Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖiMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP MYMDBÖND Dauður maður kemur aftur Chabert ofursti (Colonel Chabert) Framleiðandi: Jean-Louis Livi. Leikstjóri: Yves Angelo. Handrits- höfundar: Yves Angelo, Jean Cosm- os og Veronique Lagrange. Kvik- myndataka: Bernard Lutic. Tónlist: Ymsir klassískir. Aðalhlutverk: Gérard Depardieu, Fanny Ardant, Fabrice Luchini, Daniel Prévost, Romane Bohringer. 107 mín. Frakkland. Skífan 1997. Útgáfu- dagur: 16. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. MYND þessi er byggð^ á skáld- sögu Honoré de Balzac. Árið 1817 kemur maður nokkur inn á skrifstofu lög- fræðingsins Der- ville. Maðurinn segist vera Cha- bert ofursti en hann var stríðs- hetja sem talin var hafa látist í orustunni við Eylau 1807. Ástæðan fyrir því að hann er komin aftur til Parísar er sú að hann vill fá auðinn sem hann lét eftir sig. Ekkja Chaberts, sem hefur gifst aftur greifa nokkrum, svarar ekki bréfunum frá honum. Eina leiðin sem hann sér til að Ijúka þessu leiðindamáli er að láta lög- fræðing sjá um það og Derville, þrátt fyrir að efast um sannleiks- gildi sögu mannsins, ákveður að taka málið í sínar hendur. Söguþráður Chabert ofursta minnir mjög á söguþráð „Return of Martin Guerre", en Depardieu lék einmitt aðalhlutverkið í þeirri mynd. Myndin er hægfara, en und- ir niðri eru mikil spenna og átök, sem gerir það að verkum að hún verður aldrei leiðinleg. Yves Ang- elo þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri, en hann hefur verið kvik- myndatökumaður á stórmyndum eins og „Germinal“, og er ekki hægt að segja annað en að honum hafi tekist vel upp. Öll umgjörð myndarinnar er til fyrirmyndar og þá sérstaklega búningahönnun Franca Squarciapino. Einn helsti gallinn er að myndin er heldur til of dökk á að líta og á myndband- inu verður maður oft að rýna til að fylgjast með hvað.er að gerast í myrkum húsakynnum söguper- sónanna. Depardieu er mjög góður í titilhlutverkinu og Fabrice Luc- hini er stórkostlegur í hlutverki Derville. Einnig er Fanny Ardant frábær sem ekkja Chaberts. Aðrir leikarar skila hlutverkum sínum vel. Chabert ofursti er góð mynd, en hún er ekki skemmtileg og verð- ur maður því að vera rétt stemmd- ur til að njóta hennar. Ottó Geir Borg TERRY English með Sean Connery við tökur á „First Knight“. SCHWARZENEGGER í herra Frosta- búningnum í „Batman & Robin". Flókinn og dýr búningur fyrir herra Frosta ► ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR- INN Terry English, sem sér- hæfir sig í gerð brynklæða, sér til þess að Arnold Schwarzenegger er grár fyrir járnum í hlutverki herra Frosta í „Batman & Robin“. „Búningurinn er örugglega einn sá dýrasti sem búinn hef- ur verið til fyrir kvikmynd, það komu um 30 manns að gerð hans. Ég reikna með að hann hafi kostað tvær milljón- ir dollara," er haft eftir Engl- ish í viðtali við Empire. English, sem var beðinn að hanna búninginn eftir að sá sem tók að sér verkið upphaf- lega veiktist, er enginn ný- græðingur í búningahönnun. Hann hefur unnið við myndir eins og „Fahrenheit 451“, „Doctor Zhivago“, „Aliens", og „First Knight". Að sögn English var flókið að koma saman búningnum fyrir Schwarzenegger. „Upp- haflegi hönnuðurinn var bú- inn að gera hjálm og uppkast að axlahlífum, og allir höfðu ákveðnar hugmyndir um hvernig búningurinn ætti að vera. A endanum var hann samsettur úr 250 hlutum.