Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FISKIMANNA minnst í Franska kirkjugarðinum. Vinstra megin við minnismerkið standa Sophie Jega frá Islandsvinafélaginu í París, Panier bæjarsljóri i Gravelines, Christophe Villemer, fulltrúi franska- sendiráðsins, séra Yrsa Þórðardóttir og séra Carlos á Kolfreyjustað. Frönskum menning- arminjum haldið við GAMLA Templarahúsið, sem átti að víkja en nú er reynt að bjarga. Á skiltinu eru stúlka og franskur fiskimaður, enda dönsuðu Frakkar þar. Morgunblaðið/Epá UNGT fólk frá Frakklandi, sem hefur gert gamla Templarahúsið nothæft og sett upp sýningu þar. Lengst t.v. er ljósmyndarinn Dominique Fradin og lengst t.h. upphafsmaðurinn Philippe Bouvet. Frakkar sýna tengslunum við Island gegn- um frönsku fískimennina gífurlegan áhuga. Það sannreyndi Elín Pálmadóttir á „Frönskum dögum“ á Fáskrúðsfírði, þar sem bæjarfulltrúar frá Garvelines voru að lífga upp á vinabæjartengslin, hópur ungmenna að gera upp gömul hús frá tíð Frakkanna, grafin hafa verið upp gömul skjöl og myndir á sýningu o.fi. HERNÉ Coubel, bæjarfulltrúi í einum af aðalbæjum frönsku fiski- mannanna sem á skútum sínum veiddu í áratugi þorsk á ísland- smiðum, varð forviða þegar hann, við hátíðlega athöfn í franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði, rak augun í nafn ættingja síns á stöpli minnisvarðans um þá frönsku sjó- menn sem þar voru jarðsettir. Franski kirkjugarðurinn er í brattri hlíð nokkuð utan við Búða- kaupstað og var athöfnin að nokkru í stíl við það sem var þeg- ar lík látins sjómanns var flutt þar til greftrunar. Presturinn, séra Carlos Ferrer á Kolfreyjustað, kom ríðandi í hempunni og fulltrú- ar Frakka, Leon Panier bæjar- stjóri frá Gravelines og fulltrúi franska sendiráðsins, Christophe Villemer, komu á litlum báti með kransinn sem þeir lögðu að minn- isvarðanum. A stallinum eru 49 nöfn af krossunum sem enn stóðu uppi þegar hann var gerður. Bæj- arstjórinn í Gravelines kvaðst líka nýlega hafa fundið í gömlum skjölum frásögn af því er skip- stjórinn afi hans strandaði við Suðurströndina og íslendingar björguðu mönnunum. Ymsar minjar eru um þennan tíma á Fáskrúðsfirði, sem áhugi er á að halda við. Bæjarstjórnin hefur látið gera bústað franska ræðismannsins upp fyrir ráðhús, en Gravelinesbær gaf þá húsgögn. Þar hittust íslensku og frönsku bæjarfulltrúarnir frá Gravelines á fundi til að ræða aukin samskipti vinabæjanna. Var bæjarfulltrúum Fáskrúðsfjarðar boðið þangað síð- ar í sumar. í Gravelines hafa verið stofnuð sérstök samtök um vina- bæjasamskiptin svo fleiri komi þar við sögu en stjómmálamenn og var formaður þeirra, Jaques Porteboi, með í för. Dýrmætar sýningar Uppi eru áform um safn um franska tímann. Þar var nú opnuð sýning á skjölum og dýrmætu safni franskra póstkorta frá tím- um frönsku sjómannanna, sem kortasafnarinn Benoit Hue hefur lánað fyrir milligöngu félagsins Association Francise des Ami de l’Islande og franska utanríkis- ráðuneytisins. Elstu kortin eru frá því fyrir aldamót og þykja miklir dýrgripir. Önnur merkileg sýning var opn- uð í Templaranum svokölluðum, húsinu þar sem Frakkarnir döns- uðu á sínum tíma. Sú nefnist Fá- skrúðsfjörður um aldamót. Flestar myndirnar eru fengnar frá líknar- félaginu Oevres de Mer, sem rak spítalaskipin. Franski ljósmyndar- inn Dominique Fradin hefur unnið þessar myndir upp og einnig 37 eigin myndir af Fáskrúðsfirði nú- tímans. Hann var að vinna að skráningu gamalla skjala og mynda hjá samtökunum þegar hann sá þennan feng og samdi um að fá að nýta sér myndirnar frá íslandi. Þessi merkilega sýn- ing, með yfir 40 gömlum myndum af lífinu í firðinum um aldamót, mun í framhaldi fara til Borde- aux, Gravelines og Rennes í Frakklandi. Lögð hefur verið vinna í heim- ildasöfnun í Frakklandi, hjá