Morgunblaðið - 19.10.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ vinstri eru: Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, Josef Kul-
igovszky, framkvæmdastjóri líftryggingafélagsins Allianz, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktar-
félags íslands, Thomas Pleines, forstjóri Allianz A.G. í Baden Wiirttemberg, Guðjón Ólafur Kristbergs-
son, framkvæmdastjóri söluumboðs Allianz á íslandi, og Atli Eðvaldsson, stjórnarformaður söluum-
boðs Allianz á íslandi.
Skógræktarfélagið fær viðurkenningu
FULLTRÚAR umhverfissjóðs
þýska tryggingafélagsins Allianz
afhentu nýlega Skógræktarfélagi
Islands sérstaka viðurkenningu
fyrir störf í þágu skógræktar og
uppgræðslu á Isiandi og fylgdu
henni eftir með 200 þúsund kr.
framlagi til félagsins.
Tryggingafélagið Allianz er eitt
öflugasta tryggingafélag á alþjóða-
vettvangi og rekur umboðsskrif-
stofur í 55 þjóðlöndum, m.a. hér á
landi. Á 100 ára afmæli félagsins
árið 1990 var stofnaður sérstakur
umhverfissjóður sem ber heitið
„Blái örninn“ (Aktion Blaue Adler),
til styrktar umhverfisvernd í víð-
um skilningi. Hlutverk þessa sjóðs
er hvort tveggja í senn að styrkja
fjárhagslega framkvæmdir í þágu
umhverfisverndar, vekja athygli
á því sem vel er gert og um leið
hvetja til þess að menn sýni í verki
ábyrgð gagnvart eigin umhverfi.
Fyrsta hnattflug
Pólveria
Enn ein
geggjuð
hugmynd
Ein dýrmæt minning stendur þó
upp úr. „Við heimsóttum móður
Theresu. Það var stórkostlegt og
nokkuð sem ég mun aldrei gleyma,"
segir hann. Hún hafði á orði að hún
gæti alveg hugsað sér að fara með
honum í flugferð, en hún hefði þó
ekki getað það í þetta sinn. „Kannski
næst,“ hafði hún sagt.
Þegar útséð var um að leyfi feng-
ist til að fljúga yfir Kína var ákveð-
ið að taka stefnuna á Tæland en það
tók líka sinn tíma að fá tilskilin leyfi
til þess. Á leiðinni hrepptu þeir hin
verstu veður, rigningu, rok og
þrumuveður. Næstu áfangastaðir
voru Víetnam, Filippseyjar og Tæv-
an. Þaðan var haldið til Suður-
Kóreu, þar sem þeir dvöldu í þijár
vikur meðan þeir biðu eftir leyfi til
að lenda í Japan, sem Miszkurka
„ÉG er viss um að mamma hefði
verið stolt af mér,“ segir pólski flug-
maðurinn Waldemar Miszkurka, sem
er um það bil að ljúka hnattflugi,
fyrstur Pólveija. Móðir hans er látin
fyrir nokkru, en hann segist fínna
að hún hafi auga með honum á flugi
hans yfir heimsins höf og lönd.
Hann flýgur rússneskri eins
hreyfils tvíþekju af gerðinni Antonov
2, en á þessu ári eru liðin fímmtíu
ár frá því að fyrsta flugvélin af þeirri
tegund var smíðuð í Rússlandi. Vél-
in sem Miszkurka flýgur er þó ekki
nema nítján ára gömul, smíðuð í
Póllandi 1978. Hún er traust og ör-
ugg, þó að hún sé ekki sérlega hrað-
skreið að sögn fiugmannsins.
Heimsóttu móður Theresu
Miszkurka lagði af stað frá heima-
landi sínu 24. júlí sl. ásamt aðstoðar-
flugmanni og flugvirkja og var fyrsti
áfangastaðurinn Grikkland. Þaðan
lá leiðin til Tyrklands og íran, og
þá til Indlands með viðkomu í Pakist-
an. í Kalkútta voru þeir strand í
þijár vikur meðan þeir reyndu að
fá Ieyfi kínverskra flugmálayfírvalda
til að fljúga yfir Kína, en það tókst
ekki þrátt fyrir mikið stapp. Dvölin
í Kalkútta var erfíð og allt var mjög
dýrt, að sögn Miszkurkas.
