Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 17
SÉRSVEITARMENN ganga um borð í húsbátinn eftir fjögurra klukkustunda umsátur.
Meintur morðingi Versaces framdi sjálfsmorð í umsátri lögreglu
„Öll þjóðin getur
nú andað léttar“
Miami Beach. Reuter.
LÖGREGLA á Miami á Flórída til-
kynnti í gærmorgun að Andrew
Cunanan, meintur morðingi ítalska
tískuhönnuðarins Giannis Versaces
og fjögurra annarra manna, hafi
fundist látinn um borð í húsbáti á
Miami Beach í fyrrakvöld. „Fingra-
förin eru hans,“ sagði Richard Barr-
eto, lögreglustjóri á Miami Beach.
Lögregla staðfesti í gær að Cun-
anan hefði svipt sig lífi en hann
skaut sig í höfuðið. Tugir lögreglu-
manna, þeirra á meðal þungvopnað-
ir sérsveitarmenn (SWAT), réðust
um borð í húsbátinn síðdegis á mið-
vikudag eftir að hafa fengið ábend-
ingu um að maður, sem svipaði til
lýsingarinnar á Cunanan, hefði sést
fara um borð í bátinn og hefði skot-
ið á umsjónarmann hans um klukkan
átta í gærkvöldi að íslenskum tíma.
Fjórum klukkustundum síðar réðust
lögreglumenn til inngöngu.
Lögreglumenn hleyptu
ekki af skotum
„Öll þjóðin getur nú andað létt-
ara,“ sagði Barreto. „Ógnartíðinni
sem Andrew Cunanan leiddi yfir
okkur er lokið." Lögreglumenn sátu
um bátinn í fjórar klukkustundir
áður en þeir réðust til inngöngu.
Þeir hleyptu ekki af skotum á leið
um borð, að því er embættismenn
sögðu í gærmorgun. Barreto sagði
að skotvopn „ákaflega svipað" og
það sem lögreglan hefur leitað,
skammbyssa sem notuð var við þijú
af þeim þremur morðum sem Cun-
anan var eftirlýstur fyrir, hefði fund-
ist um borð í húsbátnum. Cunanan
var á lista bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI, yfir þá tíu menn sem
leitað var hvað ákafast, áður en
Versace var myrtur.
Fundu fingraförin
á gullpeningi
Að sögn talsmanns lögreglunnar
á Miami Beach var skotsár á líki
Cunanans, en lögreglumenn höfðu
ekki hleypt af skotum um borð, ein-
ungis beitt táragasi. Meðan á um-
sátrinu stóð heyrðu fréttamenn lög-
ÞYRLA lögreglunnar í Miami
flýgur yfir húsbátinn, sem er
á miðri mynd.
reglumennina kalla: „Komdu út!
Komdu út!“ Lögreglan hafði komist
yfir skýr för eftir þumalfingur Cun-
anans nokkrum dögum áður en
Versace var myrtur, er Cunanan
veðsetti gullpening, sem hann er
talinn hafa stolið frá einu fórnar-
lamba sinna.
Cunanan var 27 ára, og móðir
hans kvað hann vera samkynhneigð-
ar, og selja blíðu sína. Hann var sá
eini sem grunaður var um að hafa
myrt Versace, sem var skotinn
tveimur skotum fyrir utan heimili
sitt í Miami 15. júlí, skammt frá
þeim stað þar sem húsbáturinn lá
við bryggju. Cunanan var einnig
grunaður um fjögur önnur morð.
Gífurleg leit hefur staðið yfir að
Cunanan, og myndum af honum
verið dreift í sjónvarpi, dagblöðum
og á alnetinu.
MENN alríkislögreglunnar koma fyrir viftu til að blása burt
táragasi af efri hæð húsbátsins.
Hersveitir
stjórnar-
andstæð-
inga nálg-
ast Kabúl
Kabúl, Cholpon Ata. Reuter.
ÞRÍR menn létust og tveir særðust
í Kabúl í gær í loftárás andstæð-
inga stjórnar Talebana í Afganist-
an. Her stjórnarandstæðinga sækir
nú i átt að höfuðborginni.
Sprengjan hafnaði á hóteli þar
sem hermenn Talebana gistu. Hót-
elið er í austurhluta Kabúl og stend-
ur nærri forsetahöllinni og varnar-
málaráðuneyti Talebana. Sprengjur
höfnuðu einnig á óbyggðu svæði
við flugvöllinn í Kabúl, en ekki er
vitað til þess að mannfall hafi orðið
þar. Hersveitir andstæðinga Tale-
bana hafa undanfarnar vikur aukið
loftárásir á höfuðborgina, en þetta
er í fyrsta skipti sem sprengju er
varpað á miðborgina.
