundum fékk eitthvert
okkar að vera eftir í nokkra daga
og var það alltaf kærkomið og eflaust
líka foreldrum okkar kærkomin hvíld.
Þó svo að mínar minningar um
Bóbó séu að mestu minningar barns
um eftirlátsaman frænda og að allt-
af var gaman og gott veður eins og
oft vill verða með tímanum, þá skipt-
ust náttúrulega á skin og skúrir.
Ég veit að þegar eitthvað bjátaði
á, hvort sem það var smátt eða stórt,
var hann alltaf tilbúinn til að rétta
hjálparhönd og það veit ég að hann
var móður minni oft mikill styrkur.
Þegar ég minnist frænda míns, man
ég eftir fallegum manni með glettið
augnaráð, smitandi hlátur og
hnyttnar athugasemdir. Þessa minn-
ingu ætla ég að geyma.
Elsku Dóra, frændsystkini mín og
fjölskyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi minningarnar
um góðan mann hjálpa ykkur á sorg-
arstund.
Auður.
MINNINGAR
unnar. Þá má einnig nefna allar ferð-
imar með Kiwanisfélögum í Munað-
ames. í öllum þessum ferðum var
Reynir hrókur alls fagnaðar og nutu
þeir sín vel saman vinirnir í þessum
ferðum.
Dóra mín, við getum yljað okkur
við allar þessar góðu minningar í
vissu um að leiðir góðu gömlu félag-
anna liggi nú saman á ný.
Ég sendi þér, Dóra mín, og ijöl-
skyldu þinni innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og fjölskyldu minni.
Guð blessi ykkur öll.
Asta M.
Mér var eins og svo mörgum öðr-
um illu brugðið þegar ljóst var fyrir
nokkmm árum að stefna virtist í
lokakafla lífsgöngu vinar míns
Reynis Eyjólfssonar. Sá tími sem í
hönd fór reyndist honum afar erfiður
en í vonina var haldið. Sá sjúkdóm-
ur, sem hann var haldinn, íeyndist
hins vegar læknavísindunum ofviða
hvað sem reynt var að gera. Ég trúi
því að sú hvíld sem hann nú hefur
fengið hafí verið honum kærkomin
líknsemd þess Guðs sem öllu ræður.
Reynir Eyjólfsson var fæddur í
Hafnarfirði. A myndarlegu og reglu-
sömu heimili foreldra sinna þeirra
hjóna Guðlínar Jóhannesdóttur og
Eyjólfs Kristjánssonar, verslunar-
manns og sparisjóðsgjaldkera, ólst
hann upp ásamt þremur systkinum
sínum Einari, Guðnýju og Björgu.
Allt er þetta góða fólk nú gengið og
kveður Reynir síðastur þeirra en hann
hefði orðið sjötugur 19. nóv. nk.
Við Reynir vorum ekki háir í loft-
inu þegar leiðir okkar lágu saman.
Áhrif vinskapar foreldranna og náið
samstarf feðra okkar varð til þess
að á milli okkar myndaðist traust
og fölskvalaus vinátta sem aldrei bar
skugga á. Við urðum góðir leikfélag-
ar þó aldursmunur væri nokkur. Það
var heldur ekki langt á milli heimila
okkar og Jófríðarstaðarhóllinn, þá
eins og ævinlega aðdráttarafl barna
að leik. Þegar við urðum eldri vorum
við báðir að störfum nánast í sömu
sveit í Borgarfirði og þegar hann
lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg-
arskóla 1944 fylgdi ég þar á eftir.
Skömmu eftir að Reynir lauk námi
fetaði hann í fótspor föður síns og
gerði verslunar- og skrifstofustörf
að starfsvettvangi sínum. Hann hóf
störf í Verslun Einars Þorgilssonar,
en þegar breyting varð þar á starfs-
háttum réðst hann um skeið til starfa
hjá skipasmíðastöðinni Dröfn en
hvarf brátt til verslunarstárfa hjá
Kaupfélagi Hafnfirðinga.
