Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 4

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 4
4 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Baldur Sveinsson NORSKIR sérsveitarmenn { viðbragðsstöðu á Keflavíkurflugvelii í gær. Varnaræfíngin Norðurvíkingur ‘97 hafín 3.500 manns æfa varnir Islands Varnaræfíng Atlantshafsbandalagsins, Norðurvíkingur ‘97, fer fram hér á landi um helgina. Ólafur Þ. Stephensen kynnti sér hvernig varnir Islands eru æfðar. VARNARÆFING Atlantshafs- bandalagsins, Norðurvíkingur ‘97, hófst á fimmtudagskvöld og stendur fram á þriðjudag. Að sögn Johns E. Boyington flotaforingja, yfirmanns vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli, er gengið út frá því að ímyndað óvinaríki hafi ráðizt á ísland og sveitir NATO-ríkja komi til vamar. Tilgangur æfingarinnar er að sam- ræma vamir íslands í lofti, á láði og legi og gefa varaliðsmönnum frá Bandaríkjunum, sem hafa það hlut- verk að verja landið ef til átaka kemur, tækifæri til að kynnast stað- háttum og aðstæðum hér á landi. Æfðir eru liðs- og birgðaflutningar til landsins, framkvæmd varnar- áætlana og vamir hemaðarlega mikilvægra staða. Pátttakendur í æfingunni eru um 3.500, álíka margir og undanfarin ár, og koma þeir frá fjómm ríkjum Atlantshafsbandalagsins auk ís- lands, þ.e. Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Hollandi. Á meðal þátttakenda em vamar- liðsmenn á Keflavíkurflugvelli, 1.000 manna sveit úr þjóðvarðliði New York-ríkis, liðsmenn úr sveit- um bandaríska flughersins og 55 manna sérsveit norska hersins. Aukinheldur taka þátt í æfing- unni tvær B-IB Lancer sprengju- flugvélar frá herstöð á Azoreyjum, tvær bandarískar B-52-H sprengju- flugvélar, F-15 og F-16 ormstuflug- vélar bandaríska flughersins, CH- 47 Chinook flutningaþyrlur frá þjóðvarðliði Pennsylvaníu, UH-60 Blackhawk flutningaþyrlur frá þjóðvarðliði New York-ríkis, sjö F- 16 ormstuþotur hollenzka flughers- ins, P-3C Orion kafbátaleitarvélar frá Bandaríkjunum, Hollandi og Kanada, AWACS ratsjárflugvélar frá Bandaríkjunum og NATO og norski kafbáturinn Skolpen. Kaf- bátur hefur ekki verið notaður áður í Norðurvíkingsæfingunum, sem fara fram annað hvert ár. Norsk sérsveit í hlutverki andstæðingsins Skothvellir heyrðust öðm hvora á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, en alla nóttina höfðu norskir sérsveit- armenn reynt að komast inn á vam- arsvæðið og bandarískir varðmenn svarað skotum þeirra, en að sjálf- VARNARÆFINGIN NORÐURVIKINGUR 1997 Loftvamasvæði íslands: „Óvinaflugvélar", m.a. B-1B sprengjuflugvélar, sem koma fljúgandi frá Azoreyjum, reyna að komast inn á loftvarnasvæði íslands. AWACS-ratsjárflugvélar og ratsjárstöðvar á jörðu niðri fylgjast með ferðum þeirra, onustuþotur koma til varnar. Hercules C-130 flugvélar reyna að trufla fjarskipti. m "'V -3 Vamarsvæðið á Keflavíkurflugveili: Loft- og landvarnir. Bandariskir varaliðar verjast norskri sérsveit. Varnarsvæðið um- hverfis fjarskiptastöðina I Grindavík, Ratsjárstöðina á Sandgerðisheiði og olíustöðina við Helguvík: Smærri varnarverkefni á landi. Norska sérsveitin leikur andstæðinginn. Virkjanasvæðið við Sog: Varnir orkumannvirkja. Norðmenn leika andstæðinginn, sem reynir að ná stíflunum I ánni á sitt vald. Lágflugsæfingasvæði Varnarliðsins á miðhá- lendinu norðan og vestan Vatnajökuls: Árásir I lág- flugi og vamir gegn þeim æfðar í samráði við flugmálastjórn mánudag og þriðjudag. Svæði út af Reykjanesi: B-52 sprengjuflug- vélar leggja gervitundurdufl til að teppa skipa leiðir, I samráði við Landhelgisgæzluna. Hafsvæði 120 sjómílur suður af landinu: Skipa- og kafbátavarnir. Norskur kafbátur leikur óvinakafbát, P-3 Orion kafbátaleitarvélar leita hans, B-52 skýtur á hann tundurskeytum. NORÐMENNIRNIR em spjallir að fela sig. Hér sést hlaup á byssu leyniskyttu (neðst) og sjónauki hennar (fyrir miðri mynd) standa upp úr því, sem annars virðist grasbali á Mið- nesheiði. sögðu var aðeins skipzt á púður- skotum. Norska sérsveitin mun einnig ráðast til atlögu við varnar- svæðin við olíustöðina í Helguvík, ratsjárstöðina á Sandgerðisheiði og fjarskiptastöðina í Grindavík. Hún mun sömuleiðis leika andstæðing- inn er bandarísku varaliðsmennirn- ir æfa vamir Sogsvirkjunar. Karl Hanevik, yfirmaður sér- sveitarinnar, segir að menn hans séu sérþjálfaðir í að beita óhefð- bundnum aðferðum í hernaði og muni nota, þær óspart gegn banda- rísku „andstæðingunum“ hér á landi. Hanevik segir landslag hér vissulega ólíkt því, sem gerist í Nor- egi og minna af skógi til að fela sig í, en alltaf sé hægt að finna eitthvað til að fela sig á bak við. „Veðrið hjálpar til,“ segir hann. Dale R. Barber ofursti, yfirmað- ur varaliðssveitar landhersins, seg- ir að menn hans, sem stunda borg- araleg störf meirihluta ársins, líti á æfinguna sem kærkomið tækifæri til æfinga og til að bæta hæfni sína. Hann segir sérstaklega mikilvægt að fá að fást við norsku sveitina; hún sé útlend og beiti öðmm að- ferðum en menn hans séu vanir að sjá. Aðspurður hvaða ályktanir menn muni draga, fari svo að norska sér- sveitin hafi betur í viðureigninni og nái t.d. Sogsvirkjun á sitt vald, segir Boyington flotaforingi að í æfingum af þessu tagi sigri enginn eða tapil þær séu fyrst og fremst ætlaðar til þess að menn æfi það, sem þeir hafa lært í hermennsku. „Éigum við ekki að gizka á að okkur muni takast að verja ísland eitt árið enn?“ segit' flotaforinginn. Tímasetningin miðuð við Samvörð og sumarleyfi varaliðsmanna Varnaræfinguna ber upp á mestu ferðahelgi ársins hér á landi. Að- spurður hvernig á tímasetnirigunni standi, segir Boyington að í fyrsta lagi hafi orðið að miða hana við al- mannavarnaæfinguna Samvörð ‘9?> sem fram fór um síðustu helgi- Þeirri æfingu hafi ekld verið hægt að hnika til, en mikið af tækjum, búnaði og mannskap sé samnýtt fyrir báðar æfingamar. Þá hafi orð- ið að taka tillit til þess að varaliðs- menn, sem séu aðallega til taks í sumarleyfi sínu, leiki stórt hlutverk í æfingunni. Reynt sé að skipu- leggja æfinguna þannig að hún valdi sem minnstum óþægindum fyrir al- menning og ferðamenn. Síðborin lömb á Ar- bæjarsafni „EKKI hélt ég nú að ég ætti eftír að upplifa það eftír að ég flutti hingað á mölina að taka á móti lambi og blása í það lífi,“ sagði Páll Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hafði þá daginn áður lent í ljósmóðurhlutverkinu á Ár- bæjarsafni, þegar ærin Bflda bar tveimur fallegum lömbum. Páll er frá Borg í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi og var bóndi f 46 ár, eða allt þar til hann brá búi árið 1995 og flutti til Reykjavíkur, þar sem hann býr nú í fjölbýlishúsi í Hraunbænum. Hann var staddur á Árbæjarsafni og var að búa til reiðingsdýnu ásamt Önnu Lísu Guðmundsdóttur, sem er jarðfræð- ingur á fornleifadeild Árbæjar- safns og raunar einnig fyrrverandi fjárbóndi í Pjárborg, ofan Reykja- víkur. Gat krækt íhinn framfótinn Þau höfðu orðið þess vör að Bílda var komin með lambsóttina og gáfu henni gætur þar sem hún var í girðingu ásamt hinum ánum í Árbæ. Þegar þeim svo verður litið út nokkru seinna sjá þau hvar hún Morgunblaðið/Ámi Sæberg LÖMBIN Lísa og Palli í öruggum höndum lífgjafanna Önnu Lísu Guðmundsdóttur og Páls Pálssonar á hlaðinu við Árbæ. liggur afvelta og getur sig hvergi hrært. Þá var ljóst að Bflda þyrfti aðstoð við burðinn og þegar að var gáð var komið höfuð og aðeins annar framfóturinn og ekkert gekk. Anna Lísa gat með lagni krækt í hinn fótinn og náð lambinu út og þá tók Páll við og blés í það lífi meðan hún náði hinu lambinu úr Bfldu, en það bar eins að og þurfti því að krækja í annan fram- fótinn á sama hátt og fyrr. Lömbin fengu samstundis skemmri skírn, eins og Páll orðar það, og þótti vel við hæfi að kalla hrútiun Palla og gimbrina Lísu. Aðspurð um þennan óvenjulega burðartíma kvaðst Anna Lísa helst á því að ærin hefði látið snemma á meðgöngunni og fengið aftur. Eigendur Bfldu eru bræðurnir Guðmundur og Gísli Einarssyni1" og er hún ásamt fleiri ám í láni d Árbæjarsafni yfir sumartímann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.