Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 31

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Ferskir vindar ÞAÐ BLASA ferskir vindar um ís- lenska verslun um þessar mundir. Nýir aðilar eru að kveða sér hljóðs og gróin fyrirtæki að eflast. Velta eykst í hlutfalli við aukin umsvif í þjóðfélaginu og af- koma fer batnandi. Ýmsar jákvæðar breyt- ingar hafa orðið á starfsskilyrðum og ytra umhverfi greinar- innar sem styrkja sam- keppnisstöðu íslenskra verslunarfyrirtækja gagnvart verslun í ná- lægum löndum. Ný hugsun er að ryðja sér til rúms í vörudreifingu sem leiðir til heilbrigð- ari viðskiptahátta og vinnumarkaðsmál eru smám saman að þróast í nútímalegra horf. Þetta er gleðileg til- hugsun nú þegar hátíð- isdagur verslunarmanna rennur upp enn einu sinni. Viðskiptahindranir En þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun er ekkert tilefni til að setjast niður með hendur í skauti. Þótt margt hafi jákvætt gerst er enn mikið verk að vinna fyrir þá aðila sem starfa að hagsmunamálum verslunar. Nýjustu breytingar benda til þess að á þessu ári muni bein skattlagning á verslun lækka um nálægt 200 milljónum króna. Þrátt fyrir það þarf verslunin áfram að búa við mun meiri skattheimtu en aðrar atvinnugreinar. Því þarf að linna. Niðurfelling vörugjalda á ýmsa vöruflokka og lækkun á aðra var áfangasigur sem ekki er vert að gera lítið úr. Hann dugar hins vegar skammt. Þessi lækkun breyt- ir engu um svonefnda ytri tolla sem lagðir eru á vöru sem keypt er utan EES-svæðisins. Sá innflutningur hefur aukist jafnt og þétt undanfar- in ár. Þar er um að ræða vöru- flokka sem margir hveijir flokkast undir beinar nauðsynjar. Nægir að nefna megnið af þeim fatnaði sem fluttur er til landsins og framleidd- ur utan Evrópu. Þessi vara ber al- mennt 15% toll, sem er mun hærra en innan ESB. Þar stendur til að lækka ytri tolla úr 6,5% í 4,1% á næstu fimm árum. Við eigum því enn langt í land. Ólíkir hagsmunir Allar hömlur sem settar eru á viðskipti milli landa hvort heldur er með kvótum eða tollum byggja á sömu forsendum: Að vernda inn- lenda framleiðsluhagsmuni. Þetta á við um ESB og þetta á einnig við hér á landi. Forsendur þess að verzl- un nái að blómstra, hvar sem er í heiminum, er óheft viðskiptafrelsi; að mönnum sé fijálst að versla þar sem hagvæmast er hveiju sinni. Þessi meginregla er almennt viður- kennd í hinum vestræna heimi í dag, en því miður oft látin víkja þegar að framkvæmdinni kemur. Nýlegt dæmi er andstaða Frakka og hótanir um viðskiptaþvinganir vegna sameiningar Boeing og Dou- glas flugvélaverksmiðjanna í Bandaríkjunum. Vegna þessa hafa Samtök verslunarinnar hikað þegar rætt er um aðild íslands að Evrópu- sambandinu. Hvergi er staðinn meiri vörður um hagsmuni fram- leiðenda en einmitt innan þess. Það stangast á við hagsmuni verslunar. Vonir standa til að ný viðhorf séu að ryðja sér til rúms þar sem versl- un fær æ meiri athygli innan stofn- ana ESB. En það eru fleiri en hið opinbera sem setja hindranir. Nýverið sendu evrópsku verslunarsamtökin, Eurocommerce, kæru til fram- kvæmdastjórnar ESB. Þar er óskað eftir að kannað verði lögmæti meints samráðs greiðslukortafyrir- tækja og bankastofnana. Hér á landi hafa Samtök verslunarinnar sent Samkeppnisstofnun hliðstætt erindi. Mun niðurstöðu að vænta í byijun ágúst. Margir bíða hennar með