Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Sprengja á N-írlandi SPRENGJUSÉRFRÆÐING- AR brezka hersins sprengdu í gær stóra bílsprengju, sem var sú fyrsta sem fundizt hefur á Norður-írlandi frá því írski lýðveldisherinn, IRA, lýsti yfir nýju vopnahléi 20. júlí sl. Sprengjan fannst í bíl sem skilinn hafði verið eftir við hótel í bænum Lisbellow. Lög- reglu barst símleiðis ábending um sprengjuna, sem reyndist innihalda milli 250 og 500 kg af heimatilbúnu sprengiefni. Fjögnr lík fundin BJÖRGUNARSVEITIR sem leitað hafa í brakinu af tveim- ur skíðaskálum, sem eyðilögð- ust í skriðu á vinsælasta skíða- svæði Ástralíu, Thredbo, fundu í gær þijú lík til viðbót- ar. Áður hafði eitt lík fundizt. Sextán manna er enn saknað. Námsmenn ákærðir SAKSÓKNARAR í Suður- Kóreu stefndu í gær 56 manns úr forystusveit ólöglegra námsmannasamtaka, sem eru vilhöll Norður-Kóreu. Munu hinir stefndu allir eiga yfir höfði sér að verða ákærðir fyrir að bijóta lög um öryggi ríkisins, sagði talsmaður sak- sóknaraembættisins. Sam- kvæmt þessum lögum varða allar aðgerðir sem styðja mál- stað hins kommúníska norður- hluta landsins dauðadómi. Uffizi-safnið stækkað ÁKVEÐIÐ hefur verið að Uffizi-safnið í Flórens, þar sem mörg af kunnustu lista- verkum endurreisnartímans eru geymd, verði stækkað upp í fjórfalda núverandi stærð sína, að tvöfalt fleiri listaverk verði til sýnis þar og safnið hýsi ennfremur nýtt bókasafn, bóksölu og veitingahús. Þetta á allt að vera komið til fram- kvæmda árið 2000 og kosta 2,8 milljarða króna. All slær út rafmagni JAPANSKUR sjávarfugl, sem veiddi 60 cm langan ál úr Tokýóflóa og missti fenginn svo á háspennulínu, orsakaði með því að rafmagnslaust varð í tæpa klukkustund snemma á fimmtudag á 500 heimilum í Jokosuka suður af Tókýó. Starfsmenn rafmagnsveitunn- ar greindu frá þessu í gær. Kýpverjar semja LEIÐTOGAR beggja þjóða- brotanna á Kýpur hafa náð samkomulagi um að skiptast á upplýsingum um fólk sem saknað hefur verið frá dögum borgarastríðsins á eynni, og að fjöldagrafir verði opnaðar til að fjölskyldur hinna látnu geti jarðsett þá með viðeigandi hætti. Kýpur-Grikkir segja að 1.619 úr þeirra hópi hafi verið saknað frá 1974, og Kýpur- Tyrkir segjast sakna 803 frá því þjóðabrotin áttu í skærum á sjöunda áratugnum. Fyrsti sigur breskra íhaldsmanna í aukakosningum frá 1989 Lýst sem kærkomn- um sigri fyrir Hague London. Reuter. BRESKIR íhaldsmenn fögnuðu í gær fyrsta sigri sínum í aukakosn- ingum frá árinu 1989 eftir að ljóst var að þeir héldu þingsæti sínu í Uxbridge þegar kosið var að nýju í kjördæminu á fimmtudag. Úrslit- unum var lýst sem kærkomnum sigri fyrir William Hague, nýkjörinn leiðtoga íhaldsflokksins, og niður- staðan gæti verið fyrsta merkið um að „hveitibrauðsdögum" Tony Blairs sem forsætisráðherra væri lokið. Litið var á aukakosningarnar í Uxbridge í vesturhluta London sem fyrsta prófsteinin á gengi nýju stjórnarinnar eftir stórsigur Verka- mannaflokksins í þingkosningunum 1. maí. Um tíma hafði verið talið að flokkurinn væri líklegur til að verða fyrsti stjórnarflokkurinn til að vinna sæti í aukakosningum frá árinu 1982. Svo fór þó ekki því frambjóðandi íhaldsflokksins, John Randall, kaupmaður í Uxbridge, fékk 5% meira fylgi en íhaldsmaðurinn sir Michael Shersby í kosningunum í maí. Efna varð til aukakosninganna vegna andláts Shersbys skömmu eftir kjördag. Verkamannaflokkurinn og Fijálslyndir demókratar töpuðu fylgi í aukakosningunum og munur- inn