Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsókn forseta Islands til Utah Dagurmn ótrú- leg lífsreynsla FORSETI íslands, Ólafur Ragnar GrSmsson, og fylgdarlið hans flugu í fyrrakvöld til Utah þar sem heim- sóttar yoru íslendingaslóðir í gær. Nokkur seinkun varð á fluginu frá Washington en það olli þó ekki rösk- un á dagskrá í gær. Forsetinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að dagurinn hefði verið ótrú- leg lífsreynsla og hvað eftir annað hefði hann verið djúpt snortinn. Forsetinn og fylgdarlið byijuðu daginn á að vera við hátíðarhöld og skrúðgöngu í Spanish Fork þar sem 30 til 40 þúsund manns voru saman komin, að sögn Lil Shep- herd, formanns íslendingafélagsins í Utah. Hún segir að mannfjöldinn hafi fagnað forsetahjónunum vel og innilega. „Okkur var tekið af einstökum fögnuði í hátíðargöngunni í dag, þar sem um 80 til 90 þúsund manns voru meðfram götunum. Þau fögn- uðu okkur hvað eftir annað með lófaklappi, kölluðu til okkar kveðju- orð og báðu fyrir kveðjur til ís- lands,“ sagði Ólafur Ragnar. Fánar á 400 leiðum Því næst var farið í kirkjugarð í Spanish Fork þar sem margir ís- lendingar hvíla. Búið var að setja fána á^ um 400 leiði, en það eru grafir íslendinga sem fóru utan og þeirra sem fæddust í Bandaríkjun- um. Þar var m.a. skoðað leiði afa Lil, Ketils Guðmundssonar úr Húnavatnssýslu, sem fæddist 1869 og kom til Bandaríkjanna 1883. Lil sagði að stundin í kirkjugarðinum hefði verið mjög tilfinningaþrungin. Ólafur Ragnar sagði að í kirkju- garðinum sæist greinilega hversu islenska samfélagið sýndi forfeðr- um sínum mikla virðingu. Forsetinn lagði blómsveig að minnismerki um íslenska landnema og bað fólk að drúpa höfði í mínútu- þögn til minningar um og í virðing- arskyni við þá sem lögðu á sig langa og erfiða ferð frá íslandi til Utah á síðustu öld. Við þetta tækifæri lagði Ólafur Ragnar til að stofnaður yrði félagsskapur í Utah til að treysta betur tengslin og auka I Spánsforki SPÁNSFORKUR, Spanish Fork, kemur við sögu í Paradísarheimt Halldórs Laxness en þangað fer Steinar Steinsson eftir leiðbeining- um Þjóðreks biskups: „Þegar þú kemur á leiðarenda í Saltsjódal, þá skaltu ekki skifta þér af neinu, utan spyija hvar liggi þjóðvegur til Spánska Forks, sem stundum er nefndur Spánsf orkur, og segjast vera af íslandi. Munu þá allir menn kyssa þig. Láttu þá visa þér á póst- vagninn til Próvóstaðar, en þaðan skaltu gánga. Nú geingur þú sem leið liggur eftir þjóðveginum. Þú hefur þér skáhalt á vinstri hönd hærra fjall en íslendíngar hafa séð, það heitir Timpanógosfjall eftir rauðri drotníngu. Þar eru gilin tíu sinnum dýpri en Almanna- gjá. Hér geta islendíngar veitt sér fagrar smalamennskur í laufskóg- um með aungum slagviðrum og þurfa þarafleiðandi ekki brenni- vín. Efst í þessu háfjalli, sosum helmfngi hærra uppi en á Öræfa- jökli, þar vex frómur og þjartagóð- ur viður, sem heitir piprandi ösp. Á þessu fjalli á ég tvær hjarðir. En skiftu þér ekki af því. Hvert varstu kominn? Passaðu þig bara að villast ekki út af veginum laxi. Þegar minst varir er Timpanógos- fjall að baki þér og komið annað fjall í laginu einsog það væri klipt út með skærum í blað sem þú brýt- ur saman fyrst; það er Fjallið Blessaða þar sem sólin kemur upp yfir Spánsforksbygð; þángað upp fór kelling ein með skjólu og reku að heya sér silfur og gull.