Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Jökuls hf. á Raufarhöfn á þremur árum
„Höfum metnað
til að bæta við“
FORYSTUMENN útgerðarfélags-
ins Jökuls hf. á Raufarhöfn notuðu
tækifærið þegar tvö ný skip þess
komu til heimahafnar í fyrsta skipti
til að vekja athygli á fyrirtækinu
og það sem það hefur verið að
gera. Tekið var á móti skipunum,
Rauðanúpi og Atlanúpi, með við-
höfn og síðan var öllum Raufar-
hafnarbúum, hluthöfum og öðrum
gestum boðið til veglegrar veislu
og dansleiks. Yfír 300 mættu í
grillveislu í félagsheimilinu, en það
slagar hátt í íbúafjölda þorpsins
sem er innan við 400 manns. Síðan
var dansað fram á nótt.
5.000 tonna kvóti
Þau viðskipti sem Jökull hf. hef-
ur átt í að undanförnu eru lokin á
endurskipulagningu fyrirtækisins
sem staðið hefur yfír síðastliðin
þrjú ár. Félagið seldi 25 ára gaml-
an ísfisktogara úr landi og fékk í
staðinn tíu ára rækjufrystiskip. Það
bætti við sig innfjarðarækjubáti og
á nú tvo slíka og um helminginn
af rækjukvótanum á Öxarfirði.
Fyrir á félagið fjölveiðiskip. Félagið
keypti einnig gamlan rækjufrysti-
togara en er að reyna að selja hann
kvótalausan til útlanda. Með þessu
hefur félagið aukið kvóta sinn um
1.100 tonn og verður heildarkvót-
inn um 5.000 þorskígildistonn á
komandi fískveiðiári.
Jafnframt er verið að gera breyt-
ingar á vinnslunni. Rækjuverk-
smiðjan Gefla á Kópaskeri var seld
og fjárfest í tækjum til loðnu- og
síldarfrystingar í frystihúsi félags-
ins á Raufarhöfn.
Um tíma var reksturinn á hönd-
um þriggja félaga, Fiskiðja Raufar-
hafnar hf. sá um frystihúsið, Jök-
ull hf. um útgerðina og Gefla hf.
um rækjuverksmiðjuna á Kópa-
skeri. Búið er að sameina Geflu og
Fiskiðjuna og ákveðið að sameina
þau öll undir nafni Jökuls hf. sem
fyrst.
Áherslubreyting í vinnslu
Jökull hf. var stofnaður 1968
um frystihús og skip sem áður til-
heyrðu Frosta hf. 1973 kom ísfísk-
togarinn Rauðinúpur nýr til lands-
ins. Félagið var lengi rekið í þessu
formi, einn ísfisktogari aflaði meg-
inhluta hráefnisins fyrir frystihús-
ið. Frystihúsið brann 1984 og Fisk-
iðja Raufarhafnar var stofnuð til
að byggja nýtt hús árið eftir. Inn-
fjarðarækjubáturinn Öxarnúpur
var keyptur 1989 og félagið stofn-
aði rækjuverksmiðju á Kópaskeri.
„Reksturinn var lengi búinn að
vera í lítið breyttu formi en forsend-
ur breyttust. Mikill niðurskurður
aflaheimilda bitnaði hart á félaginu
en ekkert var keypt á móti. Arið
1994 var kvóti félagsins kominn
niður í 1.600-1.800 þorskígildis-
tonn,“ sagði Reynir Þorsteinsson,
formaður stjórnar Jökuls hf., þegar
blaðamaður ræddi við hann og Jó-
hann Ólafsson framkvæmdastjóra
á Raufarhöfn í vikunni, en þeir
tóku við þessum störfum fyrir
þremur árum.
Til þess að ná sér í kvóta hefur
félagið keypt sex skip og selt flest
þeirra aftur kvótalaus og verður
kvótinn kominn upp í 5.000 tonn
með aukningunni í byrjun næsta
fiskveiðiárs. Jafnframt því að út-
gerðarþátturinn hefur verið styrkt-
ur með aukningu kvóta og betri
skipum hefur orðið grundvaliar-
breyting í áherslum í vinnslu. Meg-
inhluti kvótans er unninn úti á sjó,
rækjuvinnslu í landi hefur verið
hætt og megináhersla iögð á
Kaup á tveimur skipum til Raufarhafnar og
tengdar ráðstafanir eru lokin í þriggja ára
endurskipulagningu Jökuls hf. og dótturfyr-
irtækja. Helgi Bjarnason blaðamaður og
Kristinn Ingvarsson ljósmyndari fylgdust
með skipaveislunni á Raufarhöfn og ræddu
við stjómendur fyrirtækisins.
REYNIR Þorsteinsson sljórnarformaður og Jóhann Ólafsson,
framkvæmdastjóri Jökuls, í skuti nýja skipsins.
af minnstu fyrirtækjunum þar.
