Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 58

Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 58
58 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Islensk menning, annað bindi Frá Pétri Péturssyni: SJÓNVARPSDAGSKRÁIN hjá hin- um svokölluðu „íslensku“ stöðvum sýnir ljós ömurlega stöðu menning- armála og innlendar dagskrárgerð- ar. Á frídegi verslunarmanna, hátíð- isdegi einnar fjölmennustu atvinnu- stéttar, er ekki einu sinni stundar- fjórðungur helgaður málefnum þeirra, sögu eða starfi. Kvennamál, framhjáhald og „skítamórall" breskra kirkjuhöfðingja, „botnleðja" fjölskyldulífs, er á dagskrá Ríkis- sjónvarpsins. Tískuhús í París og eltingaleikur við bandaríska afbrota- menn á Stöð 2 og hrollvekja um amerískan prest, sem er hrint út um glugga á sautjándu hæð. Það er menningarlegt efni að tama. Allt tal forráðamanna um að Reykjavík verði íslensk menningar- borg orkar eins og aulafyndni. Er ekki best að Yellow Cab taki við af BSR og Hreyfli, Woolworth & Marks & Spencer af Hagkaupum og Bónus og Washington Post af Morgunblaðinu? Til hvers er að burðast með eigin tungu? Hún kost- ar fé og fyrirhöfn. Það er greinilegt að kaupsýslumenn þeir, sem beijast á Ijölmiðlamarkaði um eignarhald á sjónvarpsstöðvum, hafa ekki hugsað sér að eyða miklu til ís- lenskrar dagskrárgerðar. Fréttir af gengi hlutabréfa, eigendaskipti og bollaleggingar um hækkun og lækkun eru ær og kýr sjónvarps- fréttamanna. Það eru þeirra heilögu kýr. Einhver Herakles þyrfti að moka það fjós. Þjóðtungan er hvarvetna á und- anhaldi. Óflug erlend auðfélög koma á kné afkomendum íslenskra glímukappa. Hallgrímur Benedikts- son stórkaupmaður varð sigurveg- ari í konungsglímu í Þingvöllum 1907. Nú mega niðjar hans ekki nefna verslun sína íslensku heiti. „Select“ skal það vera. og „Hótel Scandic“. Örnefnastofnun Þórhalls Vilmundarsonar hefir nóg að starfa „Guðs um geim“. Svona rétt til þess að „auka ánægjuna" snýr utanríkisráðherr- ann baki við hlutleysi þjóðarinnar og lætur varpa sér í amerískum felubúningi eins og illa saumuðum lundabagga frá Kaupfélagi Hér- aðsbúa í sjálfan þjóðgarðinn í Skaftafelli og varpa svo sprengjum á Serbíu. Það er íslenskt menning- arlíf svona athæfi. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Til þingmanna Reykjaneskjördæmis Frá Pétri Sigurðssyni: GRÓÐURÞEKJA Reykjanesskag- ans frá Grindavík austur um til Krísuvíkur og þaðan til Hafnar- fjarðar er í slíku ástandi, að ætla mætti, að um hluta af hálendi lands- ins væri að ræða. Svo er þó ekki, heldur er um einhvern mildasta stað á íslandi að ræða hvað hitastig varðar og ekki vantar rekjuna. Hvers vegna lítur þá landið svona út? Jú, ofnýting manna á landinu er undirrót þessarar öfugþróunar. Landið er svo illa farið, að ekki þarf nema fáar rollur til að viðhalda gróðurleysinu, þessari viðurstyggð ömurleikans, og því miður eru fjár- eigendur, aðallega frá einu sveitar- félagi, að senda fé í lausagöngu á þetta misþyrmda land. Það er hins vegar skylda þeirra, sem unna land- inu, að koma þessu fé í beitarhólf eins og flest önnur sveitarfélög hafa gert til að uppgræðsla geti hafist af fullum krafti. Annars verð- ur hún bara hálfkák eitt, fjármun- um sóað og vinnan unnin fyrir gýg. Þeir þingmenn Reykjaneskjör- dæmis, sem segjast bera hag lands- ins og móður náttúru fyrir brjósti og verður tíðrætt um umhverfis- áhuga sinn án þess að sinna þessu mesta umhverfishneyksli landsins, eru hræsnarar einir. Ég skora því á alla alvöruþing- menn Reykjaneskjördæmis að sýna nú hug sinn til landsins með því að syndga ekki lengur gegn guði með aðgerðaleysi og stöðva þennan lausagönguófögnuð með Iögum. PÉTUR SIGURÐSSON, Hverfisgötu 34, Hafnarfirði. Kripalujóga Styrkur, mýkt og vellíðan • Byrjcndanámskeið 12. ágúst-28. ágúst, þriðjud. og flmmtud. kl. 20.00-22.00. Óndun - jógstöður og slökun. Leiðbeinandi: Guðfinna St. Svavarsdóttir. • Jógatímar á morgnana, í hádeginu og síðdegis. • Ath. sumarsala á bókum og snældum. Nánari upplýsingar og skráning i síma 588 4200 Svavarsdóttir á milli kl. 13 og 19, virka daga.. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Ármúla 15. Utsala Stuttar og síðar kápur Sumarúlpur og heilsársúlpur Dæmi: Áúnr kr. 15.900, nú kr. 5.000. Opið laugardag kl. 10-16 \<#HU5ID Miirkin b, sinii 588 5518 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Unglingum þökkuð vel unnin störf INGUNN í Austurgerði hafði samband við Velvak- anda og vill hún þakka unglingunum sem unnu hjá henni í garðinum hennar fyrir frábærlega vel unnin störf og Reykjavíkurborg fyrir þessa aðstoð við ellilífeyrisþega. Tapað/fundið Barnahjól fannst BARNAHJOL, fjallahjól, fannst í Ártúnsholti laug- ardaginn 26. júlí. Uppl. í síma 567-1086. Lyklar týndust LYKLAR á kippu, sem er blá með mynd af þríhjóli, týndust í nágrenni Skip- holts miðvikudaginn 30. júlí. Þeir sem hafa orðið varir við kippuna hringi í síma 552-2017. Fundar- laun. Hjólkoppur týndist HJÓLKOPPUR af Reno 19 týndist á leiðinni frá Ákranesi austur fyrir Akrafjall að skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd sl. sunnudag, 27. júlí. Þeir sem hafa orðið varir við hjólkoppinn eru beðnir að hafa samband í síma 581-2949. Sígarettuveski með kveikjara týndist SÍGARETTUVESKI úr leðri, með þríhyrndum gullkveikjara í, týndist fyr- ir utan ACO í Skipholti um miðjan mánuðinn. Kveikj- arinn hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eigand- ann og biður hún þá sem hafa orðið varir við veskið og kveikjarann að hafa samband í síma 554-1906. Rauð heimilis- fangabók týndist LITIL, rauð glansandi heimilisfangabók týndist í síðastliðinni viku. Skilvís ftnnandi vinsamlega hafi samband í síma 552-7515, hs. 505-0239 (Ólöf). Blár bakpoki týndist BLÁR bakpoki, með stóru hvítu M (Morgunblaðs- emminu), týndist í íþrótta- húsinu Varmá í Mosfellsbæ eða á Tungubökkum, miðvikudaginn 23. júlí. Finnandi vinsamlega láti vita í síma 898-0051. Dýrahald Læða hvarf frá Langholtsvegi 6 MÁNAÐA gömul læða, dökk á lit með örlitlum svörtum röndum, hvarf frá Langholtsvegi 14. Þeir sem hafa orðið varir við kisu eru beðnir að hringja í síma 568-0494 eða hafa sam- band við Kattholt. Köttur fannst í Kópavogi ÞESSI kisa fannst við Álf- hólsveg fyrir 2 vikum. Þeir sem kannast við hana hafi samband í síma 564-2052 eða 564-1937. Skógarköttur hvarf í Setbergslandi NORSKUR skógarköttur, gulur með hvíta bringu og lappir, hvarf frá Burkna- bergi í Setbergslandi í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. júlí. Hann er eyma- merktur Y6034 og með ól með tunnu í. Hann svarar kallinu Simbi. Kisi er ný- fluttur í Setbergsland en átti áður heima í Kópavogi og gæti hafa villst og eru þeir sem hafa orðið varir við hann beðnir að láta vita í síma 565-1884. Kettlinga vantar heimili ÞRÍR kettlingar, tvær læð- ur og einn fress, óska eftir góðu heimili. Sex vikna og kassavanir. Uppl. í s(ma 553-4870. Svartur angórukisi hvarf í Norðurbæ HANN Tinni er týndur. Hann er svartur loðinn angóruköttur. Hann hvarf úr norðurbæ Hafnarfjarðar og gæti hafa villst í Álftaneshraunið. Hann er einstaklega blíður og kel- inn, með bláa hálsól. Hans er mjög sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við Tinna eru beðnir að hringja í síma 555-4303 á kvöldin eða 568-3990 á daginn (Elfn). Gosi er týndur GULBRÖNDÓTTUR (ljós á litinn), frekar stór fress- köttur, sem er sjö ára gam- all og heitir Gosi, hvarf frá Langholtsvegi þriðjudag- inn 29. júlí. Hans er sárt saknað. Ef einhveijir hafa orðið varir við ferðir hans eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur í síma 553-0652, Ásgerður og Fjölnir. HEILRÆÐI Það er ánægjulegt að grilla á góðum degi. Látið ekki óvarkámi