Um miðjan sjötta áratuginn gerð-
ist Reynir umboðsmaður olíufélags-
ins Skeljungs og veitti umboði fyrir-
tækisins forstöðu til 1978 að hann
var ráðinn forstjóri Sjúkrasamlags
Hafnarfjarðar. Hann veitti sjúkra-
samlaginu forstöðu fram yfir 1990
að á sjúkratryggingum voru gerðar
skipulagsbreytingar. Þá var starfs-
þrek hans farið að þverra og stutt
til starfsloka þess vegna.
Við vorum aldrei langt hvor frá
öðrum og eins og við orðuðum það
ævinlega í kallfæri ef á þurfti að
halda. Við fylgdumst hvor með störf-
um annars og mér því vel kunnugt
hvert var mat vinnuveitanda Reynis
á störfum hans. Mikil samviskusemi
og nákvæmni hans var alls staðar
til frásagnar og hvarvetna borið til
hans mikið traust. Það voru ekki
aðeins húsbændur hans sem gerðu
sér grein fyrir áreiðanleika hans og
trúmennsku heldur samstarfsmenn
hans og vinnufélagar. Hann var í
forystu í félagi verslunarmanna og
formaður þess um skeið og í fyrstu
stjórn Landssambands verslunar-
manna og áhrifamaður þar um lang-
an tíma. Bridsspilarar voru hólpnir
með félagsskap hans enda Reynir
mjög góður bridsspilari.
Reynir varð ungur yfir áhrifum
þjóðmálanna. Hann ólst upp á heim-
ili þar sem frelsi til orðs og athafna
var talið hveijum einstaklingi og
þjóðfélaginu í heild fyrir bestu. Hann
lá heldur ekkert á þeirri skoðun
sinni. Við urðum samstiga á vett-
vangi stjórnmálanna strax sem ung-
ir sjálfstæðismenn og þegar fram í
sótti varð Reynir mikill áhrifamaður
í Sjálfstæðisflokknum. Hann var í
hópi þeirra sem hvað mest áhrif
höfði á framboð mitt til Alþingis,
hvort heldur var hjá þeim sjálfstæð-
ismönnum sem ákvörðunina tóku
eða á ákvörðun mína.
Með Reyni í hópi minna nánustu
og sterkustu stuðningsmanna vissi
ég af langri reynslu að þar yrði hann
mér til halds og trausts og mér væri
aldrei ráðlagt annað en það sem
væri að hans dómi satt og rétt. Náið
samstarf okkar á vettvangi stjóm-
málanna varð framhald vináttu og
gagnkvæms trausts allt frá æskuár-
unum. Reynir Eyjólfsson gegndi þýð-
ingarmiklum störfum fyrir okkur
sjálfstæðismenn. Hann kaus sjálfur
að vera ekki í fremstu víglínu en
ætíð reiðubúinn til aðstoðar og falin
erfið trúnaðarstörf m.a. af bæjar-
stjórn. Þegar blásið var til orustu eða
þegar mótandi ákvarðanir voru tekn-
ar var hans ráða ævinlega leitað.
Hann hafði mikla þekkingu á mönn-
um og málefnum og óspar á störf
sín. Ég veit að sjálstæðismenn þakka
honum að leiðarlokum.
Við hlið vinar míns Reynis var
eiginkona hans Dóra S. Guðmunds-
dóttir, traustur og sterkur lífsföru-
nautur. Þau tókust sameiginlega á
við viðfangsefnin og þegar börnin
bættust i hópinn, Eyjólfur, Sigrún
og Sólveig, eignuðust þau samhenta
liðsmenn. Vinátta og samstarf hefur
haldið áfram með nýrri kynslóð hvort
heldur hefur verið með börnunum
eða okkur sem eldri erum.
En enginn veit sína ævi fyrr en
öll er. Vissulega varð sú raunin á í
lífi Reynis Eyjólfssonar. Því sem að
höndum bar var tekið með æðru-
leysi og umhyggja fyrir Reyni var í
fyrirrúmi hjá fjöskyldu hans til þess
síðasta að hann lést aðfararnótt 17.
júlí sl. Ég kveð góðan vin minn
Reyni Eyjólfsson og þakka honum
vináttu sem aldrei brást. Fjölskylda
mín biður honum Guðs blessunar á
landi lifendVið sendum Dóru og íjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur
Matthías Á. Mathiesen.
Dauði, er þú læðist léttum skrefum
og líður eins og mánaskin um grund,
svo hljóður, að ég skynja ei þinn skugga,
né skil að þú sért kominn á minn fund.
