Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STAURBLANKI Halli lengi lifi, púnktur. Húrra, húrra, húrra, húrra ...
Lífeyrissjóður bankamanna tekur til starfa um áramót
Eignir sjóðsins rúmii>
tólf milljarðar króna
LÍFEYRISSJÓÐUR bankamanna
tekur til starfa um næstu áramót,
en sjóðurinn er stofnaður upp úr
Eftirlaunasjóði starfsmanna Lands-
banka og Seðlabanka. Viðamiklar
breytingar hafa verið gerðar á reglu-
gerð sjóðsins, sem felur meðal ann-
ars í sér að bakábyrgð atvinnurek-
enda er felld niður, en þess í stað
gera aðildarfyrirtækin upp við sjóð-
inn áfallnar skuldbindingar.
Sjóðfélögum gefst kostur á
greiðslu í séreignasjóð og eftirlaun
verða verðtryggð miðað við vísitölu
neysluverðs. Aður fylgdu eftirlaun
launum sem launþegar höfðu sjálfir
eða eftirmenn þeirra í starfi.
Stærstu fyrirtækin í þessum nýja
sjóði eru Landsbanki íslands, Seðla-
banki íslands og Reiknistofa bank-
anna. Einnig er í sjóðnum hiuti af
starfsmönnum Visa íslands, Fisk-
veiðasjóður, Landsbréf, hluti starfs-
manna Lánasýslu ríkisins, Iðnþróun-
arsjóður og starfsmenn Sambands
bankamanna.
Mesta breytingin er sú að ábyrgð
vinnuveitenda fellur niður frá og með
næstu áramótum, þ.á m. ríkisábyrgð
hjá ríkisfyrirtækjum og bakábyrgð
annarra fyrirtækja. Tryggingafræð-
ingar voru fengnir til að meta hvers
virði þessar ábyrgðir væru, miðað við
uppgjörsdag 31. desember nk., og
greiða fyrirtækin í sjóðinn það sem
upp á vantar að sjóðurinn standi
undir skuldbindingum.
Að sögn Friðberts Traustasonar,
formanns Sambands bankamanna,
er sú upphæð um fimm milljarðar
króna. Þessi upphæð hefur alltaf
verið útreiknuð í ársreikningum fyr-
irtækjanna og farið hefur fram
tryggingafræðileg úttekt reglulega.
Þannig að lagt hefur verið fyrir þess-
ari skuldbindingu í efnahagsreikn-
ingi. Lífeyrissjóður bankamanna
kemur til með að eiga rúmlega 12
milljarða eftir að nýja reglugerðin
gengur í gildi um áramótin.
Þrír kostir í boði
Þrír möguleikar eru í boði fyrir
meðlimi sjóðsins. í fyrsta lagi að
halda áfram í gamla kerfinu og halda
þeim réttindum. Þar greiða launþeg-
ar 4% til sjóðsins og vinnuveitendur
14,4%. Það er þó aðeins af föstum
launum, ekki yfirvinnu. Þá verður
haldið í 95 ára regluna. Eftirlaunin
reiknast 2,125% fyrir hvert greiðslu-
ár í fullu starfi, þar til 85% hlutfalli
er náð.
Fyrir þá sem koma nýir inn í kerf-
ið, þ.e. hefja störf eftir 31. desem-
ber 1997, gildir sú regla að launþeg-
ar greiða 4% og launagreiðendur 6%
í samtryggingarsjóðinn. Auk þess
greiðir launagreiðandi 7% í séreigna-
sjóð, sem hægt er að taka út á tíu
ára tímabili eftir að launþegi hefur
náð 60 ára aldri. Greiðslurnar í þessu
kerfi miðast við heildarlaun.
Þriðja útfærslan er sú að þeir sem
voru í gamla kerfinu geta farið í
séreignasjóð. Þá er reiknað út hvað
þeir ættu að eiga í séreignasjóði
miðað við starfstíma og laun. Þeir
ganga í raun inn í nýja kerfið eins
og þeir hafi aldrei verið annars stað-
ar.
Vikutilboð
Safnkortshafar fá aö auki 3% afslátl í punktum.
allttilaHs
Egitsstöðum • Fossnesti • Gognvegi • Geirsgötu • Lækjargötu Hafnorfirði • Nesjum við HornafjörS • Skógarseli • Stórohjalla • Vogum • Ægisíðu
Einnota grill
Ný fjölskyldumiðstöð
Ráðgjöf vegna
vímuefnavanda
OPNUÐ hefur verið
fjölskyldumiðstöð
vegna barna
vímaefnavanda í húsa-
kynnum Heilsuverndar-
stöðvarinnar við Baróns-
stíg í Reykjavík og er hún
opin mánudaga til mið-
vikudaga klukkan 14 til
18. Fjölskyldumiðstöðin
býður foreldrum ráðgjöf
og stuðning þeim að
kostnaðarlausu. Árni Ein-
arsson veitir þessari starf-
semi forstöðu. Hvers
vegna skyldi henni hafa
verið komið á?
„Þessari starfsemi er
komið á til þess að auð-
velda foreldrum að leita
sér aðstoðar vegna bama
sinna sem þeirtelja að séu
hugsanlega farin að neyta
vímuefna. Foreldrar geta
með einu símtali fengið viðtal hjá
ráðgjafa og síðar í framhaldi af
því unnið frekar með sín mál í
svokölluðum foreldrahópum sem
starfa undir leiðsögn reyndra ráð-
gjafa.“
- Hefur þetta fyrirkomulag
reynst vel annars staðar?
