Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 26
HES HUOMiSVEITI Nil S.QMA Morgunblaðið/Golli a sviðÉ en 26 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ m # sóma hjá Smmm. Morgunblaðið/Halldór □ n HLJÓMSVEITIN Soma lék ásamt u nokkrum af vinsælustu hljóm- sveltum landsins f Njðlsbúð fyrir skömmu og trylltu þar ungmennl sem komu vífla afl til að skemmta sér á sveitaballi. L1SÖNGVARINN, Guðmundur ^ Annas, matreiddi, lék á gítar og söng fyrir gesti veltingastaflar á grfskrl eyju f tæpt ár en hélt sfð- an heim og og eldar nú ofan f ferflalanga og gangagerflarmenn f Hvalflrði (með viðkomu f húsa- smfflum sem hann gaf upp á bát- inn eftlr að hafa hrapafl sjö metra niður af þaki nýbyggingar án £j] þess afl bffia skaða af). Kærasta Mumma er Eva Bergþóra, frétta- maður hjá SJónvarpinu. H QÍTARLEIKARINN Halldór Sölvi u starfar á gefideild á Kleppsspft- ala og kveðst sá annafihvort ætla afi eyfia fullorflinsárunum f rekst- ur bars á Spánl efla taka vlfl Q tvinnaheildsölu föflur sfns. Kærasta Halla er Edda Lára, barnaskólakennari og flokksstjóri f unglingavinnunni. riGÍTARLEIKARINN Snorri starfar á “ geðdeild Landspftala, en stefnir á myndlistamám f Mexfkó og hefur lofafl sjálfum sér afl fara á eftir- laun f rokkinu þegar hann nær þrítugu. Kærasta Snorra heitir Isól, flugfreyja hjá Atlanta. TROMMARINN Jónas starfar sem járnsmiður og hamrar málma og logsýður hjá Hlera- gerfl Ögurvikur, eftir afl hafa m.a. nokkrum slnnum farlfi á sjólnn og orfllfl tekjukóngur hljómsveitarinnar. Kærasta hans heitir Kolbrún, flokkstjóri f ung- llngavinnunnl. BASSALEIKARINN Kristinn Jón er menntaður félagsfræðingur, starfar við kannanir og rannsókn- ir hjá Félagsvísindadeild HÍ og er á leifl f framhaldsnám. Hann er elni piparsveínninn f hljómsveit- inni og mlkill tónlistarpælari afi sögn hlnna. HLJÓMBORÐSLEIKARINN Þorlák- ur hefur lagt stund á heimspeki og bókmenntir f HÍ og fæst nú vifl graffska tðlvuhönnun ásamt þvf afl verkstýra vinnuhópi unglinga hjá Hinu húsinu. Kærasta hans heitir Linda, prentsmfflanemi hjá Odda. Rokkið hefur löngum haft á sér blæ ólifnaðar og margir sjá fyrir sér útlifaða djammara þeg- ar rokkarar berast í tal. Þessi ímynd reyndist þó ekki alsönn þegar að var gáð. Fyrir valinu varð hljómsveitin Soma. Hvað er til ráða gegn psoriasis ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er það nýjasta og árangursríkasta gegn psorias- is?, Svar: Ekki hafa nýlega fundist lyf sem valda straumhvörfum í með- ferð á sóra (psoriasis). Þó hefur ýmislegt gerst og m.a. er farið að nota við þessum sjúkdómi lyf sem áður voru notuð við öðru. Sjúk- dómurinn sóri getur tekið á sig ýmsar myndir og verið misjafn- lega svæsinn þannig að ekki á það sama við hjá öllum. Meðferðin skiptist í tvennt, lyf og annað sem verkar staðbundið á húðina og lyf sem tekin eru inn. Þægilegasta meðferðin er eflaust sól- eða ljósa- böð og saltvatnsböð, t.d. í Bláa lóninu. Áhrif af útfjólubláu ljósi aukast af sumum lyfjanna og eru lyf og Ijósaböð því oft notuð sam- an. Af lyfjum sem borin eru á húð- ina má nefna krem sem innihalda efni úr tjöru, dítranólkrem, kalcípótríól (Daivonex) og stera- 1 Sóri (psoriasis) smyrsli. Þessi lyf hafa öll í för með sér aukaverkanir og óþægindi, dítranól hefur ágæta verkun og lítið af aukaverkunum en fyrir til- stilli andrúmsloftsins litast það brúnfjólublátt og litar húð, neglur, hár og föt. Tjörulyf og steralyf ei-u talin varasöm við langtíma- notkun en kalcípótríól (Daivonex) verkai’ oft ágætlega og þolist vel. Til inntöku má nefna metoxalen sem oft er notað með ljósaböðum og í erfíðum tilfellum er gripið til acitretíns (Neotigason), metótrex- ats eða ciclosporins, en þessi lyf eru einnig notuð við öðrum sjúk- dómum. Verið er að þróa nýtt lyf, tazaróten, sem verkar svipað og acitretín en er borið á húðina og er þess vegna laust við flestar auka- verkanir þess lyfs. Rannsóknir á þessu lyfí lofa góðu en það er lík- lega hvergi komið á markað enn. Spurning: Ég hef haft kláða í endaþarmi nokkuð lengi og veit ekki hvað veldur. Mér hefur nú dottið í hug hvort ég geti verið með njálg. Hvemig get ég vitað það, og ef svo væri, hvemig get ég læknað það? Ég hef ekki farið til læknis en hef áhuga á að fá svar í blaðinu. Svar: Njálgur er lítill innyflaorm- ur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í lönd- um með svipað veðurfar og hjá okkur. I sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% bama séu smituð. Njálgurinn er þráðlaga, hvítleitur að lit og er kvendýrið um 10 mm að lengd en karldýrið um 3 mm. Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og í munn annars. Eggin berast milli manna með Kláði í endaþarmi fíngmm, fótum, sængurfötum og leikföngum og þau geta lifað í um- hverfmu í allt að þrjár vikur við venjulegan stofuhita. Eggin geta einnig svifið um í loftinu og borist þannig í öndunarfæri og síðan meltingarfæri manna. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfær- unum og dýrin ná fullum þroska í neðri hluta þai-manna á 2 til 6 vik- um. Kvendýrin skríða síðan út úr endaþarminum, oftast að nætur- lagi, og verpa eggjum sínum í húð- fellingar og festa þau þar með lím- kenndu efni. Hreyfingar ormanna og límið sem þeir festa eggin með valda kláða. Ékki er með vissu vit- að til þess að njálgur valdi öðrum óþægindum en kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni. Hægt er að greina njálg með því að finna orma eða egg umhverfis endaþarminn eða í saur. Til eru ágæt lyf við njálg en eins og ætti að sjást af þessari lýs- ingu er ekki alltaf einfalt mál að losna við hann. Það verður að meðhöndla alla fjölskyldumeðlimi, oftast þarf að endurtaka meðferð- ina nokknim sinnum og gæta verður ýtrasta hreinlætis í hví- vetna. Auk þess verður að þvo vandlega föt og rúmföt (þvottur við minnst 60 eða efnalaug). Kláði í eða umhverfis endaþarm getur stafað af ýmsu öðru en njálg og ætti bréfritari hiklaust að fara til læknis og fá hjálp við greiningu og meðferð. • Lesendur Morgnnblaösins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbróf- um merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.