Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 ----------V----------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 MAGNUS EINARS INGIMARSSON + Magnús Einars Ingimarsson fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 26. desember 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Markúsína Sigríð- ur Jónsdóttir og Sturla Ingimar Guðmundur Magnússon. Þau bjuggu alla tíð í Súgandafirði. Markúsína var frá Gelti í Súg- andafirði, dóttir Jóns Hálf- dáns Guðmundssonar útvegs- bónda, Gelti. Magnús Einars var þriðji elstur í röð tíu systk- ina en níu komust til fullorð- insára. Þau eru: Rafn Ragn- arsson, f. 14.9. 1933, d. 12.1. 1955; Ragna Sólberg, f. 17.9. 1936; Jón Ingimarsson, f. 17.1. 1940, d. 15.10. 1981; Guðrún Ólöf Ingimarsdóttir, f. 20.7. 1941, d. 13.11. 1941; Sigurður Ingvar Ingimarsson, f. 17.11. 1942; Friðbjörg Kristjana Ingimarsdóttir, f. 6.5. 1944; Guðmundur Albert Ingimars- son, f. 23.6. 1945; Astríður Ingimarsdóttir, f. 12.7. 1947, og Hallfríður Bára Ingimars- dóttir, f. 18.11. 1949. Börn Magnúsar eru Lilja Rafney, f. 24.6. 1957, með Þóru Þórð- ardóttur; Sigurbjörn Sævar, f. 26.6. 1960, og Sína Sigríð- ur, f. 23.8. 1962, með Hildi Hafdísi Valdimars- dóttur; Guðni Þór, f. 26.6. 1962, með Sigríði Kristjáns- dóttur, og Bjarki, f. 28.3. 1971, með Vigdísi Pálsdóttur. Magnús ólst upp á Suðureyri, var í sveit á Brekku í Dýrafirði og Sel- árdal og Bæ í Súg- andafirði. Hann fer til sjós 14 ára gamall á síldar- vertíð til Keflavík- ur og var til sjós upp frá því á ýmsum bátum. Árið 1954 tók Magnús 30 tonna skipstjórnarréttindi á ísafirði og varð stýrimaður hjá Kristjáni Ibsen skipstjóra á Hallvarði. Hann tók skip- stjórnarpróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík vorið 1957, var stýrimaður á Freyju 2. þjá Ásgeiri Sölvasyni, og eitt sumar með Ólafi Frið- bjarnarsyni á Freyju dönsku. Frá árinu 1959 til ársins 1990 gerir hann út og rær sínum eigin báti frá Suðureyri; Jóni Guðmundssyni, sem hann nefnir eftir afa sinum frá Gelti og reyndist happafleyta. Magnús fluttist til Reykjavík- ur 1990 og sljórnaði útgerð- inni til dauðadags en sonur hans Sævar gerði bátinn út frá Ólafsvík. Útför Magnúsar Einars Ingimarssonar fór fram frá Suðureyrarkirlyu 17. júlí. Myndirnar eru komnar upp í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni I hefur verið sett upp sýning á Ijósmyndum frá ferð þeirra Björns, Einars og Hallgríms upp á tind Everest. Einnig er hluti af búnaði þeirra til sýnis, eins og fatnaður, tjald og eldunarbúnaður. Á meðan á förinni stóð voru þeir félagar í beinu sambandi við Morgunblaðið I gegnum gervihnött sem gerði lesendum kleift að fylgjast með leiðangrinum í máli og myndum þær 10 vikur sem hann stóð yfir. -v o <5 Mitt fley er lítið en lögurinn stór og leynir þúsundum skeija en aldrei mun granda brim né sjór þvi skipi er drottinn má veija. (Vald. V. Snævarr.) Elsku pabbi minn, nú hefur þú siglt fleyi þínu í örugga höfn og losnað úr þeim fjötrum sem þú varst bundinn í síðustu árin. Eg veit að ég á eftir að sakna þín sárt og börnin mín lfka en okkur öllum er ætlað hlutverk í lífinu og við sjáum ekki fyrir hvert vegir Guðs liggja, en ef við trúum því að allt hafi sinn tilgang og lífið haldi áfram í börnum okkar munt þú lifa áfram í hugum okkar sem elskuðum þig og við munum búa að því sem þú gafst okkur með ást þinni og umhyggju. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér stundum að ég hafi verið samferða þér alla tíð, svo margt hefur verið spjallað okkar á milli um gamla tíma, æsku þína í stórum systkinahópi, sumrin þín í sveitinni sem þér þótti alltaf vænt um, lífsbaráttuna sem hófst snemma og sjóslysið þegar Súg- firðingur fórst, var keyrður niður í þoku af breskum togara og þú bjargaðist naumlega aðeins 16 ára unglingur, en bróðir þinn fórst og góður vinur. Þetta rifjaðir þú oft upp ásamt lífshlaupi þínu, þar sem skiptust á skin og skúrir. Þú áttir því láni að fagna að vera happa- sæll skipstjóri, mjög fengsæll og þú talaðir oft um að þú þakkaðir fyrir að ekki hefðu orðið nein slys um borð hjá þér á þínum skip- stjóraferli. Við ræddum oft um lífið og til- veruna, réttlætið og ranglætið í þessu jarðlífi okkar. Eftir að þú fluttir suður til Reykjavíkur 1990 einkenndust okkar samskipti af löngum símtölum og stuttum heimsóknum mínum til þín þegar ég þurfti að skjótast til Reykjavík- ur á fundaflakk. Þó að okkar sam- skipti væru alla tíð góð ólst ég ekki upp hjá þér og í æsku horfði ég til þín með stolti og feimni og ég man að þegar ég gekk fram hjá eldhúsglugganum þínum von- aði ég alltaf að þú bankaðir í gluggann og byðir mér inn, sem gerðist oft og boðið var upp á mjólk og pönsur og spjallað við Sínu ömmu og þig. Það voru góð- ar stundir. Þegar ég stofna mitt eigið heimili ung byrja ég að búa í endanum hjá þér og ömmu á Aðalgötu 25. Alltaf vildirðu mér og fjölskyldu minni allt það besta og ég fann að þú varst ánægður með að okkur farnaðist vel og varst metnaðarfullur fyrir hönd barnabarna þinna. Það síðasta sem við spjölluðum um var hvort sonur minn kæmist ekki örugg- lega í áframhaldandi nám í vetur. í okkar samskiptum og samtölum hin síðari ár fann ég æ betur að á milli okkar lágu sterk bönd sem tengdu okkur saman og við gátum rætt allt milli himins og jarðar, s.s. stjórnmál, atvinnumál, liðna tíma, draumráðningar, ást og von- brigði, en alltaf var stutt í glens og grín og oft gátum við hlegið saman því húmorinn var sá sami. Símtölin byijuðu oftast svona: „Sæl elskan, pabbi hérna.“ Og oftar en ekki sagðir þú í gríni og alvöru í lokin: „Every day and every morning if you love me let me know.“ (Ef þú elskar mig, láttu mig þá vita af því á hveijum morgni.) Og við elskum þig, pabbi minn, og afabörnin munu geyma minn- inguna um góðan afa sem vildi að þeim farnaðist vel í lífinu og fræddi þau um margt sem ekki mun gleymast. Guð geymi þig, pabbi minn. Við hittumst síðar hinum megin. Og hver veit nema Ijósir lokkar, litlir skór og stuttir sokkar, hittist fyrir hinumegin? Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. (Tómas Guðm.) Þín dóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri, Súgandafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.