Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
UTANRIKISRAÐHERRA hefur lýst
því yfir, að embætti sitt og forseta
muni ræða ummæli forsetans í
Washington frekar. Hann lýsti jafn-
framt þeirri skoðun sinni, að það
væri ljóst að forsetinn þyrfti að geta
svarað fyrir sig „og það verður hann
að gera með þeim hætti að samrým-
ist í einu og öllu stefnu ríkisstjórnar
á hveijum tíma í utanríkismálum“.
Sama dag og ummæli utanríkis-
ráðherra birtust á prenti bárust þær
fréttir frá Danmörku, að þar í landi
hefðu fulltrúar forsætis- og utanrík-
isráðuneytis náð samkomulagi um
að breyta reglum um ræður Dana-
drottningar. í framtíðinni mun
drottning ekki tjá sig um pólitísk
málefni líðandi stundar. Jafnframt
var samþykkt, að danska utanríkis-
ráðuneytið sjái áfram um að sam-
þykkja þær ræður er drottning flyt-
ur opinberlega.
Þessi frétt af skipan mála í Dana-
veldi og fréttaflutningur af ummæl-
um forseta íslands í Bandaríkjunum,
þar sem hann svaraði m.a. spurning-
um um stækkun NATO, hvalveiðar
og afstöðu íslands til Evrópusam-
bandsins, vekja upp spumingar um
stöðu forsetans og valdsvið hans.
Samrýmist það embætti hans að tjá
sig um pólitísk mál og ef svo er, er
honum þá lögð sú skylda á herðar
að framfylgja stefnu Alþingis og rík-
isstjórnar?
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
ummæli forseta vekja athygli og
deilur um stöðu hans. Skemmst er
að minnast fréttaflutnings af för
Vigdísar Finnbogadóttur til Kína í
september 1995. Að loknum fundi
hennar og Li Peng, forsætisráð-
herra, var haft eftir Vigdísi að hún
og forsætisráðherrann kínverski
hefðu m.a. velt fyrir sér heimspeki-
legum spurningum, eins og t.d.
hversu frelsið væri afstætt.
Nú bar sögum ekki saman um
hversu rétt var eftir forseta haft og
ummælin skiptu ekki sköpum í sam-
skiptum íslendinga og annarra
þjóða. Ýmsum þótti þau óheppileg í
ljósi mannréttindabrota kínverskra
stjórnvalda, en öðrum þótti ósmekk-
legt að gagnrýna forsetann fyrir
ummælin.
Orð Ólafs Ragnars Grímssonar í
Washington voru af öðrum toga, því
þar svaraði forsetinn spumingum
um milliríkjamál, sem eru efst á
baugi. Þrátt fyrir þá skoðun utanrík-
isráðherra, að forsetinn hefði mátt
orða sum ummæli sín betur hefur
t.d. forsætisráðherra lýst því yfír að
forseti hafi efnislega farið nákvæm-
lega rétt með þá stefnu, sem ísland
fyigi-
Forsetinn semur ræður sínar sjálf-
ur og er í sjálfsvald sett hvort hann
ber þær undir aðra, samkvæmt upp-
lýsingum Komelíusar Sigmundsson-
ar forsetaritara. Forsetaritari benti
á að forseti íslands væri þjóðkjörinn,
en embættið væri ekki erfðaemb-
ætti. Engar reglur giltu um ræður
forseta Islands og ekki væri heldur
á hefðum að byggja. „Eflaust ræðir
forseti íslands við ákveðna -------
aðila um ræður sínar, ef
hann telur ástæðu til,“ sagði
Komelíus og benti á, að for-
seti starfaði innan þess
ramma, sem settur væri í
stjómarskrá. Hann kvaðst
ekki sjá tilefni til þess að svo stöddu
að setja ákveðnar reglur um ræður
forseta, hins vegar mætti vera að í
framtíðinni yrði mótuð ákveðin
vinnutilhögun.
