Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 49
MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP
Verður fram-
hald á
framhalds-
myndunum?
í UMFJÖLLUN um viðskiptahlið kvikmyndaiðn-
aðarins í Bandaríkjunum er mikið látið með mynd-
ir sem selja aðgöngumiða fyrir 100 milljónir doll-
ara á skömmum tíma. í sumar hefur þessi viðmiðun-
arpunktur verið mjög áberandi í samkeppni kvik-
myndaveranna um stærsta sumarsmellinn. Vanda-
málið er bara að þessi upphæð er ekki raunhæf
viðmiðun fyrir velgengni lengur
Þegar framleiðslukostnaður var 40-50 milljónir
fyrir veglegt sumarævintýri þá þýddi gróði upp á
100 milljónir á Bandaríkjamarkaði að myndin var
gullnáma fyrir kvikmyndaverið sem framleiddi
hana. í ár er kostnaðurinn við stóru sumarmyndirn-
ar kominn upp í 70-80 miHjónir dollarar, ef ekki
meira, svo það að seija inn fyrir 100 milljónir skil-
ar frekar litlu til stúdíóanna.
„Speed 2“ kostaði fjórum sinnum meira en „Spe-
ed“ en hefur hingað til skilað inn helmingi minni
gróða. Fjórða „Batman“-myndin kostaði 150 miHj-
ónir og hefur ekki enn náð þeirri upphæð í miða-
sölu í Bandaríkjunum þó myndin hafí nýverið skrið-
ið yfir 100 milþ'óna-markið.
Sumarmarkaðurinn, sem einkennist af fram-
haldsmyndum og öðru endurteknu efni, er greini-
lega í vandræðum. Til samanburðar má nefna að
fyrsta „Lethal Weapon“-myndin tók inn 65 miiyón-
ir á heimamarkaðinum en mynd númer tvö 147
miHjónir. Þannig virðist gamla Hollywood-lögmálið
„ef eitthvað selst þá endurtökum við það“ vera
farið að koma mönnum þar á bæ í heilmikil vand-
ræði. Hækkandi kostnaður við gerð myndanna
skilar sér ekki að sama skapi í auknum áhuga bíó-
gesta. Áhugi þeirra helst stöðugur eða minnkar.
Bandarískir kvikmyndaspekúlantar segja að að-
alvandamálið, fyrir utan illa skrifaðar persónur
og ófrumleg handrit, sé að framhaldsmyndimar
séu ekki kvikmyndir lengur heldur söluvara. Þær
séu eingöngu hluti af stóru söluapparati, búnar til
svo hægt sé að selja dót á skyndibitastöðum, og
geisladiska, eða opna nýjan skemmtigarð. Þannig
verði myndin sjálf bara lítill hluti af stóru dæmi
en ekki aðalatriðið.
Neikvæð gagnrýni
Gagnrýnendur eru kannski ekki besti mæli-
kvarðinn á vinsældir mynda. Stéttin hatar oft
myndir sem mala gull, en viðbrögð bandarískra
gagnrýnenda í sumar gefa samt. vísbendingu um
AHUGI á framhaldsmyndum er alltaf til staðar
í Hollywood. Mel Gibson er að hugleiða enn
eina „Lethal Weapon“-mynd.
móttökur almennings. í samantekt hjá Variety kom
t.d. fram að nýjasta „Batman“-myndin fékk þrjá
jákvæða dóma en 40 neikvæða eða frekar nei-
kvæða. „Batman 2“ fékk aftur á móti 30 jákvæða
dóma en 37 neikvæða á sínum tíma. „Speed 2“
fékk þijá jákvæða dóma, eins og „Batman & Rob-
in“, en 43 neikvæða eða blandaða. Upprunalega
„Speed“-myndin hlaut hins vegar 46 jákvæða dóma
á móti 12 neikvæðum.
Kannski neikvæð umfjöllun og dræm miðasala
dragi úr framhaldsmyndaofsanum í Hollywood.
Kannski losna bíógestir þá við þriðju risaeðlumynd-
ina frá Spielberg, „Private Parts 11“ lítur aldrei
dagsins Ijós, og eldgosamyndir heyra sögunni til.
