Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEF með mis- munandi miklum áhuga fylgst með því starfi sem er kallað forvamir og er beint að ungu fólki í þjóðfé- laginu. Að vísu verð ég jafnhissa þegar lát- ið er eins og drykkja unglinga sé eitthvað nýtt hjá okkur. Drykkja unglinga núna er eðlileg afleið- ing þjóðfélagsins sem við búum í og hefur lítið breyst frá mínum unglingsárum. Stóri munurinn er sá að nú fylgjumst við tölfræði- lega betur með þessari þróun. Alkóhólismi er margþættur sjúkdómur sem tekur til allra þátta manneskjunnar. Einkenni alkóhól- isma eru fjölmörg og það sem allir alkóhólistar eiga sameiginlegt er að þeir þjást af líkam- legum, andlegum, til- finningalegum og fé- lagslegum kvillum. Fjölskyldur þeirra þjást líka og þar sem unglingur hefur drykkju snemma á lífsleiðinni er veruleg hætta á að hann þrói með sér alkóhólisma. Því miður búum við í þjóðfélagi sem á erfitt með að koma auga á vandann. Það er fyrst og fremst vegna þess að alkóhólismi er svo almennur og vegna þess að meðvirkni er landlæg. Enda er ég oft spurð þeg- ar ég lýsi einkennum meðvirkninn- ar hvort þau séu ekki „bara eðli- leg“. Ég ætla að fjalla um nokkur einkenni þessa sjúkdóms, hvernig það tengist meðvirkni og með því Okkur fínnst nefnilega verra, segir Ragnheið- ur Oladóttir, að sjá börn drukkin en full- orðna. reyna að varpa ljósi á það hvers vegna það sem við köllum forvarn- ir dugir svo skammt. Margþættur sjúkdómur Til þess að alkóhólismi viðhaldist í manneskju þarf hún að vera í afneitun á ástandi sínu og til þess notar hún margvíslegar aðferðir. T.d. getur alkóhólisti ekki tengt afleiðingar drykkjunnar við hana heldur réttlætir hana á einhvern annan hátt. Virkur alkóhólisti af- neitar tilfmningum sínum og lítur á tilfinningar sem sinn versta óvin. Hann varpar neikvæðni sinni yfir á aðra, það er kallað frávarp. Hon- um líður stöðugt illa, en tengist ekki þeim tilfinningum heldur kennir umhverfi sínu um þær, sérs- takega fjölskyldu og varnarlausu fólki. Alkóhólisti notar oft mjög flókið hugsanamynstur til þess að glíma við daglegt líf. Hann gerir það sem ég kalla að lifa í huganum en ekki í raunveruleikanum. Hann tengist ekki tilfinningalífí sínu, er yfirleitt mjög ómeðvitaður um líkama sinn og tengist ekki öðru fólki. Hann er sá sem hlustar ekki. Hann þarf að vera mjög útsmoginn til þess að geta viðhaldið óbreyttu ástandi og er því oft viðbúinn því að fólk í umhverfi hans sé jafnútsmogið og hann. Hann ímyndar sér hvern- ig samferðafólk hans er og tekur það ekki trúanlegt. Hann er búinn að búa til sínar skýringar á hegðun fólksins í kringum sig og hann notar auðvitað til þess það eina sem hann þekkir, sinn eigin nei- kvæða og flókna hugsanagang. Ef lesanda finnst þessi grein orðin flókin þá er það vegna þess að við erum að fjalla um sjúkdóm sem flækir málið. Er betra að vera ekki verri? Líf alkóhólista gengur út á það eitt að lifa til þess að svala fíkn sinni. Til þess hefur hann meðal annars fyrrgreinda lævísi. En hann notar líka vinnuna til þess að sýna fram á að hann eigi ekki við vanda- mál að stríða. Hann bendir á þá staðreynd að hann vanti aldrei í vinnu eða skóla. Enda eru alkóhól- istar á vinnustað oft þeir sem mæta fyrstir og fara síðastir. Þetta er einhver besta vörn sem þeir hafa vegna þess almenna misskiln- ings að alkóhólistar mæti ekki í vinnu eða skóla og séu upp til hópa slæpingjar. Það er aðeins lít- ill hluti alkóhólista sem þannig er ástatt fyrir. Flestir alkóhólistar eru færir um að harka af