Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 72

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Norsk-íslensk vorgotssíld við Langanes Styrkir samningsstöðu í sfldarviðræðum HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur staðfest að norsk-íslensk vor- gotssíld hafí veiðzt um 80 sjómflur norður af Langanesi fyrir stuttu, langt innan íslenzku landhelginnar. Hefur síld af þessum stofni ekki sézt á þessum slóðum í nærri 30 ár. Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og aðalsamningamaður íslands í fisk- veiðimálum, segir þennan fund styrkja stöðu íslands í viðræðum um skiptingu sfldarstofnsins í fram- tíðinni. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- i'/jiitemnsóknastofnunar, segir sfldar- farminn, sem Þorsteinn EA kom með að landi, auka vonir manna um að sfldin sé að taka upp gönguleið fyrri ára. „Sfldin er dæmigerð dem- antssfld, eins og hún var nefnd hér áður fyrr,“ segir Jakob. „Þetta er í fyrsta skipti í 30 ár sem sfld af þess- um stofni kemur vestur fyrir Aust- ur-íslandsstrauminn eða köldu tunguna, eins og hann er kallaður. Hún snýr vanalega við við aust- urjaðar þessa straums. Síldin var úttroðin af átu og spikfeit og skil- yrði að því leytinu til nokkuð góð.“ Þróunarákvæði í sfldarsamningi Samkvæmt samkomulagi íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands frá því í maí á síðasta ári var komið á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifmgu sfldarstofnsins í samstarfí við Alþjóðahafrannsóknaráðið. í samkomulaginu er jafnframt kveðið á um að ríkin skuli nota niðurstöður vinnuhópsins sem grundvöll samn- inga í framtíðinni, þar á meðal um breytingar á aflahlutdeild hvers rík- is „að svo miklu leyti sem dreifing stofnsins réttlætir breytingar á gildandi fyrirkomulagi“. Jafnframt er ákvæði í samkomulaginu um að við sérhverja endurskoðun skuli tekið „tilhlýðilegt tillit til dreifingar allra hluta stofnsins11. Jóhann Sigurjónsson segir að þessi þróunarákvæði samkomulags- ins styrki samningsstöðu íslands, gangi síldin í auknum mæli inn í ís- lenzka lögsögu. Þau þýði að „verði veruleg breyting á dreifingu stofns- ins höfum við rök fyrir að endur- skoða og auka okkar hlutdeild". ■ Norsk-íslensk/20 Flutning- ur á Cantat 3 hafínn VINNA við flutning á Cantat 3 sæstrengnum við Kötlugrunn átti að hefjast í gær og stendur hún næstu tvær til þrjár vikur. Á meðan verða símtöl afgreidd gegnum gervihnött. Cantat 3 þjónar símasam- bandi milli Evrópu og Vestur- heims um Island og liggur strengurinn suður af landinu. Verður hann færður til suðurs á kafla við Kötlugrunn en þar er mikilvæg togslóð fiskibáta. Sam- tímis verður gert við strenginn út af strönd Nýfundnalands. í gær var símaþjónustan milli Bandaríkjanna og Islands færð af strengnum og yfir á gervi- hnötý og í fyrradag sambandið milli Islands og Evrópu. Félagsmálastofnim Karlar fá viku fæð- ingarorlof KARLKYNS starfsmenn Félags- málastofnunar hafa haft heimild til að taka sér viku fæðingarorlof á launum frá því í vor. Lára Björns- dóttir félagsmálastjóri segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að fá fleiri karla til starfa á Félagsmála- stofnun og vekja athygli á mikil- vægi sjálfstæðs réttar karla til töku fæðingarorlofs. Lára segir að eitt af markmiðum nýgerðrar jafnréttisáætlunar Fé- lagsmálastofnunar sé að vinna að því að nýbakaðir feður hjá stofnun- inni fái fæðingarorlof. „Eg tók svo, í anda jafnréttisáætlunarinnar og í því skyni að jafna kynjahlutföll meðal starfsmanna stofnunarinnar, ákvörðun um að veita karlkyns starfsmönnum stofnunarinnar laun- að fæðingarorlof í viku,“ sagði hún. Velta frí- hafnarinn- ~ ar eykst um 12% VELTA fríhafnarverslunarinnar í Keflavík jókst um 12% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri fríhafnarverslunarinnar, segir að þetta megi skýra með fjölgun ferðamanna. Islendingar hafi ferðast meira á þessu ári en í fyrra. „Þjóðverjum hefur hins vegar fækkað en það skaðar okkur minnst vegna þess að þeir halda jafnan fast utan um budduna. N'vtSandaríkjamönnum hefur fjölgað og Bretum vegna hagstæðs gengis á pundinu," sagði Guðmundur Karl. Heildarvelta fríhafnarverslunar- innar í fyrra var 2,6 milljarðar króna. Guðmundur Karl segir að