Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 49 SIGURÐUR GEIRSSON + Sigurður Geirs- son fæddist í Reykjavik hinn 10. maí 1934. Hann lést í Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Geir Finnur Sigurðsson, f. 19. október 1898, d. 1. september 1967, og Kristjana Gíslína Sigurðardóttir, f. 23. janúar 1905, d. 25. nóvember 1970. Eldri bróðir hans er Örn Geirsson, f. 18. febrúar 1932, og yngri bróð- ir hans sem lést í æsku var Ólafur Elías Geirsson, f. 11. desember 1944, d. 23. júní 1946. Hinn 29. desember 1957 kvæntist Sigurður fyrri konu sinni, Ástu Erlingsdóttur, f. 7. júní 1935, d. 1. ágúst 1973. Foreldrar hennar voru Erling- ur Pálsson, f. 3. nóvember 1895, d. 22. október 1966, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. júlí 1896, d. 31. ágúst 1974. Börn Sigurð- ar og Astu eru : 1) Geir, f. 14. apríl 1962. Kona hans er Erna Jóna Eyjólfsdóttir, f. 16. sept- ember 1965. Synir þeirra eru: Sigurður, f. 27. október 1986 og Erlingur f. 3. nóvember 1993. 2) Sigríður, f. 26; júlí 1964. Maður hennar er Óskar Axel Óskarsson, f. 8. nóvember 1960. Börn þeirra eru: Ásta Guðrún, f. 23. október 1985, og Óskar Áxel, f. 24. júní 1991. 3) Erlingur, f. 2. september 1968. 4) Kristjana, f. 2. júní 1970. Sambýlismaður hennar er Grímur Helgi Pálsson, f. 7. desember 1967. Dóttir þeirra er Marít, f. 14. mars 1997. 5) Sigurður, f. 12. ágúst 1972. Sambýliskona hans er Hildur Sif Arnar- dóttir, f. 31. janúar 1974. Sonur þeirra er Elmar Örn, f. 25. júlí 1995. Hinn 15. júlí 1995 kvæntist Sigurður eftirlif- andi konu sinni, Ól- ínu Guðbjörgu Ragnarsdóttur, f. 4. febrúar 1944. Faðir hennar er Ragnar Magnússon, f. 4. nóvember 1910, og móðir henn- ar var Steinnunn Áslaug Jóns- dóttir, f. 8. júní 1909, d. 1. febr- úar 1975. Sigurður ólst upp í Reykja- vík. Hann stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og útskrif- aðist sem arkitekt frá Seattle í Bandaríkjunum 1958. Hann starfaði við hönnun húsa, m.a. á Teiknistofu landbúnaðarinns. Sigurður hóf síðar rekstur umboðs- og heildverslunarinn- ar Akta hf. og stofnaði og rak verslunina Persíu í tengslum við hana. Sigurður var félagi í Félagi íslenskra stórkaup- manna og reglubróðir í frí- múrarastúkunni Eddu frá árinu 1975. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. ágúst nk. klukkan 13.30. Einn okkar allra besti og traust- asti vinur, Sigurður Geirsson, er fallinn frá. Eftir nokkuð langa og erfiða baráttu við veikindi, þar sem hann meðal annars fór í tvær hjartaaðgerðir, varð hann að lokum að lúta í lægra haldi. í veikindum sínum sýndi Sigurður enn og aftur þvílíkur baráttumaður hann var. Með einstökum dugnaði og seiglu stóð hann af sér hjartaaðgerðirnar og var þá vonast eftir að hann næði sér á strik á ný en reyndin varð önnur. Líkamsstarfsemin brást þó svo að hugurinn væri ætíð jafn einbeittur í því að sigrast á sjúkdómnum. Kynni okkar hófust fyrir um 25 árum þegar við fluttum í Gilsár- stekk 8, þá nýgift. í næsta hús, Gilsárstekk 7, voru nýflutt inn Sig- urður og Ásta, fyrri kona Sigurð- ar, með fimm börn. Þann 1. ágúst 1973 fengum við þær fréttir að Ásta, eiginkona Sigurðar, hefði dáið skyndilega. Stóð_ hann þá einn uppi með börnin