Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 31
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 31 ANNA SIG URÐARDÓTTIR + Anna Sigrirðar- dóttir handa- vinnukennari fædd- ist í Stykkishólmi 13. apríl 1933. Hún lést í Kerteminde á Fjóni í Danmörku 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jón- asson bóksali og eftirlifandi kona hans, Svava Odds- dóttir. Anna var yngst þriggja systkina. Systir hennar Ingveldur Sigurðardóttir er þeirra elst, en látinn er Þórir Arnar Sig- urðsson bróðir þeirra. Anna lauk gagnfræðaprófi í Stykkishólmi 1947. Hún lauk handavinnukennaraprófi frá Handarbejdens Fremme í Kaupmannahöfn árið 1953, eft- ir nám bæði í Svíþjóð og Dan- mörku. Hún giftíst Kaj Jensen, sem síðar tók upp íslenska nafnið Erlendur Víkingur Al- freðsson, prentmyndasmið og höggmyndalistamanni i Kaup- mannahöfn, árið 1954. Foreldr- ar hans voru Alfred Jensen, sútari, og kona hans Frede- rikke. Anna og Kaj fluttust tíl ís- lands árið 1959 og festu bú sitt i Reykjavík. Anna hóf störf á Hótel Loftleiðum, leiðbeindi handavinnustarfi á Borgarspít- alanum og kenndi kniplingar við Heimilisiðnaðar- skóla íslands. Jafn- framt því starfaði hún við rannsóknir á sögu kniplinga á íslandi og sýndi víða verk sín og handbragð. Börn þeirra Onnu og Kaj eru: 1) Gunnar, f. 19.10. 1954, útgerðarmað- ur og skipstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Guðrúnu Hönnu Ólafsdóttur og eiga þau saman þijú börn, Sigurð, Gunn- ar Ægi og Svövu, uppeldissonur Gunnars er Ólafur Örn, barn Guðrúnar. 2) Sigurður, f. 20.10. 1956, deildarsljóri í Reykjavík, kvæntur Kristjönu G. Hlöðvers- dóttur og eiga þau saman Önnu Elísabetu, en barn Kristjönu, Sólveig Ásta, er uppeldisdóttír Sigurðar. 3) Eiríkur, f. 20.8. 1958, forstjóri í Reykjavík, fyrrverandi sambýliskona hans er Ragnheiður Ragnarsdóttír og eiga þau Víking Fjalar, son- ur Ragnheiðar, Ragnar Fjalar, er uppeldissonur Eiríks. 4) Þór Örn, f. 16.9. 1966, deildarstjóri í Reykjavík, sambýliskona hans er Ragnhildur Þórarinsdóttír. Útför Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæra mamma. Ég skrifa þér þetta bréf þegar það er of seint. Of seint að senda þér það, of seint fyrir þig að lesa það. En þar sem ég veit að þú lifir í hjarta svo margra þá ætla ég að skrifa þér þetta bréf í gegnum þá. Þegar mér bárust þessar ógn- vænlegu fréttir, trúði ég þeim ekki. Ég horfði á prestinn agndofa. „Ha, hvað segirðu?" sagði ég, „það get- ur ekki verið.“ Það sem hefur allt- af verið hverfur ekki bara sisvona. Ég hleypti honum inn, nývaknað- ur, óttasleginn, ringlaður og alls- nakinn. Ég var jafn nakinn og varnariaus þegar mér bárust þessi lokaorð alheimsins og þegar ég steig í heiminn úr kviði þínum. Núna þegar ég hef endurlifað þessa stuttu stund enn og aftur, fínn ég að missir minn var, þegar að er gáð, ekki svo mikill. Ég veit að þetta hljómar kaldranalega, en svo er ekki. Þú veist hvernig þetta er með mömmur og pabba, okkur finnst þau eigi alltaf að vera þarna, tilbúin að sinna manni þegar mað- ur lætur svo lítið að heimta það. Við sjáum oftast ekki að mamma og pabbi eru líka fólk og ég gleymi að ég er ekki óvita bam. Undarlegur er ég ef mínir nán- ustu þurfa að láta líf sitt til að öðlast skilning minn. Æ, kannski er þetta ekki svona svart og hvítt, hreint og beint. í öllu falli gerðist það að ég fór að hugsa um þig, hvemig ég þekkti þig, hvemig ég þekkti þig ekki. Ég komst að því sem mig hefur lengi grunað, að á bak við þessa grímu sem ég kalla mömmu býr nokkuð merkileg mannvera. Ég veit ekki hvort ég hafi nokkuð í það að lýsa henni á einhvem al- mennilegan hátt, og skiptir það sjálfsagt engu máli, nú vitum við bæði hvem mann þú hefur að geyma. Ef lífið hefur einhvem tilgang, þá hlýtur hann að vera að gera heiminn að betri stað til að vera í og mennina friðsamari, kraftmeiri og glaðari. Ég