Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 13
Norðurlands-
mótið
Ólafsfjörður. Morgunblaðið.
NORÐURLANDSMÓTIÐ í golfi
verður haldið á Skeggjabrekkuvellu
í Ólafsfirði í dag og á morgun, 2.
og 3. ágúst. Að þessu sinni hefur
Golfklúbbur Ólafsfjarðar veg og
vanda að mótinu. Leiknar verða 36
holur og er keppt í karlaflokki,
meistaraflokki, 1., 2. og 3. flokki. I
kvennaflokki er keppt í þremur
í golfi
flokkum, meistarflokki, 1. og 2.
flokki. Þá verður keppt í flokki eldri
kvenna og öldungaflokki karla.
Einnig verður keppt í drengja- og
stúlknaflokkum.
Að sögn vallarstjóra, Þrastar Sig-
valdasonar, eru aðstæður mjög góð-
ar og völlurinn hefur aldrei verið
betri.
Morgunblaðið/Hermína
KONUR í Kvennadeild SVFI ásamt hafnarvörðum við kassann
með björgunarvestunum.
Bj örgnnarvesti fyrir
börn við höfnina
Dalvík. Morgunblaðið.
KVENNADEILD Slysavarnafélags
íslands á Dalvík kom nýverið fyrir
sérstökum kassa þar sem í eru sex
björgunarvesti fyrir börn sem þau
geta fengið að láni þegar þau eru
að veiða á bryggjunni.
Kassinn, sem er gulur að lit, er
fyrir framan vigtarhúsið á norður-
garðinum. Hann verður alltaf opinn
en hafnarverðir munu hafa auga
með vestunum og fylgjast með að
þeim verði haldið til haga.
Framtakið er framhald átaksins
Vörn fyrir börn og liður í því að börn
temji sér notkun björgunarvesta við
höfnina. Vill kvennadeildin þakka
fyrirtækjunum sem styrktu verkefnið
og gerði þeim kleift að kaupa vestin.
Hlynur
sýnir í
Ketilhúsi
HLYNUR Helgason opnar mynd-
listarsýningu í Ketilhúsinu í Gróf-
argili í dag, laugardaginn 2. ágúst,
kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina
Hillingar.
Á sýningunni eru rýmisverk,
annars vegar málverk á veggi og
gólf í bland við risastórar tölvu-
myndir byggðar á myndefni úr sögu
hússins og hinsvegar stór lérefts-
dúkur strengdur í veggi og upp í
gluggann. Textar gegna stóru hlut-
verki í verkunum. „Þetta eru mjög
stór verk, textar sem mynda hring
og eru allt að 7 metrar í þvermál
og svo eru þarna líka tölvuunnar
myndir,“ sagði Hlynur.
Þetta er fyrsta sýningin í endur-
bættu Ketilhúsi og segir sýningin
að hluta til sögu hússins. „Húsið
dregur nafn sitt af stórum kötlum
sem þarna voru til að hita upp vatn
sem var orkugjafi verksmiðja kaup-
félgsins í gilinu og þarna var einnig
þvottahús,“ sagði Hlynur.
Frummyndir af myndunum fékk
Hlynur hjá Minjasafninu á Akur-
eyri.
Hlynur er Reykvíkingur og hefur
starfað að myndlist í rúm 11 ár,
hann hefur haldið fjölda einkasýn-
inga auk þess að taka þátt í sam-
sýningum. Hann hefur dvalið í
gestavinnustofu Gilfélagsins síð-
ustu tvo mánuði við að undirbúa
sýninguna.
Á heimasíðu Hlyns eru m.a. upp-
lýsingar um feril hans, en hún er
á slóðinni: http//:rvik.ismennt.is-
Hlynur. Sýningin er opin daglega
frá kl. 14 til 18.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11, Kammerkór Hallgríms-
kirkju „Schola Cantorum" flytjendur
á Sumartónleikum á Norðurlandi
taka þátt í athöfninni, en tónleikarn-
ir hefjast kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Vegna
breytinga á húsnæði hersins verða
engar samkomur í næstu vikur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Al-
menn samkoma, Þórir Páll Agnars-
son prédikar, sunnudag kl. 20. And-
legar þjálfunarbúðir, miðvikudag kl.
20.30. Bænastundir á mánudags-,
miðvikudags- og föstudagsmorgun
frá 6-7. Vonarlínan, sími 462-1210,
símsvari allan sólarhringinn.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar-
landsvegi 26: Messa kl. 18 í dag,
laugardag, og kl. 11 á morgun,
sunnudag.
Ljósmyndir
í Blómavali
UÓSMYNDASÝNINGIN Maðurinn
í náttúrunni hefur verið sett upp í
Blómavali á Akureyri. Myndirnar
verða þar í hálfan mánuð.
Fréttaritarar og ljósmyndarar
Morgunblaðsins á landsbyggðinni
halda reglulega ljósmyndasamkeppni.