sín. Á þessum tíma rak Sigurður litla matvöruverslun á Langholtsveginum. Hann tók þá miklu ábyrgð sem hvíldi á honum með æðruleysi, dugnaði og útsjón- arsemi. Að ala upp börnin, mennta þau og koma þeim til manns. Hann sinnti bæði föður- og móðurhlut- verkinu af mikilli kostgæfni. Vegna starfa sinna varð hann að fá ráðskonu til að annast heimil- ið yfir daginn. Aftur á móti voru oft andvökunætur hjá honum og við vitum til þess að ef eitt barn- anna hóstaði var hann vaknaður og farinn að hjúkra. Seinna, eftir að við eignuðumst okkar börn, átt- uðum við okkur á þvi álagi sem á honum hvíldi. Það var mikil gæfa fyrir Sigurð og börnin þegar Þóra Sigurðardótt- ir hóf störf hjá honum. Hún annað- ist heimilið og börnin í um sex ár af slíkri natni að einstakt má telja. Sigurður seldi fljótlega matvöru- verslunina og hóf innflutning á gólfdúkum, teppum og ýmsum öðr- um hlutum. í fyrstu útbjó hann sér góða aðstöðu í kjallaranum í Gils- árstekk 7 þar sem hann starfrækti fyrirtækið sitt, AKTA. Það var líka þægilegt fyrir börnin að hafa hann í húsinu. Síðar fluttist fyrirtækið í Sundaborg í Reykjavík. Þar rak hann heildverslunina í nokkuð mörg ár. Fyrir fimm árum opnaði hann verslunina Persíu í eigin hús- næði í Faxafeni. Synimir hafa allir unnið að einhveiju leyti við rekstur- inn þó svo að yngsti sonurinn, Sig- urður, hafi á síðustu árum séð um verslunina með föður sínum. Út- sjónarsemi Sigurðar sem kaup- manns var mikil. Hann lauk ætlun- arverki sínu. Börnin fimm urðu stúdentar. Þau eru einstaklega dugleg og vel gerð og hefur verið gaman að fylgjast með framgangi þeirra. Þau bera hin góðu einkenni foreldra sinna. Fyrstu árin eftir fráfall Ástu eyddi hann öllum sínum frítíma með börnunum. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að hann lét eftir sér að skoða mannlífið. Etir þessi tuttugu og fimm ár er margs að minnast. Þó ber hæst sú mikla vinátta sem myndaðist á milli íbúa þessara tveggja húsa. Við vorum sammála um það að þar sem við byggjum í neðstu húsum Breiðholtsins værum við eins konar hornsteinar hverfisins. Þar af leið- andi urðu böndin að vera sterk til að halda uppi sjálfu Breiðholtinu. Sigurður hafði, sem mjög ungur maður, byggt sumarbústað við Þingvallavatn. Þangað var oft farið og naut hann þess að vera með börnunum við veiðar og ýmsa leiki. Okkur var oft boðið með og var ætíð jafn gaman að koma þangað og lentum við í ýmsum ævintýrum. Rifjuðum við oft upp atvikið þegar synt var á eftir minki í vatninu. Sumarbústaðurinn var honum afar kær. Það var hans heitasta ósk í veikindunum að komast austur í bústað. Þau eru líka ófá áramótin sem við höfum átt saman. Fyrir hvert gamlárskvöld smíðaði Sig- urður stóran skotpall. Hann var óspart notaður. Að auki útbjó hann fyrstu brennuna ,úti í móa“ eins og það var nefnt. Síðar meir þegar drengirnir urðu stærri var þetta í nokkur ár ein stærsta brennan í austurhluta borgarinnar. Einn af mörgum góðum kostum Sigurðar var glettnin og húmorinn sem fylgdi honum alla tíð. Hann var fljótur að svara fyrir sig og fann ætíð spaugileg'u hliðarnar á málunum. Fársjúkur á spítalanum vildi hann spaugast og minnti á ýmis skemmtileg atvik frá liðinni tíð. Hann var mjög