Morgunblaðið/Kristinn
PÓLSKI flugmaðurinn Waldemar Miszkurka, t.v., ásamt Bogdan
Gajek flugvirkja. Þeir bíða nú eftir hagstæðu flugveðri til þess
að ljúka hnattfluginu sem hófst í Varsjá 24. júlí sl.
segir versta landið sem hann hefur
kynnst á ferðum sínum. Þjónusta á
flugvöllunum hafi verið rándýr þó
að hún hafi verið afar takmörkuð,
maturinn vondur og konurnar ekki
einu sinni viðkunnanlegar!
Verður gott að koma heim
Ekki voru móttökurnar betri í
Rússlandi, því auk þess sem þeir
þurftu að kaupa alla þjónustu dýru
verði var eldsneytið sem þeir fengu
á vélina í Kamtsjatka vægast sagt
gruggugt. Þeir voru því fegnir að
komast til Alaska.
„Loksins eðlilegt land og almenni-
legt fólk,“ segir Miszkurka. Áfram
var haldið til Kanada og þaðan til
Grænlands og loks til íslands. Hér
bíður hann nú ásamt félaga sínum,
flugvirkjanum Bogdan Gajek, eftir
hagstæðum veðurskilyrðum til að
ljúka hnattreisunni en nú eiga þeir
aðeins eftir að fljúga til Stafangurs
í Noregi og þaðan heim til Varsjár
í Póllandi, þar sem fjölskyldur þeirra
bíða eftir þeim.
„Þegar ég sagði konunni minni frá
því að ég væri á leiðinni í hnattflug,
sagði hún bara „Enn ein geggjuð
hugmynd hjá honum!“ Hún vissi sem
var að það myndi ekkert stöðva mig.“
Aðspurður viðurkennir flugkapp-
inn fúslega að hann verði því feginn
að koma heim eftir viðburðaríka
hnattreisu, sem, vegna áðurnefndra
örðugleika við að fá lendingarleyfi
hér og hvar, hefur nú staðið yfir
hálfum öðrum mánuði lengur en
upphaflega var áætlað. Alls hafa
þeir lagt að baki um 17 þúsund
mílur og verið í loftinu í um 180
klukkustundir.
DIMMBLÁIR YFIRBGRÐIR
64
hefur 64 bita NiNTENDO
leiktölvan ótrúlega yfirburði.
Til útleigu á helstu myndbandaleigum.
HLJÓMCO
Fákafeni 11 Sími 568 8005
(JMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Sjónvarpsþáttur um forvarnir
Barátta fyrir
betra samfélagi
Guðni R. Björnsson
Sjónvarpsþáttur um
fíkniefnamál og for-
varnir er á dagskrá
sjónvarpsins sunnudags-
kvöldið 19. október næst-
komandi. Þar verður fjall-
að um ýmis forvarnaverk-
efni sem unnið er að hér
á landi, gefin yfirsýn yfir
málaflokkinn og útskýrt
með hvaða hætti einstakl-
ingar og samtök geta lagt
sitt af mörkum í barátt-
unni gegn neyslu fíkni-
efna. Guðni R. Björnsson
er framleiðslustjóri þátt-
arins og verkefnastjóri
Fræðslumiðstöðvar í
fíknivörnum.
- Hvers vegna var ráð-
ist í gerð þáttar um for-
varnir?
„Ástæðan er m.a. sú
áhersla sem fram til þessa
hefur einkennt fíkniefnaumræð-
una. Menn hafa gjarnan dregið
upp þá mynd að hérlendis sé
unnið lítið forvarnarstarf og að
það litla starf sem innt sé af
hendi sé skipulagslaust. Þá hefur
umræðan oft verið ruglingsleg
þegar kemur að forvörnum og
fólk hefur jafnvel staðið í þeirri
trú að meðferð sé hluti af for-
vörnum," segir Guðni.
„Þessi sjónvarpsþáttur er
gerður til að auka skilning fólks
á því hvað séu forvarnir og með
hvaða hætti þær koma inn í
vímuefnavamir."
Guðni telur að til að hægt sé
að vinna markvisst og skynsam-
lega þurfí að skipta aðgerðum í
áfengis- og fíkniefnamálum í
þijú stig. „Fyrsta stigið eru for-
varnir. Þar er fyrst og fremst
unnið með vímuefnamál áður en
börn og unglingar hefja neyslu
efna. A öðru stigi kemur til sög-
unnar íhlutun þar sem afskipti
af neyslu einkenna starfið.
Dæmi er ölvunarakstur, ungl-
ingadrykkja eða áfengisneysla á
meðgöngu kvenna. Þriðja stigið
er fyrst og fremst neyðaraðstoð
þar sem meðferð kemur til sög-
unnar og ýmis úrræði hjá heil-
brigðisyfirvöldum og löggæsl-
unni til að bregðast við því tjóni
sem neyslan hefur valdið. Hug-
takið forvarnir hefur oft verið
notað yfir öll þessi stig en nú
fínnst okkur tími kominn til að
skerpa hugtakið svo fólk geri sér
grein fyrir merkingu þess.“
- Hverskonar forvarnarstarf
er unnið á íslandi?
„1 sjónvarpsþættinum eru tek-
in dæmi um verkefni sem unnið
er að hérlendis. Við skoðum Li-
ons Quest námsefnið sem er
skylduefni í flestum grunnskól-
um landsins meðal sjö-
undu- og áttundu-
bekkinga og gengur
undir nafninu Tilver-
an. Markmiðið með
þessu námsefni er að
gera krakka færari í að skilja
eigin tilfinningar og auka færni
þeirra í samskiptum við aðra.
Jafningjafræðsla framhalds-
skólanema er kynnt í þættinum
en þar annast nemendurnir
fræðslu og fyrirbyggjandi starf
meðal jafnaldranna.
Vímuvarnaskólinn er dæmi
um gott samstarf í forvörnum.
Að honum standa Reykjavíkur-
borg, FRÆ, forvarnardeild SÁÁ
og Rauði kross íslands. Þetta
er farandskóli þar sem fyrirles-
arar fara milli skóla og fræða
kennara og starfsmenn skóla um
►Guðni R. Björnsson er fædd-
ur á Sauðárkróki árið 1959.
Hann lauk BA prófi í uppeldis-
fræði frá Háskóla íslands og
hefur unnið að forvarnar-
starfi fyrir Krabbameinsfélag
Reykjavíkur, Áfengisvarnar-
ráð, Islenska ungtemplara og
Vímulausa æsku - foreldra-
samtök.
Frá árinu 1995 hefur Guðni
starfað hjá Fræðslumiðstöð í
fíknivörnum og m.a. unnið að
gerð upplýsinga- og fræðslu-
efnis. Eiginkona Guðna er
Anna Marie Stefánsdóttir
röntgentæknir.
forvarnir og hvernig skólinn geti
tekið þátt í þeim.
Þá verður vikið að foreldra-
starfi en foreldrar hafa í auknum
mæli komið að forvarnarstarfi.
Eitt dæmi er foreldraröltið og í
þættinum verður fylgst með for-
eldrum sem skipuleggja for-
eldrarölt á Akureyri. Þá verður
til dæmis fjallað um tóbaks-
fræðslu en hún er dæmi um for-
varnir sem skiluðu árangri.
Komið er inn á það starf sem
ríki og sveitarfélög eru að vinna
í forvörnum um þessar mundir
en flest sveitarfélög eru með
öflugt æskulýðs- og íþróttastarf
sem æ meira miðast við vera
fyrirbyggjandi þáttur í vímu-
efnavörnum.“
Guðni segir að yfirlýsing
stjórnvalda á síðasta ári með
stefnumörkun um fíkniefnalaust
ísland árið 2002 sé dæmi um
aðgerðir sem íslensk yfirvöld
hafi lagt til í forvarnarstarfi. I
þættinum er einnig fjallað um
miðbæjarvandann, leitarstarf í
áhættuhópum og
rannsóknir.
- Hvað getum við
gert? er yfirskrift
þáttarins. Verður
þeirri spurningu svar-
að í þættinum?
„Þátturinn er ekki tæmandi
um forvarnarstarf. Hann er hins
vegar tilraun til að koma umræð-
unni í þann farveg að vekja með
fólki bjartsýni og von um að það
sé eitthvað hægt að gera þrátt
fyrir allt í baráttunni gegn fíkni-
efnaneyslu.
Umræðan hefur oft verið á
þá lund að lítið sé aðhafst í for-
vörnum og ekkert samstarf eigi
sér stað. Þessi þáttur sýnir hins
vegar að samstarfið er mikið og
að við getum öll komið að for-
vörnum með einhveijum hætti.“
Sýnir að
samstarfið
er mikið