Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lánstilboði borg-
arinnar í Gull-
inbrú hafnað
Tveir áfangar við
Gullinbrú
EKKI verður tekið lánstilboðum í
vegaframkvæmdir nema Alþingi
hafi áður samþykkt framkvæmdina
með því að setja hana inn á áætl-
un, segir í bréfi vegamálstjóra til
borgarstjóra, sem lagt hefur verið
fram í borgarráði en Reykjavíkur-
borg hefur boðist til að leggja fram
45 millj. í fyrsta áfanga Gullinbrú-
ar, þ.e. úrbóta á gatnamótum norð-
an Grafarvogs.
Bendir vegamálstjóri á að vega-
áætlun hafi verið samþykkt af Al-
þingi til tveggja ári í vor í stað fjög-
urra og að Gullinbrú hafi ekki verið
í þeirri áætlun. í bókun borgarráðs,
sem samþykkt var samhljóða, er
hvatt til þess að ákvörðunin verði
endurskoðuð og jafnframt tekið
fram að borgaryfírvöld væru reiðu-
búin til viðræðna við ráðuneytið.
Tekin af vegaáætlun
í bréfi vegamálastjóra segir að
breikkun Gullinbrúar hafi í röðun
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu átt að fá aðalfjárveitingu árið
1998 en að í vegaáætlun til næstu
tveggía ára sé hún ekki á blaði.
Fram kemur að fjölmörg lánstilboð
berist árlega til Vegagerðarinnar
vegna vegaframkvæmda en Ríkis-
endurskoðun hafi nýlega komist að
þeirri niðurstöðu að óeðlilegt sé að
taka lánstilboðum nema Alþingi
hafí áður samþykkt viðkomandi
framkvæmd í vegaáætlun. í fram-
haldi af því hafí samgönguráðu-
neytið ákveðið þá vinnureglu, að
ekki yrði lánstilboðum í vegafram-
kvæmdir nema þær væru í vega-
áætlun.
IÐNAÐARHURÐIR
HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
ÞAK-OG
VEGGKLÆÐNINGAR
ÍSVAL-BORGA rHF.
HÖFÐABAKKA 9, 1 12 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
-kjarní málsins!
Brýn verkefni bíða
í bókun borgarráðs er sam-
gönguráðuneytið hvatt til þess að
endurskoða afstöðu sína og láta
íbúa Grafarvogs ekki gjalda þess
að á síðasta þingi hafí vegaáætlun
verið samþykkt til tveggja ára í
stað fjögurra eins og lög geri ráð
fyrir. Bent er á að mjög mörg brýn
verkefni bíði úrbóta í vegamálum á
höfuðborgarsvæðinu og að í
Reykjavík bíði úrbætur á Miklu-
braut, breikkun Vesturlandsvegar
austur fýrir Víkurveg, mislæg gat-
namót við Suðurlandsveg og Víkur-
veg, úrbætur á gatnamótum Breið-
holtsbrautar og Reykjanesbrautar
og lagning Sundabrautar. „Þrátt
fyrir þetta hafa framlög til vega-
mála á höfuðborgarsvæðinu verið
skorin niður um 463 millj. á árunum
1996-1998 frá því sem gert var
ráð fyrir í þeirri vegaáætlun sem
Alþingi samþykkti 1995,“ segir í
bókun borgarráðs.
Fram kemur að ljóst sé að erfítt
ástand muni skapast á helstu um-
ferðargötum borgarinnar með til-
heyrandi slysahættu og er bent á
að áætlun dómsmálaráðherra um
að fækka umferðarslysum verði
ekki nema orðin tóm. Reykjavíkur-
borg sé tilbúin að gera allt sem í
hennar valdi standi til að liðka fyr-
ir vegaframkvæmdum og minnt er
á að í febrúar sl. hafí áætlaðar fra-
kvæmdir verið skomar niður um
300 millj. til að tryggja að fram-
hald yrði á breikkun Vesturlands-
vegar yfír Sæbraut.
Nærfatnaöur af bestu gerð
Laugavcgi 4, sími 551 4473
ÞEGAR tillaga kom fram um að
flýta framkvæmdum við breikkun
Gullinbrúar var ákveðið að leggja
til að framkvæmdinni yrði skipt í
tvo áfanga. ífyrsta áfanga er gert
ráð fyrir breikkun frá Hallsvegi og
út fyrir hringtorgið við Fjallkonu-
veg.