Hersveitir stjórnarandstæðinga
eru nú í 20 km ljarlægð frá Kab-
úl, að sögn sjónarvotta, og eru því
í fyrsta sinn í níu mánuði nógu
nærri til að gera eldflaugaárásir á
höfuðborgina. Talsmenn stjórnar-
innar tilkynntu í gær að fyrrver-
andi utanríkisráðherrann Mullah
Mohammad Ghous hefði sloppið úr
haldi stjórnarandstæðinga, ásamt
fleiri yfirmönnum úr her Talebana.
Stjórnvöld höfðu sett lausn hertek-
inna fanga sem skilyrði fyrir því
að friðarviðræður gætu hafist.
Ottast innrás strangtrúaðra
Leiðtogar Mið-Asíuríkjanna
Kyrgistan, Kazakstan og Uzbekist-
an hittust í gær til að ræða öryggis-
mál yegna bardaganna í Afganist-
an. Ríkin þrjú, sem þekja saman-
lagt stærra svæði en öll Vestur-Evr-
ópa, hafa lýst yfir áhyggjum af því
að strangtrúaðir og herskáir mú-
slimar ráðist inn í löndin yfir landa-
mærin frá Afganistan.
-----> ♦ «-----
Leiðtogi
GIA fallinn
LEIÐTOGI GIA, herskárra sam-
taka heittrúarmúslima í Alsír, Ant-
ar Zouabri, var drepinn í fyrirsát
öryggissveita alsírska hersins á
þriðjudag, að því er heimildarmenn
úr sveitunum fullyrtu í gær. Auk
hans féllu nokkrir félagar í GIA.
Alsírsk dagblöð segja að umfangs-
miklar aðgerðir gegn heittrúar-
mönnum hafi staðið yfir allan júlí-
mánuð og að 140 skæruliðar hafi
fallið í þeim. Zouabri, sem var 27
ára, er áttundi leiðtogi GIA sem
öryggissveitir drepa frá árinu 1992.
Bastesen
vill á þing
STEINAR Bastesen, sem farið
hefur fremstur í flokki norskra
hvalveiðimanna, hefur hug á því
að reyna fyrir sér á nýjum vett-
vangi; í stjórnmálum. Mun hann
bjóða sig fram í þingkosningum
sem fram fara í haust, fyrir Sjáv-
arsíðuflokkinn svokallaða, að því
er fram kemur í Aftenposten.
Hefur Bastesen þegar hafist
lianda við að kynna málefni sín
og flokksins og bauð íbúum Bodo
upp á grillað hvalkjöt um Ieið
og þeir meðtóku boðskapinn.
Bastesen býður sig fram i
Norðlandi og þarf hann um 5.000
atkvæði til að komast á þing.
Aldrei er að vita nema það tak-
ist, Bastesen er þekktur fyrir
hnyttin tilsvör og ákveðnar
skoðanir og þótt ekki taki hann
allir alvarlega þekkja margir
hann að víðtækri þekkingu á
sjávarútvegs- og samfélagsmál-
um. Hann er mikill baráttumað-
ur og það var fyrst og fremst
fyrir óþreytandi baráttu Bastes-
ens sem Norðmenn tóku upp
hvalveiðar að nýju.
Flokkur Bastesens heitir
„Þverpólitísk þjóðarsaintök“ og
er andvígur aðild að Evrópusam-
bandinu, berst fyrir valddreif-
ingu og aukinni áherslu á sjáv-
arútvegsmál. Flokkurinn býður
fram í Ósló, Oppland, Syðri-
Þrændalögum, Mæri, Romsdal
og Norðlandi og á síðastnefnda
staðnum kallast hann Sjávar-
síðuflokkurinn.
u
s
Frá því að BT. Tölvur opnuðu verslun sína fyrir 2 árum hefur hún tryggt hag
íslenskra neytenda á tölvumarkaðnum. Með sífelldri sjálfsskoðun höíúm við haldið
verði á tölvum og tölvubúnaði niðri í 2 ár. En nú bjóðum við fyrirtækjapakka á
frábæru verði...
Vél Targa MT tumvél 512 cache
Örgjörvi Amd K6 MMX 200 mhz
Minni 32 mb EDO (60ns)
Harður d. 2560 mb Maxtor
Skjár 15” flatur hágæða skjár
Skjákort Ati Mach
Skjámimii 2 mb
Mús Microsoft straumlínulöguð
Lyklaborð | Microsoft Natural
Stýrikerfí Windows '95 (2. útgáfa)
Stgr.verð: 128.990 kr
Sértilboð Intel Netkort eða 16x. geisladrif
7.490 kr
ISDN spjald eða 33.6bás mótald
8.490 kr
Munið heimasiðurnar okkar á veraldarvefnum
www.bttolvur.is
BT. Tölvur - Grensásvegi 3 -108 Reykjavík
Opnunartímar virka daga : 10-19 og laugardaga : 10-16
Sími : 5885900 - Fax 5885905 - Vefsíður: www.bttolvur.is