Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin samþykkti breytingar á greiðslum almannatrygginga Bætur hækka um 2,5% um næstu mánaðamót Kostnaður ríkissjóðs eykst um 400 til 500 milljónir á ári „MEÐ þessari ákvörðun ríkisstjórn- arinnar vilja stjórnvöld taka af skar- ið, svo ljóst sé að bótaþegar fái meiri hækkanir en nemur meðal- tali,“ sagði Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun, þar sem samþykkt var að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur um 2,5% frá næstu mánaðamótum. Ríkisstjórnin ákvað í maí að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur um 4% frá 1. mars sl. til viðbótar 2% hækkun um áramót og segir í frétt frá ríkis- stjórninni að til grundvallar þeirri hækkun hafi einkum legið það mat Þjóðhagsstofnunar að kjarasamn- ingar hafí falið í sér 5,5-6% launa- hækkun að meðaltali á þessu ári. Þá segir, að Þjóðhagsstofnun telji ekki ástæðu nú til að ætla að launa- hækkun í ár verði að meðaltali önn- ur en þetta mat hafi gefið til kynna. Samt sem áður hafi ríkisstjórnin ákveðið hækkun nú, sem feli í sér 8,7% heildarhækkun bóta á árinu. Hækkanir umfram meðaltal Friðrik Sophusson sagði, að frá miðju ári 1995 hefðu bætur al- mannatrygginga nú hækkað um 12,5%, eða á sama tíma og laun þeirra sem lúta ákvörðunum Kjara- dóms, annarra en dómara, hefðu hækkað um 8,55%. „Hækkanir bóta almannatrygginga og atvinnuleys- istrygginga á þessu tímabili eru því hærri en meðaltal." Aðspurður hvað þessi ákvörðun kostaði ríkissjóð sagði fjármálaráð- herra að það væru á bilinu 400 til 500 milljónir á ári. „Við verðum að mæta þessum auknu útgjöldum með því að halda enn betur utan um önnur útgjöld." Frá og með 1. ágúst nemur grunnlífeyrir 14.540 krónum og full tekjutrygging ellilífeyrisþega verður 26.753 krónur. Ellilífeyrir einstakl- ings, þ.e. grunnlífeyrir, tekjutrygg- ing, heimilisuppbót og sérstök heim- ilisuppbót, hækkar úr 58.871 krónu i 60.342 krónur, en ellilífeyrir ann- ars hjóna hækkar úr 38.868 krónum í 39.839 krónur. Full tekjutrygging örorkulíf- eyrisþega verður 27.502, en ör- orkulífeyrir einstaklings verður samtals 61.092 krónur og örorku- lífeyrir annars hjóna verður 40.588 krónur. Atvinnuleysisbætur hækka úr 55.930 krónum á mánuði í 57.328 krónur. Flutninga- bíll með 16 hross út af FLUTNINGABÍLL, sem var að flytja sextán hross, fór út af veg- inum í Víkurskarði aðlaranótt fimmtudags. Mikil þoka og þétt var um nóttina og lenti flutninga- bíllinn í malarkanti. Við það missti bílstjórinn stjórn á bílnum sem valt hálfhring. Lögreglan á Akureyri kom bílstjóranum til aðstoðar. Hrossin sluppu Talið var að hrossin hefðu öll sloppið við meiðsl utan eitt. Dýra- læknir skoðaði hrossin, en þau voru nokkuð æst eftir áfallið. Bíl- stjórinn slapp ómeiddur. Bíllinn var dreginn upp á þjóð- veg síðdegis í gær, hann er mjög mikið skemmdur eftir veltuna. Framtíð Geysis í Haukadal Náttúruvernd skoð- ar ýmsa möguleika GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra segist tilbúinn að skoða hygmyndir um að endurvekja Geysi og þá í samráði við ráðgjafa ef slíkar aðgerðir skemmi ekki hver- inn eða valdi náttúruspjöllum. ísleifur Jónsson verkfræðingur rökstyður í grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag þá hugmynd að með því að bora í botninn á Geysi sé hægt að auka innrennslið í hverinn og vekja hann þar með til lífs á ný. Aðalheiður Jóhannsdóttir, for- stjóri Náttúruvemdar ríkisins, segir að starfsmenn Náttúmverndar, í samráði við sérfræðinga, séu að skoða ýmsa möguleika varðandi framtíð Geysis, m.a. hvort réttlæt- anlegt sé að grípa til einhverra verk- legra aðgerða til að vernda hvera- hrúðrið eða jafnvel til að láta Geysi gjósa aftur. Aðspurð segir hún að erfítt sé að vita hvenær endanleg niðurstaða muni liggja fyrir. Guðmundur sagðist ekki hafa kynnt sér hugmyndir ísleifs en rætt hefði verið um framtíð Geysis í ráðu- neytinu. „Ég er fús til að skoða hugmyndir í þessu efni,“ sagði hann. „Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á að ég vil ekki gera Detti- foss að túristafossi með því að virkja Jökulsá og hleypa vatni á hana í 1-2 mánuði á ári. Með þessa samlíkingu í huga ættum við ekki að gera Geysi að túristahver með því að láta hann gjósa eftir pöntunum.“ Benti hann á að náttúrufræðingar og jarðvisindamenn teldu líklegt að með eðlilegu róti á náttúrunni til dæmis með jarðskjálftum mætti gera ráð fyrir að hverinn gæti orðið virkur aftur. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Formaður stjórnar veitustofnana um vatnsmálið Ættu að skoða samstarf við Vatnsveitu Reykjavíkur ALFREÐ Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana Reykjavíkur- borgar, oegir að vilji stjórnendur í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur lækka vatnsverð og auka gæði og öryggi ættu þeir að hugleiða sam- starf um vatnsveitu við Reykjavíkur- borg. Hann telur að ekki stæði á Reykjavíkurborg að hefja viðræður um málið. „Það er fráleitt og út í hött að tala um ofbeldi af hálfu Reykjavík- ur í samskiptum við Kópavog í þess- um vatnssölumálum. í viðræðum við Kópavog bauð Vatnsveita Reykjavíkur Kópavogi rúmmetrann á rúmar 8 krónur sem var tiu pró- sentum lægra verð en Vatnsveitan bauð Seltirningum og Mosfelling- um. 18,50 krónur á rúmmetrann var krafa sem kom síðar þegar málið var komið út í matsgerð enda eru þar gerðar ýtrustu kröfur. Þrátt fyrir að hafa boðið Kópavogsbæ rúmmetrann á rúmar 8 krónur hafnaði bæjarráð tilboðinu og situr nú uppi með 50% hærra verð fyrir bragðið. Ég myndi því miklu frem- ur tala um að þetta væri sjálf- skaparvíti Kópavogsmanna en of- beldi af hálfu Reykjavikur,“ segir Alfreð. Ný veita byði tæpast betra vatnsverð Varðandi hugmyndir um eigin vatnsveitu Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar segir Alfreð að margt sé vantalið í rekstrar- og stofnkostnaði þeirrar vatnsveitu. Hann segir að matsmenn hafi farið yfir hugmyndina og í matinu segi orðrétt: „Matsmenn telja ekki líklegt að minni vatnsveita, eins og hér um ræðir, geti boðið vatn á lægra verði en Vatnsveita Reykjavíkur, sé full- nægt sömu kröfum um rekstrarör- yggi og vatnsgæði." „Sigurður talar um að vatnsverð ætti að vera 6-7 krónur rúmmetrinn eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Eigi að síður selur Kópavogur vatn sem keypt er af Vatnsveitu Reykja- víkur til Garðabæjar fyrir tæpar níu krónur rúmmetrann. Hann talar einnig um að