trúi því núna að þú hafir lagst að nokkru á sveif með lífínu, þó ég hafí kannski ef- ast um það stundum. Við dauða þinn, mamma, hef ég uppskorið það að skilja. Skilja það hvemig þú barðist fyrir því sem þér var kært, hvernig þú neit- aðir að brotna undan því sem á þig var lagt, hvemig þú lagðir á brattann oft ein og óstudd. Ég vona að þessi skilningur minn sé djúpstæður og að hann fái að brjót- ast fram með mér í betri og rétt- ari gjörðum. Ég get yljað mér við minningar, látið söknuðinn bera mig ofurliði, ásakað mig um að hafa ekki gert betur við þig, til þess hafði ég ótal tækifæri, en nú er það of seint. Ég get líka tekið upp merki þitt og borið það nokkuð áfram. Á gunnfána þinn er letrað: „Kærleik- ur, hjálpsemi, réttlæti". Ef ég er nokkurs megnugur vil ég bera það merki með reisn. Nei, mamma, þú ert ekki dáin. Þér tókst svo sannarlega að yfir- stíga hyldýpið mikla og sigrast á dauðanum. Með mér lifír þú að eilífu. Þór Örn Víkingsson. Kæra Anna, nokkur fátækleg kveðjuorð. Það er svo fjarstæðukennt og óraunverulegt að þú sért farin, að þú sért ekki aðeins farin í stutta ferð til Danmerkur og komir aftur til okkar að henni lokinni. En þó að þú sért dáin, Anna, munt þú áfram lifa í huga okkar sem þekkj- um þig og elskum. Minningarnar eru margar og hlýjar og þær getur enginn tekið frá oickur. Þeim mun- um við deila hvert með öðru og einnig eiga einhveijar fyrir okkur sjálf. Þótt þú hafir farið alltof fljótt og hafir átt mörgu ólokið sem þú varst með á prjónunum skilaðir þú miklu og góðu á þinni ævi. Anna, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar góðu stundirnar okkar saman. Ég vona að ég hafi getað endurgoldið eitt- hvað af þeirri skilyrðislausu hjálp- semi, rausnarsemi og umhyggju sem þú sýndir mér alltaf. Ragnhildur Þórarinsdóttir. Það eru nú orðin allmörg ár síð- an leiðir okkar Önnu lágu saman. Ég minnist vel þess tíma þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna, Önnu og Kaj, í Miðtúni 54, en ég hafði þá hafið sambúð með syni MINNINGAR þeirra. Mér varð það snemma ljóst að þama væri dugleg og traust kona, sem þó var ekki allra, það tók nokkum tíma að við knýttumst vináttuböndum, en eftir að sú varð raunin veit ég enga tryggari og traustari vinkonu en hana. Það var því mikið reiðarslag fyrir mig eins og fjölskyldu hennar þegar hin sviplega andlátsfregn barst mér í upphafi þeirrar ferðar sem hún hafði svo lengi hlakkað til að fara. Mennirnir áforma en Guð ræð- ur. Þessi ferð varð henni ferðin mikla sem okkar allra bíður. Mig langar til að rekja hér nokkr- ar minningar mínar um samskipti okkar Önnu. Við áttum sameigin- legan lítinn vin, son minn og sonar- son hennar, Víking Fjalar, sem hún kallaði jafnan „engilinn okkar“. Um hann ræddum við svo oft, og oft var hann hjá henni, umvafinn þeim mikla kærleika, sem fómar öllu og umber allt. Og það var svo gott að geta trúað henni fyrir öllu, hún skildi allt svo vel og alltaf var hægt að leita til hennar. Sannleiks- ást hennar og heiðarleiki áttu eng- in takmörk. Hún föndraði með Vík- ingi enda var hún frábær hannyrða- kona og einkar velvirk og vildi allt fyrir hann gera. Já, „engillinn okk- ar“ hefur mikið misst við fráfall hennar. Anna hafði unnið mjög fómfúst starf fyrir mann sinn í erfiðu sjúk- dómsstríði hans, sem stóð í mörg ár. Hún annaðist hann með stakri prýði, ástúð og umhyggju og fannst henni hún þó aldrei gera nóg fyrir hann og það var henni áfall þegar hún þurfti að sjá á bak honum á sjúkraheimili, þegar ekki var fært að hafa hann lengur heima, en skammt varð á milli þeirra hjóna, rúmlega hálft ár. Fjölskyldan öll var henni einkar kær eins og gefur að skilja, um hana snerist hugur hennar og henni vildi hún þjóna. Heimilið hennar var fallegt, smekklegt og látlaust, enda voru þau hjónin listfeng þó að þau létu ekki mikið á því bera. Á sumr- in var gjaman