Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 41

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 41 STÖRF VEGNA FLUTNINGA Á TÆKJUM OG BUNAÐI TIL REKSTURS ÁLVERS NORÐURÁLS HF. Á GRUNDARTANGA OG VEGNA BYGGINGARFRAMKVÆMDA, ÓSKAR FYRIRTÆKIÐ EFTIR AÐ RÁÐA NOKKRA STARFSMENN TIL SÉRSTAKRA TÍMABUNDINNA VERKEFNA. MÖGULEIKI ER Á ÁFRAMHALDANDI STARFI HJÁ NORÐURÁLI ÞEGAR FRAMLEIÐSLA HEFST. VERKSTJÓRI Menntun á sviði vélfræði, ásamt reynslu til að geta metið ástand véla og búnaðar sem notaður verður í framleiðslu. Verk- stjóm hóps sem vinnur að mati og viðgerðum, ásamt umsjón með lagersvæði. TÆKJAMENN - MAT Á ÁSTANDI BÚNAÐAR Mat á ástandi véla og búnaðar, ásamt nauðsynlegum við- gerðum. Menntun og reynsla á sviði vélfræði, vél- eða bifvéla- virkjunar er æskileg, ásamt reynslu í notkun lyftara, krana og annara tækja. LAGERSTJÓRN Þekking og reynsla á sviði véla og ýmiss konar búnaðar. Reynsla í notkun tölva við lagerstjórnun. ALMENNIR STARFSMENN Almenn þekking á notkun og viðhaldi véla og búnaðar. Umsjón með flutningum og færslu véla og búnaðar til og frá lagersvæði. ÖRYGGISVÖRÐUR Reynsla í flutningastjómun, ásamt stjómunarreynslu. Umsjón með öryggismálum á byggingarsvæði, m.a. að starfsmenn Norðuráls og verktakar fylgi settum öryggisreglum. Viðeigandi iðnaðar- eða tæknimenntun er nauðsynleg. UMSÓKN Vinsamlegast sendu umsókn þína, ásamt nákvæmum upp- lýsingum um menntun og starfsferil til Norðuráls hf., Ármúla 20, 108 Reykjavík, fyrir 9. ágúst 1997. Áréttað skal að um tímabundin störf er að ræða og að möguleiki á áframhaldandi starfi er fyrir hendi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Norðuráls að Ármúla 20,108 Reykjavík og einnig hjá Málningarþjónustunni, Stillholti 16, 300 Akranesi. Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrir- spurnir og persónulegar upplýsingar, og öllum umsóknum verður svarað. NORÐURÁL Á komandi mánuðum mun Norðurál hf. byggja frá grunni fyrsta álverið sem reist hefur verið í Evrópu um áraraðir. Það er metnaður þeirra sem standa að byggingu álversins að það verði í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Hjá Norðuráli verður lögð áhersla á nýjungar í stjórnun og starfsmannamálum. Lagt verður upp úr góðu samstaifi um lausn verkefna og að starfsmenn hafi áhrif á mótun eigin vinnuumhverfis. Yfirstjórn Norðuráls hefur sett sérþað markmið að stuðla að sem bestum samskiptum og vellíðan starfsmanna á vinnu- staðnum með hagsmuni heildarinnar í huga. I Ijósi þess skal tekið fram að Norðurál verður reyklaus og vímu- efnalaus vinnustaður. NORÐURAL NORDIC ALUMINUM Ármúla 20 • 108 Reykjavík Sími 553 6250 • Fax 553 6251 Netfang nordural@nordurai.is | Félagsmálastofnun ) Reykj avíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Unglingaráðgjafi Á hverfaskrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í Álfabakka 12 er laus 100% staða unglingaráðgjafa. Ráðgjafinn sinnir með- ferðarmálum unglinga og fjölskyldna þeirra og annast samskipti við aðrar stofnanir, sem hafa með málefni unglinga að gera. Gerð er krafa um menntun á sviði félagsráðgjafar eða annarrar háskólamenntunar á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði. Þekking og reynsla í meðferðarmálum æskileg. Umsóknarfrestur ertil 11. ágúst nk. Umsóknir beristforstöðumanni