Forsetaritari vísar til þess ramma,
sem stjórnarskrá setur embætti for-
seta. Sá rammi er raunar nokkuð
rúmur. Ummæli forseta og hvort þau
samrýmist stöðu hans er því ekki
hægt að skoða nema í ljósi þess,
hver raunveruleg staða embættisins
er og hvaða hefðir og venjur hafa
mótast á liðnum áratugum.
Skýrt er tekið fram í stjórnar-
skrá, að forsetinn láti ráðherra fram-
kvæma vald sitt. Hann skipi ráð-
herra og veiti þeim lausn, ákveði
tölu þeirra og skipti með þeim störf-
um, veiti þau embætti sem lög kveða
á um, geri samninga við önnur ríki,
hann geti frestað fundum Alþingis
eða rofíð þing, fellt niður saksókn
eða náðað menn. Þessum embættis-
skyldum hefur forseti ávallt gegnt
í samræmi við ákvarðanir þings og
ríkisstjórnar og fáir orðið til að
Rétt stefna en
rangt orðaval?
Sum ummæli forseta íslands á blaðamannafundi í Washington í
Bandaríkjunum fyrir skömmu hefði mátt orða betur, að mati
Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. í grein Ragnhildar
Sverrísdóttur kemur fram að engar reglur eru til um opinberar
ræður forsetans og enn eru menn ekki á eitt sáttir um hver
raunveruleg völd forsetaembættisins eru eða eiga að vera.
mæía gegn þeirri venju, enda tak-
marka greinar stjórnarskrárinnar
um ábyrgðarleysi forseta á stjórnar-
athöfnum þær greinar, sem kveða á
um valdsvið hans.
Sú grein stjórnarskrárinnar, sem
oftast er vitnað til þegar talað er
um völd forseta, er 26. greinin sem
fjallar um málskotsrétt hans. í grein-
inni er kveðið á um, að ef Alþingi
hafi samþykkt lagafrumvarp skuli
það lagt fyrir forseta lýðveldisins
og veitir staðfesting hans því laga-
gildi. Þá segir: „Nú synjar forseti
lagafrumvarpi staðfestingar, og fær
það þó engu að síður lagagildi, en
leggja skal það þá svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra kosn-
ingarbærra manna í landinu til sam-
þykktar eða synjunar með leynilegri
atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi,
ef samþykkis er synjað, en ella halda
þau gildi sínu.“
Bent hefur verið á, að ef forseti
neitaði að skrifa undir lagafrum-
varp, væri hann þar með kominn í
andstöðu við meirihluta Alþingis,
enda hefði hann hvorki algert neit-
unarvald né frestandi neitunarvald.
Hann þyrfti að gera grein fyrir
ákvörðun sinni og þannig taka þátt
í „kosningaslag" við þingið um hylli
kjósenda fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ef kjósendur reyndust hon-
um sammála féllu lögin úr gildi, en
ef ekki gæti reynst þrautin þyngri
fyrir forseta að sitja áfram eins og
ekkert hefði í skorist. Einn þeirra
sem bent hefur á þennan annmarka
er dr. Gunnar G. Schram lagapró-
fessor, sem sagði í grein í Morgun-
blaðinu í janúar 1983, að hann teldi
þetta fyrirkomulag einstætt meðal
sjálfstæðra þjóða.
Varnagli vegna
utanþingsstjómar
Umijöllun um 26. grein stjórnar-
skrár skýtur reglulega upp kollinum
og ekki síst fyrir forsetakosningar.