Sankti Jósepssystrum í Chamberry, Oe- uvres de Mer, utanríkisráðuneytinu og Minningasafninu í Ploubazl- anec, og hefði sýningin vart orðið nema fyrir stuðning margra aðila í Frakklandi. Þar á meðal er sam- vinna INSERM í Strassborg, sem hefur styrkt frönsk ungmenni í tvö ár í röð til að koma til Fáskrúðs- fjarðar til að hlynna að gömlum húsaminjum, sem liggja undir skemmdum. Þetta er heilbrigðis- málastofnun sem sinnir rannsókn- um (Intitut National de la Santé et de la Recherche Medicale) og voru á Fáskrúðsfirði tveir fulltrúar hennar, Elisabeth Rechenmann og Elisabeth Bursaux, læknir og vís- indakona, en áhugi þeirra vaknaði upphaflega vegna gamla Franska spítalans og hugmynda um að bjarga honum. Frönskum minjum bjargað Hvernig ætli áhugi þessa fólks alls, sem kostar fé og fyrirhöfn, hafi vaknað? Síðan 1992, þegar hann kom til Fáskrúðfjarðar í fríi, hefur blaðamaðurinn Philippe Bou- vet verið potturinn og pannan í því. Hann gisti hjá Guðrúnu Ein- arsdóttur, sem sagði honum frá þessum tíma og bauð m.a. séra Irsu Þórðardóttur og séra Carlosi Ferrer að hitta hann. Hann frétti af gamla Franska spítalanum sem væri í algerri niðurníðslu handan fjarðarins. Úr því var farið að tala um hvort hægt væri að bjarga honum. Þeim tókst að fá fjárveit- ingu úr þessum sérstaka sjóði INS- ERM sem ætiaður er til samskipta milli landa. Og í fyrra kom Bouvet með 8 manna hóp unglinga, sem þrifu og lokuðu spítalanum er var það fyrsta sem gera þurfti þar sem allt var brotið og opið og skepnur höfðu lengi komst þar inn. Áður en ungmennin komu svo aftur í ár fengu þau að vita að Góðtemplarahúsið gamla, þar sem dansað var á dögum frönsku fiski- mannanna, væri í hættu. Það hafði lengi staðið autt og á að víkja. Viðkomandi nefnd hefði eitt ár áður en örlög þess yrðu ráðin. I ár kom sex manna hópur ungra Frakka með Bouvet, þar á meðal tveir frá Gravelines. INSERM taldi sig geta stutt þau. Þau drifu í að hreinsa út úr húsinu og máluðu það. Og þar var komið þessi fín- asti sýningarsalur fyrir ljósmynda- sýningu Dominiques Fradins, sem hafði ánetjast málinu gegn um vin sinn Bouvet. Fólk virtist hissa og mjög ánægt með árangurinn og mál margra að þessu gamla húsi yrði nú bjargað. Oddvitinn Albert Kemp kvaðst hlynntur því. Þetta sé þó dýrt og gott ef mynduð væru samtök um það. Bouvet kvaðst finna vaknandi áhuga. Einnig á Franska spítalan- um. Þau vilji halda áfram að gera honum til góða, en það sé stærra mál. Draumurinn sé að flytja hann til baka á grunninn þar sem hann var áður, og þar mætti hafa fram- tíðarsafnið um fiskiveiðar og veru Frakka á íslandi. Um aldamótin var þessi fallega spítalabygging flutt frá Noregi og aftur tekin í sundur þegar spítalinn var fluttur yfir fjörðinn. Mætti eins gera það nú. Skiptar skoðanir eru um hvort spítalinn sé of illa farinn. Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri hús- friðunarnefndar, ætlar að leggja til að spítalinn verði mældur upp á næsta ári og fengnar teikningar. Úr því má sýna þær og afla stuðn- ings hér og erlendis við málið, fá leyfi og íjárstuðning í einhveiju formi. Frönsku gestirnir tóku mikinn þátt í Frönskum dögum á Fá- skrúðsfirði, sem voru ákaflega fjöl- breyttir. Til dæmis bökuðu frönsku unglingarnir franskar pönnukökur handa gestum á göngugötunni. Þau tóku þátt í hjólreiðakeppninni Tour de Fáskrúðsfjörður og bæjar- stjóri og bæjarfulltrúi Gravelines og konur þeirra girtu buxumar ofan í sokkana og fengu lánuð reiðhjól til að vera með. A göngu- götunni var frönsk kaffihúsa- stemmning og í samkomuhúsinu og hótelinu franskir réttir. BÆJARFULLTRÚAR Gravelines í Frakklandi hittu bæjarfulltrúa á Fáskrúðsfirði í ráðhúsinu, gömlu frönsku húsi, til að ræða vinabæjasamskipti þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.