Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 19
ERLENT
Reuter
HERMENN úr liði forsætis-
ráðherrans Huns Sens aka
burt með lík félaga síns.
Ranariddh
hittir föður
sinn í
Peking
Peking. Phnom Penh. Reuter.
RANARIDDH prins, brottrækur
forsætisráðherra Kambódíu, mun
hitta föður sinn, Sihanouk konung,
í Peking á morgun.
Að sögn talsmanns kínverska
utanríkisráðuneytisins er um einka-
heimsókn að ræða, og prinsinn mun
ekki ræða við kínversk stjórnvöld.
Sihanouk sagði í yfirlýsingu, sem
gefin var út frá aðsetri hans í Pek-
ing, að heimsóknin hefði ekki
stjórnmálalega þýðingu. „Sonur
minn vill aðeins hitta mig eftir
nokkurra mánaða aðskilnað," sagði
m.a. í yfirlýsingunni.
Sihanouk konungur er valdalaus,
og hefur áður lýst því yfir að sem
þjóðhöfðingi taki hann ekki afstöðu
til deilu forsætisráðherranna
tveggja, en hefur hvatt báða aðila
til að virða stjórnarskrá landsins
og friðarsáttmálann frá 1991.
Ranariddh hitti forseta Indónesíu
að máli í Jakarta á miðvikudag, og
ræddi í gær við Stephen Solarz,
sendimann Bandaríkjaforseta, í
Bangkok. Solarz mun næstu daga
ræða við leiðtoga nokkurra Asíuríkja
með það fyrir augum að koma á
sáttum í Kambódíu, og sagði í gær
að Bandaríkjastjórn óskaði eftir ná-
inni samvinnu við samtök ríkja í
Suðaustur-Asíu, ASEAN. Hann
mun eiga fund með forsætisráðherr-
anum Hun Sen í Phnom Penh í dag.
Forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings brugguð launráð
Newt Gingrich stenst
atlögu „vina“ sinna
Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, hefur staðist enn eina
tilraun ungra og óánægðra flokksbræðra
sinna á hægrivæng Repúblikanaflokksins
til að steypa honum af stóli.
GINGRICH boðaði til „fjölskyldu-
fundar“ meðal forystumanna
flokksins á miðvikudagskvöld eftir
að stuðningsmenn og andstæðingar
hans meðal repúblikana höfðu sagt
að ekki væri hægt að breiða yfir
ágreining þeirra og nýjustu tilraun-
ina til að koma honum frá. Daginn
áður hafði Gingrich algjörlega hafn-
að slíkum fundi og sagt að flokkur-
inn ætti að einbeita sér að því að
ná fram helstu markmiðum sínum
á þinginu, knýja fram skattalækk-
anir og hallalaus fjárlög.
„Ég hvet alla félaga Repúblik-
anaflokksins eindregið til að taka
þátt í þessari umræðu. Ég vil leggja
áherslu á eitt: ég læt það ekki við-
gangast að enn einum kaflanum
verði bætt við þessa þreytandi og
of margbrotnu sögu. Þessi umræða
er endirinn á þessari sögu,“ sagði
Gingrich á fundinum.
Andstaðan við Gingrich magnað-
ist eftir kosningarnar í fyrra þegar
meirihluti repúblikana í fulltrúa-
deildinni minnkaði og staða þeirra
veiktist í viðræðunum við Bill Clint-
on forseta um fjárlagahallann og
skattamál. Þetta hefur valdið mik-
illi óánægju meðal hóps þingmanna
á hægrivængnum, sem margir
hveijir voru fyrst kjörnir á þing
árið 1994 þegar repúblikanar náðu
meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrsta
sinn í 40 ár undir forystu Gingrich.
Þingforsetinn náði naumlega
endurkjöri í janúar og var víttur
og sektaður fyrir brot á siðareglum
þingsins. Nokkrar tilraunir voru
gerðar til að koma Gingrich frá en
andstaðan við hann náði hámarki
fyrr í mánuðinum þegar þingmenn
á hægrivængnum komu saman til
að leggja á ráðin um að steypa þing-
forsetanum. Sú tilraun fór út um
þúfur þar sem ekki náðist samstaða
um eftirmann Gingrich.
Vinurinn brást
Gingrich sagði að ekki ætti að
refsa þeim þingmönnum, sem tóku
þátt í viðræðunum um að kjósa
nýja þingforseta. The Washington
Post hefur eftir andstæðingum
Gingrich að allir forystumenn
flokksins í fulltrúadeildinni hafi tek-
ið þátt í þessu leynilega ráðabruggi
gegn honum en aðeins einn þeirra,
Bill Paxon, þingmaður frá New
York, hefur kannast við það, enda
neyddist hann til þess.
Paxon var áður einn af nánustu
bandamönnum Gingrich, sem hafði
sjálfur tilnefnt hann formann for-
sætisnefndar fulltrúadeildarinnar.
Uppreisnarmennirnir vildu að Pax-
on yrði næsti forseti fulltrúadeildar-
innar og olli þáttur hans í ráða-
brugginu Gingrich miklum von-
brigðum.
„Vilji menn vita hvernig Gingrich
liður geta þeir hugsað sér að einn
af bestu vinum þeirra, sem þeir
hafa hjálpað á framabrautinni,
reyni að taka starfið frá þeim,“
sagði The Washington Post. Paxon
sagði síðar af sér leiðtogastarfinu
og kvaðst ekki lengur njóta trausts
þingforsetans.
