Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Jökuldalur í Mývatnssveit. Samkomulag um stjórnsýslu- mörk undirritað í Möðrudal ODDVITAR Jökuldalshrepps og Skútustaðahrepps undirrita samkomulagið um stjórnsýslumörk hreppanna í stofunni í Möðrudal að viðstöddum umhverfisráðherra og skrifstofusljóra umhverfisráðuneytis. Taldir frá vinstri Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra, Arnór Benediktsson oddviti Jökuldals- hrepps, Leifur Hallgrimsson oddviti Skútustaðahrepps og Ingi- mar Sigurðsson skrifstofustjóri. BRESKI sendiherrann, James McCollach, og starfsfólk sendi- ráðsins komu m.a. við í fyrirtækjum á Snæfellsnesi. Breski sendiherrann á Snæfellsnes Vaðbrekka, Jökuldal. - Sam- komulag um stjórnsýslumörk milli Jökuldalshrepps og Skútustaða- hrepps um Kverkfjallasvæðið var undirritað í Möðrudal á efra fjalli að viðstöddum umhverfisráðherra á þriðjudag. Möðrudalur var valinn til þessarar undirritunar vegna legu hans landfræðilega, nálægðar hans við Kverkfjallasvæðið og þar gátu Jökuldælir og Skútar mæst miðsvæðis. Það voru Arnór Benediktsson oddviti Jökuldalshrepps ásamt hreppsnefndarmönnum sínum og Leifur Hallgrímsson oddviti Skútu- staðahrepps ásamt Sigbirni Gunn- arssyni sveitarstjóra sem undirrit- uðu samkomulagið er gert var á vordögum með milligöngu starfs- hóps um stjórnsýslumörk miðhá- lendisins. Samkomulagið er fólgið í því að stjórnsýslumörkin á Kverkijalla- svæðinu fylgja Jökulsá á Fjöllum frá ármótum Svartár inn til Dyngjujökuls þaðan beinlínis inn á Jökul vestan við Hveradal þaðan suður að mörkum á Vatnajökli. Umhverfisráðherra Guðmundur Bjarnason var viðstaddur undirrit- unina ásamt aðstoðarmanni sínum Guðjóni Jónssyni, Ingimar Sig- urðssyni skrifstofustjóra umhverf- isráðuneytis og Ágúst Guðmunds- syni forstjóra Landmælinga. Jökuldælir annast leitir Umhverfisráðherra lagði áherslu á að gott væri að þetta mál væri í höfn og sagði þetta bera órækan vott um að hægt væri að ná ásættanlegri niðurstöðu og samkomulagi ef aðilar hefðu hug á. Einnig var undirrituð vilja- yfirlýsing oddvitanna tveggja um að Jökuldælir muni sjá um leitir á svæðinu sem myndast milli stjórn- sýslulínu og Dyngjujökuls vestan stjómsýslulínu. Að endingu bauð Jökuldalshreppur til kaffiveitinga er ríkulega voru fram bornar af Önnu Birnu Snæþórsdóttur, bónda í Möðrudal. Grundarfirði - Breski sendiherr- ann, James McCulloch, og starfs- fólk frá breska sendiráðinu á ís- landi heimsóttu Snæfellsnes dagana 15.-18. júlí og hittu bæjaryfirvöld og forráðamenn fyrirtækja, auk þess skoðaði sendiherrann umhverf- isverkefni á Breiðafirði. Snæfellsbær, Stykkishólmur og Grundaríjörður voru sóttir heim og þar tóku bæjarstjórar á móti gest- um. Haft var eftir sendiherranum að ferðin væri farin að hans ósk, þar sem afar mikilvægt væri að ferðast um landið, kynnast hinum ýmsu samfélögum, bæði efnahag þeirra og menningu til að öðlast betri skilning á landi og þjóð. Kvaðst sendiherrann hafa notið ferðarinnar til hins ýtrasta og vera þakklátur öllum þeim sem hann hitti. Snæfellsnes væri sérlega fal- legt og hefði upp á margt að bjóða, bæði náttúrufegurð og heillandi, viðburðaríka sögu. Var honum bent á að sagan tengist að sumu leyti verslun við Bretland, til dæmis er nafnið Kumbaravogur dregið af verslun við Cumberland á Norður- Englandi á 14. öld. Sendiherrann taldi miklar líkur á að hægt væri að auka viðskipti milli svæðisins og Bretlands og var þess fullviss að umhverfisverkefnið á Breiðafirði yrði árangursríkt og það væri sannarlega þess virði þar sem gróður og dýralíf væri mikil- fenglegt. Pollamót Íþróttahátíð UDN í Saurbæ í Dalasýslu ÞAÐ voru krakkar í Ungmennafé- sigurvegarana eftir leikinn sem laginu Æskunni sem sigruðu á unnu sameinað lið UMF Stjömunn- Pollamóti fyrir 10 ára og yngri ar og UMF Óla Pá með þremur sunnudaginn 20. júlí. Hér sjáum við mörkum gegn engu. Morgunblaðið/Guðrún Vala EFRI röð (f.v.) Hjalti Lýðsson liðsstjóri, Sólveig Jóhannsdóttir fyrir- liði, Sigurdís Sóley Lýðsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Heiðrún Harpa Bæringsdóttir. Neðri röð (f.v.) Hörður Axel Vilhjálmsson, Sölvi G. Gylfason, Nökkvi G. Gylfason, Skarphéðinn Kjartansson. Ný verslun á Vopnafirði Vopnafirði - Það var stór stund á Vopnafirði þegar handverkshóp- urinn „Nema hvað?“ opnaði versl- un í hinum gamla söluskála kaup- félagsins. í hópnum eru 17 handverks- menn af báðum kynjum og er úr- valið af vörum afar fjölbreytt og gott. Það er lyftistöng hvers sveitar- félags að hafa slíka verslun, þar sem hugvit og handlagni fær notið sín öðrum til gagns og ánægju. í tilefni opnunarinnar færði sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hópnum blómvönd og veglega pen- ingaupphæð til styrktar framtak- inu. Morgunblaðið/Sigrún SVEITARSTJÓRN Vopna- fjarðar afhenti handverks- hópnum blómvönd í tilefni opnunar verslunarinnar. Lífleg starfsemi hjá hestamannafélaginu Blæ Neskaupstað - Lífleg starfsemi hefur verið hjá hestamannafélag- inu Blæ í Neskaupstað að undan- fömu. Stöðugt er unnið að endur- bótum á svæði félagsins á Kirkju- bólseyrum og eru félagsmenn nú búnir að koma sér upp þokkalegri aðstöðu, t.d. félagsheimili sem nýt- ist þeim vel í sambandi við starf- semi þeirra á svæðinu. Félagsmenn Blæs efndu nýlega til æskulýðsdaga og hestamanna- móts á Kirkjubólseyrum og þótti takast vel. Félagar í Blæ eru nú um 50 talsins og eiga þeir 100-200 hesta. Formaður Blæs er Vilberg Einars- son. Morgunblaðið/Ágúst FÉLAGSHEIMLI hestamannafélagsins Blæs á Kirkjubólseyrum. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Sumar og sól í Ólafsvík Ólafsvík - í sólinni og hitanum sem var á dögunum sumrið. Ekki létu krakkarnir sitt eftir liggja og í Ólafsvík gekk fréttaritari Morgunblaðsins um fóru á baðströndina fyrir neðan Ólafsbrautina í Ólafsvík og myndaði það sem benti virkilega á Ólafsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.