sér óþægind- in og drekka með reglulegu milli- bili (á íslandi er helgardrykkja vin- sælust). Samfélagið kýs að líta framhjá þessum alkóhólistum vegna þess að meðvirkir vilja líka viðhalda óbreyttu ástandi. Ef við viðurkennum að fjöldinn allur af vinnandi fólki séu alkóhólistar þurfum við ef til vill að fara að skoða okkar eigin drykkju eða meðvirkni! Það þýðir líka að við verðum að breyta einhveijum af fastmótuðum viðhorfum okkar. Viljum við það? Er ekki þægilegra að benda á þá sem eru verri? Það gera alkóhól- istar. Þeir geta alltaf bent á „Fúlan á móti“ og sagt að hann drekki meira, eyði meiru og hagi sér verr. Samanburður er í miklu uppáhaldi hjá þeim sem háðir eru áfengi eða öðrum vímuefnum. Það má alltaf finna einhvem verr á sig kominn. Afneitunin hjálpar líka til þess að alkóhólistinn gerir sér ekki grein fyrir því að sá sem hann bendir á er i sama ástandi og hann sjálfur. Eru unglingar blórabögglar? Því miður er það þetta sem er að gerast núna í samfélaginu í sambandi við forvamir. Unglingar em orðnir „verri“ en hinir. A með- an við bendum á þá og tölum um að koma í veg fyrir unglinga- drykkju og dópneyslu með marg- víslegum aðgerðum erum við að skekkja fókusinn og taka þetta alvarlega mál út úr því samhengi sem það verður að vera í. Okkur finnst nefnilega verra að sjá börn drukkin en fullorðna. Okkur finnst verra að vita að þau eru að stytta líf sem varla er hafið. Það er svo óþægilegt fyrir okkur að við gríp- um til málshátta og klisja til þess að róa samviskuna. Við segjum: byrgjum brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Mikið var þetta nú gott fyrir samviskubitið. Þetta hljómar eins vel og það hefði prýtt rammíslenska mjólkurfernu. Og svo búum við til ný slagorð sem ríma og stuðla, klingja og hljóma: ÍSLENSKT MÁL DR. BJARNI Einarsson segir í bréfi: „Full þörf væri á að vara við misskilningi orðtak- anna að hafa fengið smjörþef- inn af einhverju og að blikur sjáist á lofti.“ Umsjónarmaður hefur orðið var við merkingarbreytingu fyrra orðtaksins og hefur lítil- lega á það minnst fyrr. Það er nú ekki einhaft í neikvæðri merkingu. Um þessi orðtök finnst mér hampaminnst að fletta upp í margnefndri bók Mergur máls- ins. Þar segir (stytt og letur- táknum breytt og lesið úr skammstöfunum): „fá/finna smjörþefinn af einhverju = fá fyrstu kynni af einhveiju slæmu, fá að kenna á einhveiju óþægilegu (en eitthvað verra fylgirþó áeftir).“ Dæmi: „Fyrsti áfangi var mjög erfiður en kannski höfum við aðeins fengið smjörþefinn af því sem á eftir kemur.“ Líkingin er frá vondri lykt af skemmdu smjöri. Umsjm. hefur ekki orðið var við misnotkun orðtaksins að blikur séu/sjáist á lofti, en vel má vera að hin neikvæða merk- ing þess sé nú ekki alltaf skýr. [Eftir að þetta var skráð, heyrði ég áhrifakonu segja í fréttavið- tali að „engar blikur sæjust á lofti“ í jákvæðri merkingu, að því er virtist.] Lítum svo í Merg málsins með sama fyrirvara og áður: „blikur eru á lofti = eitt- hvað ógnvænlegt og óvisst er framundan, það horfir ófriðlega, horfur eru ekki vænlegar. Lík- ingin er dregin af veðurfari, þ.e. menn reyna að ráða veðurhorfur af skýjafari.“ Bjarni Einarsson hafði sitt- hvað að athuga við málfar hér í blaðinu síðustu mánuði. Ég tek nokkur dæmi sem hann sendi mér af því tagi: 1) „Þegar Alina [dóttir Fidels Castros] hugðist kvænast öðru sinni..Sögnin að kvænast er dregin af kván = kona. Kon- ur kvænast því ekki, nema lesb- íur, en það mun Alina Fidels- dóttir ekki vera (Mbl. 30. maí '97). Umsjónarmaður Gísli Jónsson 912. þáttur 2) „Bretar á þröskuldi stafrænn- ar byltingar“ (Mbl. fyrirsögn 4. febr. ’97). Þarna mun Bjarna hafa þótt líkingamálið hæpið. 