Þá vil ég helst, að sól um sali skíni
og saklaus dýrin glöð að leik hjá mér
og syngjandi þresti og brosandi blómstur
og blikandi vor - _er ég mæti þér.
(Þýð. Árni Grétar Finnsson.)
Vinur minn og Kiwanisfélagi
Reynir Eyjólfsson er látinn. Reynir
veiktist alvarlega árið 1992. Þegar
góður félagi er kvaddur kemur
margt upp í hugann sem vert er að
minnast.
Um árabil áttum við samleið í
starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Hafnarfirði. Margar gleðiríkar
stundir urðu til í veiðiskap þar sem
áhugi okkar beggja fékk útrás. Þá
áttum við ógleymanlega ferð með
eiginkonum okkar til Hoilands þar
sem tíminn var vel notaður til þess
að skoða fögur listaverk og njóta
þess sem við best gátum fundið.
Margar fleiri ferðir hér heima lifa í
minningunni.
Oft var setið saman í glöðum
hópi og skeggrætt um efstu mál á
baugi, þá gjarnan um sameiginleg
áhugamál sem snerust um félagið
okkar Eldborg og þau mörgu verk-
efni sem þar voru í brennidepli.
Reynir gerðist stofnfélagi Eldborg-
ar árið 1969 og var allt þar til hann
veiktist einarður Kiwanisfélagi. Hann
hefur á liðnum árum gegnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir Kiwanis. Hann
var heiðursfélagi í Eldborg þar sem
hann markaði sín spor sem traustur
félagi. Það er mikill sjónarsviptir þeg-
ar viðvera hans er ekki lengur fyrir
hendi.
Hagsmunir aldraðra og velferð
þeirra sem á einn eða annan hátt
voru í þörf fyrir aðstoð og stuðning
voru honum ávallt ofarlega í huga.
Reynir hafði sínar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Það var ekki að
hans skapi að hopa átakalaust undan
mótvindi í hveiju sem hann birtist.
Reynir hefur nú lagt út á þær
brautir sem eru framundan hjá okk-
ur öllum. Fyrir stafni er ströndin,
þar sem hann mun í fyllingu tímans
prýða þann flokk, sem tekur við
landfestum okkar sem enn höfum
ekki lagt í siglinguna miklu.
Fjölskylda mín og Eldborgarfé-
lagar biðja Guð að varðveita og
Þegar góður vinur fellur frá koma
margar góðar minningar liðinna ára
upp í hugann. Mig langar því að
kveðja minn góða vin, Reyni Eyjólfs-
son, með nokkrum minningarbrotum
liðinna ára. Reynir var besti og trygg-
asti vinur mannsins míns, Gunnars,
sem féil frá fyrir um þremur árum.
Kynni tókust fyrst með Reyni og
Gunnari er þeir urðu spilafélagar í
brids og þau kynni urðu upphaf að
áratuga langri vináttu. Við hjónin og
Dóra og Reynir áttum sameiginlegt
áhugamál sem voru ferðalög vítt og
breitt um landið okkar fallega í sum-
arleyfum okkar. Þessi ferðalög eru
ógleymanleg og minnist ég oft ferða
okkar í Vopnafjörðinn þar sem dvalið
var í sumarhúsi í Burstarfellsskógi.
Þar nutum við veðurblíðunnar og
gleði og góða skapið var efst í far-
teskinu þegar beðið var sólaruppkom-
REYNIR
EYJÓLFSSON
styrkja Dóru og börn þeirra, tengda-
böm og afkomendur.
Blessuð sé minning Reynis
Eyjólfssonar.
Sveinn Guðbjartsson.
Það verða ætíð straumhvörf í lífi
manns, þegar góður vinur fellur frá,
jafnvel þótt vitað hafi verið í tölu-
verðan tíma að hveiju stefndi. Reyn-
ir Eyjólfsson veiktist alvarlega vorið
1992 og dvaldi æ síðan á sjúkra-
húsi, uns hann lést á Sólvangi í
Hafnarfírði 17. júlí sl., tæplega sjö-
tugur að aldri. Hann var fæddur í
Hafnarfirði 19. nóvember 1927 og
ól þar allan sinn aldur.
