Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikill vaxtamunur milli íslands og nágrannalandanna grefur undan afkomu útflutningsfyrirtækja Ekki von á vaxtabreyt- ingum hjá Seðlabanka 6,6 milljarðar rifnir út í útboði Lánasýslunnar í gær SEÐLABANKI íslands mun ekki grípa til neinna vaxtalækkana að sinni, að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Hann segir for- sendur bankans fyrir núgildandi vöxtum óbreyttar og því sé engin ástæða til neinna vaxtabre_ytinga nú. Mikill vaxtamunur milli Islands og nágrannaríkjanna hefur hins vegar leitt til mikils innstreymis gjaldeyris og tilheyrandi gengishækkana og telja viðmælendur Morgunblaðsins á fjármagnsmarkaði að frekari geng- ishækkanir kunni að hafa alvarlegar afleiðingar, fyrst og fremst fyrir útflutningsfyrirtækin. „Við sjáum það sem hefur verið að gerast á markaðnum," segir Ei- ríkur. „Skammtímavextir hafa held- ur lækkað en á sama tíma fara vextir erlendis heldur hækkandi ef við vegum þá gagnvart okkar gjald- eyrisvog. Munurinn milli landa fer því heldur minnkandi um þessar mundir, bæði vegna lækkandi vaxta hér á landi og hækkandi vaxta er- Iendis.“ Eins og fram hefur komið hefur gengi íslensku krónunnar nú hækk- að um tæp 2,5% frá áramótum og eru horfur á framhaldi á þeirri þróun þar sem gjaldeyrisinnstreymi er enn mjög mikið vegna hins mikla vaxta- munar milli íslands og helstu viðmið- unarlanda. Á síðastliðnum mánuði hefur gengi krónunnar hækkað um 0,75% að jafnaði og hækkun krón- unnar gagnvart ýmsum evrópskum gjaldmiðlum er enn meiri vegna hækkunar á gengi dollars sem vegur þungt í gengiskörfu krónunnar. Þeim aðilum, sem Morgunbiaðið ræddi við á fjármagnsmarkaði í gær, ber öllum saman um að sporna verði við frekari gengishækkunum krónunnar með einhverjum hætti. Bent er á að svo mikil hækkun á jafn skömmum tíma muni örva inn- flutning og auka þar með á við- skiptahalla við útlönd, jafnframt því sem hætta sé á því að einkaneyslan fari úr böndunum vegna lækkandi vöruverðs á innfluttum vörum. Þetta kunni því að leiða til aukinnar þenslu í hagkerfinu hér heima fyrir. Á Seðlabankinn að lækka vexti... Hins vegar ber mönnum ekki sam- an um hvaða aðferðum skuli beitt. Fjölmargir benda þó á Seðlabankann og segja að við kringumstæður sem þessar verði bankinn að lækka vexti til þess að draga úr þessu mikla gjaldeyrisinnstreymi. Verði það ekki gert sé bankinn að stuðla að enn frekari hækkun á gengi krónunnar, sem gangi þvert á lögbundin mark- mið bankans, þ.e. að stuðla að stöð- ugu verðlagi og gengi krónunnar. ... eða á ríkið að grípa inn í þessa þróun? Eiríkur segist hafa séð þessa rök- semdafærslu og það sé gott að menn séu vakandi fyrir hreyfingum á þess- um markaði. „Það dregur hins vegar úr inn- lendri neysiu ef vextir eru háir, það er samdóma álit hagfræðinga. Það er ágætt að menn hugsi þetta svona og ræði en við sjáum ekki nein þenslumerki í þeim tölum oggögnum sem við höfum, nema síður sé. Verð- bólguspá okkar lækkaði nýlega vegna þeirra gagna sem hafa borist. Ef eitthvað er teljum við að við- skiptajöfnuður muni verða skárri en áætlanir hafa bent til. Ástandið er því að þessu leyti mjög gott.