Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 23 LISTIR Málverk/kol/sáldþrykk MYNPLIST II o r n i ð MÁLVERK GUNNAR ÞJÓÐBJÖRN JÓNSSON Opið alla daga frá 12-18 ogátíma Homsins. Til 30. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ góða við athafnir ungu kyn- slóðarinnar er að hún fer sínar eigin leiðir um val á tjámiðlum, lætur ekki segja sér fyrir verkum, sem er hárrétt afstaða. Þannig eru miðlar Gunnars Þjóðbjarnar Jónssonar hið sígilda olíumálverk á striga og vatns- litir, eða kannski réttara, akvarella, sem er alþjóðlega heitið á tækninni. Gunnar brautskráðist úr málunar- deild MHÍ vorið 1996, og að vonum er þetta hans fyrsta einkasýning. Áður hefur hann einungis tekið þátt í tveim samsýningum, Karlímyndinni í Gerðubergi 1994 og opinni sýningu í Nýló fyrir skömmu. Vinnubrögð Gunnars einkennast enn af þeirri sérstöku tækni sem hann tileinkaði sér á skólaárunum, sem var að mála með flestu öðru en hinum sígildu verkfærum pensl- um og sköfum. Ganga hratt og umbúðalaust til verks með aðstoð klúta sem hann vætti í lit, og að vissu marki báru athafnir hans í senn svip af expressjónisma og acti- on-stefnunni, úthverfu innsæi og málverki frjálsra athafna og at- burða, en í afmörkuðum og persónu- bundnum búningi. Kosturinn við þessi vinnubrögð er ferskleikinn er einkennir þau á stundum, ókosturinn að við margar yfirferðir vill liturinn glata ferskleika sínum og sjálfri teikningu og sam- runa formanna hættir til að verða full þokukennd. Það eru líka myndir ferskra vinnubragða sem helzt sækja á, svo sem „Kona 1“ (7), en hér er formið afar einfalt, teikningin örugg og markviss. Sama er upp á teningn- um um málverkið „Án titils" (12) en þar er hlutlæg tilvísunin óræð svo að nálgast súrrealisma. Auðséð er á vinnsluferlinu, að Gunnar vill á stundum gæða myndheildir sínar vissri dýpt og dulúð og hér ferst honum það hreinast og klárast í vatnslitamyndinni „Bygging" (18)... L i s t h o r n Sævars Karls MÁLVERK KRISTINN MÁR PÁLMASON Opið á tímum verzlunarinnar. Til 6. ágúst. Aðgangur ókeypis. GERANDINN brautskráðist úr málunardeild MHÍ vorið 1994 og stundar meistaragráðunám við Slade School of Fine Art í London. Hefur haldið tvær litlar einkasýningar og tekið þátt í þrem samsýningum. Á sýningunni eru sjö verk sem öil eru gerð á þessu ári og kveðst listspíran notast við ákveðnar ímyndir úr myndmáli sem hefur ver- ið að þróast allt frá bamæsku. „í myndmálinu kem ég víða við og notast meðal annars við þjóðlegan uppruna, persónulegar tilvísanir, listasöguleg innskot, tvíræðni og tungumái efnisins. Enginn einn fast- ur punktur, nema ef vera skyldi þrál- át leit að leið til að túlka mína eigin upplifun á fyrirbærinu list. Hver er mín þráhyggja? Hvar er minn guð- dómur? Hvað gerir mig að lista- manni“? Hugleiðingarnar segja eiginlega allt um sýninguna, Gunnar leitar aftur í söguna og brýtur um leið heilann um stöðu sína í lífsmynstr- inu, en kemst ekki að niðurstöðu. Einfaldlega vegna þess, að slíkar vangaveltur fela sem betur fer ekki í sér neinn fastan óyggjandi punkt, frekar en lífið sjálft, og menn setj- ast síður niður og leita heldur standa upp, hreyfa sig og fínna. Tungumál efnisins og verkfæranna milli hand- anna velkjast mjög fyrir ungum um þessar mundir, ekki síður en efna- sambönd fæðunnar hjá heilsurækt- armanninum, þó hefur mannkynið lifað af og heldur betur. Myndirnar á veggjum listhornsins bera svo hugleiðingum til margra átta vitni, en mun síður að gerand- inn kafí í sjálft vinnsluferlið og lög- mál myndflatarins. Og þó eru þær í sjálfu sér ekki ýkja hugmynda- fræðiiegar, en nálgast einfalt form myndlýsinga í yfirstærð ... L i s t a k o t SÁLDÞRYKK OG STEINÞRYKK MAGDOLNASZABÓ Opið mánud.-föstud. frá 10-18. Laugardaga 10-16. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ekki á hveijum degi að ungverska listamenn rekur á íjörur okkar og eðlilega nálgaðist rýnirinn sýningu Magdolnu Szabó (f. 1958) með nokkurri eftirvæntingu. Listakonan reyndist svo einungis ungversk að uppruna með nám við kennaraháskóla í Ungverjalandi á árunum 1976-79 að baki, en allt æðra listnám hefur hún frá 1988 sótt til Lundar, Malmö og loks list- akademíunnar í Stokkhólmi þaðan sem hún brautskráðist vorið 1996, svo námsferill hennar spannar langt tímabil. Á tímabilinu hefur hún hins vegar tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýningar hennar fara að nálgast tuginn. Þá hafa fímm opin- berir aðilar í Svíþjóð fest sér verk hennar og hún hefur hlotið þijá styrki. Eitthvað gengur þetta þannig líflegar fyrir sig hjá ungum í Svía- ríki en hér á útskerinu. Einungis átta sáldþrykk í milli- stærð eru á sýningunni og eru þær allar gerðar á árunum 1995-96. Flest þeirra eru afar einföld í út- færslu og lítið fengizt við tæknileg vandamál, allt einfalt, átakalaust og klárt. Lítil ávöl form og hringform á stórum einlitum flötum eru ríkj- andi þættir í myndferlinu, en þegar hún bregður út _af vananum eins og í myndunum „Án titils" (6 og 7), sem báðar eru unnar í sáld- þrykki/steinþrykki, eru merkjanleg mun meiri átök við form og efnivið, einkum er nr. 6 gædd dularfullum mögnum og hér koma vísast fram bestu eðliskostir listakonunnar... Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Grétar Eiríksson GAMLI og nýi tíminn mætast í húsnæði Landakotsskóla. Nýjar bækur • ÚT er komið minningaritið Landakotsskóli 100 ára 1897- 1997Í tilefni 100 ára afmælis skólans á þessu ári. Skólastjórinn, sr. A. George, fylgir því úr hlaði með stuttu ávarpi. Þá tekur við kafli sem nefnist „Úr sögu Landa- kotsskóla“, eftir Gunnar F. Frið- mundsson. Þar segir hann frá komu og starfi fyrstu kaþólsku prestanna í Landakoti, komu St. Jósefssystra 1896, upphafi skól- ans og baráttu presta og systra fyrir tilveru hans. Þá ræðir höf- undur stöðu skólans og framtíð- arhorfur hans. Síðan tekur við alllangur kafli eftir Jóhannes Gijs- en biskup og nefnist sá kafli „Leiðir og aðferðir til að miðla kristinni trú og kristinni menn- ingu“. Þar rekur hann sögu kristi- legs skólastarfs gegnum aldirnar og þátt þess í að byggja upp kristna menningu, stuðning Vat- íkansins við það starf og markmið kaþólsku kirkjunnar með því. Margar myndir eru í bókinni, sem er 88 síður, innbundin. Verð bókarinnar er 1.000 kr.og verður hún tilsölu hjá skólastjóra Landa- kotsskóla ogíKaþólsku bókabúð- inni, Hávallagötu 14, Reykjavík. Gerð minnis- merkis um helförina dregst ÁÆTLANIR þýskra stjórnvalda um að reisa minnismerki um helförina í Beriín, dragast enn á langinn, þar sem menningarmálayfirvöld í borg- inni hafa ákveðið að efna til nýrrar samkeppni um verkið. Sextán lista- mönnum víðs vegar að úr heiminum hefur verið boðið að taka þátt í gerð þess en hætt var við gerð minnis- merkisins sem bar sigur úr býtum í fyrri keppninni árið 1995. Var verk- ið, steypustykki á stærð við fótbolta- völl með nöfnum allra fórnarlamba helfararinnar sem vitað er um, harð- lega gagnrýnt, af stjórnvöldum, al- menningi og ekki síst gyðingum sjálfum. Elísabet Ó. sýn- ir á Nelly’s Café UM ÞESSAR mundir stendur yflr málverkasýning á verkum Elísabetar Ó. Guðmundsdóttur í Nelly’s Café. Sýningin heitir Stundarbijálæði og stendur til 1. ágúst. DOMINO’S OPNAR í KRINGLUNNI Loksins býðst Kringlugestum að fá sér ekta Domino’s pizzu í Kringlunni. 1 tilefni opnunarinnar og á morgun. Glaðningur handa bjóðum við gestum okkar annað- góðu og þægu bömunum. KRINCLUNHI hvort frítt Coke eða brauð- stangir með öllum pizzum í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.