spilla þeirri gleði. Hellið alls ekki uppkveikivökvanum yfir griliið eftir að búið er að kveikja upp í því. KOMUM HEIL HEIM skák Umsjón Margeir Pctursson og vinnur. STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti um Milan Vidmar í Ljubljana í Slóveníu í sum- ar. Úkraínumaðurinn Alex- ander Beljavski (2.710), sem er fluttur til Slóveníu, var með hvítt, en Zdenko Kozul (2.605), Króatíu, hafði svart og átti leik. 51. - Hel! (Tapar hvftur drottningunni eða verður mát, því 52. Dxel er auðvit- að svarað með 52. - Dxb3 mát) 52. Ðxf5+ - Dxf5 53. Hxel - Bfl 54. a5 - Bg3 55. Hal - Df3 56. Ka4 - De2 57. Hxfl - Dxfl 58. d6 - Bel 59. d7 - Bh4 60. Rc6 - Ddl 61. Rb8 - Dd5 62. b4 - Da8 63. Bd6 - e4 64. Bg3 - Be7 og hvítur gafst upp. Sex skákmenn tefldu tvö- falda umferð á mótinu og urðu úrslit þessi: 1. Wadim Zvjagíntsev, Rússlandi, 21 árs, 6 */a v. af 10 möguleg- um, 2.-3. Kozul og Azma- iparashvili, Georgíu, 5 ‘A v., 4.-5. Chernin, Ungvetja- landi, og Beljavskí 5 v., 6. Mohr, Slóveníu, 2'A v. Víkverji skrifar... MISRÆMIS er tekið að gæta í því hvað menn kalla hinn væntanlega Evrópugjaldmiðil. Fyrst eftir að ríki Evrópusambands- ins náðu samkomulagi um nafnið kölluðu margir hérlendis gjaldmiðil- inn ,júró“ upp á ensku. Evró (í hvorugkyni) ávann sér fljótlega sess og var almennt notað um alllangt skeið, eða þangað til Seðlabankinn tók upp á því að kalla myntina evru í kvenkyni (evra um evru frá evru til evru). Rökin fyrir þessari „aðlög- un“ nafnsins eiga að vera þau að það falli þannig betur að íslenzku máli. Morgunblaðið hefur hins veg- ar til þessa skrifað evró í fréttum sínum og Víkveija finnst engin ástæða til að breyta því. Markmiðið með því að kalla nýju Evrópumynt- ina evró, sem er auðvitað ekkert annað en stytting úr Evrópa, var einmitt að nafn hennar hljómaði með svipuðum hætti á öllum evr- ópskum tungumálum. Evró er mátulega líkt erlendum útgáfum nafnsins og beygist eins og bíó, sem hefur fyrir löngu unnið sér sess í íslenzku máli og allir geta beygt vandræðalaust. Evra er hins vegar skrípi, sem líkist engu algengu orði í málinu og bezt væri að losna við sem fyrst aftur til að forðast eilífan rugling - eða hvað finnst Seðla- bankanum? xxx VÍKVERJI skilur mjög vel mót- mæli íbúa Þórsgötu við fyrir- hugaðri byggingu á Þórsgötu 2. Reyndar virðast íbúarnir aðatlega vera á móti stærð hússins, en í augum Víkverja er það af teikning- um að dæma fyrst og fremst ljótt og gjörsamlega úr stíl við umhverfi sitt og yfirbragð gömlu byggðarinn- ar í Þingholtunum. Það er allt í lagi að þétta byggðina í gamla bænum, en til þess þarf auðvitað smekkfólk með auga fýrir heildar- svip og samræmi. Hvaðan koma eiginlega allir þessir arkitektar, sem halda að það sé hægt að demba ál- og glerklæddum kumböldum, sem líta í bezta falli út eins og geim- skip, en í versta falli eins og ofvaxn- ar benzínstöðvar með sjoppu, niður í gömlu borgarhverfin? Af hverju röltir ekki hönnuður óskapnaðarins, sem á að rísa við Þórsgötu, niður á þarnæsta horn og skoðar hvernig tekizt hefur á horni Bergstaða- strætis og Spítalastígs að byggja nýtt hús, sem er ekki móðgun við umhverfið og fegurðarskyn al- mennings? Og hvert telur bygging- arnefnd Reykjavíkur vera hlutverk sitt, þegar hún leyfir þessa skelf- ingu? Umhverfisráðherra hlýtur að afturkalla byggingarleyfið og nýr arkitekt að fá að spreyta sig á að hanna hús á lóðina. xxx ERFITT er fýrir fatlaða, hjól- reiðamenn og ökumenn barnavagna að komast leiðar sinnar í mörgum hverfum borgarinnar vegna þess að fláa vantar á gang- stéttarbrúnir. Þó hefur mikið verk verið unnið á undanförnum árum við að bæta úr þessu. Það vekur því furðu þegar verið er að end- urnýja gangstéttir og kanta og flá- inn gleymist, eins og gerðist til dæmis við Óðinstorg nýlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.