Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 9
Efni bílaþvottastöðva ekki viðurkennd
Verið að sækja um
tilskilin leyfi
Helmingur efna hefur fengið tilskilin leyfi
FULLTRÚAR nokkurra fyrir-
tækja, sem flytja inn og framleiða
efni sem notuð eru á bílaþvotta-
stöðvum hér á landi, segja að Holl-
ustuvernd ríkisins hafi ekki farið
fram á það fyrr en í byrjun sum-
ars að þessi efni verði prófuð og
því hafi efnin ekki verið með tilskil-
in leyfi frá Hollustuvernd um að
þau mætti nota í tengslum við olíu-
skilju. í frétt í Morgunblaðinu síð-
astliðinn laugardag kom fram að
samkvæmt könnun Heilbrigðiseft-
irlits Reykjavíkur, sem gerð var
fyrr á þessu ári, hafi engin þeirra
efna, sem notuð voru hjá bíla-
þvottastöðvum Reykjavíkur, hlotið
tilskilda viðurkenningu hjá Holl-
ustuvernd ríkisins. Slík viðurkenn-
ing tryggir að lífræn efni geti skil-
ist frá frárennslinu í olíuskilju og
renni ekki með þvottavatninu til
sjávar. Þór Tómasson efnaverk-
fræðingur hjá Hollustuvernd ríkis-
ins bendir hins vegar á að það sé
á ábyrgð þeirra fyrirtækja, sem
framleiða og flytja inn efni, að þau
uppfylli þær kröfur sem gerðar eru
til þeirra í lögum og reglugerðum.
Almar Eiríksson forstöðumaður
iðnaðar- og efnavörudeildar hjá
Olís, Olíuverslun Islands hf., segir
að Hollustuvernd hafi ekki farið
fram á það fyrr en í vor að þau
efni, sem félagið flytur inn og not-
ar á bílaþvottastöðvum sínum,
verði prófuð. Nú hafi helmingur
þessara efna hins vegar fengið til-
skilin leyfi frá Hollustuvernd ríkis-
ins og að sögn Almars er nú verið
að skoða hin efnin hjá Hollustu-
vernd.
Umhverfisráðuneytið
85% drykkj-
arvöruum-
búða skilað
NÆR 85% drykkjarvöruumbúða á
íslandi var skilað til endurvinnslu
á síðasta ári og er þetta eitt hæsta
hlutfall sem þekkist í heiminum
samkvæmt upplýsingum frá um-
hverfisráðuneytinu. Árlega tekur
Endurvinnslan hf. við 3.500 tonn-
um af gler-, ál- og plastumbúðum
og eru um 430 tonn af álumbúðum
og 1.130 tonn af plastumbúðum
flutt út árlega og seld erlendum
endurvinnslufyrirtækjum.
íslendingar skila árlega um
3.000 tonnum af dagblöðum í
gáma, sem svarar til um 40-45%
af þeim dagblaðapappir, sem flutt-
ur er til landsins. Hafa skil á dag-
blaðapappír til endurvinnslu aukist
jafnt og þétt og voru skil fyrstu
sex mánuði ársins um 23% meiri
en á sama tíma í fyrra.
Á síðasta ári hófst móttaka á
mjólkurfernum til endurvinnslu og
á fyrri hluta þessa árs var 45 tonn-
um af fernum skilað. Árlega tekur
Sorpa bs. á móti um 10.000 tonn-
um af timburúrgangi en hann er
nýttur sem eldsneyti í Járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga og
kemur í stað innflutts efnis. Þá
hefur Sorpa nj’tt garðaúrgang í
framleiðslu á jarðvegsbæti, sem
seldur eru undir heitinu Molta. Eru
framleidd 3.500-4.000 tonn af
Moltu á ári en hráefið kemur að
stærstum hluta frá einstaklingum.
Þórarinn Þórarinsson deildar-
stjóri hjá Esso, Olíufélaginu hf.,
segir að þau efni, sem félagið flyt-
ur inn og notar á bílaþvottastöðv-
um sínum, séu viðurkennd á hinum
Norðurlöndunum og teljist vistvæn
og af þeim sökum álíti hann að
þessi efni uppfylli öll skilyrði hér
á landi. Hann segir hins vegar að
það hafi staðið til að sækja um
leyfi fyrir þessi efni hér á landi í
framhaldi af beiðni þess efnis frá
Hollustuvernd ríkisins nú í vor, en
það hafi farist fyrir. Hins vegar
standi til að bæta úr því fljótlega.
