Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 21 LISTIR Skólahljómsveit Kópavogs í Prag „Vakti mikla eftirtektu SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs er nýlega komin heim úr vikulangri tónleikaferð til Prag í Tékklandi. Ferð þessi var farin til að halda upp á 30 ára afmæli hljómsveitarinnar, en hún er með elstu starfandi skóla- hljómsveitum landsins. Alls eru 135 börn og unglingar í hljómsveitinni en í þessa ferð fór 41 hljóðfæraleikari á aldrinum 13-19 ára ásamt stjórnandanum, Össuri Geirssyni, og fjóram fararstjóram. Hugmyndin með ferðinni var að halda tónleika þar sem íslensk tónlist skipaði öndvegi en á sama tíma að kynnast menningu Tékka og koma til baka ríkari í anda og öllu fróðari. Haldnir vora tónleikar í Prag-kast- ala, á gamla borgartorginu og í Usta- skóla í borginni eftir kynnisferð um skólann, sem kennh' myndlist og tón- list fólki frá 5-25 ára. Að sögn Össurar Geirssonar tók- ust tónleikarnir allh- mjög vel og vora hljóðfæraleikararnir ailir sem einn til sóma í allri framkomu. Flutt vora íslensk lög af ýmsum toga, bæði hefðbundin lúðrasveitarlög á borð við Öxar við ána og Tjarnarmars, þjóðlög og íslensk sönglög útsett fyr- ir lúðrasveit. Össur segir að hljóm- sveitinni hafi hvarvetna verið vel tekið og vakið mikla eftirtekt, en margskonar tónleikar vora í boði þessa daga í Prag þar sem tónlistar- hátíðin Vor í Prag stóð sem hæst meðan heimsókn sveitarinnar stóð yfir., „A milli tónleika gafst góður tími til að drekka í sig tékkneska menn- ingu og ekki síst byggingarlistina, en annar eins fjöldi af fallegum gömlum byggingum er vandfundinn á öðram stað í heiminum. Einnig nutu krakk- arnir þess að sjá óperana Carmen í óperahúsi Pragbúa, en Bakarí Frið- riks Haraldssonar í Kópavogi bauð allri hljómsveitinni á þá sýningu. Gönguferðir um borgina í frábæru sumarveðri, sigling á Moldá og skoð- unarferðir í kastala og hallir í ná- grenni borgarinnar gerðu þessa ferð að sannkölluðu ævintýri sem seint mun gleymast, en ef til vill er mest um vert að hafa fengið að fara í þessa ferð með svo samstilltum, kát- um og yndislegum hóp ungmenna,“ segir Óssur. PRÚÐBÚINN hópur eftir óperusýningu. KÁRI Björn með verðlaunamyndina af nióður sinni. Morgunblaðið/Kristinn FYRIR skömmu var efnt til myndasamkeppni milli barna á vegum héraðsstjórnarinnar í Hessen í Þýskalandi og dag- blaðsins Frankfurter Neue Presse. Hét verkefnið „Börn mála mynd af móður sinni“ og bárust nokkur þúsund myndir til dómnefndarinnar. Kári Björn Ragnarsson, sex ára, sem býr með foreldrum sinum, Lauru Hjartardóttur og Walter Ragnari Kristjánssyni í Lim- burg skammt frá Frankfurt am Main, málaði mynd af móður sinni sem heillaði dómnefndina og var því í hópi tíu barna sem fengu verðlaun fyrir mynd sína. Morgunblaðið heimsótti hinn unga listamann út í Skerjafjörð, en hann er nú staddur á Islandi í heimsókn hjá frændfólki sínu. Hann sagðist eingöngu hafa málað verðlaunamyndina í skól- anum og notaði hann tússliti. „Uppáhaldslitirnir mínir eru tússlitir og ætli ég hafi ekki ver- ið um þrjá daga að ljúka við Gaman að teikna í skól- anum myndina,“ sagði Kári Björn. Meðan á heimsókn blaðsins stóð sýndi hann mynd sem hann hafði málað þann daginn en að þessu sinni notaði liann töfraliti. „Svart og gult eru eftirlætislit- irnir mínir af því að það eru lit- ir Dortmund-liðsins." Að öðru leyti finnst Kára Birni skemmtilegast að teikna skrímsli, sem hann býr til í hug- anum jafnóðum. I tómstundum unir hann sér við að púsla og spila og á hann meira að segja púsluspil af sjálfum sér. „Eg var líka í fimleikum og mér fannst skemmtilegast að láta mig falla úr hringjum niður á mjúka dýn- una.“ Iþróttaáhuginn leynir sér ekki og að frátöldum Dort- mund-áhuga hans tilkynnir hann með stolti að frænka sín sé í íslenska unglingalandsliðinu í handbolta. Upp á síðkastið hef- ur Kári Björn nú æft sig á línu- skautum, en hann keypti sér þá fyrir verðlaunaféð, sem nam hálfu þriðja hundraði marka. Þegar Kári Björn var spurð- ur hvort málverk gömlu meist- arana hafi verið kynnt krökkum í hans bekk segist hann ekki muna svo gjörla eftir því að öðru leyti en því að það hafí komið kona frá kirkjunni með Biblíumyndir. _ Hvernig myndir þú mála Jesúm? „Eg myndi hafa hann með gulan geislabaug, í ljósgulum kyrtli, sem lýsir af og hann væri berfættur," sagði Kári Björn að lokum. M JBS9H9 I NEWH í MJBBB I NEWB í MJBBB I BieTfB í MJBBB I N5ffB í MJBBB | NetfB í MJBBB| BiefBB í MJBBB | MgffB í MJBBb| NEffB í MJBBB | BieTfB í MJBBB | N£TTB í MJBBB ré IHp ^ NET¥B BPFIAB I MJBBB í dag föstudaginn 25. júlí kl. 10.00. í tilefni þess veröur opnunartilboð í verslunum okkar PETTé I METfB Laugavegi30 og NEfTB Mjódd. 20% staðgreiðsluafsláttur (pen. + debetkort), 10% á kreditkort. Viðskiptavinir í Mjódd fá gula rós í þakklætisskyni. CALIDA NATURAL ijj IDBBB Verið velkomin NETTB I MJBBB ol C Alfabakka 1 6 BieTTB í MJBBbI BieTTB í MJBBBI INPTTB í MJBBB| NeTTB I MJBBB| WETTB I MJBBB| NETTB I MJBBB| NETTB I MJBBBI WETTB I MJBBB| NETTB I MJBBB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.