„Þetta verkefni er tilraun sem
ekki á sér beina hliðstæðu hér á
landi og ég þekki heldur ekki hlið-
stæðu þessa erlendis. Að þessu
verkefni koma margir aðilar, svo
sem fólk frá Stuðlum, Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans,
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar og Teigi, meðferðarstofn-
un Landspítalans. Verið er að
gera tilraun til að þetta fólk sam-
eini krafta sína til þess að nýta
sem best þá víðtæku reynslu sem
þarna er fyrir hendi.“
- Er aukin þörf á svona starf-
semi?
„Já, tvímælalaust. Samfara
aukinni áfengis- og vímuefna-
neyslu bama og unglinga fjölgar
þeim sem missa tök á neyslunni
og þarfnast aðstoðar. Þess vegna
er mjög mikilvægt að foreldrar
og aðrir aðstandendur séu vel á
verði og bregðist sem fyrst við
telji þeir að eitthvað sé ekki eins
og það á að vera.“
- Hvernig getur fólk merkt að
eitthvað verulegt sé að?
„Það þarf ekki að vera veruleg-
ur vandi á ferðum til þess að
ástæða sé til að bregðast við.
Versnandi gengi í skóla er eitt
einkenni, versnandi samskipti við
foreldra og aðra heimilismenn er
annað. Auknar fjarvistir og/eða
aukin peningaþörf er einkenni
sem gefa þarf sérstakan gaum.
Loks má nefna að breyttur vina-
hópur og nýir félagar samfara
einhveiju þessara einkenna sem
fyrr eru nefnd er oft
vísbending um að eitt-
hvað sé að.“
- Hvað hefur gefist
best til þess að leiða
út af þessari braut?
„í fyrsta lagi er mik-
ilvægt fyrir foreldra og
aðstandendur að bregð-
ast við snemma, í öðm lagi að
sýna staðfestu og leita sér aðstoð-
ar ef eigin ráð duga ekki.“
- Geta unglingar sjálfir leitað
til ykkar?
„Já, þeir geta það. Hjá okkur
eru einnig starfræktir unglinga-
hópar þar sem saman koma ungl-
ingar sem komnir em út í neyslu
en ekki svo mikla að hefðbundinn-
ar meðferðar, svo sem innlagnar,
sé þörf.“
- Hvað með þegar foreldrar
komast að því að börn þeirra hafa
„fiktað" við neyslu en eru hættir
því?
Einarsson
►Árni Einarsson er fæddur á
Borgarfirði eystra árið 1955.
Hann lauk stúdentsprófi árið
1975 frá Menntaskólanum við
Tjörnina, BA-prófi í uppeldis-
og kennslufræði frá Háskóla
Islands 1988. Árni hefur um
árabil unnið að áfengis- og
vímuefnavörnum og kennslu
en auk þess tekið virkan þátt
í æskulýðs- og íþróttastarfi og
foreldrastarfi. Árni er kvænt-
ur Svölu Guðjónsdóttur og
eiga þau þrjú börn.
„Við vitum að mjög margir
„fikta" og flestir láta þar við sitja
og þá er ekki afskipta þörf. Við
skiptum aðgerðum okkar í vímu-
efnamálum í þrennt, í fyrsta lagi
reynum við að ná til allra með
fræðslu um skaðsemi þessara
efna, í öðru lagi reynum við að
ná til þeirra sem við teljum að
séu í sérstakri hættu og í þriðja
lagi reynum við að aðstoða þá sem
misst hafa tökin á neyslunni."
- Hveijir eru í sérstakri hættu?
„Það eru tii að mynda börn sem
hefja áfengisneyslu á unga aldri,
börn sem búa við afskiptaleysi eða
höfnun, börn sem verða fyrir ein-
elti eða ofbeldi og börn alkóhól-
ista. Börn sem eru með neikvæða
sjálfsmynd, hafa lítið sjálfstraust
og eru þar af leiðandi ósjálfstæð
gagnvart þrýstingi frá öðrum eru
í meiri hættu gagnvart vímuefn-
um en önnur börn.“
- Geta afskipti foreldra skipt
sköpum í svona málum?
„Já, engir standa nær börnun-
um en foreldrar þeirra eða for-
ráðamenn. Það ber að líta á það
sem hluta af uppeldisskyldunni
að verja börn og unglinga gegn
áfengi og öðrum fíkniefnum, ekki
síst í ljósi þess að
neysla þessara efna
er meðal þess sem
ógnar helst börnum
okkar nú um stundir.
Vímuefnin reynast
mörgum hættuleg og
verða sumum að tjör-
tjóni.“
- Er forvarnarstarfi nægilega
vel sinnt?
„Það er víða verið að vinna vel
að forvörnum, okkur hefur hins
vegar lengi skort vettvang þar
sem hægt er að stilla saman kraft-
ana og þessi nýja fjölskyldumið-
stöð sem nú hefur tekið til starfa
í Heilsuvemdarstöðinni í Reykja-
vík er hugsuð sem slíkur vett-
vangur. Þetta er tilraunaverkefni
sem stendur fram að áramótum
og það er eingöngu fólk í Reykja-
vík sem þjónustu hennar nýtur.
Hvað við tekur svo, leiðir tíminn
í ljós.“
Árni
Lengi skort
vettvang þar
sem hægt er
stilla saman
kraftana