Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 Útgáfu Alþýðu- blaðsins og Viku- blaðsins lokið SÍÐUSTU tölublöð Alþýðublaðs- ins og Vikublaðsins, a.m.k. um þriggja ára skeið, komu út í gær. Saga Alþýðublaðsins spannar nær 80 ár. Össur Skarphéðinsson, fráfarandi ritstjóri Alþýðublaðs- ins, segir í leiðara að saga Al- þýðublaðsins geymi átök, mikla sigra, stundum þjáningarfulla ósigra, stundum hreina niður- lægingu. Hins vegar hafi Al- þýðublaðið aldrei nokkru sinni misst sjónar á hinu upphaflega markmiði frumheijanna Ólafs Friðrikssonar og Finnboga Rúts Valdemarssonar: Að beijast fyr- ir rétti lítilmagnans. Alþýðublaðið kom fyrst út í ritstjórn Olafs Friðrikssonar hinn 29. október árið 1919. Ólaf- ur var rekinn þegar hann hélt á alþjóðaþing kommúnista í óþökk miðstjórnar Alþýðu- flokksins árið 1922. Nokkrum árum síðar varð Ólafur ritstjóri á ný og stýrði hann blaðinu til 1933. Upplag blaðsins var þá á bilinu 1.200 til 2.000 eintök. Næsti ritstjóri Alþýðublaðsins var Finnbogi Rútur Valdemars- son. Guðjón Friðriksson sagn- Lokað þriðjudaginn 5. ágúst Útsalan hefst á miðvikudaginn kl. 7.00 Ioppskórinn VELTUSUNÐI • INGÓLFSTOGI • SÍMI: 552 1212 ■■W 7 ,»•:—M-‘Z.W'rT-.-*- : vr ' . r;.W verslunarmannahelgina Siglingamiðstöðin ehf., í samvinnu við Reykjavíkurhöfn, bjóða upp á Qölskyldusjóferðir með farþegabátnum Skúlaskeið. Farið verður frá Suðurbugtarbryggju við Ægisgarð og siglt vestur með örfirisey um Hólmasund, upp að Akurey og út að sjóbauju, ef sjóveour leyfir og um Engeyjarsund til baka, samtals u.p.b. 1,5 klukkustundir. Ferðin er sérstaldega sniðin fyrir fjölskylduna svo hún geti notið hennar og útsýnisins um leið og fræðst er um siglingaleiðina. Fugla- og botndýræíf svæðisins verður skoðað og siglt verður upp að mikilli Tundabyggð. í boði verða sérstök eyðublöð til skráningar á ýmsu því sem gert verður og fyrir augu ber á leiðinni. Tilvalið er að taka með sér nestisbita eða svaladrykk, því stansað verður á leiðinni og látið reka. Brottfarir verða laugardag, sunnudag og mánudag kl. 14, 16 og 18 alla dagana. Fargjaldjyrirfullorðna verður kr. 1.000 og kr. SOOfyrir böm að 13 aldri. Upplýsingasímar 5811010 og 893 6030. ÍSLENSKAR % M GÆÐA MÚRVÖRUR A GÓÐU VERÐI 1972-1997 IMÚRKLÆÐNINGi Lín - STERK - FALLEG 10 ■■ il steinprýði *V‘ STANGARHYL 7 SÍMI567 2777 flipripiiM&Mlr - kjarni málsins! FRÉTTIR SÍÐUSTU tölublöð Alþýðublaðsins og Vikublaðsins komu út í gær. fræðingur segir í grein í Alþýðu- blaðinu að með nútímalegum vinnubrögðum, nákvæmni, áræði og vinnusemi hafi hann valdið þáttaskilum i íslenskri blaðamennsku. Hann hafi verið maður hins nýja tíma á meðan flestir aðrir blaðamenn hafi enn verið nokkuð fastir í aldamót- astíl íslenskra blaða þar sem allt hafi verið sett fram í belg og biðu. Á ritstjórnarárum Finn- boga Rúts seldist Alþýðublaðið stundum í allt að 10.000 eintök- um á dag. Upplagið var að jafn- aði um 6.000 eintök. Upplag 6.000-7.000 eintök Stefán Pjetursson tók form- lega við af Finnboga Rúti 1. júlí árið 1940. Eftir erfiðleikatíma- bil var blaðið stækkað og gert MORGUNBLAÐIÐ að morgunblaði í stað síðdegis- blaðs, í febrúarmánuði árið 1942. Upplag Alþýðublaðsins var komið upp í 6.000-7.000 ein- tök þegar Stefán lét af störfum