Að sögn Stefáns Hermannssonar
borgarverkfræðings em miklar
umferðartafír við hringtorgið við
Fjallkonuveg yfír annatímann
kvölds og morgna þegar íbúar úr
Hamrahverfi að vestan og úr Folda-
hverfí að austan koma inn á torg-
ið, en þaðan er einföld aðkomuleið
að Gullinbrú. Breikka á götuna og
breyta torginu í ljósastýrð gatna-
mót á hæfilega löngum kafla til
að leysa stífluna.
„Þess vegna kom fram hugmynd
um að skpta framkvæmdinni í
tvennt og flýta breikkuninni með
45 milljóna króna láni frá borg-
inni,“ sagði Stefán „Engu að síður
þarf í framhaldi að breikka alla
götuna frá torginu og að Stór-
höfða. Gera hana fjögurra akreina
og byggja að auki nýja tveggja
akreina brú við hlið Gullinbrúar."
Heildarkostnaður við báða áfang-
ana er áætlaður um 170 milljónir.
Nýgengi msulmhaðrar sykursýki á Norðurlöndum
Tíðnin lægst á íslandi
NÝGENGI insúlínháðrar sykursýki
er lægst á íslandi af öllum Norður-
löndunum. Nýgengið er hæst og
eykst hraðast í Finnlandi og Sví-
þjóð. Insúlínóháð sykursýki berst
hratt út í fátækari ríkjum og þróun-
arríkjum.
Upplýsingamar komu fram á
nýlokinni sykursýkiráðstefnu í
Helsinki. Fjórir íslenskir sérfræð-
ingar sóttu ráðstefnuna. Árni V.
Þórsson, yfirlæknir á barnadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði að í
fýrirlestri fínnsks sérfræðings hefði
komið fram að nýgengi insúlínháðr-
ar sykursýki væri um 45 miðað við
100.000 börn og unglinga undir 15
ára aldri í Finnlandi. Hér heima
væri nýgengið hins vegar ekki nema
um 10 miðað við samsvarandi hóp.
Hlutfallið væri enn lægra eða um 1
í Kóreu og Japan.
Hann sagði að þar sem nýgengi
væri hátt væri aukningin mest og
nefndi í því samband að fínnski
sérfræðingurinn hefði áætlað að
hlutfall nýgengi í áðurgreindum
hópi yrði komið upp í 75 í Finn-
landi árið 2050. Á íslandi greinast
8 til 10 börn árlega með insúlín-
háða sykursýki á hveiju ári. Ef
tíðnin á íslandi væri sú sama og í
Finnlandi væri íjöldinn yfír 40 börn
á ári.
Árni sagði að rannsóknir í fyrir-
byggjandi tilgangi beindust annars
vegar að genum og hins vegar að
umhverfísþáttum. Hins vegar hefði
því miður ekki fundist ein skýring
á því af hveiju insúlínháð sykursýki
stafaði.
Hröð útbreiðsla
insúlínóháðrar sykursýki
Ástráður Hreiðarson, sérfræð-
ingur á göngudeild sykursjúkra á
Landspítalanum, sagði að Álþjóða-
heilbrigðisstofnunin og sykursýki-
samtökin hefðu sérstakar áhyggjur
af því hversu insúlínóháð sykursýki
■ Á FUNDI Héraðsráðs Skag-
firðinga, sem haldinn var í stjórn-
sýsluhúsinu á Sauðárkróki 15. júlí
sl., var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Að undanförnu hefur mikið
verið rætt um góðæri í þjóðarbú-
skap íslendinga og lýsti forsætis-
ráðherra þeirri skoðun sinni í frétt-
um nú nýlega, að það svigrúm sem
nú skapist, verði nýtt til að styrkja
heilbrigðis- og menntakerfi lands-
manna. I ljósi þessa skorar Hér-
aðsráð Skagfirðinga á stjórnvöld
að hætta við áform um 160 millj-
óna króna niðurskurð á fjárveit-
ingum til landsbyggðarsjúkrahúsa
á næstu þremur árum.“
bærist hratt út í fátækari löndum
og þróunarlöndum. Fyrir hraðri út-
breiðslu væru einkum tvær ástæð-
ur. Fólk hefði farið að borða óholl-
ari mat og hreyfa sig minna. Oft-
ast dugar að halda ákveðið matar-
æði eða taka inn töflur til að halda
sjúkdómnum niðri. En insúlínóháð
sykursýki getur, eins og insúlínháð
sykursýki, verið mjög illvíg, t.d.
valdið blindu, og er stór þáttur í
hjarta- og æðasjúkdómum. Því er
spáð að yfir 200 milljónir manna
þjáist af sykursýki upp úr aldamót-
um. Fjölgunin verður væntanlega
mest í insúlínóháðri sykursýki.