“ Þegar Steinar Steinsson er kom- inn til Utah fær hann að heyra söguna af þvi hvernig frumbyggjar mormóna gerðu eyðimörkina byggilega. Þar segir: „Nú voru risin vistleg bændahús af sólbökuðum múrsteini í Spánsk- um Forki, bjálkakofar voru óðum að týna tölunni og í döggáti lifði ekki nema einstöku lúterstrúar- fólk. Hérumbil aUir höfðu orðið viðhafnarstofu með mynd af spá- manninum og Hirami bróður hans og svo Brikámi júnga. Á stofuborð- inu liggur Mormónsbók og Perlan dýra. Risnar voru þær menningar- stofnanir sem gera sveit að borg: samkunduhús, póststofa og búð. Guð (samvinnuverslunarstofnun Sionsborgar) átti búðina. Auga hans var málað yfir búðardyrnar, umleikið geislum sem voru einsog broddar á ígulkeri, og þessi orð: „heilagur sé drottinn". Samkundu- húsið átti kirkjan og Territóríið póststofuna. Kirkjan átti réttinn tíl að úthluta jörðum; hún átti auk eyðimerkurinnar, fjöll og afrétti þar sem fé gekk sjálfala; hún var og tekin að keppa við heiðna menn í þvi að vinna málm; og hún átti vatnið sem leitt var úr huldum æðum fjallsins og veitt á akrana. Öll tilhögun fyrirskipuð af hálfu kirkjusljórnarinnar, og eins ef til- högun var breytt frá því sem áður var, þá vitnaði alt í senn, breytt sem óbreytt, um handleiðslu drott- ins og það sem kallað er kórrétt hugsun. Alt sem mönnum hlotnað- ist og áskotnaðist sýndi að kenn- íngin átti upptök sín i alheimslög- málinu." FORSETAHJÓNUNUM var vel fagnað af mannfjöldanum þegar þau óku um götur Spanish Fork. Mo/gunblaðið/Jason Olson TÓMAS Valur Ólafsson tók í höndina á forseta íslands og leiddi hann að minnismerkinu um komu íslendinga til Spanish Fork. kynni milli fólksins þar og íslend- inga. Arfleifðin vel varðveitt Borgaryfirvöld í Spanish Fork buðu til hádegisverðar og síðan voru skoðuð um 40 af þeim húsum sem íslenskar fjölskyldur reistu á síðustu öld í Spanish Fork. Saga íbúanna, uppruni þeirra og örlög voru rakin og sagði Ólafur Ragnar að ánægjulegt hefði verið að sjá hve vel húsin væru varðveitt. „Við vitum öll á íslandi að stund- um hefur verið fjallað á neikvæðan hátt um það fólk sem vegna trúar sinnar fór frá íslandi til Utah en það er ljóst að það fólk, börn þess og afkomendur, hafa varðveitt sína íslensku arfleifð á áhrifríkan hátt,“ sagði Ólafur Ragnar. I gærkvöldi snæddi hann kvöld- verð í boði ríkisstjóra Utah. Þar var einnig ríkisstjóri Illinois og fleiri forystumenn nágrannafylkjanna. Samvörður 97 Björgun æfð á Suð- vestur- landi ÆFINGIN Samvörður 97 fer fram á Suðvesturlandi í dag og á morgun. Líkt verður eftir afleiðingum öflugs jarð- skjálfta. Erlendir þátttak- endur í almannavarnaæfing- unni munu koma íslensku björgunarliði til aðstoðar. Rússneska björgunar- sveitin varpar flytjanlegu sjúkrahúsi úr þyrlu. Það er búið skurðar- og röntgen- tækjum. 