“ Gengi húsbréfa og spariskírteina frá áramótum % Hinn möguleikinn, sem bent er á í þeirri stöðu sem nú er komin upp, er að ríkissjóður komi af auknum krafti inn á innlendan fjármagns- markað með því að auka innlendar lántökur og nota það fé sem fengist með þeim hætti til þess að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Slíkar aðgerðir myndu draga úr eða stöðva vöxtinn á gjaldeyrisforða landsmanna og um leið hindra frek- ari gengishækkanir krónunnar. Með slíkum aðgerðum þyrfti rík- issjóður hins vegar að enduríjár- magna sig með dýrari lánum en þeim sem hann hefur þegar tryggt sér erlendis enda eru vextir um 2,6% hærri að jafnaði hér á landi. Hins vegar er bent á að slíkur kostnaðarauki kynni að borga sig til lengri tíma litið enda mun sam- keppnisstaða útflutningsgreinanna hljóta verulegan skaða af frekari gengishækkunum krónunnar sem þá skili sér í lakari afkomu ríkis- sjóðs. 6,6 milljarðar runnu út í útboði á ríkisvíxlum Mikil eftirspurn reyndist vera eft- ir 75 daga ríkisvíxlum í útboði Lána- sýslu ríkisins í gær. Alls bárust gild tilboð að fjárhæð 9,35 milljarða króna og var tekið tilboðum fyrir 6,6 milljarða króna. Þar af tók Seðla- banki Islands 1 milljarð á meðal- verði tekinna tilboða, sem var 6,81%. Þetta er nokkru lægri ávöxtun en verið hafði á eftirmarkaði fyrir út- boðið og er þetta jafnframt um 9 punkta lækkun frá síðasta útboði Lánasýslunnar. Mikil viðskipti á Verðbréfaþingi Röskir 4 milljarðar á tveimur dögum VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís- lands námu 2.248 milljónum króna í gær og er dagurinn því sá annar stærsti í sögu þingsins. Á fimmtudag námu viðskipti dagsins 2.021 milljón króna þannig að heildarviðskipti tveggja síðustu daga eru 4.269 millj- ónir króna. Mest viðskipti í gær voru með ríkisvíxla, 1.696 millj., húsbréf 243 millj. króna og bankavíxla 202 millj. Markaðsávöxtun ríkisvíxla lækkaði um 7 punkta. Viðskipti með hlutabréf á VÞÍ og OTM námu rúmum 87 milljónum. Mest viðskipti voru með hlutabréf í SÍF, 10,5 milljónir, Flugleiðir 10 millj. og Þróunarfélagið rúmar 7 milljónir. Gengi hlutabréfa í Þró- unarfélaginu hækkaði um 2,3% í gær í kjölfar milliuppgjörs félagsins Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur lækkað undanfarna tvo daga eftir að niðurstöður miiliuppgjörs félags- ins birtust en síðustu viðskipti með bréf félagsins í gær voru á áttföldu nafnverði, en á miðvikudag var loka- gengi hlutabréfa í Eimskip á geng- inu 8,55. Ein viðskipti voru með hlutabréf í Hampiðjunni í gær, á genginu 3,50, sem einnig birti niður- stöður milliuppgjörs á fímmtudag, en þann dag lækkaði gengið um 14,3% frá síðustu viðskiptum sem voru á genginu 4,20. Auglý.sing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. ÍÍ Skuldabréf Sparisjóðsins í Keflavík, með víkjandi ákvæði, 1. flokkur 1996, á Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðsins í Keflavík, með víkjandi ákvæði, 1. flokk 1996, á skrá. Bréfin verða skráð fimmtudaginn, 7. ágúst nk. Skráningarlýsingu er hægt að fá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hl. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni, s.s. samþykktir og síðasta ársreikning. KAUPÞING HF Alhliðci verbréfaþjónusta Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 | ,_i mest seldu fólksbíla- K ) Breyt.frá _J jan.