í árslok 1952. Eftir ritstjórnartíð Stefáns tók við annað erfiðleikatímabil Alþýðublaðsins. Endurreisnin hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en Gísli J. Ástþórsson var ráðinn meðritsfjóri Helga Sæ- mundssonar 1. september árið 1958. Allt frá því hafa skipst á skin og skúrir í lífi Alþýðublaðs- ins og ritstjórar meðal annarra verið Gylfi Gröndal, Freysteinn Jóhannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson núverandi formað- ur Alþýðuflokksins. Fráfarandi ritstjóri Alþýðublaðsins er Öss- ur Skarphéðinsson. Hann tók við blaðinu í febrúar á þessu ári. Útgáfu Vikublaðsins lauk sömuleiðis, a.m.k. tímabundið, í gær. Útgáfa Vikublaðsins hófst í kjölfar þess að útgáfu Þjóðvilj- ans var hætt í janúarlok árið 1992. Bæði blöðin voru málgögn Alþýðubandalagsins. Fráfar- andi ritstjóri og ábyrgðarmaður Vikublaðsins er Friðrik Þór Guðmundsson. Flugmálastjóri um skýrslu Ríkisendurskoðunar Framkvæmdir í samráði við flugráð og ráðuneyti „ÉG VIL í fyrsta lagi benda á að Flugmálastjórn tekur ekki ákvarð- anir um neinar framkvæmdir án samþykkis Flugráðs og samgöngu- ráðuneytis," segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri um skýrslu Ríkis- endurskoðunar um flugvaliafram- kvæmdir á árunum 1992 til 1995 en þar var m.a. gagnrýnt að lagt væri út í framkvæmdir án þess að þær væru á flugmálaáætlun. Flugmálastjóri sagði að fyrir kæmi að framkvæmdum væri hliðrað milli ára, m.a. vegna þess að fjárveitingar skiptust á fleiri en eitt ár. „Þau verkefni sem tilgreind eru í skýrslu Ríkisendurskoðunar hefur Flugmálastjórn ekki ákveðið að ráðast í án þess að yfirstjórn flugmála kæmi að þeim,“ sagði Þorgeir Pálsson og nefndi fram- kvæmdir á flugvellinum við Þórs- höfn. „Þar var byggð á árunum 1990-95 ný fiugbraut og gengið frá flughlaði og öryggissvæðum. Árið 1993 var fjármagn til far- þegaskýlis nýtt til að ljúka undir- byggingu nýju flugbrautarinnar enda hefði lítið gagn verið að skýl- inu án flugbrautar. Þessi ákvörðun var að sjálfsögðu tekin í samráði við þar til bær yfirvöld. Alþingi steig svo skrefið til fulls í af- greiðslu flugmálaáætlunar árið 1994 með sérstakri fjárveitingu til að ljúka klæðningu brautarinnar. í þessu sambandi er vert að geta þess að flugráð er að meirihluta skipað fulltrúum Alþingis sem á þar af leiðandi aðild og mjög greið- an aðgang að ákvörðunum stofn- unarinnar." Um 5% af heildinni „Þá vil ég í öðru lagi benda á að þótt farið sé út í framkvæmdir fyrir 58,3 milljónir króna, sem Rík- isendurskoðun tilgreinir að séu utan flugmálaáætlunar, eru það ekki nema 5% af 1.100 milljóna króna fjárveitingum til verkefna sem komu til skoðunar á þessum árum og því ekki hátt hlutfall. Ég vil líka geta þess að hvergi í skýrsl- unni er nefnt að íjármunum hafi verið illa varið eða farið fram úr fjárveitingum." Þorgeir Pálsson segir að flug- málaáætlun sé samþykkt til fjög- urra ára í senn en endurskoðuð Þorgeir Pálsson flug- málastjóri segirýmis- legt í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar muni verða Flugmála- stjórn að gagni við að bæta vinnubrögð stofnunarinnar. eftir tvö ár og því fjalli Alþingi ekki um hana nema á tveggja ára fresti. Frávik hafi þó verið á þessu síðustu tvö árin þar sem tekju- stofnar fiugmálaáætlunar hafa verið teknir til að kosta rekstur og slíkt, hafi riðlað áætluninni. „Slíkar forsendubreytingar á síð- ustu stundu gera okkur mjög erf- itt fyrir og líka sú staðreynd að Alþingi hefur undanfarin ár ekki afgreitt flugmálaáætlun fyrr en í maí þegar liðnir eru fimm mánuðir af fyrsta framkvæmdaárinu sem áætlunin á við.