Fyrir kosningarnar
1968 birtist viðtal við
dr. Bjama Benedikts-
son í Morgunblaðinu,
þar sem hann sagði
greinina einungis ör-
yggisákvæði, sem
deila mætti um hvort heppilegt hefði
verið að setja í stjórnarskrána. Hann
gaf þá skýringu, að þegar verið var
að semja frumvarpið að lýðveldis-
stjórnarskránni hafí utanþingsstjórn
setið að völdum, sem meirihluti Al-
þingis undi mjög illa. „Með réttu eða
röngu töldu margir þingmenn, þar
á meðal ég, að þáverandi ríkisstjóri
hefði við skipun utanþingsstjórnar-
innar farið öðruvísi að en þingræðis-
reglur segja til um. Menn óttuðust
þess vegna, að innlendur þjóðhöfð-
ingi kynni að beita bókstaf stjórnar-
skrárinnar á annan veg en konungur
hafði ætíð gert frá því að landið
fékk viðurkennt fullveldi 1918-og
þar með taka afstöðu með eða móti
lagafrumvörpum, alveg gagnstætt
því, sem ætlast er til í þingræðis-
landi, þar sem staðfesting þjóðhöfð-
ingjans á gerðum löggjafarþings er
einungis formlegs eðlis. Menn vildu
ekki eiga það á hættu, að forseti
gæti hindrað löglega samþykkt Al-
þingis með því að synja henni stað-
festingar, heldur tæki lagafrumvarp
Ummæli for-
seta endur-
spegli stefnu
ríkisstjórnar
engu að síður gildi, en vald forseta
yrði takmarkað við það eitt að geta
þá komið fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið. Þetta ákvæði
skýrist þess vegna eingöngu af því
tímabundna ástandi, sem hér ríkti á
árunum 1942-44 og hefur reynslan
síðan bent til að þessi varúð þingsins
hafi verið ástæðulaus."
Tuttugu og níu ár eru liðin frá
ummælum Bjarna og enn hefur ekki
reynt á ákvæðið. Hins vegar hafa
forsetar velt möguleikanum fyrir
sér, þegar kjósendur hafa beint til-
mælum í þá veru til þeirra. Sveinn
Björnsson var beðinn um að beita
áhrifum sínum við Alþingi svo þjóð-
aratkvæði yrði greitt um tillögu um
samning milli íslands og Bandaríkj-
anna um niðurfellingu herverndar-
samningsins frá 1941. Að því er
fram kemur í bókinni Stjórnarráð
íslands 1904-1964 eftir Agnar Kl.
Jónsson sagði forsetinn á ríkisráðs-
fundi, að eftir rækilega umhugsun
hefði hann komist að þeirri niður-
stöðu, að stjómarskráin gerði ekki
ráð fyrir slíkum afskiptum forseta
af málum, sem Alþingi fjallaði um,
og að slík afskipti mundu þar af
leiðandi ekki vænleg til áhrifa.
Þingflokkur Alþýðubandalags fór
þess á leit við Asgeir Ásgeirsson
árið 1966 að forsetinn beitti valdi
sínu til þess að láta greiða þjóðarat-
kvæði um samning ríkisstjómarinn-
ar við Swiss Aluminium. Ásgeir
sagði, að Alþingi hefði þegar sam-
þykkt frumvarpið og hann sæi ekki
ástæðu til annars en staðfesta lögin.
Vigdísi Finnbogadóttur bárust
áskoranir árið 1993 um að samning-
urinn um Evrópska efnahagssvæðið
yrði lagður undir þjóðaratkvæði.
Vigdís svaraði með yfirlýsingu á rík-
isráðsfundi, þar sem hún sagði að
jafnt og þétt hefði styrkst sá megin-
þáttur forsetaembættisins að vera
óháð og hafið yfir flokkapólitík og
flokkadrætti. Embættið væri tákn
sameiningar, en ekki sundrungar.
„Glöggt vitni um það eðli embættis-
ins er að enginn forseti hefur gripið
fram fyrir hendur á lýðræðislega
kjörnu Alþingi, sem tekið hefur
ákvarðanir sínar með lögmætum
hætti,“ sagði forsetinn.
Vigdís hafði áður staðið frammi
fyrir 26. greininni, þótt ekki reyndi
á málskotsréttinn. I október 1985
samþykkti Alþingi frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um að kjaradeilu flug-
freyja og Flugleiða yrði vísað til
Kjaradóms og verkfall flugfreyja
bannað. Lögin voru færð forseta til
undirritunar að morgni 24. október,
en Vigdís tók sér umþóttunartíma.
Ástæðan var ekki sú, að hún hug-
leiddi að neita að undirrita lögin.