-jull 1997 fyrra ári Fjöldi % % 1 Toyota 1056 16,6 +6,5 ? Subaru 779 12,2 +133,2 3 Volkswaqen 612 9,6 +1,0 4 Mitsubishi 570 9,0 +64,3 Fi Hvundai 508 8,0 +30,9 fi Nissan 498 7,8 +4,6 7 Opel 426 6,7 +32,3 fi. Suzuki 371 5,8 +15,6 9. Ford 278 4,4 +15,4 m Renault 276 4,3 +27,2 11 Honda 186 2,9 +64,6 1? Peuqeot 118 1,9 +140,8 1.3 Ssanqyonq 104 1,6 +316,0 14 Volvo 101 1,6 0,0 13 Mazda 87 1Á -7,4 Aðrar teg. 394 6,2 -12,8 Samtals 6.364 100,0 +25,3 Bifreiða- innflutn. í janúar til júlí 1996 og 1997 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 634 509 1996 1997 1996 1997 Fjórðungs aukning í bíiainnflutningi Tæplega 1400 fleiri fólksbílar voru nýskráðir fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra, 6.364 samanborið við 5.078 þá, eða 25,3%. Þá jókst innflutningur vörubifreiða, hóp- og sendibifreiða einnig verulega eða um 24,5% eins og sést á súluritinu. Toyota skipar efsta sætið með 1056 fólksbíla nýskráða fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil aukning hefur orðið í nýskráningum á Subaru fólksbílum eða 133,2%. * Verðbréfareikningur Islandsbanka Ávöxtun miðuð við ríkisvíxla ÍSLANDSBANKI hefur stofnað nýjan innlánsreikning, Verðbréfa- reikning íslandsbanka, sem er tengdur ávöxtun á fjármagnsmark- aði. Reikningurinn er óverðtryggð- ur og taka vextir hvetju sinni mið af mánaðarlegum ríkisvíxlaútboð- um að frádregnum 0,75%. Af þeim reikningum sem stofnaðir verða fyrir 10. september nk. verður frá- drátturinn 0,50% fram til áramóta. Að sögn Birnu Einarsdóttur, for- stöðumanns markaðsdeildar hjá íslandsbanka, var reikningurinn settur á laggirnar í gær og voru viðtökurnar góðar. „Vextir Verð- bréfareiknings miðast við meðal- ávöxtun í ríkisvíxlaútboði í mánuð- inum á undan. Hann hefur 10 daga binditíma og eftir það er innstæðan laus til útborgunar hvenær sem er. Engin þjónustugjöld, innlausnar- gjöld eða aðrar þóknanir eru á honum.“ Miðað er við að lágmarksinn- stæða á reikningnum sé 250 þús- und krónur. Vextir Verðbréfareikn- ingsins fyrir ágústmánuð eru 6,4%. Bifreiðaumboðið Jöfur Nýttfélag tekið við STOFNAÐ hefur verið nýtt hlutafé- lag um rekstur bifreiðaumboðsins Jöfurs undir sama nafni en nýrri kennitölu. Að sögn Jóns Ármanns Guðjónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur staðið yfir end- urskipulagning á starfsemi Jöfurs að undanförnu. „Það var ákveðið að stofna nýtt félag um reksturinn í kjölfar breyttrar eignaraðildar með nýju hlutafé. Meðal hluthafa í nýja félaginu er eldra félagið _.Iöfur.“ Aðspurður segir Jón Ármann að Jöfur hafi áfram umboð fyrir Peugeot og Chrysler. Eins hafi fyr- irtækið umboð fyrir Skoda a.m.k. fram til áramóta. Hann segir að endurráðning starfsfólks sem sagt var upp fyrir mánuði síðan standi yfir hjá nýja félaginu en ekki sé útséð um hvort allir verði endurráðnir. -----» ♦ ♦--- Seðlabankinn Villa í út- reikningi í SKÝRSLU bankaeftirlits Seðla- banka Islands fyrir árið 1996, sem dreift var 23. júlí sl., hefur komið í ljós villa í útreikningi á arðsemi eig- in Ijár eins verðbréfafyrirtækis. Um er að ræða arðsemi eigin fjár Kaup- þings hf. Rétt tala er 55,4% í stað 41,1% og er þeirri leiðréttingu hér með komið á framfæri. Arðsemi eig- in fjár verðbréfafyrirtækja í heild verður þá 25,8% í stað 23,8%. ---------» ♦ ♦---- Leiðrétting ÞAU mistök áttu sér stað í frétt um afkomu Þróunarfélags íslands á fyrri árshelmingi þessa árs í Morg- unblaðinu í gær, að rangt var farið með arðsemi eigin fjár félagsins. Hið rétta er að arðsemi eigin fjár var 38,3% á ársgrundvelli, miðað við afkomu félagsins fyrstu sex mánuði ársins. Er hér með beðist velvirðing- ar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.