3) Löng og klúsuð málsgrein úr Lesbók 8. febr. ’97: „Þannig farast prófessor Valerij Berkov, ritstjóra Rússnesk-íslenskrar orðabókar, sem Helgi Haralds- son, prófessor í rússnesku við Oslóarháskóla hefur samið og kom út hjá Nesútgáfunni fyrr í vikunni, orð í pistli sínum í bók- inni.“ 4) „.. .undan ströndum Brittaníu" (Mbl. 11. mars ’97). Og nú spyr Bjarni: „Hvar eru strendur Brittaníu?“ Sigurður Eggert Davíðsson segir að þama muni átt við Bretagne- skagann í Frakklandi sem á ensku sé letraður Brit(t)anny. 5) Enn líkar Bjarna Einars- syni ekki að fornaldarhöfðingjar í Suður-Ameríku séu nefndir „lávarðar" (Mbl. 14. mars ’97). Á sumt annað, sem hann nefnir, verður kannski minnst í öðru sambandi síðar. Morgun- blaðið á sér marga góða og gagnrýna lesendur. ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar langamma lagðist á sæng, ég lyfti til flugs mínum væng; mér fannst óráð að vera og úr því að skera hvort hún eignaðist gálu eða hæng. ★ Undarleg breyting gengur nú yfir samhljóðin n og 1 í vissum samböndum, og er bágt að vita hvað veldur. í stað þess að segja yfir ána, brúna, taka menn að tvöfalda n-hljóðið og segja fyrir „ánna“ og yfir „brúnna", rétt eins og menn væru með þessi algengu orð í eignarfalli fleir- tölu. Þar sem um þetta hefur rækilega verið fjallað í Tungu- taki, orðlengi ég það ekki frek- ar, en styð heils hugar baráttu þeirra sem reyna að færa þetta ranga tal til rétts vegar. [Eftir að þetta var skrifað, kom bréf Bjarna Einarssonar. Þar var þessi ívitnun: „.. .þessi á var ekkert lík ánnum (let- urbr. hans) á íslandi" (orð lögð í munn Önnu Tryggvadóttur - greinarhöf.: Súsanna Svavars- dóttir - Mbl. 9. mars 1997).] Hitt er framburður á 1 milli tveggja sérhljóða, eins og í sal- at. Engin ástæða er til þess að tvöfalda 1-ið í þessari stöðu. Eðlilegasti framburður er sá að hafa það eins og í sala og seinni hlutann þá eins og í at, þegar við gerum at í einhveijum. Dett- ur einhveijum í hug að segja að góð ?salla hafi verið á hluta- bréfamarkaðinum, eða var ein- hver að ?talla um slíkt? ★ Jón Stefánsson organisti hringdi og hafði sitthvað að at- huga við mál fjölmiðla og aug- lýsenda. Dæmi: 1) Úr texta- varpinu: „Norðmenn báru sigur af hólmi.“ Jóni fannst að þetta myndi hafa verið þungbært. Þess er að geta að þarna hefur slegið saman tveimur orðtökum. Annars vegar er að fara með sigur (sigri) af hólmi = fara sigurvegari frá hólmgöngunni - og bera sigurorð af einhveij- um = fá orðstír af því að sigra einhvern. 2) Hans Petersen auglýsir daglega: „Enginn dagur er eins.“ Þetta minnir Jón á þegar karlinn sagði: „Það er ekki í fyrsta skipti sem hún Gunna er eins.“ Og við spyijum: Eins og hvað? 3) Þá undraðist Jón eins og fleiri, hversu algengt er að jafn- vel menntað fólk tali um „að fara erlendis". Menn fara utan (út) eða til útlanda og dveljast þá oft erlendis Iengur eða skemur. Umsjónarmaður tekur feginn við athugasemdum og kenning- um fólks um málið okkar. ★ Vilfríður vestan kvað: Þegar föðmuðust Helga og Hörður, gutu hólar og stein ólu vörður; þá snarvilltust álfar og æxluðust kálfar og skein við sól allur SkagaQörður. Auk þess var vont mál fram- an á íþróttakálfi þessa blaðs 23. júlí. Þar stóð feitu letri undir mynd: „Lagt á ráðin“, þar sem vera ætti: Lögð á ráðin, sbr. marga fyrri þætti. Forvarnir bara orð eða eitt- hvað sem virkar? Ragnheiður Óladóttir