„Það sér hver hugsandi maður að
það þarf miklu meira til en setningu
kjaralaga einnar stéttar að forseti
íslands leggi undir þjóðaratkvæða-
greiðslu ákvarðanir lýðræðiskjörins
Alþingis og ríkisstjórnar landsins,"
sagði forseti í Morgunblaðinu 25.
október. „En það kom mjög óþægi-
lega við mig sem einstakling og for-
seta íslands að íslensk stjórnvöld
skyldu vera svo óheppin að þurfa
að setja slík lög varðandi konur á
þessum degi,“ sagði forseti og vísaði
þar með til þess, að 24. október
1985 voru liðin rétt 10 ár frá
kvennafrídeginum. Ástæða forseta
var því persónuleg og hún undirrit-
aði lögin þremur tímum eftir að hún
fékk þau í hendur. Þrátt fyrir það
lýsti þáverandi samgönguráðherra,
Matthías Bjarnason, því yfír að hann
hefði hiklaust sagt af sér ráðherra-
dómi ef undirskrift forsetans hefði
dregist fram eftir degi.
Eins og fyrr sagði er oft fjallað
um efni 26. greinar stjórnarskrár-
innar fyrir forsetakosningar og
frambjóðendur krafðir svara um
hvernig eða hvort þeir myndu beita
henni. í umræðuþætti á Stöð 2 í
byijun júní á síðasta ári sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson að markmiðið
með þessu öryggisákvæði væri ekki
í sjálfu sér að forseti beitti því.
Æskilegt væri að ávallt væri slíkt
samræmi á milli þjóðarvilja og þing-
vilja að ekki þyrfti að koma til þess
að forseti vísaði máli til ---------
þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Það má þó ekki gleym-
ast að fullveldisrétturinn
er hjá þjóðinni. Ef hugs-
anlega er að myndast
gjá milli þjóðarvilja og
þingvilja, þá erþað eðli þessa ákvæð-
is að forseti veiti þeim aðila, sem
hefur fullveldisréttinn, aðstöðu til
þess að segja sitt álit.“
Ólafur Ragnar sagði að beiting
málskotsréttar kæmi til greina ef
mál snertu fullveldisrétt þjóðarinnar,
svo sem aðild að Evrópusambandinu.
Ef stjórnmálaflokkar gengju á bak
þeirra orða að bera hugsanlega aðild
undir þjóðina teldi hann tvímæla-
laust að forseti ætti að beita mál-
skotsrétti.
Ekki heil brú í þjóðkjöri
valdalauss forseta
Sigurður Líndal, lagaprófessor,
ritaði grein í Skírni 1992 urn stjórn-
skipulega stöðu forseta Islands.
Hann vísar m.a. til umræðna um
lýðveldisstjórnarskrána á Alþingi
1944, þar sem látin var í Ijós sú
skoðun, að þjóðkjörinn forseti ætti
að vera eins konar umboðsmaður
þjóðarinnar sem ætti að geta skotið
lögum undir atkvæði hennar. „Þetta
er eðlilegt viðhorf, enda ekki heil
Hefur venja
svipt forseta
íslands öllum
völdum?
brú í því að efna til þjóðkjörs um
valdalausan forseta þar sem ekki er
uin annað að kjósa en persónulega
eiginleika," segir Sigurður. Þegar
þetta sé haft í huga og það að til-
efni til íhlutunai' forseta hljóti eðli
málsins samkvæmt að vera fá, sé
ekki unnt að halda því fram að venja
hafi svipt forseta öllum völdum.
Forsetinn sé ekki valdalaust samein-
ingartákn. Hann þurfi atbeina ráð-
herra til flestra beinna athafna, en
hins vegar ekki til synjana sem hon-
um séu heimilar að stjórnlögum.