rausnarlegur í hvívetna og vildi aldrei skulda nokkrum manni neitt. Það var föst venja Sigurðar að fara með börnin til kirkju á paskadagsmorgun og siðan að leiði Ástu. Þessu hélt hann alla tíð. Sigurður var ákveðinn maður og fylginn sér. Þeir sem sýndu honum óbilgirni, mættu of- jarli sínum. Fyrir tveimur árum kvæntist Sigurður Olínu Ragnarsdóttur frá Grindavík. Sá dagur er okkur mjög minnisstæður. í blíðskaparveðri fór athöfnin fram í gömlu Árbæjar- kirkjunni í Árbæjarsafni. Að athöfn lokinni var haldin garðveisla með hljóðfæraleikurum í Gilsárstekk 7. Síðar um daginn héldu þau í brúð- kaupsferð. Sigurður hafði oft sagt okkur frá námsárum sínum í New York þar sem hann bjó á 34. stræti. Hann nefndi það oft að til New York ætlaði hann aftur. Því var ákaflega ánægjulegt að sjá á eftir þeim renna upp Gilsárstekkinn á brúðkaupsdaginn og áfangastaður- inn var New York. Kynni okkar af Ólínu eru stutt en afar góð. Hún stóð sem styrk stoð við hlið hans. Síðustu mánuðina annaðist hún hann af slíkri umhyggju að aðdáun- arvert var. Fyrir tuttugu árum gekk ég í Lionsklúbbinn Ægi. Helsta tekju- öflun klúbbsins er Kútmagakvöldið sem haldið er fyrsta fimmtudag í mars ár hvert. í þessi tuttugu ár mætti Sigurður alltaf. Fyrst vorum við aðeins tveir en síðan stækkaði hópurinn, sem fylgdi okkur. Sig- urður var mikill stuðningsmaður Lionsklúbbsins Ægis. Sérstaklega í sambandi við aðal verkefni klúbbsins í 40 ár, að styrkja starf- ið að Sólheimum í Grímsnesi. Ávallt lagði hann sinn hlut ríflega fram á þessum tekjuöflunarkvöldum. Sjötta mars síðastliðinn kom Sig- urður á Kútmagakvöldið, þá nýlega búinn að fá blóðgjöf og afar máttf- arinn. Hann mætti í heimahús áður og fór svo með okkur „strákunum“ vestur á Sögu og var með okkur allt kvöldið. Það var gert meira af vilja en mætti. Kútmagakvöldið var hinn órjúfanlegi tengiliður í tilveru okkar. Sigurður sýndi okkur alla tíð mikla vináttu og tryggð. Við getum aðeins þakkað einstök kynni og nábýli í tuttugu og fimm ár sem aldrei bar skugga á. Við viljum að lokum senda okkar innilegustu samúðarkveðjur til Ól- ínu, Geira, Siggu, Ella, Sjönu og Sigga, maka og barnabarna. Megi góður Guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Anna María og Ágúst Ármann. Frændi minn Sigurður Geirsson var af Snartartunguætt í Bitru. Þaðan var móðurfólk hans og þar liggja ættir okkar saman.Við kynntumst ekki fyrr en á fullorðins aldri. Þá vann hann í fagi sínu á Teiknistofu landbúnaðarins sem var til húsa hjá Búnaðarbankanum. Þótt hann eðli málsins samkvæmt starfaði einkum að teikningum húsa til sveita greip hann stundum í að teikna hús fyrir vini og kunn- ingja hér í Reykjavík. í eitt þeirra húsa kom ég stundum og líkaði svo vel að þegar við hjónin hugðum á byggingu einbýlishúss var leitað til Sigurðar. Þar hófust kynni okkar. Sigurður var góður fagmaður, mjög smekkvís og ávallt reiðubúinn að verða við óskum þeirra sem hann var að vinna fyrir. Sigurður á það vissulega inni hjá mér að ég skrifi nokkrar línur um hann þótt ekki sé fyrir annað en að hafa af mikilli hugkvæmni teiknað húsið okkar hjóna þar sem okkur hefur liðið einstaklega vel síðastliðin 40 ár. Sigurður var ekki fæddur með