Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Einar Falur EINAR Þór Daníelsson skorar fyrra mark KR úr vítaspyrnu. Ljósmynd birt á netinu í hálfleik LJÓSMYND sem sýnir Einar Þór Daní- elsson skora úr vítaspyrnu fyrir KR gegn Dinamo Búkarest var birt á knattspyrnuvef Morgunblaðsins aðeins 15 mínútum eftir að hún var tekin, í hálfleik Evrópuleiksins sem KR vann í fyrrakvöld. Komin á netið 15 mínútum eftir að hún var tekin Myndin var tekin á stafræna mynda- vél, Canon EOS DCS 3c, á 26. mínútu í fyrri hálfleik, og send inn í tölvu- kerfi Morgunblaðsins. Myndin var síð- an sett á netið í hálfleik með frásögn af framgangi leiksins og forystu KR. Leiknum var lýst í beinni útsendingu á netinu ásamt viðureign Leifturs og Skallagríms úr Sjóvár-Almennra deild inni. Stafræn myndataka markar þátta- skil í blaðaútgáfu og á vefnum en með þessari tækni er unnt að birta myndir aðeins fáeinum mínútum eftir að þær eru teknar á vettvangi. Ruslahaugar Bandaríkjahers á Langanesi Upplýst verði um inni- hald UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur farið fram á það við utanríkisráðuneytið að út- vega, ef hægt er og til eru, upplýsingar frá Bandaríkja- her um hvað gæti hafa orðið eftir á ruslahaugunum, sem enn má sjá merki um á Langa- nesi. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra átti nýlega fund með heilbrigðisnefnd svæðisins og einum fulltrúa eigenda jarðarinnar Eiði á Langanesi, þar sem meðal annars var rætt um hvað kunni að leynast í þeim mann- vistarleifum sem enn eru á Heiðaríjalli. „Þarna eru greinilegir ruslahaugar, sem sjónmengum er af,“ sagði ráð- herra. Varasamt að róta Sagði hann að um nokkurt skeið hafi verið reynt að vakta svæðið og hafa sýni verið tek- in úr grunnvatni til að kanna hvort þar séu að finna hættu- leg efni. í einu slíku sýni hafi komið fram töluverð blý- mengun en langan tíma getur tekið fyrir efni að síast í gegn- um jarðveginn. „Menn óttast efni frá rafgeymum og öðrum leysiefnum," sagði ráðherra. „Og höfum við beðið um upp- lýsingar ef þær eru fáanlegar til þess að geta metið hvort þörf er á viðbrögðum og ef það verður talið nauðsynleg hver þau ættu að vera.“ Benti ráðherra á að varasamt gæti verið að róta í ruslahaugunum á meðan ekki væri vitað hvað gæti leynst í þeim. Rót gæti komið af stað ferli sem menn réðu ekki við. Stálu úr verslunum LÖGREGLAN handtók tvo menn í borginni á miðvikudag, þar sem farangur þeirra vakti grunsemdir, enda mennirnir kunnir að því að ásælast eigur annarra. Við yfirheyrslur viðurkenndu mennirnir að hafa tekið varning ófrjálsri hendi í Bónus, Olís, 10-11 og einni úraverslun. Nú slær hún í gegn eftir að hún fékk nýj a Shell-bensínið sem er umhverfisvænna Nú fæst umhverfisvænna bensín á Shellstöðvunum á höfuðborgar- svæðinu. Umhverfisvænna bensín er nýjung sem markar tímamót í umhverfisvernd. Það er án mengandi efna, brennur betur og fer því betur með náttúruna og vélina. Umhverfisvænna bensín er fyrir loftkældar tvígengisvélar og fjórgengisvélar. Umliverf isvænwa bensín - náttúrunnar og okkar vegna. www.shell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.