Aðrir lagaprófessorar hafa verið
á öðru máli. í bókinni Stjórnskipun
íslands eftir Ólaf heitinn Jóhannes-
son, sem nýlega var endurskoðuð i
og -rituð að hluta af Gunnari G. |
Schram, segir að í stjórnarskránni
sé forseta í orði kveðnu fengið mik- |
ið vald, en af öðrum stjórnarskrár- :
ákvæðum og stjórnarvenjum hér á
landi leiði að í reyndinni sé vald for- !
seta oftast nær lítið og hlutverk 1
hans í löggjöf og stjórnarathöfnum
venjulega formsatriði. í bókinni seg-
ir einnig, að hafa beri í huga að þó
að forsetastaðan sé hér á landi fyrst
og fremst táknræn tignarstaða sé
forsetinn jafnframt einskonar öryggi
í stjórnarkerfinu og geti komið til
hans kasta ef stjórnarkerfið að öðru j
leyti verði óstarfhæft.
Getur forseti fylgt
annarri stefnu?
Forseti íslands hefur oftast tekið
þann kostinn að tjá sig lítt eða ekki
um stjórnmál líðandi stundar. Af
ummælum núverandi forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra er ljóst
að þeim þykir eðlilegt að ummæli
forseta endurspegli stefnu meiri-
hluta Alþingis og ríkisstjórnar. Fyrr-
verandi utanríkisráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson, sagði í grein í ;
Morgunblaðinu í maí í fyrra að þeirri
spurningu hefði aldrei verið svarað,;
hvort forsetinn eigi að tala máli rík-
isstjórnarinnar í erlendum samskipt-
um. „Getur forsetinn fylgt allt ann-
arri stefnu en sitjandi ríkisstjórn og
þingmeirihluti? Á hann þá að gera
það fyrir opnum tjöldum og með
virkum hætti - eða á laun, í einka-
samtölum? Ef upp koma viðkvæm
og vandmeðfarin milliríkjadeilumál
(eins og t.d. í samskiptum við Norð-
menn út af hafréttarmálum) á for-
setinn að hafa þar frumkvæði? Eða
á hann að láta eins og honum komi
málið ekki við?“ spyr Jón Baldvin.
Jón Baldvin segir einnig, að í sum-
um ríkjum sé það skylda forsetans
að tala máli sitjandi ríkisstjórnar og
sums staðar sé gengið svo langt að
ræður forseta séu samdar í forsætis-
eða utanríkisráðuneytinu. Þá víkur
utanríkisráðherrann fyrrverandi að
ýmsum pólitískum átakamálum, eins
og aðildinni að EFTA, aðild að EES,
samskiptum íslendinga við Evrópu-
sambandiðog útfærslu GATT-samn-
ingsins. „Á að ætlast til þess að
forseti, sem í fyrri tilveru sinni var
einn harðasti andstæðingur þeirrar
stefnu í utanríkisviðskiptum, sem
meirihluti þings og þjóðar
hefur mótað, tali þvert um
hug sér í þeim málum? Eða
getur hann haldið áfram
að beijast fyrir því úr for-
setastóli aðstefnunni verði
..... breytt og ísland segi t.d.
skilið við Evrópska efnahagssvæð-
ið?“ spyr Jón Baldvin. Síðar í grein-
inni segir hann, að að óbreyttum
lögum og reglum sé forsetaembættið
komið í stjórnskipulegar ógöngur.
Forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra hafa báðir lagt áherslu á mikil-
vægi þess að forsetinn fylgi stefnu
ríkisstjórnarinnar. í viðtali í Morgun-
blaðinu í júlí í fyrra var Vigdís Finn-
bogadóttir spurð hvort svigrúm
hennar til að láta í ljósi skoðanir
sínar eða beita áhrifum sínum, inn-
anlands eða í samtölum við erlenda
þjóðhöfðingja, hefði einhvern tímann
verið takmarkað af hálfu stjórnmála-
manna. „Nei, ég hef alltaf vitað
minn ramma og ekki farið út fyrir
hann,“ svaraði þáverandi forseti.
„Mér myndi aldrei detta slíkt í hug,
vegna þess að ég er lýðræðiskjörin
en ekki kjörin af pólitískum flokkum.
Ég er ekki talsmaður pólitískrar
stefnu, hvorki einnar né annarrar.
Ég er kjörin í þjónustuhlutverk, til
að sinna þeim verkefnum sem ég
er beðin um.“