silfurskeið í munni. Hann fékk ungur að reyna mótlæti lífsins. Faðir hans, sem var lögreglumað- ur, slasaðist illa í hinum svo nefnda „Gúttóslag“ og var öryrki upp frá því. Þeir atburðir mótuðu æskuárin og breyttu miklu í lífi fjölskyldunn- ar eins og gefur að skilja. Þessar fáu línur mínar eru ekki æviferilsskýrsla. Leiðir okkar Sig- urðar lágu ekki ýkja oft saman þótt við vissum hvor af öðrum. Báðir höfðum við nóg að sýsla. En þegar við hittumst var það mér jafnan til ánægju. Hann ræddi málin af skynsemi og yfirvegun og var viðræðugóður. Eftir að hafa reist glæsilegt einbýlishús að Gils- árstekk 7 dynur sú ógæfa yfir að eiginkonan fellur skyndilega frá. Börnin voru þá orðin fimm. Hið yngsta á fyrsta ári en hið elsta ellefu ára. Einhveijir hefðu bognað og sumir brotnað við þær aðstæður sem þá sköpuðust. En Sigurður var ekki þeirrar gerðar að láta bugast. Sýndi hann þá allt í senn dugnað, útsjónarsemi og stolt við að halda heimilinu saman og bjargast af eig- in rammleik. Sigurður var í eðli sínu mjög stoltur maður og sú eigind i fari hans sterk, að vera sjálfstæður og ekki upp á aðra kominn. Bömum sínum kom hann til þroska og full- orðinsára. Þau eru hið gjörvilegasta fólk eins og þau eiga kyn til. Gjarn- an hefði ég viljað hitta Sigurð frænda minn oftar og eiga með honum fleiri stundir. Þannig voru þau samskipti sem við áttum. Héð- an af verður ekki úr því bætt. Eiginkonu og börnum votta ég dýpstu samúð. Kristján Benediktsson. Þriðjudaginn 5. ágúst nk. verður til grafar borinn æskuvinur minn og frændi Sigurður Geirsson. Hann lést á Landspítalanum hinn 25. júlí síðastliðinn eftir all langvinna og erfiða sjúkdómsraun. Við Siggi vorum systkinasynir. Foreldrar hans voru hjónin Geir Finnur Sig- urðsson frá Þvottá og Kristjana Gíslína Einarsdóttir frá Þórustöð- um í Bitru. Sigurður var fæddur 10. maí 1934. Bræður hans voru Örn vélvirki, nú búsettur í Kópa- vogi, og Ólafur Elías, sem lést ungur. Er hernámið dundi yfir vorið 1940 greip um sig ótti meðal barna- fólks við að búa í borginni. Fluttu þá foreldrar hans með drengina austur í Álftafjörð, á föðurslóðir Geirs að Þvottá. Þar var þó aðeins staðnæmst í tvö ár. Að vori fluttu þau aftur til Reykjavíkur og þar var heimili Sigurðar upp frá því og starfsvettvangur hans. Ungur að árum hóf hann störf á Teikni- stofu landbúnaðarins er þá v_ar til húsa i Búnaðarbankanum. í því starfi sýndi hann ótvíræða hæfi- leika. Hann vann þar í mörg ár við vaxandi vinsældir yfirmanna sinna og ekki síður bænda er kunnu vel að meta. Ég hygg að hann hafi teiknað mikinn hluta þeirra bygg- inga er reistar voru í sveitunum á árabilinu 1950-1970, á því tímabili dvaldi hann um skeið við nám í Bandaríkjunum. Hin síðari ár gerðust fundir okk- ar færri svo sem verða vill enda vík milli vina. Á uppvaxtarárum okkar voru fjölskylduböndin býsna sterk. Það var fastur þáttur í tilver- unni og mikið tilhlökkunarefni á hveiju sumri. Þegar foreldrar hans komu norður í sumarfríinu með strákana sína, dvöldu þau oftast í hálfan mánuð. Það eru sólríkir dag- ar í minningunni. Siggi var ákaf- lega glaðlyndur, alltaf glettinn og skemmtilega smástríðinn. Og árin liðu. Lífsbaráttan tók við af