Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Starf fulltrúa
á Akureyri
EIMSKIPóskareftirað ráða í starf fulltrúa á
skrifstofu fyrirtækisins á Akureyri. Leitað er
að duglegum og áhugasömum starfskrafti í
framtíðarstarf.
Helstu verkefni:
• Samskipti við ytri og innri viðskiptamenn
á íslandi og erlendis.
• Umsjón með gjaldskrá og samningum.
• Farmskrárvinna og útgáfa farmbréfa.
• Almenn afgreiðsla og símsvörun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða önnurframhaldsskóla-
menntun.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Góð enskukunnátta.
• Reynsla í tölvunotkun.
Fyrir réttan starfsmann er í boði fjölbreytt og
krefjandi starf með margvíslegumtækifærum
til faglegs og persónulegs þroska.
Umsóknum skal skilaðtil HjördísarÁsberg,
starfsmannastjóra EIMSKIPS, Pósthússtræti
2,101 Reykjavíkfyrir 12. ágúst nk.
EIMSKIP
EIMSKIP leggur áherslu á aö auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum
hjá félaginu og þar með stuðla að því að jafna stöðu kvenna á vinnu-
markaði.
LISTASAFN ÍSLANDS
Forstöðumaður
safnsviðs
Laus ertil umsóknar staða forstöðumanns
safnsviðs Listasafns íslands. Um er að ræða
fullt stöðugildi og eru launakjörskv. launakerfi
opinberra starfsmanna.
Starfssvið:
Dagleg stjórnun safnsviðs undiryfirumsjón
safnstjóra, en undir sviðið heyra listaverka-
og sýningadeild (forstöðumaður er jafnframt
deildarstjóri þeirrar deildar), fræðsludeild, for-
vörslu- og viðgerðadeild, bókasafn og safn
Ásgríms Jónssonar.
Á safnsviði fer fram varðveisla, skráning,
undirbúningur og hönnun sýninga, heimilda-
söfnun, fræðsla og rannsóknir á íslenskri
myndlist, forvarsla listaverka svo og fagleg
ráðgjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í lista-
sögu og þekkingu á starfsemi safna.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skulu berast Listasafni
íslands fyrir 19. ágúst, en ráðið verður í stöð-
una frá 1. september nk. eða eftir samkomu-
lagi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur
Kvaran, safnstjóri, kl. 9—11 í síma 562 1000.
Sálfræðingur
Laus er staða sálfræðings að Stuðlum — með-
ferðarstöð fyrir unglinga. Meðal verkefna er
athugun unglinga sem koma til meðferðar,
þáttaka í hópmeðferð, fræðsla og handleiðsla
við starfsfólk og umsjón með fjölskyldustarfi.
Starf hefst 1. nóvember eða fyrr skv. sam-
komulagi. Laun skv. kjarasamingi SSÍ.
Nánari upplýsingar veitiryfirsálfræðingur í
síma 567 8055. Umsóknir berist til Stuðla —
meðferðarstöð fyrir unglinga, Fossaleyni
17, 112 REYKJAVÍK, fyrir 17. ágúst nk.
Leikskólarnir
á Akranesi
Við leikskólana á Akranesi eru lausar stöður
leikskólakennara. Einnig vantar leikskólaráð-
gjafa til að sjá um og skipuleggja sérkennslu
á leikskólunum. Óskað er eftir starfsmönnum
með leikskólakennaramenntun en einnig kem-
ur önnur uppeldisfræðileg menntun til greina.
Akraneskaupstaöur rekur4 leikskóla og í undirbúningi er bygging
nýs leikskóla, sem tekinn verður í notkun haustiö 1998.
Leikskólarnir fá sérfræðiþjónustu frá skólaskrifstofu.
Upplýsingar gefur leikskólafulltrúi í síma
431 1211.
Grunnskólarnir á Akranesi
Vegna forfalla vantar grunnskólakennara til
starfa í haust við Grundaskóla. Um er að ræða
almenna kennslu í 6. bekk 1/1 staða.
Við Grundaskóla eru um 450 nemendur í 1. —10. bekk. Við skólann
starfa 38 kennarar á komandi skólaári. Góð vinnuaðstaða er fyrir
kennara.
Upplýsingar gefa Guðbjartur Hannesson,
skólastjóri, í vs. 431 2811/hs. 431 2723 eða
Ólína Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri, hs.
431 1408.
Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er
til 11. ágúst nk.
Skólafulltrúi Akraness
Góð kjör
fyrir kennara
Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn skóli
og verða í honum tæplega 70 nemendur í
1,—10. bekká næsta skólaári. Enn vantar kenn-
ara í nokkrar stöður fyrir næsta skólaár.
Kennslugreinar: Tungumál, raungreinar,
almenn kennsla, tölvukennsla, heimilisfræði
og kennsla yngri barna.
Flutningskostnaður verður greiddur og frítt
húsnæði er til staðar á vegum sveitarfélagsins.
Staðaruppbót er greidd. Kennurum verður gef-
inn kostur á að sækja námskeið innanlands.
Raufarhöfn er tæplega 400 manna sjávarþorp í Norður- Þingeyjar-
sýslu. Þorpið er á austanverðri Melrakkasléttu og er nyrsti þéttbýlis-
staður á íslandi. Vinna við sjávarútveg er burðarás atvinnulífsins
auk ýmiss konar þjónustu. Mjög góð aðstaða er til íþróttaiðkana
svo sem nýtt íþróttahús, sundlaug, tækjasalur og fleira. Leikskólinn
er rúmgóður og vel búinn. Á staðnum er t.d. starfandi leikfélag, kór,
íþróttafélag og tónlistarskóli. Skólaþjónusta Eyþings hefur lokið fyrsta
áfanga í sérstöku þróunarverkefni fýrir grunnskólann í samvinnu
við Raufarhafnarhrepp. Verkefnið hefur það að markmiði að efla
skólastarf á staðnum,.bæta skólann sem vinnustað fyrir nemendur
og kennara og auka virkni foreldra í skólastarfinu.