Myndirnar á sýningunni í Biómavali
eru valdar úr fjölda ljósmynda sem
bárust í keppni vegna áranna 1995
og 1996. Þær eru 26 talsins jafnt frá
frá stóratburðum umrædd ár og lífi
og starfi fólksins í landinu.
Sýningin Maðurinn í náttúrunni
hefur verið á ferð um landið undan-
farna mánuði. Eftir hálfan mánuð á
Akureyri verður hún sett upp á
Egilsstöðum.
AKUREYRI
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
ALMAR Gunnar með furðufiskana, en þarna má m.a. sjá sædjöful, álsnípu, lúsífer, stinglax og smokkfisk.
Átta ára snáði í Ólafsfirði heim eftir langa sjóferð
Setti upp sýningu
á furðufiskum
Ólafsfjörður. Morgunblaðið.
ALMAR Gunnar, 8 ára snáði
frá Ólafsfirði, er nýkominn úr
22 daga veiðiferð á Reykjanes-
hrygg með frystitogaranum
Mánabergi ÓF-42. Hann fékk
að fara með föður sínum,
Sverri Gunnarssyni mats-
manni.
Almar var ekki aðgerðarlaus
meðan á veiðiferðinni stóð.
Hann sá um að safna saman
furðufiskum sem komu í trollið
og þegar hann kom heim hélt
hann sýningu á þeim og komu
margir til að sjá, þar á meðal
leikfélagar hans sem þótti þetta
tilkomumikil sjón.
Feginn að koma heim
til mömmu
Almar sagði að það hefði ver-
ið rosalega gaman á sjónum og
hann hefði ekki verið sjóveikur,
en þetta er í fyrsta sinn sem
hann fer á togara. Hápunktur
veiðiferðarinnar fannst honum
þegar tveir risastórir hákarlar
komu í trollið. Almar sagðist
ákveðinn í að fara einhvem
tíma aftur á sjó, en ekki strax
og bætti því við að hann hafi
verið feginn að koma heim til
mömmu sinnar.
Af skipsfélögum Almars
Gunnars er það að frétta að
þeir eru nú á leið í Smuguna.
It
luséljum vTÓ síðustulæti n'T sepfember og október
Flogið alla mónudaga 1. sept.-8. sept.-
1 5.sept.-22. sept og 6. október
Vikuferðir, 8.,15 og 22.sept.- A l£OC Miðoðviðtvo Innifalið: Flug, gisting, aksturtil
............og frá flugvelli erlendis, íslensk
fararstjórn og flugv.skattar
Miðað við tvo fullorðna og tvö
börn saman í íbúð Verð frá kr.
fullorðna í íbúð frá kr.
SITGES
4 nætur verð frá kr.
n A n^r l l A Helgar- og vikuferðir í september og október
E LV I Flogið föstudaga og þriðjudaga. Gisting á Citadines
Helgarferð 2 í stúdíó, 4 nætur verð frá kr. 3872° Vikuferðir, 2 í stúdíó, verð frá kr. 46*2°
Þriðjud.-föstud., 2 í stúdíó, 3 nætur frá kr. ££220 Innifalið: Flug, gisting og flugvallarskattar
STRANDBÆRINN - í sept. og okt. Gisting á Gran Sitges hótelinu
Helgarferð 2 í stúdíó, 0Q650 Vikuferð 2 í herbergi kr. 48150
U ' Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og flugv.skattar
AFSLATTUR kr. 4,000. _ ef þú framvísar EURO/ATLAS ávísun þinni
Helgar-
ferðir
og ferðir í
miðri viku
Gildistími:
1. okl. 97
til 31/3 98
London 2 nætur, 2 í herbergi 01420 frá kr.v 1 m/sköttum Glasgow 2 nætur, 2 í herbergi frá kr 24 m/^óJUjm Amsterdam 2 nætur, 2 í herbergi frá kr. 27rn^öttum New York 3 nætur, 2 í herbergi C1490 frá kr. J | m/sköttum
Kaupmqnnghöfn‘K34o Baltimore ^á990 2 nðerur, 2 í herbergi. Vero frá kr W W rn/sköttum 3 nætur, 2 í herberqi frá kr.i ■m/sköttum
LasVegas TC760 7 dagar 2 í herhergi frá kr./ J m/sköttum Flogið um Baltímore NewOrleans Q7160 7 dagar,, 2 í herbergi frá krU » m/sköttum Flogíð um Baltimore
Luxemburg
2 nætur,tveir 01880''
(herb. frá kr. AWm/sköttum
Boston
3 nætur, 2 í herbergi fró kr’
45990
m/sköttum
Halifax 07650
3 nætur, 2 í herbergi frá kr.W / m/sköttum
Pantið í síma
FERÐASKRIFSTOFA
Barnaafsláttur er veittur af
öllum ofangreindum verðum.............. , RFYKIAVIKI IP
Fáðu nánari upplýsingar um VH* VAVV l\C ■ IVJfmV ll«wl\
verðin og ferðatilhögun 0^0^ Œ Aðalstræti 16 - sími 552-3200
h|a okkur.