bernskuleikjunum. Siggi frændi fann sitt konuefni, elskulega stúlku, Ástu Erlingsdóttur. Ásta var einstaklega viðfelldin kona og hlý í viðmóti og á ég góðar minn- ingar frá heimsóknum á þeirra fal- lega heimili. Framtíðin virtist því björt, þau eignuðust fimm börn. En svo kom reiðarslagið er hún féll frá í blóma aldurs síns aðeins 38 ára gömul sumarið 1973 frá barnahópnum þeirra svo ungum. Þá tóku við erfiðir tímar hjá föðurn- um að sjá hópnum sínum farborða. En það tókst. Það er sagt að tíminn græði öll sár og mun nokkur sannleikur í því. En mér er til efs að sárið hans Sigga hafi nokkurn tíma gróið til fulls. 15. júlí 1995 gekk hann í hjónaband öðru sinni og þá með Olínu Guðbjörgu Ragnarsdóttur. Hún á nú um sárt að binda. Mér er sagt að hún hafi reynst honum og börnunum traust stoð og hjálparhella þá er tók að halla und- an með heilsufarið. Hafi hún fyrir það heila þökk okkar vina hans. Nú undanfarið hafa miðsumars- dagarnir verið mildir og hlýir hér norðanlands. Þeir minna mig á sumardagana fyrir rúmri hálfri öld , þegar við Siggi frændi vorum að leika okkur við silungsveiði á bökk- um árinnar og í útreiðum á kvöld- in. Því vil ég nú við þessi leiðaskil, er hann gengur á vit þess óþekkta, þakka fyrir hönd okkar gömlu Þórustaðasystkina allar þær góðu stundir er við áttum með honum og um leið votta eiginkonu hans, Ólínu, börnum og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur. Kjartan Ólafsson. Þegar ég fór í heimsókn til afa kallaði hann mig alltaf afastelpuna sína og engilinn sinn og auðvitað kem ég til með að sakna þessara orða. Hvað gjafir snertir var afi alltaf stórtækur, aðeins það besta fyrir sína og er mér minnisstætt þegar ég var lítil stelpa og dvaldist í nokkra mánuði ásamt mömmu í Portúgal, að hann afi gerði sér ferð út til þess að sjá hvernig við hefð- um það og það fyrsta sem blasti við mér þegar afi bankaði uppá var risastór bieikur bangsi sem hann kom með til að gefa mér. Þegar afi var ungur teiknaði hann og byggði sumarbústað sem er í Kaldárhöfðalandi við Þingvalla- vatn. Þessi bústaður er litla sveitin okkar. Þarna komum við með afa, veiddum silung, fórum að leita að kríueggjum, kveiktum bál og nut- um þess að vera úti í náttúrunni, fyrir okkur er þessi sveit paradís á jörðu. Þetta sumar þráði afi það svo heitt að komast austur í bústað- inn og eyða þar góðum tíma á meðan hann jafnaði sig eftir veik- indin og finnst mér sárt að sjá það ekki rætast. Elsku afi, við söknum þín og þökkum fyrir þær góðu stundir sem við fengum að njóta með þér. í hjarta okkar geymum við minning- una um góðan afa. Elsku Ólína amma, guð gefi þér styrk. Ásta Guðrún og Óskar Axel. ÓMAR ÖRNEY- STEINS- SON + Ómar Örn Eysteinsson fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1954. Hann lést 27. júlí sl. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. ágúst. Kveðja til pabba. Elsku pabbi. Ég á erfitt með að tjá mínar tilfinningar og mig skort- ir orð til að tjá mig um hversu mikið ég elska þig og sakna. Þess vegna skrifa ég ljóð. Ég sakna þín. Til hvers fórstu, þitt bros, þitt líf! Af hverju þú? Ég mun alltaf elska þig og sakna. Tinna Hrund Ómarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.