Brynjólfur Grétarsson annar
eigandi efnaverksmiðjunnar Sáms
segir að fyrirtæki sitt hafi m.a.
framleitt efni fyrir bílaþvottastöðv-
ar í áratugi og að Hollustuvernd
hafi aldrei farið fram á það að
þessi efni verði prófuð, auk þess
sem hann telji að Hollustuvernd
hafí ekki haft aðstöðu eða tækni
til þess að prófa efnin fyrr en nú.
Hins vegar segir hann að ekkert
sé nema gott eitt um það að segja
að Hollustuvernd sé farin að fylgj-
ast betur með þessum málum og
sjálfsagt sé að bregðast við því.
Þór Tómasson efnaverkfræðing-
ur hjá Hollustuvernd ríkisins segir
að þess sé krafist af þeim fyrirtækj-
um, sem hafa starfsleyfi, að þau
fari eftir þeim lögum og reglum sem
gilda. Því sé það á ábyrgð þeirra
fyrirtækja, sem flytja inn eða fram-
leiða efni sem notuð eru á bíla-
þvottastöðvum, að efnin hafi staðist
olíuskiljupróf. „Hafi efnin hins veg-
ar fengið hliðstæða viðurkenningu
í öðrum löndum er það tekið gott
og gilt hér á landi,“ segir hann.
Þór bendir á að í reglugerð um
varnir gegn olíumengun frá starf-
semi í landi sé vísað í leiðbeiningar
um olíuskilju sem Mengunarvarnir
Hollustuverndar ríkisins gáfu út
árið 1995, en þar segir m.a. að
olíuskiljuprófið sé hægt að fram-
kvæma á þeim rannsóknarstofum
sem hafi útbúnað til að ákvarða
olíuinnihald vatns og ennfremur
að ekki þurfi að prófa hreinsiefni
hérlendis hafi þau staðist hliðstæð
próf erlendis. Áð sögn Þórs er það
því ekki Hollustuverndar að prófa
skiljunarhæfni efnis, heldur rann-
sóknarstofa sem hafi til þess til-
skilinn útbúnað.
SUMARHÚS VIÐ ÞINGVALLAVATN
Húsið stendur á 1 ha eignarlandi.
Frábært útsýni. Um er að ræða fallegt
38 fm sumarhús auk 20 fm svefnlofts
í landi Miðfells (Sandskeið).
Verð kr. 2,9 millj.
Uppl. í síma 561 9085.
Skeifan fasteignamiðlun, s. 568 5556.
Margir breyttu
um trúfélag
FYRSTU sex mánuði ársins breyttu
762 manns trúfélagaskráningu í
þjóðskrá eða 0,3% landsmanna
samanborið við 1.579 manns eða
0,6% á sama tíma í fyrra. Þar af
voru 456 skráðir úr þjóðkirkjunni
samanborið við 1.426 í fyrra. Flest-
ar breytinganna voru vegna skrán-
inga úr þjóðkirkjunni í þann hóp
sem stendur utan trúfélaga.
í frétt frá Hagstofunni er bent á
til samaburðar að allt árið 1996
urðu breytingar á skráningum í trú-
félög hjá 2.690 manns eða 1%
landsmanna en hjá 1.280 manns
eða 0,5% landsmanna árið 1995.
Auk þeirra sem skráðir voru utan
trúfélaga var töluverður hópur
skráður í nýtt trúfélag múslima það
sem af er árinu auk þess sem skrán-
ingum kaþólskra fjölgaði nokkuð.
Á móti 456 brottskráðum úr
þjóðkirkjunni var 61 skráður í þjóð-
kirkjuna og voru brottskráðir um-
fram nýskráða því 395 samanborið
við 1.363 í fyrra. Af þeim 456, sem
létu skrá sig úr þjóðkirkjunni létu
188 skrá sig utan trúfélaga.
tískuverslun
Rauftarárstíg 1 sími 561 5077
HHRIfÍtÍlffÍ
Opid laugardag kl. 10
Útsala
Útsala
a
regngallar
fjölskylduna
- verb frá 3.486- settib
Vorum að fá sendingu af þessum vinsælu Rucanor regngöllum - buxum og
jakka. Allir saumar eru yfirlimdir, hetta i kraga, mittisband, teygjustroff á
ermum, riflás á skálmum og hlif yfir vasa og rennilás.
Stærðir 128-164, verð 3.486-. Stærðir S-XXL, verð 3.969-
Eigum einnig stakar regnbuxur í stærðum frá
128-XXL á aðeins 1.648-
Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14