á fylgi íhaldsmanna og Verka- mannaflokksins jókst úr 724 at- kvæðum í 3.766. „íhaldsmenn að endurheimta traust kjósenda“ Cecil Parkinson lávarður, for- maður íhaldsflokksins, fagnaði úr- slitunum sem sigri fyrir William Hague, sem tók við af John Major sem leiðtogi flokksins eftir kosn- ingaafhroð íhaldsmanna í maí. „Ef við hefðum tapað hefði verið sagt að þetta væri upphafið að end- inum,“ sagði Parkinson. „Verulegur hluti íhaldsmanna, sem kusu okkur ekki í þingkosningunum af einhveij- um ástæðum, hefur nú snúist á sveif með okkur aftur.“ „Þetta er frábær byijun," sagði Hague skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir. „Ihaldsmenn eru að end- urheimta traust kjósenda. Við erum aftur komnir á skrið.“ Randall varð fyrsti íhaldsmaður- inn sem sigrað hefur í aukakosning- um frá árinu 1989, þegar Hague sjálfur var fyrst kjörinn á þing í Richmond í norðurhluta Englands. Umdeilt val á frambjóðanda Forystumenn Verkamanna- flokksins reyndu að gera sem minnst úr ósigrinum. John Prescott sagði að Uxbridge hefði lengi verið eitt af vígjum íhaldsmanna og því hefði það verið mjög ólíklegt að Verkamannaflokkurinn færi með sigur af hólmi í kjördæminu. Þingmannsefni Verkamanna- flokksins, Andrew Slaughter, er ekki frá Uxbridge og það mæltist illa fyrir meðal margra forystu- manna flokksins í kjördæminu þeg- ar framkvæmdastjórn flokksins valdi hann í stað heimamannsins Dave Williams, sem var í framboði fyrir flokkinn í maí. Margir at- kvæðamiklir flokksbræður hans í kjördæminu neituðu að taka þátt í kosningabaráttunni í mótmæla- skyni. Tony Blair tók þá áhættu að heimsækja kjördæmið skömmu fyr- ir kjördaginn og varð þar með fyrsti breski forsætisráðherrann í rúma þijá áratugi sem lætur til sín taka í aukakosningum. Litið er því á úrslitin sem áfall fyrir hann. Skoðanakönnun, sem birt var á PHIL Fontaine, nýr yfirhöfðingi frumbyggjaþjóðanna í Kanada, er hér skrýddur hefðbundnum höfuðbúnaði indjána á fimmtu- dagskvöld. Fontaine bar þá sigur úr býtum í fjórðu umferð höfð- ingjakjörs á 18. allsheijarþingi frumbyggjaþjóða sem haldið var fimmtudag, bendir þó ekki til þess að íhaldsflokknum hafi tekist að bæta stöðu sína í breskum stjórn- málum. Samkvæmt könnuninni nýtur Verkamannaflokkurinn stuðnings 57% breskra kjósenda og íhaldsflokkurinn aðeins 23%. Ráðherra gagnrýndur vegna „hagsmunaárekstra“ Úrslit aukakosninganna breyta engu um stöðu Verkamannaflokks- ins á þinginu, sem hóf þriggja mán- aða hlé á fimmtudag. Flokkurinn heldur enn 178 þingsæta meirihluta og stjórnin ætti ekki að eiga í erfið- leikum með að fá stefnu sinni fram- gengt. íhaldsmenn eru þó staðráðnir í að veita stjórninni mótspyrnu og hafa gert harða hríð að Blair vegna þeirrar ákvörðunar hans að skipa kaupsýslumanninn David Simon lá- varð sem ráðherra viðskipta og samkeppnishæfni í Evrópu. Þeir hafa gagnrýnt að Simon, sem var áður stjórnarformaður British Pet- í Vancouver. Fontaine tekur við af Ovide Mercredi, sem undanfar- in sex ár hefur verið yfirhöfðingi þessara öflugustu samtaka frum- byggja í Kanada, en þeim tilheyra alls 633 þjóðflokkar. Fontaine sagði að það yrði forgangsverk- efni sitt að sameina þjóðirnar, en roleum, skyldi ekki hafa selt hluta- bréf sín í olíufyrirtækinu þegar hann tók við ráðherraembættinu. Hlutabréfin eru metin á tvær millj- ónir punda, 236 milljónir króna, og íhaldsmenn segja þetta bjóða heim hættu á hagsmunaárekstrum. Simon svaraði þessari gagnrýni í The Times