Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 1

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 173. TBL. 85. ARG. LAUGARDAGUR 2. AGUST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Israelar halda áfram handtökum á meintum meðlimum skæruliðasamtaka Frakkland Mörg hundruð manna liðsauki kallaður út Jerúsalem. Reuter. ISRAELAR hertu öryggisgæslu í borgum og bæjum í gær og héldu áfram aðgerðum gegn herskáum samtökum músh'ma sem þeir segja að kunni að hafa staðið að sprengjutilræði sem banaði 15 manns á markaðstorgi í Jerúsalem á miðvikudag. Háttsettur, palestínskur emb- ættismaður brást í gær ókvæða við ásökunum Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, og sagði að heimastjóm Palestínumanna hefði beitt sér fyrir aðgerðum gegn ofbeldisverkum. Stjórn Netany- ahus hefði hins vegar gert hvað hún gæti til að friðarumleitunum miðaði hvergi. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, batt í gær enda á vangavelt- ur um að Madaleine Albright utan- ríkisráðherra myndi halda til Mið- austurlanda strax í næstu viku til þess að koma friðarumleitunum af stað. Israelar lýstu því yfir á mið- vikudagskvöld að þeir myndu ekki taka þátt í friðarviðræðum við Pa- lestínumenn vegna sprengjutilræð- isins í Jerúsalem. Sagði Clinton að Albright myndi ekki fara til Mið- austurlanda fyrr en sendimaður Bandaríkjastjómar, Dennis Ross, hefði farið þangað og undirbúið jarðveginn. Fyrirhugað var að Ross færi til ísraels á miðvikudag en fór hans var frestað vegna sprengjutilræðisins. Israelar greindu frá því í gær að þeir hefðu handtekið 51 Palestínu- mann á ísraelsku yfirráðasvæði á Vesturbakkanum. Hafa þeir þá alls handtekið 79 manns frá því sprengjutilræðið var framið. Eru hinir handteknu á aldrinum 15 til 92 ára. Öryggisgæsla í Jerúsalem og á öðmm þéttbýlisstöðum í ísrael var aukin veralega í gær ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir fleiri hermdarverk. Fulltrúi lög- reglunnar sagði að mörg hundrað manna liðsauki lögreglu og varð- Uða hefði verið kallaður út. Bjóðast til að segja af sér Allir ráðherrar, utan tveir, í ráðuneyti Yassers Arafats, forseta heimastjómar Palestínumanna, buðust í gær til að segja af sér í kjölfara ásakana um spillingu í stjóminni. Fyrr í vikunni skoraði löggjafarsamkoma Palestínu- manna á Arafat að leysa upp ráðu- neytið og skipa nýja, „hæfa“ ráð- herra. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvort Arafat hefði samþykkt upp- sagnir ráðherranna. Hann heldur í dag til Egyptalands til viðræðna við Hosni Mubarak, forseta. Reuter YASSER Arafat strýkur andlit sitt að íslömskum hætti þar sem hann var við hádegisbænagjörð í Jeríkó í gær. 284 farast í flóðum í Kína ÖLDRUÐ kona sem missti allar sínar eigur í flóði sem gekk yfir Jiangxi-hérað í Mið-Kína sést hér mitt í rústum heimaþorps síns. Flóð hafa valdið miklu tjóni í Austur- og Suður-Kína á undan- förnum dögum og vikum, eftir geysilegt úrfelli sem stóð vikum saman. 284 hafa týnt lífí í flóðun- um svo vitað sé, samkvæmt upp- lýsingum frá embættismönnum - og starfsmönnum alþjóðiegra hjálparstofnana. Jón Valfells, blaðafulltrúi Al- ‘ þjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Kína, tjáði Reuters-fréttastofunni að fióð hefðu fyrir miðjan júlí kost- að 25 manns lífið og slasað 1.067 í Jiangxi-héraði og 20 hefðu far- izt í flóðum í austur-kínverska héraðinu Zhejiang. Jón er ný- kominn til Peking úr heimsókn um þessi svæði. Kínversk stjórnvöld hafa greint frá því að flóð hefðu ban- að 164 í Guizhou-héraði í SV- Kína, 75 í suður-kínversku hér- uðunum Guangdong og Guangxi. Hamförunum er þó enn ekki farið að linna. „Rauði krossinn er að búa sig undir að fellibyljir gangi yfir Zhejiang-hérað,“ sagði Jón Valfells. Hrísgrjónafram- Ieiðsla í héraðinu hefur minnkað um 380 þúsund tonn af völdum veðursins. Flóð hafi rofið sam- gönguæðar og valdið rafmagns- leysi, með þeim afleiðingum að hátt í 14 þúsund verksmiðjur urðu að hætta starfsemi tíma- bundið. Reuter FBI leggur hald á fímm sprengjur Gæsla hert í New York New York. Reuter. ÖRYGGISGÆSLA var hert í New York