Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 9
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 9 FRÉTTIR Jón á Stóra-Kroppi skiptir á jörðum Ekki tengt deilum um þjóðvegar- stæði JON Kjartansson, bóndi á Ái-túnum í Rangárvallarhreppi og eigandi Stóra-Kropps í Borgarfírði, hefur keypt Efra-Nes í Borgarbyggð af Olafi P. Þórðarsyni fyrrv. alþingis- manni. Upp í kaupverðið lét Jón ganga Eyri í Flókadal. Hann sagði að orðið hefði að samkomulagi að gefa ekki upp hversu háa fjárhæð því til viðbótar hann hefði þurft að reiða fram fyrir Efra-Nes. Jón sagði í samtali við Morgun- biaðið að makaskiptin væru á engan hátt tengd deilum um þjóðvegar- stæði í nágrenni Stóra-Kropps. „Eins og þegar skipt er á íbúðum var vilji beggja að skipta. Hér er aðeins um einfalda eignabreytingu að ræða. Fyrir mér vakti fyrst og fremst að eiga jörð í nágrenni við tvær jarðir okkar systkinanna við Þverá/Kjar- rá,“ sagði Jón. Hann sagði að Efra-Nes væri minni en verðmætari jörð en Eyri eða 400 hektara jörð við eina af bestu laxveiðiám landsins. Eyri er 900 hektara jörð og er hlutfall gróins lands ekki eins hátt á Efra-Nesi. Stóri-Kroppur ekki til sölu Jón sagði að Stóri-Kroppur væri ekki til sölu og yrði ekki til sölu. „Þar er verið að deila um vegar- stæði. Við höldum áfram að berjast íyrir því, þó við séum flutt, að vegur- inn fari ekki yfir túnið, og að vilji sveitarstjórnarinnar og sveitung- anna, sem vilja ekki veginn þarna, nái fram að ganga,“ sagði hann. Hann sagði að ráðsmaður sæi um búið á Stóra-Kroppi. „Búrekstur verður á Stóra-Ki-oppi að minnsta kosti þar til skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað um sáttaleiðina svokölluðu. Ef niðurstaðan verður viðunandi býst ég við því að búið á Stóra-Kroppi verði rekið áfram. Hvort við flytjum þangað aftur verð- ur öll fjölskyldan að taka ákvörðun um. Okkur var hreinlega ekki orðið líft þarna lengur vegna ógeðfelldra árása frá ákveðnu fólki. Hér var ekki lengur um að ræða stríð vegna veg- arstæðisins heldur var þama komið út í persónulegt skítkast og undir því var ekki hægt að sitja,“ sagði Jón. Hann sagði að fjölskyldunni líkaði vel að búa í Ártúnum, jörðin væri góð og nábýli gott, en eins og kunn- ugt er flutti fjölskyldan búferlum austur að Ártúnum í Rangárvalla- sýslu fyrr í sumai'. ----------------- Punktakerfí vegna umferðarlagabrota • • Okumaður fær punkta en ekki eig- andinn ÖKUMAÐUR lánsbifreiðar fær punkta á ökuferilsskrá sína sjáist hann aka yfir á rauðu ijósi á mynd- um löggæslumyndavélar, en ekki eigandi bifreiðarinnar, að sögn Ómars Smára Armannssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns, en í haust verður tekið upp nýtt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Omar Smári segir að taki lög- gæslumyndavél mynd af bifreið sem ekið er yfir á rauðu ljósi fái skráður eigandi ökutækisins tilkynningu um greiðslu sektar. Jafnframt því sé hann beðinn um að benda á ökumann bifreiðarinnar hafi það ekki verið eigandinn sjálfur. Geti hann það er sektarmiði sendur á þann aðila og látið reyna á það hvort sá greiði sektina. „Sá sem að lokum stendur uppi sem ökumaður bifreiðarinnar er sá sem fær punktana í kladdann sinn,“ segir Ómar Smári. Borgarferðir Heimsferða London París Verðkr. 19.900,- Flugsæti út á mánudegi, heim á fimmtudegi, ef bókað er fyrir 1 .sept. Verð kr. 24.990,- M.v. 2 í herbergi, Hotel París - Roma, mánudagur til fimmtudags ef bókað er fyrir 1. sept Verð kr. 29.890,- M.v. 2 í herbergi, Hotel París - Roma m. morgunmat, fimmtudagur til mánudags. Austurstræti 17 • 101 Reykjavík • Sími 562 4600 • Fax 562 4601 Hótel Heimsferða eru öll í hjarta Parísar. Verðkr. 19.990,- Flugsæti út á mánudegi, heim á fimmtudegi, ef bókað er fyrir l.sept. Verð kr. 24.990,- M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, mánudagur til fimmtudags ef bókað er fyrir l.sept Verð kr. 29.990,- M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, m. morgunmat, fimmtudagur til mánudags. Verð frá 19.900 í október og nóvember Heimsferðir bjóða nú bein flug í október og nóvember til Parísar og London, þar sem þú getur notið hins besta í þessum vinsælustu borgum Evrópu fyrir lægra verð en nokkru sinni fyrr. Hvort sem þú vilt aðeins kaupa flugsæti eða velur eitthvert af okkar vinsælustu hótelum þá færð þú spennandi borgarrispu á frábæru verði og nýtur þjónustu íslenskra fararstjóra allan tímann. Bókaðu strax og tryggðu þér borgarferð. °!Ekt 'nginn Sendan Hótel Elizabetta: Glæsilegur nýr aðalgististaður Heimsferða í London 4.000 kr. afsláttun - ef þú bókar strax Fyrstu 300 farþegarnir geta tryggt sér 4000.- kr. afslátt fyrir manninn í borgarrispu frá mánudegi til fimmtudags. Gististaðir Heimsferða eru sérvaldir og allir vel staðsettir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.