Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 LISTIR BRIGÐI í HVÍTU KRISTJÁN Davíðsson, Án titils, olía á léreft, 1997. MYNPOST Kjarvalsstaðir MYNDVERK KRISTJÁN DAVÍÐSSON Opið alla daga frá 10-18. Til 12. október. Aðgangur 300 kr. Sýningar- skrá 900 kr. MÁLARINN Kristján Davíðsson varð áttræður í sumar, en í stað þess að gefa grænt ljós um athygli á tímamót- unum, brá hann sér til Parísar. Snæddi þar vænan málsverð með spúsu sinni, harðan sem mjúkan undir tönn, og leit inn á nokkur söfn og sýning- ar. Kristján hefði þó naumast sloppið við nokkrar linur úr penna rýnisins, ef honum hefði ekki orðið á mis- minni og var að auk erlendis er hann var upplýstur um afmælis- daginn. Var í þeirri trú að væntanleg sýning, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöð- um, yrði í beinum tengslum við afmælið. Þetta er annars í góðu samræmi við að hinn nafnkunni listamaður er enn í fullu fjöri, hefur þó lifað lágt sem hátt og leikið sér, og í einu og öllu fýlgt eigin forskrift um hollt líferni. Kristján kemur mönnum svo enn á óvart með sýn- ingu á þverskurði athafna sinna frá síðasta áratug í stað umfangsmik- illar yfírlitssýningar, eins og flestir munu hafa búist við og þá helst í öllum húsakynnum Kjarvalsstaða. Víst veit margur, að málarinn hefur verið vel virkur á áratugnum, í ljósi áhrifamikilla sýninga á fersk- um verkum í Nýhöfn og í Ásmund- arsal og ýmissa annarra sýnilegra athafna tengdra pentskúfnum. Og í samræmi við framkvæmdina og fyrri rýni, svo og handhæga sýning- arskrá, prýdda mörgum litmynd- um, sem gefin hefur verið út með úttekt á ferli lista- mannsins, er rétt að sleppa fullkomlega öll- um mosavöxnum tugg- um og endurtekning- um. Það hefur verið venjan um slík tíma- mót í lífi okkar elstu málara, að efna til stórsýninga með sem skilvirkustum samtín- ingi frá ferli þeirra. Er góðra gjalda vert, en hér hafa íslendingar þá neyðarlegu sér- stöðu, að tengja slíka sýningarviðburði yfir- leitt við ellina, eða ein- hveija burtkústaða af tilverusvið- inu. Ytra eru söfnin hins vegar í viðbragðsstöðu um slíkar fram- kvæmdir áður en gildir og fram- sæknir myndlistarmenn eru komnir á miðjan aldur, til að viðurkenna og lyfta undir þá, greiða þeim að auk vel fyrir. Ekki síður en tón- leikahallir greiða fyrir tónaflóðið og höfundarréttinn. En Kristján er einfaldlega ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát og kannski er þetta hans sérstaki háttur að mót- mæla slíkum hugsunarhætti og nesjamennsku. Málið er í raun þannig vaxið í stóru og almennu samhengi, að mesta hættan felst í að setja fólk í lífshólf og kopla af á ákveðnum aldri, í stað þess að njóta reynslu þess og yfírsýnar sem lengst, líkt og mannkynið hefur gert um árþús- undir. Lífsreynslan sem ungt fólk verður fyrir af að njóta návistar og uppfræðslu aldinna er nokkuð sem gnæfir yfír öll kennslukerfi og skóla- stefnur misviturra fundarhaldafíkla, sem einmitt eru óðast að lifa sig. Á nokkrum áratugum hefur heimurinn búið hér til risavaxið vandamál, sem gerir tóbaksreykingar, vímuefna- neyslu og umhverfísmengun að smáatriðum. Menn virðast hafa gleymt máltækinu, hvað ungur nemur gamall temur. Hér er Kristján upplagt dæmi, sem hóf fyrst að miðla ungum af reynslu sinni í menntakerfi listar- innar á þeim aldri er venjulegum uppfræðurum eru haldin bless- partý. Og eins og gerist um góða kennara virðist hann hafa lært jafn mikið af nemendum sínum og þeir af honum. Ungir orðið ríkari af reynslu hins hára þular en hann teigað stórum af bikar æskunnar. í öllu falli hafa málverk hans orðið ferskari og bjartari með ári hveiju. Þá er til frásagnar, að rétt áður en Þjóðarbókhlaðan var opnuð var rýninum boðið þangað í fylgd Leifs Breiðfjörðs, til að skoða listaverkin er prýða myndu stofnunina um Kristján Davíðsson langa framtíð. Þar blasti einnig við stórt málverk eftir Kristján Davíðsson og varð honum starsýnt á hvíta flötinn í verkinu. Flöturinn bjó yfir einhvetjum ferskum og duldum krafti og ekki hafði hann séð Kristján vinna jafn vel með hvíta litinn áður. Alveg óvænt end- urtók sagan sig á sýningu