Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 13 Norðurlands- mótið Ólafsfjörður. Morgunblaðið. NORÐURLANDSMÓTIÐ í golfi verður haldið á Skeggjabrekkuvellu í Ólafsfirði í dag og á morgun, 2. og 3. ágúst. Að þessu sinni hefur Golfklúbbur Ólafsfjarðar veg og vanda að mótinu. Leiknar verða 36 holur og er keppt í karlaflokki, meistaraflokki, 1., 2. og 3. flokki. I kvennaflokki er keppt í þremur í golfi flokkum, meistarflokki, 1. og 2. flokki. Þá verður keppt í flokki eldri kvenna og öldungaflokki karla. Einnig verður keppt í drengja- og stúlknaflokkum. Að sögn vallarstjóra, Þrastar Sig- valdasonar, eru aðstæður mjög góð- ar og völlurinn hefur aldrei verið betri. Morgunblaðið/Hermína KONUR í Kvennadeild SVFI ásamt hafnarvörðum við kassann með björgunarvestunum. Bj örgnnarvesti fyrir börn við höfnina Dalvík. Morgunblaðið. KVENNADEILD Slysavarnafélags íslands á Dalvík kom nýverið fyrir sérstökum kassa þar sem í eru sex björgunarvesti fyrir börn sem þau geta fengið að láni þegar þau eru að veiða á bryggjunni. Kassinn, sem er gulur að lit, er fyrir framan vigtarhúsið á norður- garðinum. Hann verður alltaf opinn en hafnarverðir munu hafa auga með vestunum og fylgjast með að þeim verði haldið til haga. Framtakið er framhald átaksins Vörn fyrir börn og liður í því að börn temji sér notkun björgunarvesta við höfnina. Vill kvennadeildin þakka fyrirtækjunum sem styrktu verkefnið og gerði þeim kleift að kaupa vestin. Hlynur sýnir í Ketilhúsi HLYNUR Helgason opnar mynd- listarsýningu í Ketilhúsinu í Gróf- argili í dag, laugardaginn 2. ágúst, kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina Hillingar. Á sýningunni eru rýmisverk, annars vegar málverk á veggi og gólf í bland við risastórar tölvu- myndir byggðar á myndefni úr sögu hússins og hinsvegar stór lérefts- dúkur strengdur í veggi og upp í gluggann. Textar gegna stóru hlut- verki í verkunum. „Þetta eru mjög stór verk, textar sem mynda hring og eru allt að 7 metrar í þvermál og svo eru þarna líka tölvuunnar myndir,“ sagði Hlynur. Þetta er fyrsta sýningin í endur- bættu Ketilhúsi og segir sýningin að hluta til sögu hússins. „Húsið dregur nafn sitt af stórum kötlum sem þarna voru til að hita upp vatn sem var orkugjafi verksmiðja kaup- félgsins í gilinu og þarna var einnig þvottahús,“ sagði Hlynur. Frummyndir af myndunum fékk Hlynur hjá Minjasafninu á Akur- eyri. Hlynur er Reykvíkingur og hefur starfað að myndlist í rúm 11 ár, hann hefur haldið fjölda einkasýn- inga auk þess að taka þátt í sam- sýningum. Hann hefur dvalið í gestavinnustofu Gilfélagsins síð- ustu tvo mánuði við að undirbúa sýninguna. Á heimasíðu Hlyns eru m.a. upp- lýsingar um feril hans, en hún er á slóðinni: http//:rvik.ismennt.is- Hlynur. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11, Kammerkór Hallgríms- kirkju „Schola Cantorum" flytjendur á Sumartónleikum á Norðurlandi taka þátt í athöfninni, en tónleikarn- ir hefjast kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Vegna breytinga á húsnæði hersins verða engar samkomur í næstu vikur. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Al- menn samkoma, Þórir Páll Agnars- son prédikar, sunnudag kl. 20. And- legar þjálfunarbúðir, miðvikudag kl. 20.30. Bænastundir á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgun frá 6-7. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. Ljósmyndir í Blómavali UÓSMYNDASÝNINGIN Maðurinn í náttúrunni hefur verið sett upp í Blómavali á Akureyri. Myndirnar verða þar í hálfan mánuð. Fréttaritarar og ljósmyndarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni halda reglulega ljósmyndasamkeppni. Myndirnar á sýningunni í Biómavali eru valdar úr fjölda ljósmynda sem bárust í keppni vegna áranna 1995 og 1996. Þær eru 26 talsins jafnt frá frá stóratburðum umrædd ár og lífi og starfi fólksins í landinu. Sýningin Maðurinn í náttúrunni hefur verið á ferð um landið undan- farna mánuði. Eftir hálfan mánuð á Akureyri verður hún sett upp á Egilsstöðum. AKUREYRI Morgunblaðið/Guðmundur Þór ALMAR Gunnar með furðufiskana, en þarna má m.a. sjá sædjöful, álsnípu, lúsífer, stinglax og smokkfisk. Átta ára snáði í Ólafsfirði heim eftir langa sjóferð Setti upp sýningu á furðufiskum Ólafsfjörður. Morgunblaðið. ALMAR Gunnar, 8 ára snáði frá Ólafsfirði, er nýkominn úr 22 daga veiðiferð á Reykjanes- hrygg með frystitogaranum Mánabergi ÓF-42. Hann fékk að fara með föður sínum, Sverri Gunnarssyni mats- manni. Almar var ekki aðgerðarlaus meðan á veiðiferðinni stóð. Hann sá um að safna saman furðufiskum sem komu í trollið og þegar hann kom heim hélt hann sýningu á þeim og komu margir til að sjá, þar á meðal leikfélagar hans sem þótti þetta tilkomumikil sjón. Feginn að koma heim til mömmu Almar sagði að það hefði ver- ið rosalega gaman á sjónum og hann hefði ekki verið sjóveikur, en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer á togara. Hápunktur veiðiferðarinnar fannst honum þegar tveir risastórir hákarlar komu í trollið. Almar sagðist ákveðinn í að fara einhvem tíma aftur á sjó, en ekki strax og bætti því við að hann hafi verið feginn að koma heim til mömmu sinnar. Af skipsfélögum Almars Gunnars er það að frétta að þeir eru nú á leið í Smuguna. It luséljum vTÓ síðustulæti n'T sepfember og október Flogið alla mónudaga 1. sept.-8. sept.- 1 5.sept.-22. sept og 6. október Vikuferðir, 8.,15 og 22.sept.- A l£OC Miðoðviðtvo Innifalið: Flug, gisting, aksturtil ............og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugv.skattar Miðað við tvo fullorðna og tvö börn saman í íbúð Verð frá kr. fullorðna í íbúð frá kr. SITGES 4 nætur verð frá kr. n A n^r l l A Helgar- og vikuferðir í september og október E LV I Flogið föstudaga og þriðjudaga. Gisting á Citadines Helgarferð 2 í stúdíó, 4 nætur verð frá kr. 3872° Vikuferðir, 2 í stúdíó, verð frá kr. 46*2° Þriðjud.-föstud., 2 í stúdíó, 3 nætur frá kr. ££220 Innifalið: Flug, gisting og flugvallarskattar STRANDBÆRINN - í sept. og okt. Gisting á Gran Sitges hótelinu Helgarferð 2 í stúdíó, 0Q650 Vikuferð 2 í herbergi kr. 48150 U ' Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og flugv.skattar AFSLATTUR kr. 4,000. _ ef þú framvísar EURO/ATLAS ávísun þinni Helgar- ferðir og ferðir í miðri viku Gildistími: 1. okl. 97 til 31/3 98 London 2 nætur, 2 í herbergi 01420 frá kr.v 1 m/sköttum Glasgow 2 nætur, 2 í herbergi frá kr 24 m/^óJUjm Amsterdam 2 nætur, 2 í herbergi frá kr. 27rn^öttum New York 3 nætur, 2 í herbergi C1490 frá kr. J | m/sköttum Kaupmqnnghöfn‘K34o Baltimore ^á990 2 nðerur, 2 í herbergi. Vero frá kr W W rn/sköttum 3 nætur, 2 í herberqi frá kr.i ■m/sköttum LasVegas TC760 7 dagar 2 í herhergi frá kr./ J m/sköttum Flogið um Baltímore NewOrleans Q7160 7 dagar,, 2 í herbergi frá krU » m/sköttum Flogíð um Baltimore Luxemburg 2 nætur,tveir 01880'' (herb. frá kr. AWm/sköttum Boston 3 nætur, 2 í herbergi fró kr’ 45990 m/sköttum Halifax 07650 3 nætur, 2 í herbergi frá kr.W / m/sköttum Pantið í síma FERÐASKRIFSTOFA Barnaafsláttur er veittur af öllum ofangreindum verðum.............. , RFYKIAVIKI IP Fáðu nánari upplýsingar um VH* VAVV l\C ■ IVJfmV ll«wl\ verðin og ferðatilhögun 0^0^ Œ Aðalstræti 16 - sími 552-3200 h|a okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.