Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTDAGUR 25. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stækkun Evrópusambandsins getur haft neikvæð áhrif á sfldarútflutning
Tollar leggjast á
sfldarafurðir í
A-Evrópuríkjum
STÆKKUN Evrópusambandsins til austurs
gæti haft neikvæð áhrif á útflutning íslenzkra
sfldarafurða. Undanfarin ár hafa íslenzkar
sjávarafurðir verið tollfrjálsar í flestum ríkj-
um Austur-Evrópu, samkvæmt fríverzlunar-
samningum EFTA við þessi ríki. Pólland,
Tékkland og Eistland, mikilvægir kaupendur
íslenzkrar sfldar, hafa fengið vilyrði fyi’ir að-
ildarviðræðum við ESB á næstunni. Gangi
þessi ríki í sambandið leggjast tollar á sfld,
sem flutt er þangað, enda nær tollfrelsi samn-
ingsins um Evrópska efnahagssvæðið aðeins
til sumra sfldarafurða.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hef-
ur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
vakið athygli á þessu máli á fundum sínum
með ráðamönnum ESB-ríkja undanfarið og
minnt á að full fríverzlun gildi nú í viðskiptum
íslands og væntanlegra nýrra aðildarríkja
ESB.
Tollkvóti hefiir klárazt hratt
íslenzkir sfldarútflytjendur urðu fyrir
nokkrum búsifjum fyrir tveimur árum er
EFTA-ríkin Finnland og Svíþjóð gengu í
ESB og nýir tollar lögðust á sfldarafurðir sem
fluttar voru á þessa mikilvægu markaði. Sam-
kvæmt reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO) samdi ESB við ísland um bætur fyrir
þennan missi markaðsaðgangs, í formi toll-
frjáls innflutningskvóta fyrir krydd- og edik-
sfld annars vegar og heila og hausskoma sfld
hins vegar. Þessi kvóti var reiknaður út frá
meðaltali útflutnings á íslenzkri sfld til ríkj-
anna tveggja síðustu þrjú árin áður en samn-
ingurinn var gerður en tók hvorki tillit til
aukningar útflutnings á því tímabili né vænt-
anlegrar aukningar framboðs vegna meiri
sfldarafla. Kvótinn hefur því klárazt hratt og
eru útfiytjendur ósáttir við stöðu mála.
Söltuð sfldarflök eru tollfrjáls samkvæmt
EES-samningnum. A freðsfld leggst 15% toll-
ur hluta ársins en þá er hins vegar í gildi
34.000 tonna tollfrjáls innflutningskvóti fyrir
rfld utan ESB. Hluta ársins ber freðsfldin
engan toll.
Að sögn talsmanna síldarútflytjenda hafa
neyzluvenjur í Austur-Evrópuríkjum breytzt
undanfarin ár og kaupa Tékkar, Pólverjar og
Eistlendingar nú nánast eingöngu freðsfld en
afar litla saltsfld.
Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri
erlendra verkefna hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, segir að ætla megi að nýir tollar í
þessum ríkjum hækki verð síldarinnar, sem
geti haft áhrif á markaðina, en ekki megi
gleyma því að sama gangi yfir Norðmenn,
helztu keppinauta Islendinga á sfldarmörkuð-
um.
Útflutningur á freðsfld hefur farið heldur
vaxandi til Austur-Evrópu á undanfömum ár-
um. Árið 1995 voru þannig seld 1.540 tonn til
áðurnefndra þriggja ríkja en í fyrra um 4.220
tonn. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að
verði gerður nýr samningur um tollkvóta eftir
inngöngu A-Evrópuríkjanna, líkt og eftir inn-
göngu EFTA-ríkjanna, sé alveg óvíst að hann
taki tillit til þessarar aukningar. Þar sem
hann myndi miða við útflutning nokkurra ára
áður en hann væri gerður myndi hann heldur
ekld taka tillit til þess að saltsíldameyzla gæti
aukizt í þessum löndum á ný. Því sé æskileg-
asta lausnin sú að íslenzk stjórnvöld nái
samningum við ESB um að tollfrelsi EES-
samningsins verði víkkað út til allra sjávaraf-
urða, sfldarafurða þar með talinna.
Embættismaður í framkvæmdastjórn ESB,
sem Morgunblaðið ræddi við, segir að ósenni-
legt sé að sambandið fallist á að fella niður
tolla á sjávarafurðum frá EFTA-ríkjunum
fyrir ekki neitt. ,Á móti betri markaðsað-
gangi höfum við yfirleitt farið fram á fisk-
veiðiréttindi. Þannig hefur það virkað í sjáv-
arútvegsmálunum," segir embættismaðurinn.
EDDA Lára Kaaber, flokks-
stjóri, réttir Guðrúnu Lillý Ey-
þórsdóttur pylsu af grillinu.
ÓLÖF Ósk Steingrímsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Halla
Vilhjálmsdóttir og Davíð Terrazas voru að æfa fyrir fjöllistakeppnina.
NJÁLL Óskar fékk afar góðar
viðtökur áhorfenda.
BJÖRGVIN er að hugsa um að
sækja aftur um vinnu í Vinnu-
skólanum næsta sumar.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
INGIBJÖRG Sóirún Gísladóttir, borgarstjóri, afhenti Bjarna Gunnars-
syni, Guðjóni Albertssyni, Haildóri Gunnlaugssyni og Steindóri Ö.
Ólafssyni í hljómsveitinni Spiritus fyrstu verðlaun í fjöllistakeppninni
fyrir lagið Gemmér. Önnur verðlaun hlaut Grunge-punk sveitin og
þriðju verðlaun margmiðlunarhópurinn The massacre of the Innocent.