Insúlínháð sykursýki felur í sér
að frumur í brisinu framleiða ekki
nauðsynlegt insúlín og greinist
sjúkdómurinn yfírleitt hjá fólki und-
ir 30 ára. Sjúklingar sprauta sig
með insúlíni daglega og sumir allt
að fjórum sinnum á dag alla ævi
til að halda einkennunum niðri.
Fjölmennari hópur þjáist af insúl-
ínóháðri sykursýki. Hún greinist
oftast hjá fólki á miðjum aldri og
spila erfðir, mataræði og minni
hreyfíng inn í orsakir sjúkdómsins.
Offita fylgir oft insúlínóháðri sykur-
sýki. Oft dugir að sjúklingar fari á
sérstakt mataræði og ef ekki er
einkennum haldið niðri með lyfja-
gjöf. Í einstökum tilfellum er insúl-
íngjöf nauðsynleg.
Samkvæmt rannsókn Gunnars
Sigurðssonar yfirlæknis á vegum
Hjartaverndar eru rúmlega 4.000
Islendingar með sykurýki. Þar með
taldir eru þeir sem halda einkennum
niðri með mataræði og/eða lyfja-
gjöf. Sama rannsókn leiddi í Ijós
að um 40% hópsins vissu ekki af
því að þau væru með sykursýki.
Um 500 íslendingar þurfa að nota
insúlínsprautur.
Kaþólsk
messa í
Viðey
HEFÐBUNDIN gönguferð í Viðéy
verður farin kl. 14 í dag, laugar-
dag. Hafín er þriðja umferð í rað-
göngum um eyjuna en alls er um
að ræða fímm mismunandi göngu-
leiðir sem eiga að leiða gestum fyr-
ir sjónir það helsta sem hægt er
að sjá í eynni.
Að þessu sinni hefst ferðin hjá
Viðeyjarstofu og gengið er austur
eftir veginum allt að austurodda
eyjarinnar þar sem líta má rústir
Sundabakkaþorpsins og vinnslu-
stöðvar Milljónafélagsins. Ennfrem-
ur verður litið inn í Viðeyjarskóla
þar sem ljósmyndasýningu hefur
verið komið upp. Á heimleið verður
gengið um suðurströndina með við-
komu meðal annars í Kvenna-
gönguhólum.
Sunnudaginn 3. ágúst mun herra
Johannes Gijsen, biskup í Landa-
koti, flytja messu í Viðeyjarkirkju
til heiðurs Ólafí helga Haraldssyni
Noregskonungi og hefst hún kl. 14.
Þessi dagur er annar tveggja sem
haldinn er í heiðri sem messudagur
hins sæla Ólafs.
Messa sú sem flutt verður í Við-
eyjarkirkju á sunnudag er að öllum
líkindum fyrsta almenna kaþólska
biskupamessan sem sungin er þar
frá siðaskiptum. Messan er opin
öllum og prédikun mun flutt á ís-
lensku. Sérstök bátsferð verður fyr-
ir kirkjugesti kl. 13.30.
Staðarskoðun. sem venjulega er
á sunnudegi, verður þess í stað kl.
14,15 á mánudag.
Hestaleigan í Laxnesi hefur nú
starfsemi sína í eynni. Einnig er
þar reiðskóli á hennar vegum. Veit-
ingahúsið í Viðeyjarstofu er opin
eftir hádegi. Maríusúðin siglir úr
Sundahöfn á klukkustundarfresti
frá kl. 13 og frá Viðey með sömu
tíðni frá kl. 13.30.
JOHANNES Gijsen biskup
í Landakoti.
LEIÐRÉTT
Nöfn á Fáskúðsfirði
VARAODDVITINN Magnús, sem
setti afmælishátíðina á Fáskrúðs-
fírði og sagt var frá í frétt sl. þriðju-
dag, var rangfeðraður, hann er
Stefánsson. Og höfundur ljóðsins
Fáskrúðsfjörður er Jórunn Bjarna-
dóttir, ekki Jónína. Er beðist vel-
virðingar á þessari misritun.
Línuhönnun
MISTÖK urðu við vinnslu fréttar á
baksíðu viðskiptablaðs á fímmtu-
daginn um mannaráðningar hjá
verkfræðistofunni Línuhönnun hf.
er myndir af Jóni Skúla Indriðasyni
og Ragnari Jónssyni verkfræðing-
um víxluðust. Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á mistökunum.
ítalskt matbrauð
í UPPSKRIFT af ítölsku matbrauði
í Daglegu lífi sl. föstudag vantaði
upplýsingar um saltmagnið, en það
á að vera */< msk. salt.