Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Undirbúningur vegna hátíðarinnar Halló Akureyri í fullum gangi
Morgunblaðið/Golli
HREIÐAR Hreiðarsson, Hrafnagiii, Ásgeir Hreiðarsson, skátafélaginu Klakki, Árni Steinar Jóhanns-
son, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar, Haraldur Guðmundsson, Húsabrekku, Guðmundur Birgir Heið-
arsson, Ferðamáiamiðstöð Eyjafjarðar, ívar Sigmundsson umsjónarmaður Tjaldstæðis Akureyrar,
Stefán Baldursson, Strætisvögnum Akureyrar, Magnús Már Þorvaidsson, framkvæmdastjóri Halló
Akureyri, Árni Stefánsson, KA, Andri Gylfason, Þór, og Eiríkur Björn Björgvinsson, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúi Akureyrarbæjar, kynntu tjaldstæði í og við Akureyri um komandi verslunarmannahelgi.
Fimm
tjaldstæði
sem rúma
um 7.500
manns
FIMM tjaldstæði verða rekin á og
við Akureyri í tengslum við fjöl-
skylduhátíðina Halió Akureyri
um komandi verslunarmanna-
helgi og rúma þau alls um 7.500
manns. Forsvarsmenn tjaldstæð-
anna, í Húsabrekku gengt Akur-
eyri, Hrafnagili í Eyjafjarðar-
sveit, í Kjarnaskógi og á íþrótta-
svæðum KA og Þórs kynntu í gær
þá starfsemi sem í gangi verður
meðan á hátíðinni stendur.
Á tjaldstæðinu að Húsabrekku
verður hægt að taka á móti um
500 manns. Húsabrekka er vin-
sælt fjölskyldutjaldstæði og þar
er mikið lagt upp úr því að næði
sé á svæðinu eftir miðnætti. Lítil
verslun er rekin á staðnum og í
þjónustuhúsi er m.a. þvottavél og
þurrkari. Gjald á tjaldstæðinu er
400 krónur nóttin fyrir 14 ára og
eldri. Húsabrekka er í um 6 kíló-
metra fjarlægð frá miðbæ Akur-
eyrar.
Hótel Vin í Hrafnagilsskóla
rekur tjaldstæði að Hrafnagili þar
sem komast fyrir um 80 tjöld, eða
3-400 manns. Tekið er eitt fast
gjald, 850 krónur fyrir tjaldið.
Fjölskyldufólk er í meirihluta
gesta að Hrafnagili. Boðið er upp
á góða hreinlætisaðstöðu í kjall-
ara íþróttahússins og sundlaugin
er innan seilingar. Örfáar mínút-
ur tekur að aka inn að Hrafna-
gili frá Akureyri, en vegalengdin
er um 10 kílómetrar.
Fjölbreytt dagskrá í
Kjarnaskógi
Skátafélagið Klakkur hefur
umsjón með tjaldsvæðum í
Kjarnaskógi en þar er hægt að
taka á móti um 2.500 manns. Sal-
ernisaðstaða verður á 5-6 stöðum
í skóginum og hægt verður að
komast í sturtur á Hótel Hörpu í
Kjarnalundi á ákveðnum tímum.
Gert er ráð fyrir að umferð bif-
reiða um skóginn verði í lágmarki
og ætlast er til að svefnfriður ríki
á tímabilinu frá kl. 2 eftir mið-
nætti til kl. 8 að morgni. Stórt
tjald verður á svæðinu sem gest-
um er heimilt að nota þegar dag-
skrá á vegum skátanna er ekki í
gangi, í tjaldinu verða borð og
stólar fyrir 80-100 manns. Lítil
sjoppa verður rekin á svæðinu.
Fjölbreytt dagskrá verður í
Kjarnaskógi, rat- og hópleikir
fyrir börn, KEA-hlaup, göngu-
ferðir, götuleikhús, brúðubíll og
varðeldur svo fátt eitt sé nefnt.
Leiktæki eru á þremur leikvöllum
og þá verða fótboltamörk fyrir
börn sett upp, blaknet, krikket-
völlur og þrautabraut.
Gestir sem koma í Kjarnaskóg
á miðviku- eða fimmtudegi fyrir
verslunarmannahelgi og dvelja
alla helgina greiða 2.000 krónur,
ef dvalið er frá föstudegi til
mánudags er gjaldið 1.500 krón-
ur, 1.000 krónur ef komið er á
laugardegi, 600 krónur ef komið
er á sunnudegi og 400 krónur
fyrir þá sem koma á mánudegi,
en tjaldstæðið verður opið til há-
degis á þriðjudegi.
Á tjaldstæði Þórs við Skarðs-
hlíð miðast viðbúnaður við um
1.500 gesti, en þar á bæ vilja
menn heldur vera með fleira en
færra fólk til taks. Fimm snyrt-
ingar verða settar upp á svæðinu,
þá er aðstaða í félagsheimilinu
Hamri einnig opin tjaldgestum,
salerni, sturtur, nuddpottur,
gufubað og ljósalampar.
Unglingatjaldstæði
á KA-velIi
Unglingatjaldstæði verða rekin
á íþróttasvæði KA og verður hægt
að taka á móti um 2.500 manns á
svæðið, auk þess sem viðbótar-
svæði verður til taks ef á þarf að
halda. í íþróttahúsinu verða
haldnir dansleikir fyrir 16 ára og
eldri. Átta útisalerni verða sett
upp á svæðinu auk þess sem gest-
ir hafa aðgang að salernum og
sturtum í íþróttahúsinu. Veitinga-
tjald þar sem m.a. verður seldur
matur verður sett upp á svæðinu.
Mikil og sýnileg gæsla verður á
KA-svæðinu og hreinsunarhópar
verða að störfum allan sólar-
hringinn.
Sama gjald verður innheimt á
íþróttasvæðum KA og Þórs, þeir
sem koma á fimmtudegi og verða
alla helgina greiða 3.000 krónur,
2.500 krónur ef komið er á föstu-
degi, 1.500 krónur frá laugardegi
og 750 krónur frá sunnudegi. Þá
gefst þeim sem gista á KA-svæð-
inu einnig kostur á að kaupa miða
á dansleikina i einum pakka, 3.000
krónur fyrir þijá dansleiki.
Fjölskyldugarður verður á
tjaldstæði bæjarins við Þórunn-
arstræti, þar sem verða margs-
konar leiktæki. Þar verða Há-
landaleikarnir einnig haldnir.
Þjónustuhús tjaldstæðisins verða
opin alla helgina.
Annað innbrotið í Gúmmívinnsluna
á tveimur mánuðum
Þjófar héldu á
brott með þung-
an peningaskáp
hann kirfilega skorðaður af und-
ir hornbekk í kaffistofunni. Þjóf-
arnir þurftu því að leggja skáp-
inn á hliðina og renna honum
undan bekknum og fara með
hann niður stigann og út. Þau
átök hafa vart verið á færi eins
manns þannig að líklegt er talið
að fleiri en einn hafi verið á ferð.
Annað innbrotið
Þetta er í annað sinn á tveim-
ur mánuðum sem innbrotsþjófar
eru á ferð í Gúmmívinnslunni. í
lok maí var klipptur upp gámur
á lóð fyrirtækisins og úr honum
stolið allmörgum hjólbörðum.
Það mál er enn óupplýst. Gúmmí-
vinnslan er vöktuð af öryggis-
gæslufyrirtæki en sú staðreynd
hefur ekki raskað ró óboðinna
næturgesta hið minnsta til þessa.
BROTIST var inn á skrifstofu
Gúmmívinnslunnar á Akureyri
aðfaranótt fimmtudags. Inn-
brotsþjófar höfðu á brott með
sér peningaskáp fyrirtækisins,
en í honum voru víxlar, greiðslu-
kortanótur, skuldabréf og ávís-
anir auk lítilræðis af peningum.
Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja
að svo stöddu ekki gefa upp
heildarupphæð lj'ármuna í
skápnum.
Þjófarnir spenntu upp glugga
í afgreiðslu Gúmmívinnslunnar
og héldu þaðan sem leið lá upp
á skrifstofur fyrirtækisins á efri
hæð hússins. Þar spörkuðu þeir
upp hurð að kaffistofunni og
tóku peningaskápinn ófijálsri
hendi.
Skápurinn er vel á annað
hundrað kíló á þyngd og var
Andlát
FRIÐRIK
ÞORVALDSSON
FRIÐRIK S. Þorvalds-
son, kennari á Akur-
eyri, lést síðastliðinn
þriðjudag, 22. júlí, 64
ára að aldri. Hann
fæddist í Hrísey 26.
apríl 1923, foreldrar
hans voru Þorvaldur
Jónsson, trésmiður og
fiskmatsmaður í Hrís-
ey, og Kristín Einars-
dóttir húsfreyja.
Friðrik lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1943 og las þýsku og
frönsku við háskólann
í Edinborg og háskólann í Caen í
Frakklandi á árunum 1943-1950,
en MA-prófi lauk hann frá Edin-
borgarháskóla 1950. Hann stund-
aði einnig nám við háskólana í
Kiel og Göttingen í Þýskalandi árið
1954 og í Hamborg og Köln
1960-’61.
Friðrik var lengi kennari við
Menntaskólann á Akureyri, frá ár-
inu 1984 kenndi hann við Verk-
menntaskólann á Akureyri. Hann
var bankaritari við útibú Lands-
bankans á Akureyri
nokkur sumur, fram-
kvæmdastjóri Al-
mennu tollvörugeymsl-
unnar á Akureyri um
tíma og síðar einnig
Norðlenskrar trygg-
ingar. Þá var hann að-
stoðarframkvæmda-
stjóri Lindu. Hann var
stjórnskipaður próf-
dómari við Mennta-
skólann á Akureyri frá
1971 um alllangt skeið.
Friðrik var varafull-
trúi Sjálfstæðisflokks í
bæjarstjóm Akureyrar
1974-1978, hann sagt í stjórn Síld-
arverksmiðjunnar í Krossanesi,
menningarsjóðs Akureyrar og í
blaðstjórn Islendings, þá var hann
skipaður ra lismaður Finnlands á
Norðurlandi 1975. Hann sat einnig
í stjórn Aimennu tollvörugeymsl-
unnar f:á 1972 og var stjórnarform-
r ður í nokkur ár.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Þórgunnur Ingimundardóttir píanó-
leikari. Þau eignuðust þijá syni,
Ingimund, Þorvald og Gunnar.
Ljós-
myndir
frá
Ameríku
GIOVANNI Garcia Fenech
opnar sýninguna „America:
the Photographs" (Ameríka:
Ljósmyndir) í International
Gallery of Snorri Ásmunds-
son í Grófargili á morgun,
laugardaginn 26. júlí kl. 16.
Hann starfar í New York,
þekktur fyrir málverk sín af
pillum, holum, sagga og fyr-
ir græðandi sýningar af dag-
legu lífi fólks og strupma,
segir í tilkynningu.
Giovanni er fæddur í Mex-
íkó og lærður sálfræðingur,
en áhugi hans á fólki og
samskiptum þess ól af sér
þessa sýningu.
Gallerí Snorra er opið frá
kl. 14 til 18 alla daga vik-
unnar og er vinnustofa hans
opin á sama tíma þannig að
gestir hafa því tækifæri til
að fylgjast með listsköpun
hans. I tilkynningu segir að
Snorri boði listbyltingu í
nánustu framtíð og sé þetta
framtak liður í henni.
Gallerí Svartfugl
Ríkharð-
ur og Sól-
rún sýna
RÍKHARÐUR Valtingojer
og Sólrún Friðriksdóttir
opna sýningu á verkum sín-
um í Gallerí Svartfugli í
Grófargili á laugardag, 26.
júlí kl. 14.
Ríkarður sýnir mezzotint-
ur og verk sem unnin eru
með blandaðri tækni; mono-
þrykki og þurrnál. Sólrún
sýnir textílverk; myndvefn-
að og textíl
Ríkarður og Sólrún eru
búsett á Stöðvarfirði en þar
starfrækja þau Gallerí Snæ-
rós í tengslum við vinnustof-
ur sínar. Sýningin í Gallerí
Svartfugli er opin frá kl. 14
til 18 frá þriðjudegi til laug-
ardags en henni lýkur 9.
ágúst næstkomandi.
Göngu-
ferð í
Héðins-
fjörð
ÖNNUR ferð í röð skipu-
legra gönguferða skíðadeild-
ar Leifturs og Ferðamála-
ráðs Ólafsfjarðar á þessu
sumri verður farin sunnu-
daginn 27. júlí. Lagt verður
upp frá Kleifum, syðsta húsi,
kl. 11 og gengið yfir Rauð-
skörð og í Héðinsfjörð. Þeg-
ar þangað er komið verður
gengið niður á Víkursand,
stoppað þar skamma stund
og farið með bát til Ólafs-
fjarðar og ysti hluti Trölla-
skagans skoðaður í ieiðinni.
Skráningu í ferðina lýkur í
dag, föstudag.