óþreyju og vonast til að loksins verði viður- kenndir þeir eðlilegu viðskiptahættir að kostnaður við notkun greiðslukorta sé færð- ur beint á korthafa en ekki píndur út í al- mennt verðlag. Þá væri stór sigur unninn. Islensk verslun - fýsilegur kostur Jákvæðar breyting- ar eru framundan í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar með útboði á verslunarrými. Þetta hefur verið baráttumál okkar til margra ára og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindunni. For- senda þess að einkaaðilar geti náð árangri í verslun á þessu frísvæði er að það verði áfram óskert frí- svæði. Eigi verslun að geta þrifist þarna verða fyrirtæki að geta keppt á jafnræðisgrunni. Sem leiðir hug- ann að verslun við erlenda ferða- menn, barátta og hagsmunamál okkar um árabil. Þarna hefur orðið mikil breyting til batnaðar, ekki síst eftir að samkeppni komst á í þeirri þjónustu sem snýr að endur- greiðslu virðisaukaskatts. Aukið vöruframboð og lækkað vöruverð hefur líka aukið áhuga útlendinga á að versla hér. Fyrirhugað er að setja enn aukinn kraft í þennan Forsendur þess að verzlun nái að blómstra, segir Jón Asbjörnsson, er óheft viðskiptafrelsi. málaflokk og munu Samtök versl- unarinnar áfram styðja heils hugar við bakið á verslunareigendum. Nýverið héldu samtökin lífleg nám- skeið um hvernig bæta má þjónustu og auka ferðamannaverslun. Góð aðsókn og ánægðir þátttakendur hvetja til þess að framhald verði á, enda gengu menn þar út vel nestaðir af hagnýtum upplýsingum sem strax var hægt að nýta. Að stilla saman strengina Verslun skapar mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og hún skapar meiri atvinnu hér á landi en nokkur önnur atvinnugrein. Forgangsmál er að koma menntunarmálum greinarinnar í nútímalegt horf og greiða starfsfólki og stjórnendum leið að öflugri fræðslu og þjálfun. Verslun verður æ alþjóðlegri og tæknivæddari. Því verður menntun stöðugt mikilvægari, jafnt hjá þeim sem sinna afgreiðslu og þeim sem stjórna fyrirtækjunum. Samtök verslunarinnar munu hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til þess að hægt verði að mæta þekk- ingarkröfum nútímaverslunar. Hér á landi hefur hagsmunasamtökum í verslun enn ekki tekist að stilla saman strengi eins og æskilegt væri. Nýlega bárust fréttir af því að í Svíþjóð væru samtök smásölu, heildsölu og vinnuveitenda í verslun að renna saman í ein öflug heildar- samtök. Þetta ætti að vera okkur hvatning til að gefast ekki upp við svo búið. Við óskum verslunar- mönnum um land til hamingju með daginn og landsmönnum óskum við farsællar helgar. Höfundur er formaður Samtukn verslunarinnar. Jón Asbjörnsson. CHATEAU D'AX SÓFASETT 3+1+1 Teg: 397. Verð áður kr. 258.800. Tilboðsverð kr. 198.800 stgr. 3+2+1 Verð áður kr. 279.000. Tilboðsverð kr. 229.000 stgr. BORÐSTOFUHÚSGÖGN FRÁ DANONA BORÐ OG SEX STÓLAR Verð áður kr. 169.600. Tilboðsverð kr. 149.800 stgr. GLERSKÁPUR Verð kr. 119.800. Tílboðsverð kr. 107.800 stgr. BORÐSTOFUSKÁPUR Verð áður kr. 79.800. Tilboðsverð kr. 69.800 stgr. SÓFABORÐ FRÁ ORSENJGO A) SÓFABORD Teg: 1451 Verð áður kr. 39.800. Tilboðsverð kr. 32.800 stgr. B) HLIÐARBORÐ Teg: 1453 Verðáðurkr. 33.800. Tilboðsverð kr. 24.800 stgr. QTEVAGN Teg: 1465 M Verð áður kr. 37.900. Tilboðsverð kr. 29.800 stgr. Öndveg .’M. I' viF. n'ml ‘<iH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.