Eða stjórnendur kvikmyndaveranna líta í bók-
haldsbækur sínar í lok þessa árs og hugsa með sér
„Þetta var nú ekki svo slæmt. Við setjum bara
meiri pening í næstu auglýsingaherferð."
Áframhaldið verður þá á svipuðum nótum með
léttvægum áherslubreytingum. Það virðist liklegt
ef horft er á hvers konar efni er eftirsótt í Holly-
wood í dag. Öll handrit með geimverum, hryllings-
handrit í anda „Scream", eftirlíkingar á „The Rock“,
rómantískar gamanmyndir eins og „My Best Fri-
end’s Wedding", vísindaskáldsöguvestrar, sannar
sögur byggðar á bókum eða tímaritsgreinum, söng-
leikir, og öll handrit skrifuð fyrir John Travolta.
Tilkynning um almenní hluíaíjárúiboð
Samuinnuferða Landsýnar hf.
Nokkrir af stærri hlut-
höfum Samvinnuferða-
Landsýnar hf. bjóða til
sölu hlutafé að nafnvirði
4.000.000 kr. sem er 2% af
núverandi hlutafé.
Samviimuterllip
Laailsýn
Söluaðili og umsjón
með skráningu:
Fjárvangur hf.
Laugavegi 170.
kt. 610576-0449, Austurstræti 12
101 Reykjavík
Útboðsfyrirkomulag:
Hlutabréfin eru seld gegn stað-
greiðslu. Hámarks hlutur á hvern
einstakling eða lögaðila í almennri sölu er
130.000 kr. að söluvirði. Hver aðili getur aðeins
keypt fyrir einn annan einstakling.
Sölutímabil: 25. júlí til 1. október 1997.
Gengi hlutabréfanna: Gengi hlutabréfanna er 3,4
á fyrsta söludegi. Gengi bréfanna getur breyst eftir
markaðsaðstæðum á sölutímabilinu.
Skráning: Jafnhliða
útboðinu verður sótt um
skráningu hlutabréfa félagsins
á Verðbréfaþingi Islands. Vænst
er skráningar á Verðbréfaþingi íslands
þegar útboðstímabili lýkur eða fyrr ef allt
hlutafé selst fyrir þann tíma.
Útboðs- og skráningarlýsing vegna
ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá
Fjárvangi hf.
flTT
F
FJARVANGUR
tOEGIU VEHOBRtFAFYRIRlÆKI
Fjárvangur ht„ löggilt verðbréfafyrirtæki, Laugavegi 170, 105 Reykjavlk, slmi 540 50 60, slmbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is
jr**
Vinnið gegn fíla-
penslum og bólum
UM> tfd
/
: J<
SagíjnA
silicol skin
stlicol skin
ílaaitsro wíð)
Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin
í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð.
íslenskar leiðbeiningar fyigja. Fæst í flestum apótekum.
‘*r
<
FERÐAVÖRUR
Göngu- og hjótatjald, 2 manna Camouflage tjald,
2 manna, aðeins 2 kg, vandað og verð aðeins kr. 3.900,
vatnsvarið, kr. 8.900, stgr. kr. 8.455. stgr. kr. 3.705.
• Jakkar úr öndunarefni,
vatnsheldir frá kr. 5.400
• Fleecepeysur
verð frá kr. 4.200
• Tjöld2manna
verð frá kr. 3.900
• 2 manna göngutjald 2 kg
á aðeins kr. 8.900
• Svefnpokarverðfrákr. 4.400
• Bakpokar65l
verðfrákr. 6.400
• Sjálfuppblásnar dýnur
verð frá kr. 7.900
• Ferðadýnur verð frá kr. 980
• Legghlífar verð frá kr. 1.490
• Göngustafirverðfrákr. 1.850
SALOMON
GÖNGUSKÓR
Nabuk leður Goretex kr. 16.800
Leður Cordura Goretex frá kr. 10.400
Gönguskór lágir frá kr. 6.900
Ein stœrsta
sportverslun
landsins!
r