fyrstu mánuðir ársins séu alla jafna lakastir. Haustferðir landans hafa breytt myndinni mikið á síð- ustu árum. I fyrra var til dæmis nóvember söluhæsti mánuðurinn. Árið 1996 var veltuaukningin 18% miðað við árið 1995. Þrýstingur á að fá þriðja færibandið ^ Guðmundur Karl segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að leggja niður komuverslun á jarð- hæð flugstöðvarinnar. Mikill þrýst- ingur sé hins vegar frá Flugleiðum um að fá húsnæði komuverslunar- innar undir þriðja færibandið fyrir farangur farþega. „Þegar mesta umferðin er hérna myndast vandræði við færiböndin en það er ekki mjög oft sem sú staða kemur upp. Eg á því ekki von á að gerð verði breyting á þessu á w næstu árum,“ sagði Guðmundur Jlterl. Hann sagði hins vegar ljóst að Kaupmannasamtökin vildu leggja komuverslunina niður. „En við það færist verslunin bara út úr landinu. Sala á áfengi, tóbaki, sælgæti og fleiru er aukaneysla fólks. Fólk keypti þessa vöru erlendis ef ^jpmuverslunin yrði lögð niður,“ segir Guðmundur Karl. Morgunblaðið/Arnaldur EYJAMENN létu þokusúldina ekki hafa áhrif á sig og fluttu hústjöld sín og búslóðir í Herjólfsdal strax í gærmorgun og um hádegi var tjaldborgin að mestu risin. Umferð var þung frá höfuðborgarsvæðinu í allan gærdag og náði hámarki á áttunda tímanum í gærkvöldi. Samkomuhald fór vel af stað FORSVARSMENN bindindismóts- ins í Galtalæk og hátíðarinnar Halló Akureyri voru ánægðir með aðsókn að þeim í gærkvöldi og sögðu samkomumar hafa farið vel af stað. Að sögn Péturs Stein- grímssonar, lögreglumanns í Vest- mannaeyjum, voru milli sjö og átta þúsund manns komin þangað á þjóðhátíð í gærkvöldi. Umferð var þung frá höfuð- borgarsvæðinu og náði hámarki á áttunda tímanum. Yfir 9 þús. bflar fóru yfir Hellisheiðina f gær og taldi Vegagerðin um 180 bfla á 10 mín. á tíunda tímanum. Á sama tíma voru taldir um 110 bflar á 10 mínútum fyrir sunnan Borgarnes. Umferð gekk alls staðar vel og óhappalaust fyrir utan eina aftan- ákeyrslu á Vesturlandsvegi innan borgarmarka Reykjavíkur um sjöleytið. 6-7 þús. manns á Akureyri Fólk var enn að streyma til Akureyrar á ellefta tfmanum í gærkvöldi og taldi Árni Steinar Jóhannsson, annar tveggja full- trúa Akureyrarbæjar í undirbún- ingsnefnd Halló Akureyrar, að þá væru komin þangað eitthvað á sjöunda þúsund manns. Hann sagði að nú kæmu færri unglingar en í fyrra og fjölskyldufólk væri meira áberandi. Hann sagði erfitt að henda reiður á fjölda gesta vegna þess hve þeir dreifðust á marga staði. Rakel Garðarsdóttir, starfsmað- ur upplýsingamiðstöðvar á bind- indismótinu í Galtalæk, sagði í gærkvöldi að um 2.000 manns væru komin á svæðið. Hún sagði unglinga áberandi fleiri en í fyrra og hegðan þeirra til fyrirmyndár. Rakel sagði aðstandendur bindind- ismótsins mjög ánægða með það hvernig mótið byrjaði. Pétur Steingrímsson, lögreglu- maður í Vestmannaeyjum, sagði Fæðingarorlof mikilvægt Hún segir að fæðingarorlof karla hafi lengi verið baráttumál karla og kvenna. „Reykjavíkurborg gekk á undan með góðu fordæmi með því að fá styrk til að veita nokkrum körlum fæðingarorlof á árinu. Tveir starfsmenn Félagsmálastofnunar sóttu um og annar komst að. Maður sá á honum hvað fæðingarorlof karla er mikilvægt," sagði Lára. Lára sagði að tveir hefðu nýtt sér heimild til viku launaðs fæðingaror- lofs. Hún hefði haft tækifæri til að ræða við annan þeirra og hefði hann lýst yfir mikilli ánægju með orlofið. Alls starfa um 800 manns á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Um 90% eru konur og 10% karlar. VEGNA verslunarmannahelg- arinnar kemur Morgunblaðið næst út miðvikudaginn 6. ágúst. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasaon þjóðhátíð hafa gengið mjög vel, engin teljandi óhöpp hefðu orðið. Hann sagði að lítið eitt af fíkni- efnum og landa hefði verið tekið af þjóðhátíðargestum í gær. Vel fylgst með unglingum Liðsmenn frkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík fylgjast vel með auk þess sem 10 vaskir lög- reglumenn úr Reykjavfk eru lög- reglumönnum í Vestmannaeyjum til aðstoðar. Pétur sagði vel fylgst með áfengisneyslu unglinga og ölvaðir unglingar undir 16 ára aldri væru færðir foreldrum eða forráðamönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.