opið úr stofunni út í garðinn og það var hennar yndi og eftirlæti að annast blómin sín, og oft fannst mér sumarið komið þegar hún snemma vors leiddi mig út í garðinn sinn og ég leit blómin hennar sem snemma spmngu út. Vorið kom fyrr hjá Önnu en hjá flestum. Ég man alltaf eftir ára- mótahlaðborðinu hennar. Um það söfnuðust allir í fjölskyldunni og ámuðu hver öðram heilla og bless- unar á nýju ári. Eins og ég nefndi var hún mikil hannyrðakona og eru eftir hana margir fagrir munir á því sviði. Hún knipplaði, en það mun vera fátítt í dag. Fyrir nokkra fór hún til Stykkishólms, en þar er öldruð móðir hennar, sonur hennar og systir. Hún skoðaði nýju kirkjuna þar í þessari ferð og hafði orð á því við mig er hún kom heim aftur að sig langaði til að gefa kirkjunni knipplaðan dúk yfír kaleikinn. Á sinn hátt var hún trúuð kona og vildi styðja gott málefni. Henni þótti mjög vænt um fjölskyldu mína og fylgdist vel með og gladd- ist þegar vel gekk. Einnig var Ragnar, eldri sonur minn, henni kær. Skömmu áður en hún fór í sína hinstu för hittust við í Miðt- úni og hún gaf mér og systur minni blóm. Um líkt leyti setti hún falleg- ar morgunfrúr niður í garðinn sinn. Mér finnst þetta táknrænt: Hún gaf blóm og gróðursetti blóm, blómin hennar blómstra þó að hún hverfí á braut og góðu minningarn- ar lifa. Getum við ekki annars hugsað okkur, að hún sé nú eins og blóm, gróðursett á Guðsríkisakrinum. Fyrir góða samfylgd og bjartar minningar vil ég þakka Önnu og Kaj og biðja þeim blessunar. Við Víkingur Fjalar og öll fjölskyldan kveðjum og þökkum. Ég fyrir góða vinkonu og Víkingur Fjalar fyrir kærleiksríka ömmu. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Ragnheiður J. Ragnarsdóttir. Heimilisiðnaðarfélag íslands hefur misst góðan félaga. Anna Sigurðardóttir, handavinnukenn- ari, unni fallegu handbragði og gladdist innilega þegar vel gerða muni bar fyrir augu hennar. Hún var gagnrýnin á verk sín sem ann- arra, því bæði bjó hún yfír víð- tækri þekkingu og bar gott skyn- bragð á gott handverk. Ahugi Ónnu á handavinnu vakn- aði snemma í námi hjá nunnunum heima í Stykkishólmi. Hún nam síðar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1951-52. Árið eftir hélt hún til Svíþjóðar og stundaði þann vetur nám í Skiltuna-lýðskólanum. Hreifst hún af handverki Svía. Næstu 2 árin stundar hún nám í skóla Haandarbejdets Fremme í Kaupmannahöfn og lýkur prófí þaðan. Á námsárunum aflaði hún sér góðrar menntunar í hannyrð- um, sem vinnubækur hennar sýna. Ánna stofnaði heimili með manni sínum í Danmörku og bjó þar allt til ársins 1959. Þessi ár bætti hún enn við þekkingu sína. Hún sótti námskeið, sýningar og hvað eina sem bauðst í dönsku handiðnaðar- og listalífi. Eftir að hún flytur til íslands fæst hún nokkuð við kennslu, m.a. nutu nemendur Heimilisiðnaðarskólans tilsagnar hennar. Anna saumaði sjálf frábærlega vel út, en hún tók sérstöku ást- fóstri við knippl. Áhugann, leiknina og þekkinguna flutti hún með sér heim til íslands. Á þeim tima hafði þeim fækkað mjög sem kunnu þessa gamalgrónu aðferð við gerð blúndu. Anna var óþreytandi að sýna og kenna þessa gömlu iðju. Það má þakka áhuga hennar og félaga hennar, sem líka era marg- ir fyrram nemendur hennar, að enn er verið að knippla og hægt er að fá hefðbundnar, handgerðar knipplingar á þjóðbúninga ís- lenskra kvenna. Anna tendraði áhuga annarra, því henni var það eðlislægt að miðla þekkingu sinni. „Prófaðu,“ sagði hún og brosti og barn sem öldungur, karl sem kona, fengu að prófa og taka á pinnunum henn- ar, þessum ofurfínlegu vinnutækj- um. Anna var gagnfróð í fagi sínu og fylgdist með því sem var að gerast á þeim vettvangi erlendis. Hún rannsakaði gamlar knippling- ar á Þjóðminjasafninu, sem hún síðan vann á nýjan leik. Anna starfaði lengi í Heimilis- iðnaðarfélaginu, sat í stjóm og nefndum. Hún var traustur