hverfaskrifstof- unnar, Þóru Kemp, sem einnig veitir nánari upplýsiningar um starfið, ásamt Kolbrúnu Ög- mundsdóttur, deildastjóra, í síma 557 4544 næstu daga. Frá Dalvíkurbæ Laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Dalvíkurbæ. Starfið felst í stórum dráttum í eftirfarandi: ★ Yfirumsjón með og færslu á bókhaldi fyrir Bæjarsjóð Dalvíkur, Dalbæ, dvalarheimili aldraðra og Hafnasamlag Eyjafjarðar. ★ Umsjón með hugbúnaði á skrifstofu og sam- skipti við Töivudeild Akureyrarbæjar, sem sér um rekstur sameiginlegrar móðurtölvu. Unnið er á AS-400 tölvu og Nowelle net- kerfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. október nk. Umsóknarfrestur ertil 25. ágúst nk. Umsóknir, ertilgreini menntun og fyrri störf, sendist bæjarritaranum Dalvík, Ráðhúsinu, 620 Dalvík. Helgi Þorsteinsson, bæjarritari. Rekstur tölvukerfa í Rotterdam EimskipTransport BV, dótturfyrirtæki Eimskips í Rotterdam, óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um rekstur tölvukerfa fyrirtækisins. Starfið felst í daglegri umsjón með rekstri stað- arneta og AS/400 kerfa með stuðningi frá tölvudeild Eimskips. Framundan eru mörg spennandi verkefni við uppbyggingu upplýs- ingakerfa. Umsækjendur þurfa að hafa kerfisfræðimennt- un eða hafa lokið sambærilegri menntun á há- skólastigi. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af rekstri tölvukerfa og hafi gott vald á ensku. Hann þarf að geta unnið sjálfstætt og jafnframt tekið virkan þátt í hópstarfi. Eimskip rekur í dag umfangsmikla og ört vax- andi starfsemi erlendis. Þessi starfsemi telur í dag 18fyrirtæki í 11 löndum. Starfsmenn þessara fyrirtækja eru í dag um 300 talsins. Eimskip hefur rekið starfsemi í Rotterdam frá árinu 1985. Rekstur starfseminnar er á sviði áætlunarsiglinga og alþjóðlegrar flutnings- miðlunar. Starfsmenn Eimskip í Rotterdam eru 70. Fyrir réttan aðila er í boði fjölbreytt og krefj- andi starf með margvíslegum tækifærum til faglegs og persónulegs þroska. Umsóknumskal skilað til HjördísarÁsberg, starfsmannastjóra EIMSKIPS, Pósthússtræti EIMSKIP 2,101 Reykjavíkfyrir 12. ágúst nk. EIMSKIP leggur áherslu á aö auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum hjá félaginu og þar með stuðla að því að jafna stöðu kvenna á vinnu- markaði. SKRIFSTOFUSTJÓRI SIGLUFlðROUR Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða í star skrifstofustjóra (bæjarritara). Skrifstofustjóri ei yfirmaður skrifstofuhalds bæjarins. Hann ei staðgengill bæjarstjóra, situr fundi bæjarráðs oc bæjarstjórnar ásamt ritun fundagerða. Starfssvið v Umsjón daglegra fjármála, bókhalds, reikningagerðar og innheimtu. v Gerð greiðsluáætlana og kostnaðareftirlit. ✓ Ábyrgð á launavinnslu og skýrslugerð. y Ýmis sérverkefni í samráði við bæjarstjóra. Menntunar-og hæfniskröfur ✓ Menntun og/eða reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar. s Röggsamur stjórnandi sem á auðvelt með mannleg samskipti. s Frumkvæði og ábyrgð í starfi. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 9. ágúst n.k. merktar: "Siglufjörður". RÁÐGARÐURW STjÓRNUNAR OG REKSIRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavfk Simi 533 1800 Fax: 533 1808 Netfang: rgmidlun@treknet.is Heimasída: http://www.treknet.is/radgardur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.