Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 11 Afmælis- hátíð o g franskir dagar á Fá- skrúðsfirði í DAG, föstudag hefjast á Fá- skrúðsfirði þriggja daga hátíða- höld, sem lýkur á sunnudagskvöld. Hátíðahöldin eru margþætt og mikið um að vera. Bæjarhátíð er í tilefni 90 ára afmælis Búða- hrepps, í dag er áherslan á svoköll- uðum frönskum dögum, í tilefni þess að Búðir voru ein helsta bækistöð franskra sjómanna við Austfirði frá því síðari hluta 19. aldar og fram undir seinni heims- styijöldina og eru ýmsar menjar um þá, m.a. sérstakur kirkjugarð- ur með minnisvarða. En á morgun laugardag verður reistur minnis- varði um Einar Sigurðsson skipa- smið á Fáskrúðsfirði þar er 100 ár eru liðin frá fæðingu hans og einum af síðustu bátum hans verð- ur komið fyrir. Afkomendur hans efna til ættarmóts á staðnum. í tilefni frönsku daganna er margt til hátíðabrigða. Borgar- stjóri Gavelines, heimabæjar frönsku sjómannana og vinabæjar Fáskrúðsíjarðar kemur ásamt fleiri gestum, m.a. frönsk ung- menni. Minningarathöfn verður með messu, ljósmyndasýning, varðeldur með íslenskum og frönskum söngvum, franska jass- hljómsveitin Cadarve leikur og efnt verður til hjólreiðakeppni Tour de Fáskrúðsfjörður. Fransk- ur matur og vörur verða á boðstól- um. Carnevalstemmning verður á aðalgötunni á laugardag og sunnudag og dansleikur með Geir- mundi Valtýssyni á laugardags- kvöld. Gripnir á stolnum bíl LÖGREGLAN í Reykjavík handtók síðdegis í gær fjóra menn á stolnum bíl. Tveir mannanna eru grunaðir um að hafa stolið bílnum og ýms- um búnaði á bílasölu í borg- inni á miðvikudag. Tilkynnt var um innbrot í bílasöluna á miðvikudags- morgun. Þjófarnir höfðu á brott með sér tölvu, prentara, síma og bréfsíma og stálu bíl til að flytja þýfið. í gær stöðvaði lögreglan för fjögurra manna og reynd- ust þeir vera á stolna bilnum en hafa skipt um númer til að villa um fyrir lögreglu. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Sími 552 5744 Innhelmt með gíróseðli FRÉTTIR Allar bækur Iceland Review eru nú fáanlegar á netinu „Erum að horfa til framtíðar“ Á DÖGUNUM var fjallað um bók- sölu á netinu í Morgunblaðinu. Þar var ekki getið um bóksölu bókafor- lagsins Iceland Review sem hefur verið með bóksölu á vefnum síðan í mars 1995. Allar bækur forlagsins eru fáanlegar í gegnum vefsíðu fyr- irtækisins. Að sögn Þorsteins S. Ásmunds- sonar, framkvæmdastjóra Iceland Review, er ekki stór hluti af heildar- sölu sem fer fram á netinu. „Salan á vefnum skiptir forlagið ekki sköp- um í dag. Það er mikil vinna við að selja í gegnum netið. Við erum hins vegar að horfa til framtíðar með því að bjóða bækur okkar til sölu á vefnum," segir Þorsteinn. „Þetta er framtíðarviðskiptaform og sérstaklega á smærri vörum eins og bókum.“ Viðskiptin aukast jafnt og þétt Þorsteinn bendir einnig á að við- skiptin hafi aukist jafnt og þétt síðan vefnum var hleypt af stokkunum. Markmið Iceland Review með því að bjóða bækur sínar til sölu á netinu er m.a. að stækka markaðinn. „Okk- ar útgáfa er að mestu leyti á erlend- um tungumálum. Mesta salan á bók- um forlagsins hefur til þessa verið í bókabúðum hérlendis og þannig verður það örugglega áfram,“ segir Þorsteinn. „í gegnum netið náum við hins vegar til fólks sem hefur ekki aðgang að þessum bókum ann- ars staðar.“ Auk þess að selja eigin bækur hafa bæst við ýmsar vörur sem seld- ar eru gegnum vef Iceland Review í umboðssölu fyrir önnur fyrirtæki. Að sögn Elínar Jónsdóttur, sem sér um vefsíðu Iceland Review, er al- gengast að viðskiptavinir sendi greiðslu fyrir bækurnar og aðrar vörur í pósti. Einnig er kaupendum boðið upp á að greiða með greiðslu- korti en tekið er fram að Iceland Review ábyrgist ekki þau viðskipti: „Það hafa miklar þjóðsögur gengið um að netið sé mjög ótryggur mið- ill til að versla í gegnum," segir Elín en bendir á að öryggi í viðskipt- um á vefnum sé sífellt að aukast. Elín segir vef Iceland Review vera mjög vinsælan en alls heimsækja um 1200 til 1300 manns hann daglega. Nýr ogglœsilegur ísbar við Sam-bíóin í Kringlunni Loksins, loksins! JÓGÚRTlSINN ER KOMINN AFTUR! Níu Ijúffengar bragðtegundir Jarðarber, súkkulaði, vanilla, ferskjur, rifsber, cappuccino ogbananar. Einnigblanda afjarðarberjum ogvanillu ogönnurmeð cappuccino ogsúkkulaði. Colombo erfitusnauðurjógúrtís, ótrúlega frískandi og bragðgóður, með aðeins um 73 kkal í 100 ml. Það skýrir meðal annars vinsœldir hans í Bandaríkjunum þar sem hann ereinn mest seldi jógúrtísinn Ríkulegt ísúrval ogsalatbar Á ísbarnum fœst einnig mjúkís í margvís- legum útgáfum, kúluís og ótrúlegt úrval hvers konar ísrétta með nýjum, suðrœnum ávöxtum. Þar erjafnframt salatbar með brauði, ferskum ávaxtasafa og öðrum hressandi drykkjum. Opið alla daga og öll kvöld. uTTnrTTA/Tcnrt Kringlunni 4-6,2. hœð suðurhúsi • sími 568 4400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.