Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jónas Tryggvason ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir í hópi íslenskra námsmanna í Seattle. Forseti íslands með námsmönnum í Seattle Þekkingin nýtist Islandi Sjómannasambandið krefst athugunar Landheigisgæzlunnar á Kan BA Segja sjö óskráða utlendinga í áhöfn Farþegar, segir stjórnarformaðurinn Seattle. Morgunblaðið. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, hitti í gær að máli íslenska námsmenn í Seattle í Washington- ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Forsetinn hvatti íslenska námsfólkið til að nota þá þekkingu og þau tæki- færi, sem það öðlaðist í náminu vestra, íslandi til framdráttar. I gær var rétt ár frá því Ólafur Ragnar tók við forsetaembættinu og gat hann þes_s í ávarpi sínu í mótttökunni. Á vegum Jóns Marvins Jónssonar, ræðismanns íslands í Seattle, og Washington-háskóla var haldin mót- taka fyrir íslenska námsmenn og fjölskyldur þeirra, þar sem Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir, kona hans, ræddu við gesti. í móttökunni talaði m.a. Dale Carisson, umsjónarmaður Valle- styrksins, sem yfirleitt er veittur Debet- kortin til vand- ræða MJÖG mikil sala var í útsölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í gær. Verslunarstjórar, sem Morg- unblaðið ræddi við rétt fyrir lokun í gær, sögðu að salan hefði verið meiri í gær en á föstudegi fyrir versl- unarmannahelgi í fyrra vegna þess að þá var 1. ágúst á fimmtudegi og salan dreifðist þá meira á tvo síð- ustu dagana. Núna hefði örtröðin hins vegar ekki bytjað fyrr en í gær. Þeir voru einnig sammála um að debetkortakerfið hefði verið til vandræða, eins og alltaf væri á mikl- um álagsdögum, og greip Ari Egg- ertsson, verslunarstjóri vínbúðarinn- ar við Dalveg í Kópavogi, til þess ráðs að hætta að taka við debetkort- um. „Búðin fyllist af fólki um leið og kerfið frýs og þá getum við ekki tekið við kortunum. Reiknistofa bankanna er apparat sem ætti að leggja niður. Þetta er búið að ganga alveg hræðilega í dag,“ sagði Ari. Hann sagði að þeir sem væru bara með debetkort væru sendir í hrað- þanka sem væri í húsinu og þeir kæmu síðan aftur með reiðufé. Ari sagði að salan hefði verið mikil strax í gærmorgun og aukist þegar einum verkfræðinema á ári. Vegna styrksins hafa margir námsmenn sótt til Seattle. Luis Larson tók næstur til máls, en hann er formað- ur vinaborganefndar Seattle og Reykjavíkur. Hann færði forseta- hjónunum gjöf fyrir hönd borgarinn- ar. Einnig tók til máls Einar Bene- diktsson, sendiherra íslands í Banda- ríkjunum, sem mun láta af störfum eftir nokkrar vikur. Mikil hátíðahöld í vinaborg Reykjavíkur Ólafur Ragnar Grímsson talaði fyrst á ensku yfír allan hópinn en ávarpaði íslendingana síðan á móð- urmáli þeirra. Forsetinn talaði um þau tengsl sem hefðu myndast milli lslendinga og Bandaríkjamanna með flutningum íslendinga vestur um haf leið á daginn. Eftir klukkan fjögur var hleypt inn í búðina í hollum. Að sögn Ara var mest selt af vodka og bjór. Einar Jónatansson, verslunar- stjóri vínbúðarinnar í Kringlunni, sagði að dagurinn hefði verið mjög líflegur en debetkortin hefðu strítt starfsfólki og viðskiptavinum. „Þetta hefur tafið okkur töluvert. Þegar álagið er svona mikið verður ástand- ið alveg hörmulegt. Annars hefur þetta gengið vel,“ sagði hann. Hann telur söluna meiri en fyrir verslunar- mannaheigina í fyrra vegna þess að þrátt fyrir svipaða sölu í krónutölu þá verði að reikna með nýjum útsölu- stað, vínbúðinni við Dalveg. sem hefðu byijað með Leifi Eiríks- syni. Síðan hvatti hann íslenska námsmenn í Washington-háskóla til að nýta þá þekkingu og þau tæki- færi, sem þeir afla sér þar, íslandi til framdráttar. Forsetinn nefndi að árið 2000 yrðu mikil hátíðahöld í Seattle í til- efni þess að 1000 ár verða þá liðin síðan Leifur Eiríksson fann Amer- íku. Þar sem Reykjavík og Seattle eru vinaborgir verður sérstök dag- skrá í Seattle til að minnast afreka íslenskra víkinga og sjófarenda. Að lokinni móttökunni með náms- mönnunum fóru forsetahjónin í sigl- ingu á Washington-vatni með nokkr- um forsvarsmönnum Boeing-verk- smiðjanna. í gærkvöldi hittu þau íslendinga búsetta í borginni og nágrenni í annarri veislu. Þorgeir Baldursson, verslunar- stjóri vínbúðarinnar í Holtagörðum, sagði búðina hafa verið fulla frá klukkan tíu í gærmorgun og á sjötta tímanum var hún enn sneisafull. „Ástæða þess að seinna gengur að afgreiða en undir venjulegum kring- umstæðum er að hluta til sú að posa- kerfið er ónýtt. Það er óþolandi að vinna við þessar aðstæður. Sá sem þurfti að biða lengst eftir debet- færslu í dag beið í 12 mínútur." Hver viðskiptavinur keypti að meðaltali 18 bjóra Þorgeir sagði söluna meiri en í fyrra vegna þess að í fyrra voru mánaðamótin degi fyrr í vikunni. SJÓMANNASAMBAND íslands hefur farið þess bréflega á leit við Landhelgisgæzluna að hún kanni lögskráningu áhafnar rækjuskipsins Kans BA frá Bíldudal, sem Kan ehf. gerir út. Skipið er nú að veiðum á Flæmingjagrunni. Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasambands- ins, segir að ellefu íslendingar séu skráðir í áhöfn en aðeins þrír þeirra séu um borð. Hins vegar séu tíu eða ellefu ólögskráðir útlendingar í áhöfninni, á nöfnum íslendinga. Stjórnarformaður Kans segir þetta rangt og að útlendingarnir um borð séu farþegar. Sævar segir að um sé að ræða sjö Rússa og þijá eða fjóra Kanada- menn, alla ólögskráða. Hann fullyrð- ir að a.m.k. Rússunum séu ekki greidd laun samkvæmt íslenzkum kjarasamningum. „Það alvarlega í þessu er að átta menn eru lögskráðir án þess að vera um borð í skipinu. Þar á meðal eru yfírstýrimaður, yfirvélstjóri, vélstjóri VILLUR hafa komið fram á álagn- ingarseðlum framteljenda en í ár voru flest skattframtöl landsmanna í fyrsta sinn skönnuð inn í tölvu- kerfi skattstofanna. Guðrún Helga Brynjólfsdóttir vararíkisskattstjóri telur að villur séu ekki fleiri í álagn- ingarseðlum nú en verið hefur. Skattframtöl voru í einhveijum Hann sagði yfirgnæfandi mesta sölu í bjór og hann og starfsfólk hans hefðu áætlað að hver viðskiptavinur keypti að meðaltali 18 bjóra. Hann sagði að mest hefði verið að gera í gærmorgun, rólegt hefði verið upp úr hádeginu en siðan hefði komið skellur upp úr klukkan fjögur, sem stóð enn þegar talað var við hann. Hann sagði að yfirleitt hefði verið rólegt síðustu tvo tímana fyrir lokun á föstudegi fyrir verslunarmanna- helgi vegna þess að þá væru margir þegar farnir út úr bænum. Það væri hins vegar ekki nú en hann taldi að skýringin væri að einhveiju leyti sú hversu hægt afgreiðslan hefði geng- ið vegna debetkortakerfisins. og annar stýrimaður, það er að segja yfirmenn sem eiga að vera með rétt- indi. Rússamir koma bara inn á nöfn- um þessara manna til að skipið geti siglt. Samkvæmt íslenzkum lögum á skipið ekki að geta farið úr höfn með svona mannskap," segir Sævar. Ekki réttar upplýsingar Óttar Yngvason, stjórnarformað- ur Kans ehf., segir að Sjómannasam- bandið hafi ekki réttar upplýsingar. „Það eru sex íslendingar skráðir á skipið og það er áhöfn skipsins," segir hann. Aðspurður hvort engir útlendingar séu um borð, segir Ótt- ar: „Það eru einhveijir farþegar um borð, en þeir eru ekki skráðir í áhöfn skipsins.“ Þegar spurt er hvort erlendu far- þegarnir_ starfi við veiðarnar, segir Óttar: „Ég held ekki.“ Óttar segir að skipið komi til ís- lands fljótlega. „Landhelgisgæzlan verður þá bara að telja í land,“ seg- ir hann. mæli lesin inn með tölvubúnaði í öllum skattumdæmum landsins og segir vararíkisskattstjóri að öll framtöl hafí síðan verið endurskráð á sama hátt nú og ávallt áður, framtöl hafi ávallt verið tvískráð, hver sem aðferðin hafí verið. Síðan eru tekin úrtök til yfirferðar. Guðrún Helga Brynjólfsdóttir telur að því séu villur ekki fleiri að þessu sinni þrátt fyrir aukna tölvuvinnslu við þau. Hún segir að telji framteljendur sig vita af villum skuli þeir snúa sér til skattstofu í sínu umdæmi og séu augljósar vill- ur þá leiðréttar strax. Séu framtelj- endur hins vegar óánægðir með álagningu sína verði þeir að kæra- Vararíkisskattstjóri segir að að- ferðin hafi gefíð góða raun og framtöl verði skönnuð aftur á þenn- an hátt á næsta ári. Lengd minn- ingargreina ATHYGLI höfunda minn- ingargreina, sem birtast eiga í Morgunblaðinu, er vakin á því að blaðið birtir að jafnaði eina uppistöðugrein af hæfí- legri lengd um látinn einstakl- ing. Miðað er við að lengd annarra minningargreina um sama einstakling takmarkist við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd eða um 2.200 tölvuslög. Þetta jafngildir um 25 dálks- entímetrum í blaðinu, sem er rúmlega hálfur dálkur. Það eru eindregin tilmæli Morgunblaðsins til höfunda minningargreina að þeir virði þessi lengdarmörk. Með því stuðla þeir að því, að minning- argreinar um látinn einstakl- ing geti að jafnaði birzt allar á útfarardag en dreifist ekki á fleiri daga, eins og stundum vill verða. Ef minningargreinar, aðrar i en ein uppistöðugrein, reynast lengri geta höfundar búizt við ) því að óskað verði eftir stytt- ) ingu. • • * Ortröð varðí vínbúðum ATVR fyrir verslunarmannahelgina Morgunblaðið/Amaldur ÖRTRÖÐ var í vínbúðinni í Kringlunni í gær og mynduðust langar biðraðir við kassana. Skattframtöl skönnuð með töivu Villum í álagningu hefur ekki fjölgað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.