“ English segir að samstarfið við Schwarzenegger hafi ver- ið mjög gott. „Ég hafði reynd- ar hitt hann áður. Ég hannaði skápa fyrir Planet Hollywood í New York og ég ræddi við hann þá. Það kemur jafnvel til greina að ég vinni við „Crusade“ ef hún verður kvik- mynduð.“ English þarf þó ekki að óttast verkefnaleysi þó að ekkert verði úr „Crusade". Hann fær stöðugt tilboð. Sein- ast átti hann þátt í gerð bar- dagabúnings Leonardo DiCaprio fyrir „The Man In the Iron Mask“. > Góð vísa of oft kveðin SÉ MIÐAÐ við efnisflokka í sjón- vörpum fer misjöfn saga af því hvað þeir eru vinsælir. Maður skyldi halda að einhverjir þeirra næðu umtalsverðu áhorfí. Svo var sagt um þætti Hemmagunn og flugferðir Ómars Ragnarssonar í leit að fólki rétt ofan moldu. Svo er eflaust um endurtekið efni, sem hefur þó aldrei verið mælt á Gall- up eða aðra alþýðustiku. Endur- tekna efnið ríkir einkum í sjón- vörpum um sumartímann, þegar sjálfsagt þykir að slaka á í dag- skrárgerð, sem var ekki beysin fyrir. Nú þyrpast að okkur þætt- imir, eins og Murdar One og prúðuleikaramir, Bjöm Th með sitt gamla spjall úr Kaupinhavn, Ég, Claudius og fleira, sem dag- skrárgerðarstjórum fannst mjög snjallt í fortíðinni. Reikna má með að svona þættir komi aftur og aftur á næstu ámm okkur til hrellingar. Það getur verið svolítið hættulegt að baða sig gagnrýni- laust í eigin ágæti, og hafa ekki haft af miklu að taka í upphafi. Skaðann bera sjónvörpin þótt þau eigi með endurtekningu efnis að æfa spamað. Svo gleymast áskrifendur. Hvers eigum við að gjalda að þurfa að borga fyrir sama efnið aftur og aftur? Mér er sem ég sæi dagblöðin bytja á því yfir sumarmánuðina að endurbirta greinar eftir menn, sem þóttu góðar á sinni tíð. Blöð- in eru líka fjölmiðill. Þau bera auðvitað af um alla efnisfjöllun. Þau reyna að birta sem flest sem til þeirra berst; náiarauga þeirra er vítt og heldur verða menn að kljást út af sóma sínum fyrir dómstólum en blöð taki af skarið og birti ekki greinar. Þau leggja ofurkapp á að vera frjáls og öllum opin án þess að láta hvarfla að sér að endurbirta efni. Hins veg- ar telur Gallup-alþýðan að sjón- vörpin séu meiri fjölmiðill en blöð, þar sem sælan ríkir upphafin, enda er ekki talið ofverk alþýð- unnar að borga tvisvar fyrir sama efnið. Síðdegis á virkum dögum birt- ir fréttastofa útvarps lista yfir fréttir í útvarpi. Þetta er oft kostulegur listi. Hann er númer- aður og þeir sem hafa til þess búnað geta flett upp nánari tíð- indum. Ein fyrirsögnin var svona: ísraelar drápu gamla konu. Hefði nú ekkert annað gerst í ísrael? Önnur fyrirsögn: ísland vann Færeyjar. Hún var reyndar með stækkuðu letri svo mikið varð fréttamanni um þetta eftir töp íslendinga í sparki úti um allan heim. Þarna á eftirmiðdags- skerminum birtast líka tilkynn- ingar um dagskrá í sjónvarpi. Kynnt var mynd um hvítan mann, sem varð svartur af því að stigið var á tá á honum. Mynd- in var áróðursmynd gegn svert- ingjahatri og heldur lummuleg eins og það fólk sem hefur slíkt hatur að lifibrauði, eða þykist ætla að bjarga svörtum stofni í Ameríku undan áþján. Það geng- ur hægt en það hefst. Stöð 2 og Ríkissjónvarpið voru ekki