11 þyrlur frá fjórum löndum, fjórar flutningaflug- vélar frá þremur löndum, varðskip frá Noregi, sjúkra- bílar, slökkvibílar og tækja- bílar verða notaðir við æfing- una. Forseti Kjaradóms Andlát EINAR ARNALDS EINAR Amalds, fyrr- verandi hæstaréttar- dómari, lést á þjúkrun- arheimilinu Skjóli í gær á 87. aldursári. Einar var fæddur í Reykjavík 3. janúar 1911. Foreldrar hans vom Ari Jónsson Arn- alds, alþingismaður og síðar sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðis- firði, og Matthildur Ein- arsdóttir Kvaran hús- freyja. Einar lauk laganámi frá Háskóla Islands 1935 og varð héraðs- dómslögmaður 12. maí 1942. Hann var skipaður borgardómari 31. maí 1945 og yfirborgardómari í Reykja- vík 30. desember 1961. Einar var skipaður hæstaréttardómari 23. maí 1964 og gegndi því starfi til 1. mars 1976 er honum var veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir. Einar var varasáttasemjari 1961- 1962 og var skipaður dómari í Félagsdómi 1962. Hann var formað- ur Siglingadóms 1947- 1964 og var kosinn í landskjörstjóm 1959 til 1971. Einar var kjörinn af ráðgjafarþingi Evróp- uráðsins í Mannrétt- indadómstól Evrópu 1959 og var endurkjör- inn 1961 til níu ára en fékk lausn 1967. Hann var í stjórn íslandsdeild- ar norrænu lagamanna- samtakanna 1951-1973 og í stjórn Lögfræðinga- félags íslands frá stofn- un 1958 til ársloka 1965. Eftir Einar liggja nokkur rit um lagaleg efni. Honum var veittur Ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu 1958, stórriddarakross 1971 og stór- riddarakross með stjömu 1981. Kona hans, Laufey Amalds, lést 14. apríl 1996. Dætur þeirra eru Kristín skóla- meistari og Matthildur ritari. um kröfur um að leggja dóminn niður Finna þarf fyrirkomulag sem sæmileg sátt er um GARÐAR Garðarsson, forseti Kjara- dóms, segir ýmsar fleiri leiðir færar við ákvörðun launakjara æðstu emb- ættismanna en núverandi fyrir- komulag um starfsemi Kjaradóms. Miðstjórn ASÍ hefur krafist þess að Kjaradómur verði lagður niður og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur lýst því að hann sé ekki and- vígur því að aðrar leiðir verði farnar. Ófært að þjóðin gangi af göflunum í hvert skipti „Ég hef frá upphafi verið þeirrar skoðunar að það séu ýmsar leiðir mögulegar. En ég legg áherslu á að menn finni í eitt skipti fyrir öll fyrirkomulag sem verði sæmileg sátt um, bæði fyrirfram og eftir á. Það er algerlega ófært að öll þjóðin skuli ganga af göflunum í hvert skipti sem einhverjar breytingar eru gerðar," segir Garðar. „Þetta snýr fyrst og fremst að Alþingi og ef þingið vill ekki taka sjálft á þessum málum getur þingið í sjálfu sér bundið sig við einhvern tiltekinn launaflokk hjá opinberum starfsmönnum eða við einhvetjar til- teknar stéttir. Það er ein leið af mörgum. Önnur leið er sú að miða við launavísitöluna, sem mælir launaskriðið, og það ætti hin teng- ingin að gera líka,“ segir Garðar. Hann segir engu að síður nauðsyn- legt að einhver aðili fylgist með og meti breytingar sem verða á störfum og launaþróun. Garðar hefur greint frá því að Kjaradómur muni taka launakjör alþingismanna til sérstakrar skoð- unar á næstunni. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að í ljósi þeirra yfirlýsinga að undanförnu að ieggja beri Kjaradóm niður og koma þessum málum fyrir með einhveijum öðrum hætti sé hann þeirrar skoðun- ar að Kjaradómur muni doka við og sjá hvaða stefnu málið tekur áður en ákvarðanir verði teknar um breyt- ingar á kjörum þingmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.