„Þetta hefur komið vel út, veitt
okkur meiri víðsýni og möguleika
til að nálgast fjármagnsmarkað-
inn,“ segir Jóhann. Reynir segir
að skráning á Verðbréfaþingi veiti
félaginu aðhald og stjórnendur þess
verði að vera varkárir í ákvörðun-
um.
Nettófjárfesting vegna eigna-
breytinganna sem nú eru að ganga
yfír er um 500 milljónir að sögn
Jóhanns. Ætlunin er að fjármagna
hana með sölu nýs hlutafjár og
munu skuldir félagsins því ekki
aukast á árinu.
Raufarhafnarhreppur átti tæp
93% hlutafjár fyrir fáeinum árum.
Hreppurinn hefur selt hluta af eign
sinni og ekki tekið þátt í hlutaijár-
aukningu þannig að hlutur hans
er nú kominn niður í tæp 63%.
Sjóvá-Almennar tryggingar eiga
tæp 8% og nokkrir lífeyrissjóðir og
fjárfestingarsjóðir eiga á bilinu 1,2
til 2,8%, aðrir minna. Hluthafar eru
230.
Gunnlaugur Júlíusson sveitar-
stjóri Raufarhafnarhrepps segir að
hreppurinn hafí ákveðið að nýta
forkaupsrétt sinn í fyrirhugaðri
hlutafjáraukningu í haust, til að
taka þátt í uppbyggingu fyrirtækis-
ins, auk þess sem kaupin séu talin
góður fjárfestingarkostur. Hann
segir enga ákvörðun hafa verið
tekna um það hvort hreppurinn
hyggist eiga áfram meirihluta í
félaginu.
Forystumenn sveitarfélagsins
hafa staðið við bakið á stjórnendum
Jökuls i þeim breytingum sem gerð-
ar hafa verið, að sögn Gunnlaugs.
„Þetta er mikiivægt mál fyrir sveit-
arfélagið. Störfum fjölgar og það
sem skiptir meira máli er að góðum
störfum fjöigar," segir Gunnlaug-
ur.
Ekki hættir
„Þetta er allt annað fyrirtæki en
tekið var við 1994, mun öflugra
og betur í stakk búið til að taka
þátt í þeim öru breytingum sem
eiga sér stað í sjávarútveginum í
dag,“ segir Reynir. „Við trúum því
að þessar breytingar séu mikill
styrkur fyrir félagið," segir Jóhann.
„Við höfum aukið kvótann og feng-
ið öflugri skip og meiri möguleika
á að auka framlegð veiðanna.“
Hann segir einnig að manneldis-
vinnsla á loðnu og síld skili góðum
arði en þó ekki sé gert ráð fyrir
að bolfiskvinnslan skili miklu sé
hún betri en að hafa húsið lokað
auk þess sem hægt sé að halda
fólkinu milli vertíða.
Reynir og Jóhann segjast vera
ánægðir með stöðuna í dag en segj-
ast þó ekki vera hættir, fyrirtæki
sem þetta þurfi alltaf að vera í
sókn. „Við erum komnir með þá
þætti sem við viljum og höfum rétt
af stefnuna. Ég vona svo að við
getum bætt við, að minnsta kosti
höfum við metnaðinn til þess,“ seg-
ir Jóhann framkvæmdastjóri.
Morgunblaðið/Kristinn
FÓLKIÐ safnaðist saman í brú Rauðanúps þegar sóknarpresturinn, séra Lilja Kristín Þorsteinsdótt-
ir, blessaði skipin og áhafnir þeirra.
MEGINHLUTI Raufarhafnarbúa og fjöldi gesta, alls rúmlega 400 manns, var í veislu sem Jökull
hf. bauð til í tilefni skipakomunnar.
ATLANÚPUR ÞH 270 og Rauðinúpur ÞH 160 sigla inn til nýrr-
ar heimahafnar á Raufarhöfn.
vinnslu loðnu og síldar til manneld-
is í frystihúsinu á Raufarhöfn.
„Við veðjum á loðnu og síld. Rauf-
arhöfn liggur vel við loðnuveiðinni
frá sumri og fram eftir vetri og
þegar norsk-íslenska síldin fer að
veiðast til manneldisvinnslu eru
fáir staðir betur staðsettir," segir
Jóhann og bendir á að Raufarhöfn
hafi byggst upp vegna veiða úr
þessum stofni.
Frystihúsinu er haldið gangandi
með bolfiskvinnslu með aðkeyptu
hráefni utan við loðnu- og síldar-
vertíð. Hráefni er keypt á fiskmörk-
uðum og trillum og frystur Rússa-
þorskur er fluttur inn til að jafna
vinnsluna.
Hlutafélagið var opnað og skráð
á Verðbréfaþingi 1995 og er eitt