í gær og sagði hana tilhæfulausa og fáránlega. Hann sagði að röksemdafærsla íhalds- flokksins, „sem var áður flokkur viðskiptalífsins", hlyti að leiða til þeirrar niðurstöðu að allir kaup- sýslumenn, sem tækju við ráðherra- embættum, hlytu að vekja grun- semdir um hagsmunaárekstra og því ætti að banna þeim að gegna embættunum. „Það væri hneisa fyrir stjórnmál- in. Það væri hneisa fyrir Bretland," skrifar Simon í The Times og kveðst furðu lostinn yfir því að gagnrýnin skuli koma frá íhaldsmönnum og þá einkum John Redwood, sem gefi sig út fyrir að vera „málsvari fijáls markaðar". heiftarlegar deilur hafa risið milli þeirra undanfarið. Þá verður lögð áhersla á að auka áhrif frum- byggja meðal ráðamanna í Ottawa. Einnig leggja frumbyggj- ar áherslu á meiri samvinnu við banka og önnur fyrirtæki, auk opinberra stofnana í Kanada. Nýr yfirhöfðingi í Kanada Reuter í Hafa áhyggjur af eftirlaimunum Brussel. The Daily Telegraph. STÖÐUG fjölgun starfsmanna í höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins í Brussel er farin að valda áhyggjum af því að ESB kunni að lenda í fjárhagsvanda vegna lífeyrisskuldbindinga. Þann vanda, sem nú er að hlaðast upp, má fyrst og fremst rekja til þess að ekki náðist samstaða milli aðildarríkjanna um að setja upp lífeyrissjóð fýrir starfsmenn framkvæmdastjórn- arinnar þegar launareglur sambandsins voru mótaðar árið 1962. í staðinn hafa lífeyrisskuld- bindingar verið greiddar úr fjárhagsáætlun hvers árs og talið er að á þessu ári muni þurfa rúm- lega 30 milljarða króna til að standa undir greiðsl- um til starfsmanna er látið hafa af störfum. Er ástandið orðið svo alvarlegt að fram- kvæmdastjómin hefur falið nefnd að taka saman neyðarskýrslu um málið. Verður hún kynnt ráð- herrum aðildarríkjanna fimmtán í haust. í skýrslunni mun koma fram að lífeyrisgreiðslur auk- ast hratt vegna þess að þeir fjölmörgu starfsmenn er hófu störf á sjöunda og áttunda áratugnum eru nú flestir hveijir að nálgast eftirlauna- aldur. Telja embættismenn í Brussel að vandinn eigi eftir að aukast á næstu árum. Samkvæmt tölum framkvæmdastjc' rnarinnar þáði 3.541 starfsmaður lífeyrisgreiðsiur árið 1985 og nam kostnaður vegna þeirra rúmum 6 milljörðum króna. Nú þiggui 8.701 starfsmaður lífeyri og kostnaðurinn nemur rúmum 30 millj- örðum króna. „Fjöldinn tykst stöðugt og mun ekki jafnast út. Aðildarríkin bera ábyrgð á þessu þar sem þau neituðu að byggja upp lífeyrissjóð frá upphafí. Skammtímasjónarmið réðu ferðinni og nú tapa menn á því til lengri tíma,“ sagði embættismaður. Embættismenn áhyggjufullir Þar sem búist er við að aðildarríki verði á þriðja tuginn á næsta áratug mun starfsmönnum i Brussel fjölga töluvert en þar starfa nú um 15 þúsund manns á vegum ESB. Veldur þetta embættismönnum vaxandi áhyggjum þar sem þeir sjá hugsanlega fram á að njóta ekki jafn ríkulegra eftirlauna og þeim hefur verið lofað. Einn háttsettur embættismað- ur sagði: „Sá grunur er farinn að læðast að mönnum að aðildarríkin muni skera eftirlaun okkar niður þegar þau gera sér grein fyrir hversu kostnaðarsöm þessi mistök þeirra voru.“ Samkvæmt núgildandi reglum geta eftirlaun orðið allt að 70% þeirra launa er embættismaður hefur er hann lætur af störfum en hlutfallið ræðst af starfsaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 173. tölublað (02.08.1997)
https://timarit.is/issue/129729

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

173. tölublað (02.08.1997)

Aðgerðir: