Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 ÞEGAR einhver segir Siglu- fjörður, kemur eldd bara ein mynd upp í hugann á mér eins og á að gera ef maður ætlar að standast almennt sálfræðipróf, held- ur hundrað og þær eru allar í einum hrærigraut eins og hroðvirknislegt veggjakrot. Þama er rúta og gubbu- pokar, mjóar brýr og skörðóttur veg- ur í ausandi rigningu, Edda vinkona í snikkarabuxum og gúmmískóm, róló með ruggubátum sem mggast svo hátt að Einar, litli bróðir minn, flýgur í listilega fallegum boga yfir mig og fær blóðnasir. Ég skömmuð, eins og það sé mér að kenna að krakkinn kunni ekki að detta. Ella frænka að salta síld, amma að salta síld. Ella hefur hátt, amma er brjáluð ... Það er árið 1959 og amma er brjál- uð í skapinu. Hún og Ella dóttir hennar em að salta, amma á Reykja- nesplani, Ella á Hafliðaplani. Þær em fastráðnar. Hafa alltaf verið það. Ella saltar þrjár og hálfa tunnu á klukkustund og sker í hálfa. Amma enn fljótari, ef eitthvað er. Og mörg- um ámm seinna segir Ella mér frá þessum ámm: „Þetta var rosalega skemmtilegt. Ef ekki var síld á okkar plönum, þá fengum við pláss á auka- plönum. Þær sátu fyrir sem vom fljótastar og við amma þín vomm með fljótustu stúlkum á Siglufirði. Maður stóð þetta tíu til tólf tíma í törn, án þess að líta upp. Þetta var svo mikið akkorð. Þá var enginn mat- ar- eða kaffitími. Það kom bara ein- hver með mat að heiman og maður borðaði þar sem maður stóð og hélt svo áfram. En þetta var mikið fjör.“ Það undarlega við allar síldarsögum- ar sem ég hef alist upp við, er að þær em fullar af hrifningu, hamingju og söknuði. Fyrir mér hljómar þetta allt saman einn bévítans ekkisens þræl- dómur. „Það var erfiðast þegar mað- ur var búinn að standa tömina, var kominn heim og búinn að þrífa sig. Þá var kallað út að síldin væri komin á annað plan og maður varð að drífa sig aftur af stað. Það kom líka oft fyrir að maður var búinn að klæða sig upp og kominn á ball. Eftir tvær syrpur var kallað: Sfld á Reykjanesinu! Þá dreif maður sig heim, í sfldargallann og niður á plan.“ Og svona var lífið hjá ömmu minni sem eignaðist fjórtán böm sem era full af síldarsögum. En þetta er eina árið sem ég fæ að sjá hvernig sídardraumurinn leit út. ÞETTA ferðalag á æskuslóðir pabba rifjast upp fyrir mér, þegar ég heimsæki Sfld- arminjasafnið á Siglufirði einn sólrík- an dag fyrir stuttu og rek augun í myndir af erlendum skipum frá allt öðrum öldum. Safnstjórinn, Örlygur Kristfinnsson, er til staðar í safninu til þess að veita upplýsingar og þegar við spyrjum hann hvers vegna sé ver- ið að hengja upp aðrar þjóðir segir hann: „Héma á hæðinni eram við með stutt yfirlit yfir sögu síldveiða í Evr- ópu. Við tengjum sýninguna öðmm þjóðum, vegna þess að ein þjóð lærir af annarri. Flestar þær þjóðir sem teljast síldarþjóðir, hafa orðið mjög auðugar á sfldinni. Ég held að það sé viðurkennt að veldi þeirra þjóða sem kölluðust síldveiðiþjóðir, til dæmis Englendinga og Norðmanna, hafi byggst á flotanum, þ.e.a.s. sfldveiði- flotanum sem þær áttu.“ En hvemig datt ykkur í hug að setja upp síldarminjasafn? „Sem gamall síldarstrákur og Sigl- firðingur fannst mér nauðsynlegt að varðveita sögu staðarins." Örlygur stofnaði áhugamannafélag, ásamt nokkram öðmm Siglfirðingum og var lengi formaður en tók síðan við safn- vörslunni fyrir einu ári og þá tók Haf- þór Rósmundsson við formennsk- unni. „Saga Siglufjarðar er ein síldar- saga,“ segja þeir félagamir. „Árið 1903, þegar Norðmenn komu hingað, var varla þorp hér. Þeir gerðu Siglu- fjörð að sfldarmiðstöð og á þremur til fjórum áratugum varð þetta þriðji eða fjórði stærsti bær landsins. EN um leið er þetta safn saga þjóðarinnar, því að ef ekld hefði verið sfldin, hefði þessi þjóð ekki dafnað. í heimskreppunni komu nokkur stór sfldarsumur sem björguðu efnahag þjóðarinnar - sem var síðan grundvöllurinn fyrir því að við fengum sjálfstæði frá Dönum. Ef við hefðum ekki haft sfldina, hefði þjóðin orðið gjaldþrota og þá hefðum við aldrei fengið sjálfstæði. Um þetta eru sagnfræðingar sammála í dag, vegna þess að í kreppunni var lokað fyrir alla þorskverslun. Sfldin bjarg- aði okkur. Hún var mikilvægasti þátturinn hjá þjóðinni á þessari öld.“ Mmð tónlistina ÖRLYGUR Kristfinnsson og Hafþór Rósmundsson fyrir utan Sfldarminjasafnið á Siglufirði. EINN básinn er helgaður tungunni og er þar gefið yfir- lit yfir útlend heiti sem með tíð og tíma urðu sfldar-íslensk. Súsanna Svavarsdóttir heimsótti safnið fyrir stuttu og sp.jallaði við umsjónarmenn safnsins, þá Örlyg Kristfínnsson og Hafþór Rósmundsson. Aveggjum safnsins hanga myndir af skipum sem hafa mokað sjálfstæði þjóðarinnar upp úr sjónum; heill skógur af skip- um - en nú er allt horfið, búið að brjóta og týna - meira að segja mestu aflaskipin Dagný og Gunnvör. Öll plönin; Hjaltah'nsplan, Reykjanespl- an, Hafliðaplan, Kaupfélagsplanið og brakkarnir; Tinusarbrakki, Hjalta- línsbrakki, Álfhólsbrakki. Óg hend- umar hennar ömmu, sem lögðu fram stóran skerf í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar - ásamt öllum hinum. Það er svo margt horfið að ég þekki Siglufjörð ekki aftur eins og ég man hann frá æsku. Ekki einu sinni svip- aður því sem ég man þegar ég kom þangað öðm sinni árið 1966 og var veðurteppt um miðjan júlí, vegna þess að það snjóaði í fjöllum og Skarðið lokaðist. Það eina sem minnir á þann tíma er Síldarminjasafnið. En hvers virði er safnið fyrir Siglfirðinga sjálfa? „Þetta safn hefur breytt öllu hér að því leyti að ferðamenn sem koma hingað hafa eitthvað að skoða,“ segja þeir Örlygur og Hafþór. „Enda hefur ferðamönnum hingað fjölgað alveg ótrúlega, frá því að safnið var opnað.“ Á miðhæðinni er safnið þannig upp am upp sjúnum Síldarminjasafnið á Siglufirði segir mikla sögu; aðalhlutann í atvinnusögu þjóðar- innar og sérstæðu lífi sem fólk lifði á þeim árum sem kölluð voru síldarárin. SVONA litu vistarverur sfldar- vinnslustúlkna út í bröggunum. Á SAFNINU má sjá tunnulok frá þeim ótölulega fjölda fyrir- tækja sem stundað hafa sfldar- vinnsiu á Siglufirði. / blóðinu ANNE Runólfsson, sem haslað hefur sér völl sem söngkona á Broadway vestur í Bandaríkjunum, er stödd hér á landi að heimsækja ætt- ingja og vini, en hún er af ís- lensku bergi brotin. í tilefni af heimsókninni hyggst Anne halda hér tónleika í Þjóðleikhúskjallar- anum næstkomandi fimmtudags- kvöld, en í bland við söng á Broa- dway hefur Anne hrint af stað sólóferli með útgáfu á geisladiskd og tónleikahaldi í kjölfarið. Anne Runólfsson er fædd í Kaliforníu fyrir 32 árum. Faðir hennar er íslenskur, Kjartan Runólfsson, sem kallaður var Lilli Run og er mörgum kunnur sem hljómsveitastjóri, trompet- og harmonikkuleikari. Kjartan flutt- ist til Bandaríkjanna og settist að í Kalifomíu. Að sögn Anne leið ekki á löngu að hann langaði til að fara á kreik, réð sig á langferða- skip og var í siglingum um heims- ins höf upp frá því. Anne segir að hún hafi aldrei náð að kynnast Kjartani í stuttum landlegum hans, en ekki fari á milli mála að tónlistargáfuna hafi hún frá hon- Anne heillaðist af tónlistinni á unga aldri, var farin að leika sér á píanó þriggja ára gömul, enda segir hún að tónlist hafi verið alls- ráðandi á heimilinu, faðir hennar hafi leikið fjörug lög á píanó og harmonikkuna og sungið bull- texta til að skemmta börnunum. Eftir því sem árin liðu fjarlægð- ust þau þó og hún segir að það Söngkonan Anne Run- ólfsson hefur getið sér gott orð fyrir söng sinn á Broadway. Ami Matthíasson tók hana tali í tilefni tónleika hennar hér á landi í næstu viku. hafi ekki verið fyrr en hann komst á eftirlaun að þau hafi fengið tækifæri til að kynnast. „Við höfum álíka smekk fyrir tón- list, höfum smekk fyrir fjöl- breyttri tónlist,“ segir Anne. „Við höldum bæði mikið upp á sígilda tónlist, jazz og þjóðlega tónlist; ef það er tónlist á annað borð emm við til í að leggja við hlustir." Góðir dlómar Undanfarin ár hefur Anne Runólfsson sungið á Broadway, verið afleysingasöngkona fyrir Julie Andrews í sýningunni vin- sælu VictorVictoria. Hún hefur fengið frábæra dóma fyrir söng sinn á Broadway, meðal annars frá Lizu Minelli, sem segir hana hafa eina merkilegustu rödd sem hún hafi heyrt og að auki tilfinn- inga- og skilningsríka söngkonu, en Julie Andrews hefur líka hælt henni á hvert reipi. Anne segir að það sé lán sitt að hafa verið ráðin sem afleysingasöngkona fyrir Julie Andrews, því Andrews sé svo mikil stjama að henni sé sýnd meiri athygli fyrir vikið, „og þvert ofan í það sem ég átti von á hefur starfið hjálpað mér mikið á ferlin- um . Anne segir að starf afleysinga- söngvara sé erfitt, því erfitt sé að vita aldrei hvort hún sé að fara að syngja eða ekki, að bíða við sím- ann til að vera við öllu búin, enda hefur það komið fyrir að hún hafi verið kölluð á svið á miðri sýn- ingu. „Því er þó ekki að neita að ég hef meiri frítíma fyrir vikið og gat þannig tekið upp geisladisk," segir hún, en sá diskur, sem heitir At Sea, er tileinkaður Kjartani Runólfssyni, föður Anne. Diskur- inn hefir fengið afbragðsdóma og ekki siðri dóma hafa fengið tón- leikar sem hún hefur haldið í kjöl- farið í Eighty Eight-klúbbnum í New York. Þar syngur hún meðal annars titillag disksins sem hún samdi sjálf og segir frá sjó- manninnum fóður hennar sem alltaf var á sjónum, en einnig lög eftir ýmsa helstu söngleikjahöf- unda Bandaríkjanna og mikla hrifningu vekur jafnan útgáfa hennar á lagi Harolds Arlens Ding Dong the Witch is Dead út Galdrakarhnum í Oz. Anne segist kunna því vel að troða upp með eigin dagskrá líkt og hún gerir í áðumefndum klúb- bi og hyggst væntanlega gera í Þjóðleikhúskjallaranum næst- komandi fimmtudag, en hún kunni því ekki síður vel að taka þátt í söngsýningu á Broadway. „Ég hef mikið gaman af því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.