Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Kvikmyndafréttir BONNIE Hunt, sem hefur leik- ið aukahlutverk í myndum eins og „Jerry Maguire" og „Jumanji", vill prófa leikstjórastólinn. Hún mun leikstýra „Distance Calls“, handriti Andrew Stern, Samönthu Good- man.og Jennie Lew Tugend, fyr- ir MGM. Handritið fjallar um mann sem verður ástfanginn af konu sem fékk hjartað úr fyrri konu hans. Michelle Pfeiffer er að ræða við Paramount um að leika blaða- konu í „Privacy". Handritið segir frá blaðakonu hjá virtu blaði sem ' J missir vinnuna og neyðist til þess að fara skrifa fyrir slúðurblað. Maximilian Schnell, Robert Duvall, Vanessa Redgrave, Morgan Freeman, og Tea Leoni ætla að bjarga jörðinni frá aðvíf- andi halastjörnu í „Deep Impact“. Jane Seymor og ektamaki hennar James Keach stefna að því að endurgera „The Swiss Fam- ily Robinson". Nýja myndin á að bera titilinn „The New Swiss Fam- iiy Robinson“. Eddie Murphy er vinsæll til samstarfs um þessar mundir. Jeff Goldblum vill leika á móti Murphy í Touchstone-myndinni „Holy Man“. Hún ijallar um gúrú sem slær í gegn sem sjónvarpsstjama. Sharon Stone og Sidney Lu- met hafa í hyggju að endurgera „Gloriu" frá árinu 1980. Það voru hjónakornin John Cassavetes og Gena Rowiands sem gerðu upp- haflegu útgáfuna um konu sem passar dreng eftir að mafían hefur myrt foreldra hans. Rene Zellweger, sem bíógestir sáu sjarmera Tom Cruise í „Jerry Maguire“, hefur fengið hlutverk í næstu mynd Carl Franklin „One True Thing“. Franklin, sem stýrði síðast „Devil in a Blue Dress“, ætlar að hvíla sig frá spennumynd- um í þetta skipti en „One True Thing“ fjallar um konu sem hjúkr- ar sjúkri móður sinni. Meryl Stre- ep hefur sýnt áhuga á hlutverki sjúklingsins. Michael Bay, sem leikstýrði „The Rock“, er að hefja tökur á hasarmynd fyrir sumarmarkaðinn 1998. Hún er kölluð „Armaged- don“ og hefur Bruce Willis og Ben Affleck innanborðs. Þeir fé- lagar leika hvundagshetjur sem bjarga heiminum frá gjöreyðingu, hvað annað! Michael Rappaport líst vel á handrit Ethan Coen að „The Naked Man“. Rappaport stefnir að því að leika aðalhlutverkið, mann sem leitar að sálarró í glímu og hjá hniklækni. Christina Ricci hefur sam- þykkt að leika á móti Johnny Depp og Benicio Del Toro í „Fear and Loathing in Las Veg- as“. Myndin fjallar um lífið séð með augum manns sem er háður vímuefnum. David Thewlis leikur aðalhlut- verkið í írsku myndinni „Divorcing Jack“. Hann leikur blaðamann í Belfast sem er hundeltur af lög- reglunni og fleirum eftir að ást- kona hans finnst myrt. Michelle Yeoh hefur verið boð- ið að leika á móti Martin Lawr- ence í „Confucius Brown“ sem Universal er með í undirbúningi. Reginald Hudlin hefur verið feng- inn til þess að leikstýra. JANE Seymor ætlar að endur- gera „The Swiss Family Rob- inson“. MORGAN Freeman, sem hér sést í „Seven“, fær að vera hluti af hetjuhópi í „Deep Impact". - MYNPBÖNP Fégráðug feigðarkvendi -> Bundnar (Bound) Spennumynd ★ ★ ★ Framleiðendur: Andrew Lazar og Stuart Boros. Leikstjórar: Andy Wachowski og Larry Wachowski. Handritshöfundar. Andy Wach- owski og Larry Wachowski. Kvikmyndataka: Bill Pope. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Jennifer Tilly, Gina Gershon, Joe Pantol- iano, John P. Ryan, Richard Sara- fian. 104 mín. Bandaríkin. Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 14. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 16ára. Corky, sem hefur nýlokið við að afplána nokkurra ára fangels- isvist, er nýjasti leigjandinn í glæsilegu fjölbýlishúsi. Nágrann- ar hennar eru mafíósinn Caesar og ástkona hans, Violet, og hefur Corky ekki verið nema örfáa daga í íbúð sinni þegar hún og Violet byrja eldheitt ástarsamband. Þær ákveða að ræna 2 milljón- um dala, sem Caesar á að þvo fyrir mafíuna, en hlutirnir þróast á annan veg en þær ætluðu. Bundnar er dæmigerð „film noir“ mynd, en slíkar myndir voru vinsælar á 5. og 6. áratugnum. Eini munurinn er að þessi mynd er krydduð með kynlífi og ofbeldi 10. áratugarins. Þetta er einstakleg stílhrein mynd út í gegn og andrúmsloft hennar er mjög svalt og kynþokkafullt. Kvikmyndataka Bills Popes er ein- staklega góð og notkun hans á undarlegum sjónarhornum gefa myndinni næstum súrrealískan blæ. Einnig er virkilega vel unnið úr