Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 51

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JAKOB BJARNASON + Jakob Bjarna- son fæddist í Hörgsdal á Síðu 4. júlí 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Bjarni Bjarnason, f. 27. júlí 1871, d. 17. september 1946, og Sigríður Kristó- fersdóttir, f. 7. október 1879, d. 11. maí 1966. Systkyni hans voru Bjarni, f. 1902, Helga, f. 1903, Rann- veig, f. 1904, Kristófer, f. 1906, Jón, f. 1907, Guðríður, f. 1908, Friðrik, f. 1910, Siguijóna, f. 1912, Þorvarður, f. 1914, Páll, f. 1915. Eftirlifandi systkini eru Helga, Jón, Guðríður og Friðrik tvíburabróðir Jakobs. Hinn 31.12. 1940 kvæntist Jakob Róshildi Hávarðsdóttur f. 29.04. 1913, d. 23.11. 1993. Dætur þeirra eru: 1) Sigurveig, f. 1938, maki Óli Jósepsson, f. 1924, börn þeirra eru a) Bjami, f. 1969, b) Rósa Björg, f. 1972, maki Bergsveinn Marelsson, f. 1970, c) Halldór, f. 1974, maki Sigrún Hrefna Arnardóttir, f 1974. 2) Ólafía, f. 1944, maki í dag kveðjum við Jakob Bjarna- son bónda á Hörgslandi á Síðu. Hann verður til moldar borinn frá Prestbakkakirkju. Jakob var tvíburi, hinn er Friðrik sem enn býr á Hraunbóli á Brunasandi. Það var 4. júlí 1910 að Bjarna Bjarnasyni og Sigríði Kristófersdóttur í Hörgs- dal bættust þessir tveir synir í stór- an barnahóp. Jakob var því nýlega orðinn 87 ára er hann lést að kvöldi 28. júlí síðastliðinn. Jakob ólst upp í foreldrahúsum og mannaðist vel. Náttúran er fögur þar austurfrá og síbreytileg. Veð- urfar með þvi besta sem þekkist hér á iandi. Innanum alla blíðuna verða þó sviptingar í veðrinu og úrhelli með ótrúlegum vatnavöxtum, sumar sem vetur. Þar gekk því margur til verka með votan ljá og fólk lærði að hver sem sparar sjálfan sig kemst illa af. Þau vísindi mun ekki hafa þurft að tyggja í Jakob því hann var garpur til verka. Hann kvæntist Róshildi Hávarðs- dóttur frá Mörtungu í árslok 1940 og árið eftir hófu þau sjálfstæðan búskap í Kálfafellskoti í Fijóts- hverfí. Þar bjuggu þau og bættu jörðina til ársins 1960. Þá keyptu þau hluta af Hörgslandi á Síðu og bjuggu þar. Áfram áttu þau Kálfa- fellskot og nýttu til búskapar sam- hliða Hörgslandi. Þau eignuðust þijár dætur og síðan komu ættliðirn- ir hver af öðrum og ailir eiga skjól á Hörgslandi. Það eru orðin allmörg ár síðan ég kynntist þessu ágæta fólki. Dótt- ir mín giftist inn í fjölskyldu Jakobs og Rósu og þar með fylgdi að um- hyggja þeirra fýrir öllu sem lifði og hrærðist náði líka til okkar. Þau létu sig ekki muna um það, enda munu þau hafa litið á það sem sér- stakan greiða við sig að fá að sýna öðru fólki umhyggju og greiða götu þess. Þannig var íbúðarhúsið á fyrri bújörð þeirra nýtt sem orlofsbústað- ui- fyrir ættingja og vini og svo mun verða áfram trúi ég, því vináttuþráð- » Kristinn Siggeirs- son, f. 1939, börn þeirra eru a) Jakob, f. 1963, maki Edda Huld Sigurðardótt- ur, f. 1965, börn þeirra Flóki, f. 1992, Líneik, f. 1994, b) Sigurður, f. 1964, maki Anna Harðardóttir, börn þeirra Elín, f.1984, Lára, f. 1988, Atli, f. 1992, c) Soffía, f. 1966, maki Rúnar Þór Bjarnþórsson, f. 1963, börn þeirra Kristinn, f. 1990, Birkir Þór, f. 1997, d) Gunnlaugur, f. 1968. 