félags- maður, ávallt reiðubúin að ljá góð- um málum lið, sýna vinnubrögð, og þá knipplaði hún oft, eða taka til hendinni þar sem á þurfti að halda. Býr félagið að flokkun henn- ar á mynstram og uppskriftum. Ævideginum lauk að kvöldi komudags til Danmerkur þangað sem hún var komin full áhuga með félögum sínum til að taka þátt í Norrænum heimilisiðnaðarbúðum. Eftir það átti að fræðast meira, skoða sýningar og söfn og njóta þess að vera með Dönum. I ágúst ætlaði hún að fara norður að Hrafnagili með félögum og sýna knippl eins og á sl. sumri. Hennar er nú sárt saknað af félögum sín- um. Störf hennar við varðveislu handverkshefðar eru mikils virði. Heimilisiðnaðarfélag íslands kveður og þakkar Önnu mikið og vel unnið starf í þágu félagsins og sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. F.h. Heimilisiðnaðarfélags ís- lands, Heiður Vigfúsdóttir. „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds“ (Matt. Joch.). Þegar hún Anna fór áleiðis til Danmerkur með vinkonum sínum, óskaði maður þess innilega að þessi ferð yrði henni góð og skemmtileg. Hún átti það svo sannarlega skilið eftir öll erfíðu árin. Síðan koma þessar sorgarfrétir að hún hafi ( veikst snögglega fyrsta kvöldið í Kaupmannahöfn og dáið áður en 5 hún komst á sjúkrahús. Þegar svona atburðir gerast stendur mað- j ur ráðþrota í sorginni. Þá eru það j góðu minningarnar sem koma til hjálpar og þær era svo sannarlega margar sem ég á um hana Önnu. • Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. | sjö áram þegar börn okkar Ragn- ! hildur og Þór tóku saman og voru ; þau um tíma búsett hjá Önnu og Kaj. Okkur varð fljótlega vel til vina og tel ég mér það til gæfu að hafa eignast vináttu hennar. Mér verður hún alltaf minnisstæð þessi trausta, rólega og yfirlætis- lausa kona. Anna var ein af hetjum hverdagslífsins sem kom ótrúlega miklu í verk við fremur erfíðar v. heimilisaðstæður. Þá bjó Kaj heima, langt leiddur af Parkinson- veiki og var hjálpar þurfi með flesta hluti, jafnt á nóttu sem degi. Þar kom best fram tryggð hennar og ást því Anna vildi að hann gæti verið heima eins lengi og henni var framast unnt. Kaj dó síðan rétt fyrir síðustu jól. Anna var mjög listræn og voru þau hjónin samvalin hvað það snerti. Manni féllust nærri hendur yfír öllum þessum fínlega út- saumi, og hvað öll hennar handa- vinna var vel frágengin. Hún út- hugsaði allt vel og vandlega, liti, efni og munstur. Möppurnar henn- ar frá skólanum í Danmörku era hrein listaverk ásamt öðru. Kniplið var þó hennar sérgrein og töfraði hún fram á kniplbrettunum sínum marga dásamlega hluti. Marga af sínum munum gaf hún, því Anna var mjög rausnarleg kona. Margs er að minnast þegar litið er til baka. Það var eitthvað svo sjálfsagt og eðlilegt að koma við í Miðtúni ef maður átti leið um og setjast inn í stofu með Önnu innan- um alla fallegu og sérstöku hlutina sem þau Kaj höfðu gert eða þá" - að setjast út í fallega og velhirta garðinn hennar. Þá bar margt á góma, enda hafði Anna fastmótað- ar skoðanir á hlutunum og var ávallt hreinskilin. Það var svo margt sem hún vildi gera fyrir fólkið sitt og var hún oft með hug- ann við drengina sína og fjölskyld- ur þeirra og að þeim vegnaði sem best, en einnig vora systir hennar og öldruð móðir henni hugleiknar. Víkingur, litli sonarsonur hennar, átti nú samt mest af hjarta ömmu sinnar. Það voru líka fleiri góðar stundir með Önnu sem koma upp í hugann. Heimsóknir á Vesturgöt- una, í leikhús, á sýningar eða faray út að borða. Þessa alls er gott að minnastj en nú er komið að leiðar- lokum. Ég vil votta öllum ástvinum 1 þessarar góðu konu mína innileg- ustu samúð. Guð blessi minningu Önnu Sigurðardóttur. Rósa Jónsdóttir. Crfíáryííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 | HOTEL LOFTLEIÐIR O ICBLAWDAlll MOTftft Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.