notkun á litum innan ramm- ans, en mest áberandi litirnir eru svartur, hvítur og rauður og hjálpa þeir enn frekar að byggja upp „film noir“ andrúmsloft myndarinnar. Handritið er ágæt- lega skrifað og persónurnar at- hyglisverðar, en Caesar í túlkun Joes Pantolianos stendur upp úr. Pantoliano hefur fullkomið vald á persónu sinni og bijálæðislegt augnaráð hans og taugaveiklaður talandi gera Caesar að mjög eftir- minnilegu illmenni. Gina Gershon hefur batnað töluvert sem leikona eftir hina ömurlegu mynd „Showgirls", en hvorki hún né Jennifer Tilly sýna stórleik sem elskendurnir. Það verður fróðlegt að fylgjast með Wachowski- bræðrunum í framtíðinni, en þessi frumraun þeirra sem leikstjóra er ekki ólík frumraun Coen-bræðr- anna „Blood Simple", sem lagði grunninn að einu athyglisverðasta tvíeyki kvikmyndanna. Ottó Geir Borg Án áíengis Kvöldvökur, leiktæki, fræðslustundir, Furðuleikhúsið, gospeltónleikar, vatnafjör, varðeldur, hoppukastalar, bátar, Guðsþjónusta, íþróttir, kaffihús, Raddbandið, bænastundir og margt margt fleira. s * STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN Flugslys Ókyrrð (Turbulence) Spennumynd Vi Framleiðendur: Martin Ransohoff og David Valdes. Leikstjóri: Robert Butler. Handritshöfundar. Jon- athan Brett, Steven. E. De Souza og John Herzfeld. Kvikmyndataka: Lloyd Ahern. Tónlist: Shirley Walk- er. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Laur- en Holly, Hector Elizondo, Ben Cross, Rachel Ticotin. 96 mín. Bandaríkin. Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 10. júlí. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. Sögusviðið er farþegaflugvél á leiðinni frá New York til Los Angel- es. í flugvélinni eru nokkrir farþeg- ar og áhöfn, en einnig tveir illræmd- ir glæpamenn sem eru í fylgd fjög- urra lögreglumanna. Þegar vélin er komin í loftið ákveður annar ræninginn að sleppa undan lög- reglumönnunum og eina ráðið er að drepa þá alla. Atökin milli hans og lögreglumannanna enda með því að hann, allir lögreglumennimir og flugstjórinn liggja í valnum. Þá hefjast ný átök milli flugfreyjunnar Teri Halloran og fjöldamorðingjans Ryan Weaver. Einhver verður að lenda vélinni og einhver verður að stöðva Weaver og fær Teri bæði þessi krefjandi störf. Þegar maður setur sig í stelling- ar til þess að horfa á dæmigerða afþreyingar- mynd er megin hugsunin sú að myndin eigi að skemmta manni. Sumar myndir geta verið dálítið vitlausar eða væmnar og er það allt í lagi á meðan myndin sinnir afþreyingargildi sínu. En stundum koma myndir sem fara yfir strikið og er Ókyrrð dæmigerð fyrir mynd sem móðgar heilasellur áhorfandans hvað eftir annað. Uppbyggingin á myndinni er ótrú- lega slæm, en engan vísi að per- sónusköpun eða dramatískri spennu er að finna eftir uppbygg- inguna. Hver einasta persóna er hræðilega skrifuð og sem dæmi má nefna Teri, sem leikin er af Lauren Holly, en hún berst við al- ræmdan ijöldamorðingja og sjórn- ar flugvél eins og færasti flug- stjóri. Spennuatriðin eru álíka áhugaverð og stillimyndin í sjón- varpinu, en þau ná hápunkti þegar flugvélin fer á hvolf, það atriði er það heimskasta af heimskum atrið- um myndarinnar. Maður hálf vor- kennir leikurunum að þurfa að leika þessar flatenskjulegu persón- ur og fara með hinn afkáralega texta þeirra. Ég myndi ekki einu sinni vilja að óvinir mínir þyftu að þola þennan óskapnað. Ottó Geir Borg MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Óendanleiki (Infmity)'k ★ ★ Vi Gleym mér ei (Unforgettable)-k k 'h Skrautkarlinn (The Glimmer Man) ★ ★ Vi Brúðkaupsraunir (Vol au vent)-k k Vi Michael Collins (Michael Coilins)k k Freistingin snýr aftur (Poison Ivy: The New Seduction)k Svefngenglar (Sleepers)k Vi Leyndarmál og lygar (Secrets and Lies)k kkk Á föstu með óvininum (Dating the Enemy)k 'h Drápararnir (Dark Breed)k Foreldrar fangelsaðir (Housc Arrest)k Nútíma samband (A Modern Affair)k k Stjörnufangarinn (L’Uomo Deile Stelle)k k k Matthildur (Matiida)k k k Sonur forsetans (First Kid)k k k Vi Leitin aö lífshamingjunni (Unhook the Stars)k k k Vi í deiglunni (The Crucible)k k k 'h Tvö andlit spegils (The MirrorHas Two Faces)k k k Ógnarhraði (Runaway Car)k k Lífið eftir Jimmy (AfterJimmy)k k k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.