Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 15 VIÐSKIPTI Byggðastofnun með 127 milljóna hagnað 1996 HAGNAÐUR Byggðastofnunar nam 127.2 milljónum króna á slðasta ári að teknu tilliti til 171,4 milljóna króna færslu í afskriftarreikning útlána. Af þeirri fjárhæð nema bein framlög í afskriftarreikninginn 185.2 milljónum króna og innheimt áður afskrifuð útlán 13,8 milljónum króna. Hagnaður Byggðastofnunar hefur aukist um 178% frá árinu 1995 þegar hagnaður stofnunarinn- ar nam 45,7 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur Byggða- stofnunar námu 167,5 milljónum króna á síðasta ári og framlag ríkis- sjóðs til stofnunarinnar samkvæmt fjárlögum nam 218 milljónum króna, framlag ríkissjóðs vegna Vestfjarða- aðstoðar nam 128,5 milljónum og framlag ríkissjóðs vegna búvöru- samnings 61 milljón króna. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, eru það margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á afkomu stofnunarinnar. „Betri afkoma í sjávarútvegi skiptir þar miklu þar sem Byggðastofnun hefur ekki þurft að leggja jafn mik- ið í afskriftarsjóð og áður en árið 1995 voru lagðar 321,7 milljónir króna á afskriftarreikning útlána en 171,4 milljónir árið 1996.“ 384 milljónir til smábáta Lánveitingar Byggðastofnunar jukust nokkuð á árinu. í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að ein skýringin sé bætt afkoma atvinnu- rekstrar á landsbyggðinni og aukinn framfarahugur. Önnur ástæða er lánveitingar til smábáta sem námu samtals 384 milljónum króna. „Með breytingum sem gerðar voru á lög- um um fiskveiðistjórnun vorið 1996 var óvissu eytt um aflaheimildir stórs hluta smábátaflotans. Eftir sitja þeir sem róa á sóknardögum og þá sérstaklega með línu og á handfærum. Að óbreyttum lögum verða sóknardagar þeirra skertir verulega við úthlutun I haust. Smá- bátaútgerðir hafa haft takmarkaða möguleika á að afla sér langtímalána á viðunandi kjörum og oft orðið að setja íbúðarhús að veði eða fá ábyrgðir hjá ættingjum. Lán Byggðastofnunar eru hins vegar aðeins gegn veði í bátnum." í skýrslunni kemur fram að um- skipti hafa orðið á lánamarkaði á síðustu árum þótt þeirra gæti síður hjá smærri fyrirtækjum á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt sé að frekari breytingum með því að breyta sjóðum og bönkum í eigu ríkisins I hlutafélög sem síðar kunna að verða einkavædd. Guðmundur segir að þau fyrirtæki sem áður höfðu fengið mest lánað hjá Byggðastofnun séu sjálf farin að afla fjár á hlutabréfamarkaði. Stóru fyrirtækin á landsbyggðinni leiti ekki lengur til Byggðastofnunar heldur séu það smærri fyrirtækin, s.s. ferðaþjónustufyrirtæki og fyrir- tæki sem eru að byrja að hasla sér völl í sjávarútvegi, sem helst leiti til Byggðastofnunar um lán eða styrki. Byggðastofnun íslands Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur MiWnir króna 1996 1995 Brevtina Vaxtatekjur 477,4 618,0 -22,8% Vaxtagjöld 309,9 397,1 -22,0% Hreinar vaxtatekjur 167,5 220,9 -24,2% Aðrar rekstrartekjur 425,6 491,4 -13,4% I Hreinar rekstrartekjur 593,1 712,3 -16,7% Önnur rekstrargjöld 465.8 666,6 -30,1% Hagnaður ársins 127,2 45,7 +178,3% Efnahagsreikningur 31. desember 1996 1995 Breyling\ I Eianir: i Milliónir króna Sjóöur og kröfur á lánastofnair 485,6 638,3 -23,9% Útlán 6.500,5 6,297,6 +3,2% Aðrir eignaiiðir 70,2 93,6 -25,0% Rekstrarfiármunir 264,4 264,6 -0,1 Eignlr samtals 7,320,7 7,294,1 +0,4 I Skuldlr oa eiaiO fð: | Skuldlr 6,151,1 6,272,4 -1,9% Eigið fé 1,169,6 1.021,8 +14,5% Skuldir og eigið fé samtals 7,320,7 7,294,1 +0,4% Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Yfirlit yfir helstu fjárhagsstærðir 1. jan. til 30. júní Rekstrarreikningur MMjónir króna 1997 1996 Breyting Fjármunatekjur 256,9 86,3 +197,7% Fjármagnsgjöld 33,3 33,9 ■1,8% Hreinar fjármunatekjur 223,5 52,4 +326,5% Rekstrargjöld 11,4 3,9 +192,3% Hagnaður fyrir skatta 212,1 48,4 +338,2% Reiknaðir skattar -45,4 -1,0 +267,3% Hagnaður ársins skv. rekstrarreikn. Óinnleystur geymsluhagn. hlutabréfa 166,7 305,9 47,4 170,1 +251,7% +79,8 Heildarhagn. til hækkunar á eigin fé 472,6 217,5 +117,3% Efnahagsreikningur 31* des.: 1996 1995 Breyting | Eignir: \ Milljónir króna Veltufjármunir 625,4 680,1 -8,0% Áhættufjármunir og langtímakröfur 2.370,8 1.677,6 +41,3% Eignir alls 2.998,1 2,358,0 +27,1% 1 Skuldir oa eigið 16:1 Milliónir króna Skammtímaskuldir 84,5 52,9 +59,7% Langtímaskuldir 993,2 798,8 +24,3% Eigiðfé Skuldir og elgið fé samtals 1.920,4 1.506,4 +27,5% 2.998,1 2.358,0 +27,1% Góð afkoma hjá Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum á fyrri árshelmingi Híigwiðurhm nam 167 miUjónum króna HAGNAÐUR Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans nam 166,7 milljón- um króna fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 47,4 milljónir á sama tímabili í fyrra. Til viðbótar hefur verið færð meðal eiginQárliða hækkun á óinnleystum geymslu- hagnaði hlutabréfaeignar 306 millj- ónir króna. Heildarhagnaður til hækkunar á eigin fé félagsins er þannig 472,6 milljónir á fyrri helm- ingi ársins. Góða afkomu félags- ins má rekja til almennt góðrar afkomu í atvinnulífínu sem leitt hefur til mikilla hækkana á gengi hlutabréfa sem Eignarhaldsfélagið hefur fjárfest í. Heildarefnahagur þess hefur styrkst um 27% frá ára- mótum og nemur nú 2.998 milljón- um króna. Eigið fé samkvæmt milli- uppgjöri er 1.920 milljónir og er eiginfjárhlutfallið 64%. Innra virði félasins hefur hækkað úr 1,96 í 2,0 á síðastliðnum sex mánuðum. Stjóm Eignarhaldsfélagsins hef- ur ákveðið að nýta heimild til 300 milljóna króna aukningar á hlutafé félagsins með nýju hlutafjárútboði I haust að því er kemur fram I frétt frá félaginu. Markmið þess er að auka fjárhagslegan styrk félagsins enn frekar til þess að geta tekið þátt í nýjum og vænlegum fjárfest- ingum. Af heildareignum nema eignir sem bera vexti um 43% af efnahag og hlutabréfaeign um 57%. Félagið á nú hlutabréf í 47 félögum og þar af eru 23 skráð á Verðbréfa- þihgi íslands, 8 á Opna tilboðsmark- aðnum, 11 eru óskráð og 5 með starfsemi erlendis. Fjárfest hefur verið í fimm félögum það sem af er árinu. Gengi hlutabréfa eignarhaldsfé- lagsins hefur hækkað um tæp 60% frá áramótum að teknu tilliti til 10% arðgreiðslu og 25% jöfnunar hluta- fjár. Forráðamenn félagsins telja að þessi hækkun sýni mikla tiltrú fjárfesta á fjárfestingarstefnu og velgengni félagsins. NOATUN Veisla lyrir lítiði MEÐAN BIRGÐIR EIÍIBAST Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. NOATUN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSIVESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.