Okkur vantartil starfa metnaðarfulla kennara
sem vilja starfa við kennslu í litlu en öflugu
sjávarþorpi úti á landi, þar sem markmið
heimamanna er góður skóli sem stenst kröfur
tímans.
Nánari upplýsingar veita:
Sveitarstjóri í síma 465 1151, skólastjóri í sím-
um465 1241 og 465 1225 og formaður skóla-
nefndar í síma 465 1339.
AKUREYRARBÆR
Skólaskrifstofa
Akureyrar
Starf fulltrúa á skrifstofu skólamála hjá
Akureyrarbæ er laust til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis-
menntun. Leitað er eftir starfsmanni með góða
hæfileika í mannlegum samskiptum.
Aukstarfafyrirskólanefnd bæjarins, þarfvið-
komandi að vera við því búinn að þurfa að
sinna verkefnum á fleiri sviðum innan fræðslu-
og frístundasviðs, en þar er verkefnaskipting
nefnda og deilda í endurskoðun.
Upplýsingar um starfið veitir Bryndís Símon-
ardóttir í síma 460 1461 og starfsmannastjóri
Akureyrarbæjar í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild
í Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur ertil 12. ágúst.
Starfsmannastjóri.
Fjármálastjóri
Þjónustufyrirtæki á Suðurlandi (fyrir
austan fjall) óskar að ráða fjármála-
stjóra sem fyrst.
Starfssvið fjármálastjóra er m.a. að
annast fjármálastjórn, samningagerð,
innheimtu, hafa umsjón með bókhaldi o.fl.
Leitað er að manni með viðskipta-
menntun sem getur unnið sjálfstætt og
skipulega. Starfsreynsla erskilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst n.k.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Umsóknum skal skilaðtil Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf. merktar „Fjármálastjórí 358".
Hagvangur hf
Skeifan 19
108 Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang:
hagvang@hagvangur.is
Veffang:
http://www.apple.is
/hagvangur
HAGVANGUR RADNINGARÞJÖNUSTA
Rétt þekking á réttum tíma
-fyrir rétt fyrirtæki
Ert þú kennari?
Þá er þetta eitthvað fyrir þig.
Okkur vantar ennþá kennara í eftirtalin störf:
Dönskukennsla 2/3 staða
Myndmennt Vfe staða
Tónmennt V2 staða
Kennsla yngri barna
Danskennsla
* Við Grunnskólann í Sandgerði eru greidd hærri laun en taxtar segja
til um.* Við Grunnskólann í Sandgerði eru fleiri tímar til árganga
og fagstjórnar en reglur mæla fyrir um i þeim tilgangi að auðvelda
samstarf kennara.* Kennarar sem ráða sig við Grunnskólann í Sand-
gerði fá flutningsstyrk.* Við Grunnskólann í Sandgerði er mikil vinna
við námskrárgerð.* Við Grunnskólann í Sandgerði er góð vinnuað-
staða fyrir kennara.* (Sandgerði er sérlega gott að vera með börn
og unglinga.* Frá Sandgerði er ekki neman 40 mínútna akstur til
Reykjavíkur.* í Sandgerði er Fræðasetrið, einstakt náttúrufræðisafn
með aðstöðu fyrir skólafólk á öllum aldri.* Við Grunnskólann í Sand-
gerði eru algengustu bekkjarstærðir á bilinu 15 til 18 nemendur.
* Við Grunnskólann í Sandgerði er nú hafið átak í gæðastjórnun
sem á að setja upp á næstu þremur árum.* Kennarar sem setjast
að í Sandgerði fá aðstoð við að koma sér fyrir, leigja, byggja eða
kaupa íbúðir.* Sandgerði er ört vaxandi bær með 1300 íbúa, aðeins
7 kílómetra frá Reykjanesbæ.
Hafðu samband við okkur.
Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, í símum
423 7436 og 423 7439 og Pétur Brynjólfsson,
aðstoðarskólastjóri, í símum 423 7717 og
423 7439.
Verkstjóri
í síldarvinnslu
Samherji hf. óskar að ráða verkstjóra til starfa
við síldarvinnslu hjá Friðþjófi á Eskifirði.
Við leitum að dugmiklum og hressum einstakl-
ingi, sem er reiðubúinn að taka að sér krefjandi
framtíðarstarf sem felst m.a. í því að stjórna
söltun, frystingu og niðurlagningu á síld.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af síld-
arverkun eða annarri matvælavinnslu.
Skriflegar umsóknir sendist til Samherja hf.,
Glerárgötu 30,600 Akureyri, merktar: „Síldar-
verkstjóri", fyrir 8. ágúst nk.
Amma óskast
Amma óskast til þess að líta eftir tveimur börn-
ur, 7 og 9 ára, í Heimahverfi í Reykjavík. I starf-
inu felst almenn umhyggja og hugsanlega létt
heimilisstörf eftir samkomulagi. Vinnutími er
frá kl. 14.00 til 17.30 alla virka daga frá og með
1. september.
Umsóknir beristtil afgreiðslu Mbl., merktar:
„Amma — 16856", eigi síðar en 18. ágúst nk.