“ Flugmálastjóri sagði erfitt að átta sig á þeirri kröfu Ríkisendur- skoðunar að flugvallaframkvæmd skuli fullhönnuð og tilbúin til út- boðs þegar hún fari á fram- kvæmdaáætlun til afgreiðslu á Alþingi. „Við sjáum ekki hvernig þetta er framkvæmanlegt miðað við það kerfi sem við búum við. Það er útilokað að verkefni séu fullhönnuð til tveggja ára í einu vegna flugmálaáætlunar - þá mundi öllum framkvæmdum seinka. Jafnvel getur verið erfitt að hanna fyrir eitt ár í einu því í meðferð Alþingis eru jafnan gerð- ar ýmsar breytingar á flugmálaá- ætlun sem þýðir að hönnunarfor- sendur geta gjörbreyst. Á það skal líka bent, eins og reyndar kemur fram í skýrslunni, að flug- málaáætlun er greiðsluáætlun en ekki kostnaðaráætlun. Þar er því í mörgum tilvikum verið að ákveða hvaða fjármagni skuli varið til einstakra viðfangsefna á flugvöll- um en ekki tryggt að hægt sé að ljúka umræddum verkefnum með þeim fjármunum sem til ráðstöf- unar eru. Mér sýnist koma hér fram nokkur togstreita milli lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds um það hvernig skuli staðið að framkvæmdum en ég sé ekki ástæðu til að gera hana að um- ræðuefni á þessari stundu.“ Tekur of langan tíma „Ríkisendurskoðun segir að þurfi að breyta einhveijum flug- vallaframkvæmdum eigi Alþingi að samþykkja slíkt. Það gæti hins vegar tekið upp undir heilt ár að fá slíkt samþykki. Dæmi um slík er ný vatnslögn á ísafirði sem er eitt atriðið sem Ríkisendurskoðun finnur að en það var framkvæmd upp á 4,1 milljón. Þegar byggð var viðbygging við tækjageymslu á Ísaíjarðarflugvelli kom í Ijós að fýsilegt var að lagfæra vatnsmálin á vellinum þar sem þá var verið að leggja nýja vatnslögn yfir Skut- ulsijörðinn. Því varð að ráði að nota tækifærið og fara í þessa við- bótarframkvæmd við tækja- geymsluna og leysa í eitt skipti fyrir öll vatnsmál ísafjarðarflug- vallar. Ef þarna hefði verið leitað og beðið eftir samþykki Alþingis hefði orðið að falla frá þessari hagkvæmu lausn og leysa málið síðar á mun dýrari hátt. Reyndar er hér frá hendi lög- gjafans gert ráð fyrir talsverðu svigrúmi til handa framkvæmda- aðila sem felst í liðnum „til leiðrétt- inga og brýnna verkefna", sem á árunum 1992-1995 nam rúmum 20 milljónum króna. Athyglisvert er að á flugmálaáætlun fyrir 1996-1999 er gert ráð fyrir sam- tals 77 milljónum króna undir þess- um lið sem gefur ótvírætt til kynna vilja Alþingis til að auka þetta svigrúm.“ Flugmálastjóri kvaðst að end- ingu fagna ýmsum ábendingum Ríkisendurskoðunar, þar væri margt sem taka mætti undir og nýttist við að bæta vinnubrögð hjá stofnuninni, m.a. vegna áætlana- gerðar og uppgjörs á verkefnum. „Að því leyti nýtist okkur þessi skýrsla ágætlega til að leggja áherslu á að við þurfum að veija meira fjármagni til að sinna þess- um þáttum betur en við höfum getað gert til þessa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.