hugsanlega þurfi að hækka vatnsskatt í Kópavogi vegna verðhækkunarinnar. Benda má á það að Vatnsveita Reykjavíkur notar þriðju hveija krónu í þágu vatnsöfl- unar og flutnings. Éf Kópavogur gerði slíkt hið sama og ef miðað yrði við tekjur Vatnsveitu Kópavogs 1995, sem þá voru 116 milljónir króna, ætti Kópavogsbær að greiða 39 milljónir króna fyrir vatnið frá okkur en hann greiðir samkvæmt nýju mati yfirmats rúmlega 29 miHj- ónir króna,“ segir Alfreð. „Kópavogsbær hefur engar skyldur“ Hann segir að það hefði verið ódýrari kostur fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur að hætta vatnssölu til Kópavogs en leggja í kostnaðarsam- ar framkvæmdir sem nauðsynlegar voru til þess að geta selt vatn þang- að. Henni er það hins vegar ekki heimilt vegna ákvæða í lögum frá 1923 um aðskilnað Reykjavíkur og Seltjarnarness. „Kópavogur hefur engar samsvar- andi skyldur gagnvart Vatnsveitu Reykjavíkur og getur hætt vatns- töku þegar ráðamönnum þar sýnist og hentar. Þá standa þessi mann- virki eftir óbætt, t.d. leiðslur sem hafa verið lagðar sérstaklega til þess að þjóna Kópavogi." Alfreð segir að fyrirhuguð vatns- veita nágrannasveitarfélaganna auki í engu öryggi Reykvíkinga ef náttúruhamfarir verða. Ekki sé gert ráð fyrir neinni aukagetu slíkrar vatnsveitu sem gæti nýst Reykjavík. íslendingur kennir ít- > ölskum lögreglumönn- 1 um fallhlífarstökk Vogum - íslenskur fallhlífar- stökkvari, Nikolai Elíasson, er nýkominn frá Ítalíu þar sem hann kenndi ítölskum lögreglu- mönnum fallhlífarstökk. Þessir lögreglumenn eru með mikla þjálfun m.a. í köfun, fjallak'ifri og bardagalist. „Ég kynntist ítölsku lögreglu- mönnunum á Flórída í Banda- ríkjunum árið 1994, þá voru þeir í æfingabúðum í skóla sem ég var þjá. Það voru um 50 lög- reglumenn, sem voru þar í tvo mánuði. Seinna ákváðu þeir að breyta til og sömdu við þijá kennara, einn breskan, einn kanadískan og mig. Á síðast- liðnu sumri vorum við með af- mælisbúðir í Salerno á Ítalíu, og svo aftur í sumar í Giulian- elIo,“ segir Nikolai í samtali við Morgunblaðið. „Við æfingarnar í Salerno voru þrír kennarar og tveir „pakkarar“ og tveir menn sem voru við tökur á myndbandsvél- ar, þar sem öll stökk eru tekin upp á myndbönd. Æfingarnar stóðu í fjórar vikur, tuttugu manns í einu og í hverri viku var skipt um helming þátttak- enda. Þarna voru byijendur og menn með mikla reynslu eða 700-800 stökk. Það var mikið að gera og stökk ég 60 stökk á ' viku,“ segir Nikolai. „í sumar var þetta miklu ró- legra, vegna nálægðar við Róm voru lögreglumennirnir á út- kallsvakt, og þeir fóru stundum í útköll. Enda stökk ég ekki nema 20 stökk á viku.“ ítalska lögreglan notar fall- hlífarstökkvara við aðstæður þar sem þörf er á að koma hljóð- I lega niður. Þá er stokkið úr | mikilli hæð, svo ekki heyrist vélarhljóð. Nikolai á von á að þetta haldi áfram á næstu árum. Hann hef- ur mikla reynslu af fallhlífar- stökki, með 3.300 stökk á ellefu árum. Hann kennir fallhlífar- stökk þjá Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur, þar sem er mikill áhugi. 011 kennsla fer fram í Fallhlifaskóla íslands og eru margir að læra og taka sitt 1 fyrsta stökk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.