Neita aðild að samsærinu
Andstæðingar Gingrich segja að
Dick Armey, leiðtogi meirihlutans
í fulltrúadeiidinni, hafi einnig tekið
þátt í ráðabrugginu en misst áhug-
ann þegar hann komst að því að
uppreisnarmennirnir vildu að Pax-
on, en ekki hann sjálfur, yrði næsti
þingforseti. „Armey var áhugasam-
ur um þetta ef hann gæti orðið
forseti," sagði einn þingmannanna.
„Síðan losaði hann sig úr vandræð-
unum.“
Armey gaf síðar út yfirlýsingu
um að hann hefði ekki tekið þátt í
ráðabrugginu.
Flokksvörðurinn Tom DeLay,
sem hefur þann starfa að halda
uppi flokksaga í fulltrúadeildinni,
er einnig sagður hafa hvatt til þess
að Gingrich yrði steypt. Hann hefur
ekkert viljað segja um þátt sinn í
málinu og aðeins lýst því yfir að
hann hyggist ekki segja af sér.
„Sápuópera" flokksbroddanna
The New York Times birti for-
ystugrein um málið og lýsti því sem
„sápuóperu". Blaðið segir að nán-
ustu bandamenn Gingrich, Armey,
DeLay og Bill Paxton, hafi ákveðið
að sitja fundi uppreisnarmannanna
til að komast að launráðum þeirra
og bjarga Gingrich. „Því lengur sem
þeir hlýddu á áform uppreisnar-
mannanna um að koma Gingrich
frá, þeim mun betur virðast þau
hafa hljómað," segir blaðið.
Stuðningsmenn Gingrich segja
að ef Armey og DeLay hefðu setið
fundina sem „augu og eyru“ þing-
forsetans hiytu þeir að hafa sagt
honum frá því fyrirfram en það
gerðu þeir ekki.
„Þeir héldu öllum möguleikunum
opnum,“ segir The Washington Post.
„Bæði Gingrich og uppreisnarmenn-
irnir telja þá hafa svikið sig.“
Talinn of „hófsamur“
Þótt Gingrich njóti nú lítillar lýð-
hylli er það ekki meginástæða upp-
reisnarinnar. Margir uppreisnar-
mannanna líta á hann sem hættu-
lega „hófsaman" og of viljugan til
að semja um málamiðlanir við Clint-
on. Þeir vilja hins vegar „byltingar-
manninn" Gingrich, manninn sem
veitti forsetanum mótspymu fyrir
kosningarnar í fyrra. Þessir repú-
blikanar eru andvígir hækkun lág-
markslauna og auknum útgjöldum
vegna sjúkratrygginga fyrir börn
og telja að Gingrich hafi ekki knúið
fram nógu miklar skattalækkanir í
viðræðunum við Clinton.
Gingrich reiðir sig því ekki leng-
ur á stuðning ungu hægrimannanna
og hefur snúist á sveif með eldri
og hófsamari mönnum, sem geta
nú ráðið úrslitum um hvort hann
heldur velli.
The New York Times segir að
nú þegar óánægjan með Gingrich
hefur verið dregin fram í dagsljósið
hljóti hann að teljast heppinn haldi
hann velli út kjörtímabilið, sem lýk-
ur á næsta ári. Blaðið telur að litlar
líkur séu nú á því að Armey verði
næsti forseti fulltrúadeildarinnar
þar sem hann hafi fengið „ungu
ljónin“ upp á móti sér. Paxon og
þingmaðurinn John Kasich, sem
hélt sig til hlés þegar atlagan var
gerð að Gingrich, væru líklegir til
að taka við af þingforsetanum, ann-
aðhvort á næsta ári eða í næsta
samsærinu eegn honum.
NITESTAK 400
KK. 5.900
ÁÐUR 6.800
StÖtASÍftÖiN
ÆQffi
REYKJAVlK
Simi 511 22
tÆwMmyH
um nú 4 hágæda sjónvörp á fáséöu tilboðsverði
29” PHILiPS sjónvarpstæki með Super Black Line
flötum skjá, Nicam Stereo, 70W heimabíómagnara,
5 hátölumm, valmyndakerfi, 2 Scarttengjum og
fjarstýringu. Allar aðgerðir á skjá.
29" SONY Sjónvarp með SuperTrinitron
myndlampa, Nicam Stereo, íslensku
textavarpi, 2 Scarttengjum, barnalæsingu og
fjarstýringu. Allar aðgerðir á skjá.
28" Sjónvarp með Black Matrix skjá, skjáfiiter,
Nicam Stereo. íslensku textavarpi, breiðtjalds-
stillingu, 2 Scarttengjum og fjarstýringu.
28" Sjónvarp með Black Matrix myndlampa,
Nicam stereo, íslensku texíavarpi, barna-
læsingu, 2 scarttengjum og fjarstýringu. Allar
aðgerðir á skjá.
kewuL
Greiðslukjör við allra hæfi
erum
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
áíslandi
Stærsta hefmllls-og rBlskjaverelunarkeðja I Evrópu
VERIÐ VELKOMIN (VERSLUN OKKAR