3) Jóna, f. 1950, maki Hörður Hauksson, f. 1963, börn þeirra a) Lilja, f. 1990, b) Egill Sölvi, f. 1993. Jakob ólst upp hjá foreldrum sínum í Hörgsdal. Hann stund- aði ýmis störf til sjávar og sveita á sínum yngri árum. Hann bjó í húsmennsku í Hörgsdal 1937 til 1941, var bóndi í Kálfafellskoti í Fljóts- hverfi 1941 til 1960 og bóndi á Hörgslandi á Síðu frá 1960 til dánardægurs. Útför Jakobs fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu og hefst athöfnin kl. 14. urinn tengist frá kynslóð til kynslóð- ar. Jakob var sem fyrr segir garpur til verka og sparaði ekki sjálfan sig. Fyrir löngu fékk hann liðagigt og þó mikið væri gert til hjálpar með skurðaðgerðum og fleiru urðu hend- ur hans mjög bæklaðar. Hann lét þetta ekki aftra sér og féll ekki verk úr hendi. Hann sinnti nú mest viðhaldi á húsum og girðingum. Hann ræktaði líka garðinn sinn í bókstaflegri merkingu enda komu kartöflur, rifsber og rabarbari úr þeim garði og fóru víða. Hann reykti líka kjöt betur en aðrir menn og á jólaföstu kom góð lykt í húsið okkar því þá kom hangikjötið að austan. Jakob var einstaklega hógvær maður og hlýr. Hann otaði hvergi fram skoðunum sínum en á rólegum stundum kom fram hversu athugull hann var og hafði frá mörgu að segja. Við áttum nokkrar góðar stundir saman hin síðari ár þar sem hann opnaði dálítið inn í sinn hug- ar- og reynsluheim. Þær stundir voru þó alltof fáar. Konu sína missti Jakob í nóvember 1993. Tveir ætt- liðir niðja þeirra búa á Hörgslandi og hinn sami góði andi' mun svífa þar yfir vötnum í framtíðinni. Þá er eftir að þakka fyrir allt sem ég og mitt fólk nutum hjá Jakobi á Hörgslandi bæði í veraldargæðum og hollri vináttu. Afkomendum hans öllum og venslamönnum votta ég einlæga samúð og kveð Jakob með mikilli virðingu. Sigurður Pálsson. í dag er til grafar borinn Jakob Bjarnason eða Kobbi eins og hann var oft kallaður. Það eru tíu ár síð- an ég hitti þau Jakob og Rósu fyrst þegar leiðir okkar Jónu dóttur þeirra lágu saman. Þær eru mér ógleyman- legar stundimar sem ég átti með þeim í Kálfafellskoti. Þar fékk ég að kynnast þeirri þrautseigju sem bjó í honum Jakobi og entist honum allt fram á síðustu stund. Ég var oftast útkeyrður eftir daginn þegar ég hafði gengið með honum á allar girðingar og annað sem lagfæra þurfti. Ekkert verk mátti liggja óklárað heldur skyldi það lagfært sem ekki var í lagi þá þegar. Þessi lífsregla hefur sannarlega dugað vel enda hefur hann verið farsæll. Það hefur verið stórvirki hjá ungu og efnalitu fólki þegar þau Jakob og Rósa festu kaup á Kálfafellskoti í Fljótshverfi og hófu búskap. Fram- undan var uppbygging bústofns og uppgræðsla túna án véla og tækja. Lífsbaráttan hefur verið hörð, langt þurfti að fara til að gefa fénu, sama hvernig viðraði og í leysingum þurfti oft að skara af ristinni til að heima- rafstöðin fengi sitt. Þótt náttúruöfl- in geti verið óblíð og veturnir lang- ir hefur þó vorið alltaf hleypt birtu í bæinn og kjarki í fólkið. Svo faliegt er í Kotinu með Lóma- gnúp í forgrunni og Öræfajökul litlu fjær, að jafnvel Jóhannes Kjarval kom þangað til að mála og gisti hann um tíma í Kotinu. Mér eru minnisstæðar skemmtilegar frá- sagnir þeirra hjóna af dvöl Kjar- vals. Árið 1960 fluttust þau að Hörgslandi á Síðu enda Kotajörðin of Iítil fyrir þetta stórhuga fólk. Eftir þennan langa og farsæla bú- skap hefur það verið honum kært að sjá afkomendur sína taka við búskapnum enda er búið nú rekið með sama myndarskap og áður. Á Hörgslandi er jafnan margt um manninn og margar vinnufúsar hendur, sem ber gott vitni um það hvernig gömlu hjónin hafa innrætt sitt fólk og gert starfið í sveitinni skemmtilegt. Hjartans þakkir fyrir samveru- stundirnar, Jakob minn. Hörður Hauksson. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VALBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR, Höfða, Akranesi, sem andaðist laugardaginn 26. júlí sl., verður jarðsungin frá Akranes- kirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 14.00. Elín Jónsdóttir, Guðný Harðardóttir, Emil Pálsson, Valur Emilsson, Halldóra Emilsdóttir, Brynjar Emilsson, Eyrún Thorstensen, barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tötvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, uð disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfaslma 5691115, eða á netfang þess þess (minning@mbl.is) — vinsam- lcgast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar wá lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina órk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. + Bróðir okkar, mágur og frændi, SKÚLI ÁGÚSTSSON, Hátúni 10a, sem iést á Reykjalundi föstudaginn 25. júlí, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Gunnar Ágústsson, Halldóra Jónsdóttir, Victor Ágústsson, Ásgerður Ingimarsdóttir, Elín Ágústsdóttir, Unna Ágústsdóttir, Ólafur Kristófersson, Ingi Ágústsson, Mariann Hansen, Aldís Ágústsdóttir, Stefán Konráðsson, systkinabörn og systkinabarnabörn. LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 51 Vinur minn, sonur og bróðir, SKÚLI JÓN THEODÓRS flugvélstjóri, Rekagranda 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, aðfaranótt föstudagsins 1. ágúst. Þorbjörn Garibaldason, Guðlín Jónsdóttir, Auður Ingibjörg Theodórs, Arndís Gná Theodórs, Elín Þrúður Theodórs, Ásgeir Theodórs. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR, Lindási, lnnri-Akraneshreppi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 31. júlí. Páll Eggertsson Erling Þór Pálsson, Jóna Bj< Arnar Þór Eriingsson, Kristinn Páli Eriingsson, Rúna Hr Erling Þór Pálsso + Ástkær eiginmaður minn og faðir, ARINBJÖRN STEINDÓRSSON, Steinagerði 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 31. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Steinunn Jónsdóttir, Kristján Arinbjarnarson. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA BJÖRG EINARSDÓTTIR, Furugerði 11, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi aðfaranótt þriðjudagsins 29. júlí. Jarðarförin fer fram fró Bústaðakirkju miðviku- daginn 6. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu bent á Fljartavernd. Birna Magnúsdóttir, Þráinn Karlsson, Magnús Þráinsson, Karl Þráinsson, Helga M. Óttarsdóttir, Björg Jakobína Þráinsdóttir, Guðmundur Torfason, Auður Þráinsdóttir, Marco Dellernfa og langömmubörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR GEIRSSON, Gilsárstekk 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Ólína Ragnarsdóttir, Geir Sigurðsson, Erna Jóna Eyjólfsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Óskar Axel Óskarsson, Erlingur Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir, Grímur Helgi Pálsson, Sigurður Sigurðsson, Hildur Sif Arnardóttir og barnabörn. Lokað Lokað verður þriðjudaginn 5. ágúst milli kl. 13.00—16.00 vegna jarðarfarar SIGURÐAR GEIRSSONAR. Lyngvík, fasteignasala. minnast hinnar látnu, er -L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.