ÞÚ KAUPIR
EINN KJÓL Á ÚTSÖLUNNI
OG FÆRÐ ANNAN
ÓKEYPIS
SUÐURKRINGLUNNI
Krakkarnir frjóir
og skemmtilegir
„já, er tússinn slæmur í rigning-
unni? Hérna er annar. Ég tók hann
með fyrir eiginhandaráritanir og
hef því miður ekki haft not fyrir
hann ennþá,“ segir Sigurgeir
Þórðarson, annar söngvari hljóm-
sveitarinnar Villt á’ðí, í elskuleg-
um tón við blaðamann á Sumarhá-
tið Vinnuskólans f Laugardalnum í
gær. Ekki hvarflar hins vegar að
Sigurgeiri fremur en öðrum í
hljómsveit Götuleikhússins að
kvarta yfir áheyrendunum. „Við
vorum svolitið stressuð áður en við
komum hingað - datt í hug að
kastað yrði í okkur grjóti - en
stemmningin er fín, mjög fín,“ seg-
ir hann.
Nú fer hver að verða síðastur til
að ná í pylsu af grillinu áður en
þungbúin skýin steypa úr sér yfir
fjöldann fýrir framan Laugardals-
höllina. Guðrún Lillý Eyþórsdóttir
er svo heppin að ná sér f eina áður
en haldið er inn í íþróttasalinn til
að fýlgjast með fjöllistakeppninni.
Hún lætur ágætlega af vinnunni í
sumar. Félagsskapurinn hafi verið
fínn og launin allt í lagi. Strákarn-
ir! „Ekkert sérstakir," segir hún
og kímir.
Að vera með
Pylsunni er sporðrennt og haldið
inn í myrkrið. Arnfinnur Jónsson,
skólastjóri Vinnuskólans, setur há-
tíðina og veitir verðlaun fyrir
íþróttakeppnina um morguninn. Á
meðan æfa upprennandi fjöllista-
menn sig í hveiju skúmaskoti bak-
sviðs fyrir fjöllistakeppnina á eftir.
Á ganginum fyrir framan búnings-
klefana halda Ilrafnhildur Jóhann-
esdóttir, Halla Vilhjálmsdóttir,
Ólöf Ósk Steingrímsdóttir og Da-
víð Terrazas fyrstu heilu æfinguna
á sínu atriði. „Fyrst ætluðum við
að syngja Y.M.C.A. Við skiptum
svo um skoðum og ætlum að syngja
Bohemian Rhapsody. Ég fann lagið
í tölvunni og tók bakraddirnar út
til að við þyrftum ekki bakradda-
söngvara," segir Ólöf Ósk.
Hrafnhildur ypptir öxlum þegar
spurt er hvort hópurinn telji sig
eiga raunhæfa möguleika á verð-
launasæti. „Ég hugsa ekki. Við
vildum bara vera með,“ segir hún
og Halla segist vera að uppfylla
sýniþörf sína með því að vera með.
Hún setur sig í sfjörnustellingar og
hin hlæja. Halla lætur ágætlega af
því að vinna á vegum Vinnuskólans
á leikveili við Dunhaga. „Ég hafði
náttúrulega ekki sama félagsskap
og hinir en mér fannst fínt að ieika
mér við krakkana,“ segir hún og
fram kemur að hún hafi sloppið við
að þrífa börnin.
Jafningjafræðslan góð
Ef frá er talinn góður félags-
skapur fannst hinum krökkunum
frekar leiðinlegt að vinna við gróð-
ursetningu í sumar. Sú rödd heyrð-
ist að gróðursetning skipti ekki
máli heidur að fá pening og faunin
mættu vera hærri. Fræðsludagarn-
ir fengu hins vegar ágæta dóma,
ekki síst jafningjafræðslan. Raf-
magnsveitan þótti ekki eins
skemmtileg. Nú er krökkunum
ekki Iengur til setunnar boðið enda
er fjöllistakeppnin þegar hafin á
sviðinu og stressið farið að gera
vart við sig.
Björgvin Björgvinsson naut fjöl-
listakeppninnar út í sal. Hann
sagðist hafa byrjað að vinna á
Miklatúni, öðru nafni Klambratúni,
16. júlí. Síðasti vinnudagurinn væri
í dag. „Ég hef verið á rafmagns-
VILLT á’ðí skipa Vilhjálmur
Pálsson (Lúlli Lúta), Sigurgeir
Þórðarson (Danni Djamm),
Svanhvít Thea Árnadóttir (Sísí
Norð), Natalie G. Cosmane
(Sísí) og fremst er Kristín Þóra
Egilsdóttir (Rúna Rikk).
hjólastól að flytja mold, grjót og
hey á milli staða. Mér líkar bara
allt vel, vinnan og félagsskapurinn,
þó að ég hafi svo sem ekki kynnst
mörgum á svona stuttum tíma. Ég
er að hugsa um að reyna að fá
vinnu aftur næsta sumar, „ segir
hann en eftir að vinnunni lýkur
ætlar hann að fara í sumarbúðir í
Reykjadal í þijár vikur.
Fijóir og skemmti-
legir krakkar
Eftir að Björgvini hefur aftur
verið hleypt inn í salinn til að fylgj-
ast áfram með íjöllistakeppninni
og skemmtilegum innskotum frá
Gríngellunum ræðir blaðamaður
við nokkra leiðbeinendur. Þeir eru
allir sammála um að starfið hafi
gengið vel í sumar. Krakkarnir séu
fijóir og skemmtilegir. „Alveg
hreint yndislegir," segir einn og að
gaman sé að ljúka vinnunni með
glæsilegri sumarhátíð.