I meira en þijá áratugi vorum við
Reynir félagar jafnt í leik sem starfi.
Skrifstofur okkar voru í sama húsi á
Strandgötu 25. Varla leið svo dagur
að við hittumst ekki og ættum tal
saman, ásamt Jóhanni heitnum Pet-
ersen vini okkar, en hann lést á liðn-
um vetri. í frítíma okkar ferðuðumst
við oft saman með íjölskyldum okkar
og fórum mörg sumur saman í lax-
og silungsveiði. Vorkomunni fögnuð-
um við Reynir tíðum ásamt félögum
með veiðiferð í Hlíðarvatn í Selvogi.
Þá var bjart yfir láði og legi.
Við Reynir vorum samheijar í
stjórnmálum og áttum þar mikið og
náið samstarf. I öllum kosningum var
hann einn af þeim, sem báru uppi
baráttu Sjálfstæðisflokksins í Hafn-
arfirði. Hann var einstaklega minn-
ugur, þekkti lengi vel til flestra Hafn-
firðinga og var ótrúlega naskur á
stjórnmálaskoðanir fólks. Enga menn
hef ég þekkt sem Reyni og Guðmund
heitinn Guðmundsson, bæjarfulltrúa,
sem bjuggu yfir jafn mikilli þekkingu
á þessu sviði. Þeir unnu líka oft mik-
ið saman við kosningaundirbúninginn
og var nánast hægt að fletta upp í
þeim eins og alfræðibók, ef spyija
þurfti um deili á fólki. Allt er þetta
nú breytt, Reynir og Guðmundur
báðir horfnir og engir sem leika þetta
eftir þeim í dag.
Reynir starfaði víðar að félags-
málum, en á vettvangi stjórnmál-
anna. Hann var formaður Verslun-
armannafélags Hafnarfjarðar um
skeið og sat í stjórn Landssambands
verslunarmanna. Hann var einn af
stofnendum Kiwanisklúbbsins Eld-
borgar í Hafnarfirði og forseti
klúbbsins á sínum tíma. Fleiri trún-
aðarstörfum gegndi Reynir, en þau
verða ekki rakin hér.
Reynir Eyjólfsson bjó yfir góðri
frásagnagáfu. Hann kunni ógrynni
af sögum af eftirminnilegum mönn-
um og liðnum atburðum í Hafnar-
fírði. Flestar voru þessar sagnir
kryddaðar kímni og urðu oft
skemmtilegri í frásögn hans en ann-
arra manna. Ósjaldan var sagt, það
er ekkert gaman að þessari sögu,
nema að Reynir segi hana.
Reynir var góður bridgespilari.
lengi var Kristján heitinn Andrésson,
bæjarfulltrúi, „makker" hans í spila-
mennskunni. Þótt pólitískur litur
þeirra væri ólíkur, náðu þeir mjög
vel saman við spilaborðið og voru
lengi í hópi bestu bridgespilara í
Hafnarfirði. Þar sem víðar kom frá-
bært minni Reynis honum til góða.
Reynir var maður óáleitinn við
aðra og seintekinn. Hann var hins
vegar tryggur þeim, sem náðu vin-
áttu hans, ávallt reiðubúinn til lið-
sinnis og aðstoðar. Það reyndi ég
ótalsinnum. Hann var dagfarsprúð-
ur, en undir niðri mjög skapríkur.
Hann var hreinskiptinn og sagði
skoðun sína umbúðalaust, var rökvís
og ekki heiglum hent að eiga við
hann orðastað, ef því var að skipta.
Reynir og Dóra kona hans voru
samhent hjón. Þau voru gestrisin og
gott á heimili þeirra að koma, hvort
svo sem var á Selvogsgötuna eða
Víðihvamminn, þar sem þau bjuggu
lengst. Fátt er dýrmætara í lífinu,
en að fá að njóta samfylgdar góðs
fólks. Menn eignast vini með því að
vera sjálfir vinir. Að leiðarlokum
þakka ég Reyni samfylgdina, vinátt-
una við mig og mína, sem tók sinn
tíma að þróa, en varð þeim mun
traustari, sem lengra leið og varði
til æviloka.
Við Sigríður sendum Dóru og
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Guð blessi minningu Reynis Ey-
jólfssonar.
Árni Grétar Finnsson.