Kristj- áns í Ásmundarsal fyrir nákvæm- lega tveimur árum og enn hafði kynngin aukist í hvítu tilbrigðun- um, voru jafnvel nær alhvít eða alsnjóa skilirí innan um. Taldi ég þau í rýni minni á vissan hátt litrík- ari öðrum, sem meiri bein litavirkt prýddi, en það er mál sem læsir og þroskaðir á litrófið skilja. Svo er einnig með stóru flekana í hólf- inu næst innganginum er inn á sýninguna í Austursal er komið, því þessar einföldu og blæbrigða- ríku myndheildir búa yfir rafmögn- uðum titringi, „vibration“, í hvítu. Hér er styrkur litarins ljóðrænn, og þenslumátturinn á þann veg nýttur í mýkt og titringi hinna teiknuðu áherslna, að hann grípur skoðandann umsvifalaust og þá mun frekar hinum litríkari og eldri myndheildum. Slíkr einfaldri hrifmikilli með- höndlan eins höfuðlitar á stórum fleti hefur verið líkt við ljóð Mallar- més: Patience, patience, / patience dans l’azur! / Chaque atome de si- lence/ Est la chance d’un fruit múr“ (Þolinmæði, þolinmæði,/ þolinmæði í biáu!/ Sérhvert atóm kyrrðar/ Er tækifæri fyrir þroskaðan ávöxt). Hér stílar hinn heimskunni ameríski listsögufræðingur Robert Hughes til sérstakrar blöndu afkalls og föstu, meinlæta og endumýjunar. Eins og amerískir málarar eftir- stríðsáranna leituðust við að hefja sig upp yfír hörmungar styijaldar- innar með því að mála sig burt til himna, eins og Hughes orðar það, er eins og Kristján sé að mála sig frá rótlausum, köldum og málverk- inu andsnúnum tímum. Fram kemur, að svo virðist sem fólk almennt skilji þessar myndir, hrífist sjálfkrafa, þótt viðkomandi viti ekki í raun hvað það er sem Endurskin og sýnir TÓNLIST Norræna húslð UNM-TÓNLEIKAR Raf- og kammerverk eftir Palle Dahlstedt, Per Magnus Lindborg, David Bratlie, Steingrím Rohloff og Johannes Frost Norræna húsinu, miðvikudaginn 24. september kl. 20. ' í UMFJÖLLUN um UNM-tón- leikana í Listasafni íslands sl. mánudag lét undirritaður að því liggja, að í vissum skilningi gæfu hrein raftónverk raunsönnustu mynd af sköpunargetu tónskálda, með því að mennskur flutningur gæti verið blekkjandi, ýmist á verri eða betri veg. Rafverkin á hérumræddum tón- leikum í Norræna húsinu komu manni hins vegar til að hugsa dæmið gerr. Því ef fylgt er félags- lega afstæðu listmati út í æsar, gætu breytilegar aðstæður eins og misjafnlega góður tækjakostur á mismunandi tímum verið alveg eins blekkjandi. A.m.k. má leiða af líkum, að rafhljóðver nútímans gefí ólíkt fleiri möguleika til fjöl- ■-------------------------------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Jáunru tískuverslun _ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 _ breytni og fágunar en fyrir 30-40 árum, og fyrir óinnvígða hlustend- ur hlýtur oft að vera erfitt að meta hlutfallið milli óðbatnandi tækjabúnaðar og andagiftar höf- unda. Til mótvægis mætti að vísu benda á poppmúsíkina, sem notið hefur sömu tækniframfara og aka- demíski tónlistarheimurinn, en án meiriháttar heyranlegra gæða- framfara. Tilefni þeirra hugleiðinga var hversu tilkomumikil raftónverkin tvö sl. miðvikudagskvöld reyndust, a.m.k. á ytra borði, og auðheyrt, hvernig nostrað hafði verið við hvert smáatriði eftir því sem beztu græjur leyfðu, hvað svo sem líður öllum spurningum um inntak, frumleika og líkur á langlífi. Áhrifamátturinn var alltjent á sín- um stað, og ljóst að áheyrendur kunnu að meta hann, miðað við öflugar undirtektimar. Ljóðar á ráði tónleikanna voru tveir og báðir utanlægir við sjálfa A^MiiuuwmTniiuiimiiivBL i\V 234 Itr. 2 körfur 39.990 stgr. 348 Itr. 3 körfur 45.990 stgr. 462 Itr. 4 körfur 53.990 stgr. 576 Itr. 5 körfur 68.380 stgr. Góðir greiðsluskilmálar. Ifm^l VISA og EURO raðgreiðslur án utb. o o Ucj,----------------------------........ Fyrsta ÆQn|X flokksfrá MMmmW II^V I tónsköpunina. Notaleg kaffistofa Norræna hússins var lokuð, og áheyrendaskarinn, sem var meiri en húsið er hannað fyrir, varð að standa upp á enda í anddyri dijúga stund vegna seinkunar, unz tókst að greiða úr einu af þeim tækni- legu vandamálum sem loða vilja við flest tónleikahald þar sem raf- eindir koma við sögu. Sérstaklega harmaði maður þó fyrra atriðið, því ef eitthvað er meira gefandi en að hlusta á nýja tónlist, þá er það að geta rætt hana við með- hlustendur í ró og næði. Marg- mennið varð og til að yngstu og sprækustu tónleikagestir urðu að gera sér gólfsetu að góðu. Það jók þó frekar á stemninguna en hitt, og ekki dró úr, þegar salur myrk- vaðist og úr ljóskösturum flæddu vistvænir bláir og grænir litir láðs og lagar undir fyrra rafverki kvöldsins, „Gummi“ eftir Svíann Palle Dahlstedt, við „undirhreyf- ingar“ dansarans Amiar Skánberg. Eins og heitið gaf í skyn og til- greint var í tónleikaskrá (þótt á köflum væri vandheyranlegt), voru hljóð fengin úr gúmblöðrum, en væntanlega teygð og tosuð með aðstoð tölvutækni. Athyglivert er annars, að hljóðgrunnar bæði þessa og hins rafverksins voru náttúrulegir („konkret") en ekki einræktaðir úr viðjum rafeinda. Hreyfingar, Ijós og fremur ógn- vekjandi skruðningar, hvinur og alls konar hvöss hviss tengdu, eins og svo oft með nútíma raftónlist, huga hlustandans við geimtrylla Hollywood, enda á ýmsan hátt lík effektahljóðum úr kvikmyndum á borð við Alien, þó að hljóðskammt- urinn hér væri bæði lengri og sjálf- bærari og myndaði furðu heilsteypt yfirbragð. Andstæðan milli hljóðheima Gúmsins og næsta verks, „Bom- bastic Sonosophisms" (með f-i í tónskrá) fyrir einleiksharmónikku eftir Norðmanninn Per Magnus Lindborg, gat vart verið meiri, og þætti mörgum dragspilsunnanda ugglaust fokið í flest skjól, er góða gamla dúddelídei-ið fær ekki leng- ur að vera í friði fyrir framúr- stefnu. Þó ku víst hafa verið farið að semja framsækið fyrir sjómann- sorgel þegar fyrir 40 árum, og hafa ekki sízt ítalir staðið þar framarlega. Verkið var töluvert virtúósískt, og var fruntavel flutt af Frode Haltli, sem skvetti að virt- ist fyrirhafnarlaust leifturhröðum litlum tokkötugusum, í milli þess sem hann beitti víðfeðmu dýna- mísku sviði hljóðfærisins til hins ýtrasta á ýmist liggjandi hljómum eða punktaleitu tafsi ísprengdu dramatískum þögnum í sérlega lit- ríku og markvissu stykki, sem uppskar dágóðar undirtektir áheyrenda. Seinna rafverk kvöldsins hét „Yet Not Erased” og var eftir landa Lindborgs, David Bratlie. Konkretgrunnur verksins var hér fenginn með stálplötum og málm- stöngum alls konar úr vopnabúri Iðnhóps Oslóborgar, er starfaði 1995-96. Verkið hófst og hætti með stöku klukkuslagi, líkt og dagur reiði gengi í og úr garði, en var annars nokkuð svipmikill og vel unninn rafskúlptúr. Minnti andrúmsloftið að sumu leyti á rafverk Kosks, Bodins og Nevanl- inna á „Iitaballett“-raftónleikun- um í Hafnarhúsinu á Norrænum músíkdögum hér í september fyrir ári. Verkinu var að sögn ætlað að lýsa gagnkvæmum áhrifum bergmáls og högga með klassískri úrvinnslu, enda tókst að halda sæmilega sannfærandi heild- arsvip, þrátt fyrir verulegar and- stæður og allt að því skræpótta litafjölbreytni. Hallveig Rúnarsdóttir sópran söng af natinni einlægni og með skýrum framburði „Logn“, þijú fremur stutt sönglög eftir hinn ís- lenzk-þýzka Steingrím Rohloff um ljóð eftir Grím Thomsen, Jóhannes úr Kötlum og Jakobínu Sigurðar- dóttur við kristalstæran píanó- undirleik Tinnu Þorsteinsdóttur. Míníatúrur Steingríms voru í heild kyrrlátar, enda tilefni þeirra tón- smíðakeppni um þemað Frið. Sönglínur voru hægar og áleitnar, og píanóhlutverkið sparneytið en þó hnitmiðað. í þessu óvenju gegnsæja og skíra verki sá maður ósjálfrátt fyrir sér hægblikandi tjarnargárur í lágri vetrarsól. Und- irtektir voru með afbrigðum góðar. Lokaverkið, Reflections and Appearances, var einnig flokkur þriggja örverka, en fyrir einleiks- píanó, og lék höfundurinn, ungur lágvaxinn Finni að nafni Johannes Frost, sjálfur verkið í stað hins auglýsta Kari Tikkala. Þótt verkið risi ekki mjög hátt, og áferð og úrvinnsla væri heldur á við belg og biðu, bauð það af sér góðan þokka, og titillinn (Endurskin og sýnir) var í öllu falli nær skynjan- legu inntaki en oftast gerist í nafn- giftum ungra tónskálda á verkum sínum. Ríkarður Ö. Pálsson HÁTÚN Í»A - SÍMI 2 4420 j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.