gjörsamlega til einskis. Við erum að viðhalda óbreyttu ástandi sem alkóhólískt, meðvirkt samfélag. Af því sem ein heild og sem ein- staklingar viljum við ekki gera það sem alkóhólistinn vill ekki gera heldur. Við viljum ekki endurskoða viðhorf okkar til þjóðararfsins, við viljum ekki viðurkenna að 500 ára kúgun og niðurlæging hafi haft áhrif á sjálfsvitund okkar sem þjóð- ar og að það gæti haft eitthvað með landlægan drykkjuskap að gera. Við viljum ekki skoða okkar eigin hugarheim, tilfinningalíf, hegðun eða breyta stirðnuðum við- horfum. Það er svo óþægilegt. Æ, æ, æ, við gætum komist að einhveiju vondu um okkur sjálf. Bendum bara á afleiðingar okk- ar eigin gjörða og segjum „Björg- um þeim“. Alla vega þeim allra verstu. Við skulum bara halda áfram að vera steinhissa um hveija verslunarmannahelgi. Og gleyma því þess á milli. Rekum upp stór augu og Jesúsum þegar afleiðing- arnar koma í blöðin og þykjumst ekki vita hvað gerist á okkar eigin heimilum, í okkar eigin garði. Með því móti viðhöldum við alvarleg- asta meini þjóðarinnar. Forvarnir Eru þá þessar forvarnir til einsk- is? Þær hafa að einhveiju leyti bjargað fólki fyrr í meðferð vegna þess að ættingjar átta sig frekar þegar umræða er í gangi. En því miður gera þær ekkert til þess að koma í veg fyrir að unglingur taki sitt fyrsta glas og svo sína fyrstu jónu, eða gleðipillu. Eðli alkóhól- isma er slíkt að öll auglýsinga- mennska fer gjörsamlega í súginn gagnvart þeim sem þegar eru byij- aðir og þeir sem ekki hafa þegar byijað eru einungis fróðari um áhrif vímuefna, hafa heyrt ævisög- ur óvirkra fíkla. Það er vegna þess hvernig rótin að drykkjunni er og hvernig fólkið okkar er alið upp. Hvernig við ölum börnin okkar upp og hvernig við vorum alin upp og hvernig samfé- lagið elur þau upp. Þess vegna er það fullorðna fólkið sem þarf að fara að vinna að sínum málum svo það hafi forsendur til að skilja hvað er að gerast í lífi ungs fólk. Klisjur og málshættir duga ekkert og vönduð fræðsla dugar því miður skammt. Við þurfum að heijast handa að vinna í okkar málum og það er sárt! í dagblaði í dag (29. júlí) las ég að miklu meiri lög- gæsla yrði á Halló Akureyri. Eg held að ég geti bent einmitt á þá samkomu til þess að styðja við þá skoðun að forvarnastarf er hjóm eitt. Fræðsla má sín því miður lít- ils gagnvart því ábyrgðarleysi sem Halló Akureyri er. Og það að bæta við löggæsluna er aðeins viður- kenning sjúks samfélags á því að það ráði ekki við vandann og þori ekki að taka á honum af skynsemi og festu. Sunnudaginn 27. júlí sá ég aug- lýsingu í Morgunblaðinu sem er frábrugðin þessum venjulegu upp- hrópunum og sýnir skilning á því að foreldrar hafa mikið að segja í þessum málum og ráðin fimm sem þar eru gefin eru mjög góð. Væru foreldrar tilbúnir til þess að með- taka og fara eftir slíkum ráðum væri það byijunin á nýjum hugsun- arhætti sem þarf til þess að eitt- hvað breytist. Til þess að það mættiverða þyrftu foreldrar að sýna sjálfsaga og festu allt árið, ekki aðeins daginn fyrir verslunar- mannahelgi. í lokin við ég bæta því við að ég hef haft talsverð samskipti við ungt fólk í bata (sem hefur hætt allri vímuefnaneyslu) og það hefur gefið mér von um að foreldrar og aðrir fullorðnir gætu farið að vinna af jafnmiklum krafti og kjarki og þetta unga fólk. Með því móti fara forvarnimar að virka. Höfundur hefur undanfarin ár unnið við ráðgjöfog námskeið fyrir meðvirka og óvirka alkóhólista. I i I I ► > I I > I I > I t I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.