spennandi í síðustu viku. Við fengum annan þátt um Hitl- er á mánudaginn. Þeim sem vilja hasar skal bent á að ekki er hægt að hafa Rambo í hverri viku, Cosa Nostra er að verða leiðigjörn og Mafia „mín stúlka" hefur ekki verið nefnd á nafn lengi. Þannig verður flest þreytt með tímanum. Bretar eru sér á parti með framleiðslu efnis. Þeir eiga að vísu engan Steven Spiel- berg og þess vegna er minna um „megathrillers" frá Bretum. Hinsvegar eru þeir lunknir að gera spennumyndir, þótt spenn- an mætti stundum vera auðskild- ari. Stundum verða þættirnir frá þeim einskonar ættfræðigátur og þeir eru snjallir að láta spurning- una um hver drap hvern endast marga þætti án þess að áhorf- endur gruni hið minnsta. Nýlega sýndi sjónvarpið frá þeim þátt um ástalíf Breta. Það var nú meira fjörið. Framhjáhald og önn- ur ósköp virðast dagleg iðja þeirra og ég man ekki betur en íhalds- flokkurinn hafi verið alveg undir- lagður af þessu fram að kosninga- degi. Þá tók Verkamannaflokkur- inn við, sem samkvæmt gulu pressunni í föðurlandi gulu press- unnar, hefur verið náttúrulaus síðan i kosningunum. Indriði G. Þorsteinsson. Hjónavandi Toms og Viv FYRRA hjónaband T.S. Eliot er um- fjöllunarefni „Tom & Viv“. FYRRA hjónaband skáldsins T.S. Eliot er til umijöllunar í „Tom & Viv“ sem er á dagskrá laugardaginn 2. ágúst á Stöð 2. Eliot, sem er stórt og alvar- legt nafn í skáldaheimum enn þann dag í dag þó að frægðar- sól hans hafí kannski aðeins lækkað síðustu áratugi, var Bandaríkjamaður sem lagði mikla rækt við að vera breskur heiðursmaður. Hin hefðbundna útgáfa af ævisögu hans var að hann hefði gert mikil mistök þegar hann kvæntist fyrri konu sinni, Vivienne Haigh-Wood, en tekist á við það vandamál eins og hetja. Sagan er svona: Skáldið al- varlega kynnist líflegri ungri konu og giftist henni. Hún reynist síðan geðveik. Eliot reynir að standa við hlið hennar en óút- reiknanleg hegðun hennar gerir lífið erfitt. Eftir að hafa sýnt þolgæði í mörg ár gefst Eliot upp og leggur Viv inn á hæli. Hann skilur síðan við hana og kvænist góðri konu. Árið 1984 verið gefið út leikrit Michaels Hastings sem kom með nýja útgáfu af hjónabandsmálum Eliots þar sem skáidið fékk frekar slæma útreið. Leikrit Hastings er undirstaða kvikmyndarinnar „Tom & Viv“. Sagan er eins að því leyti í útgáfu Hastings að Tom og Viv eru tveir ólíkir einstaklingar sem hefðu aldrei átt að giftast en samkvæmt leikritinu er Viv ekki geðveik og Tom ekki þolinmóður engill. Vandamál Viv var hormónaójafn- vægi sem hefði verið auðvelt að laga í dag. Hún var ástríðufull og spennt á taugum en ekki geðveik. í stað réttrar meðferðar drakk hún og fékk ýmiss konar lyf sem gerðu illt verra. Tom átti mjög erfitt með að höndla veikindi konu sinnar og viðbrögð hans hjálpuðu ekki, heldur ýttu frek- ar undir einkennilega hegðun henn- ar. Eftir að hann var búinn að koma henni á hæli, þvoði hann hendur sín- ar af henni, og heimsótti hana aldr- ei. Viv, sem var með réttu ráði, var lokuð inni til dauðadags. Það er Willem Dafoe sem leikur skáldið en Miranda Richardsson fer með hlutverk Viv. Myndin fékk mis- jafna dóma þegar hún var frumsýnd árið 1994 en Richardson hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á Viv. Var hún t.d. útnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.