í gær eftir að bandaríska al- ríkislögreglan, FBI, lagði hald á fimm sprengjur, og kvaðst hafa hindrað áætlanir um hermdarverk í jarðlestakerfi borgarinnar. FBI réðst til inngöngu í íbúð og handtók þrjá menn í Brooldyn-hverfí snemma á fimmtudag og fundust rörsprengjur í íbúðinni. í ákæra FBI á hendur mönnunum þrem, sem lögð var fram á fimmtudagskvöld, era mennimir nafngreindh- og einn þeirra sagður hafa játað aðild að smíði sprengjanna. Er maðurinn sagður hafa gefið í skyn að ætlunin hafi verið að nota sprengjurnar við tilræði í jarðlestakerfi New York. Öryggisráðstafanir sem gerðar vora í borginni í kjölfarið eru sagð- ar svipaðai- þeim sem gerðar voru eftir að sprengja sprakk í bíla- geymslu World Trade Center í febrúar 1993 og varð sex manns að bana. Herskáir múslímir stóðu að verknaðinum. Grunur um tengsl við Hamas Tveir mannanna, sem handteknir voru á fimmtudag urðu fyrir skotum lögí’eglu. í ákærunni segir að einn mannanna hafi reynt að hrifsa vopn af lögreglumönnum og annar hafi nálgast svartan poka sem hafi reynst innihalda sprengju. Báðir mennimir vora á sjúkrahúsi síðdegis í gær. Mennimir eru allir af mið-austur- lenskum uppruna. I fórum eins þeirra fannst jórdanskt vegabréf og ennfremur skjöl sem bentu til þess að hann hefði áður verið handtekinn í ísrael. Heimildir innan lögreglunnar segja að ýmislegt bendi til þess að tengsl séu milli mannanna þriggja og skæruliðasamtakanna Hamas. Talið er að mennimir hafi hringt til samtakanna úr nýlenduvöruverslun skammt frá íbúðinni sem þeir voru í. Hamas samtökin hafa lýst sig ábyrg fyrir sjálfsmorðssprengju- árás sem varð 15 manns að bana á markaðstorgi í Jerúsalem á mið- vikudag. Segja til- lögurnar hættulegar París. Reuter, The Daily Telegraph. JEAN-Louis Debré, fyrrverandi innanríkisráðherra og einn af leið- togum franskra hægrimanna, gagnrýndi í gær harkalega tillögur að breytingum á frönsku innflytj- endalöggjöfinni, sem vinstristjórn Lionels Jospins lét vinna og lagðar voru fram í fyrradag. Debré sagði að yrði tillögunum hrint í framkvæmd myndi Frakk- land opna allar gáttir fyrir fórnar- lömbum óteljandi þjóðflokkaátaka í Afríku. „TiUögurnar era fullar samúðar og stórhuga en algjörlega draum- órakenndar og stórhættulegar," sagði ráðherrann fyrrverandi. Vilja ógilda breytingar hægristjórnarinnar Tillögumar verða uppistaðan í framvarpi að breyttum innflytj- endalögum, sem ríkisstjóm Jospins hyggst leggja fram í haust, í þeim tilgangi að uppfylla kosn- ingaloforð um að afturkalla breyt- ingar sem hægristjómin gerði á löggjöfinni. Þær auðvelduðu frönskum yfirvöldum að færa ólög- lega innflytjendur m- landi og gerðuinnflytjendum erfiðara fyrir að fá sig skilgreinda sem flótta- menn. Tillögumar byggjast á þeim skilningi, að gildandi innflytjenda- löggjöf sé harðneskjuleg og þörf sé á að breyta henni. Meðal annars er lagt til, að víðari túlkun verði látin ráða varðandi rétt ættingja inn- flytjenda til að flytjast til landsins og að sú regla verði aftur gerð að grandvelli fransks ríkisborgara- réttar, að hver sá sem fæðist á franskri grand geti gerzt franskur þegn við 18 ára aldur. Þessu var breytt með lögum sem hægri- stjórnin innleiddi 1993. ----------------- Hættir við Rúss- landsför Moskva. Reuter. FORSETI Hvíta-Rússlands, Alex- ander Lúkasjenkó, hætti í gær við heimsókn til Kaliningrad-rílds í Rússlandi, eftir að ríkisstjórinn bað hann að falla frá fórinni vegna handtöku rússneskra sjónvarps- manna í Minsk um síðustu helgi. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rúss- lands hefur óskað eftir opinberri skýringu frá ráðamönnum í Rúss- landi á athæfi ríkisstjórans, sam- kvæmt Itar-Tass fréttastofunni. At- vikið hefur valdið frekari spennu í samskiptum þjóðanna tveggja, sem undirrituðu sambandssamning sín á milli í maí síðastliðnum. Upptök deilunnar eru þau að þrír fréttamenn frá rússnesku ríkissjón- varpsstöðinni ORT voru handteknir í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi fyrir að fara ólöglega yfir landa- mæri Hvíta-Rússlands og Litháen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.