Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 31 GLOBUS leggur fyrst og fremst áherslu á neytendavörur, hjúkrunarvörur, pappír, áfengi ogtóbak. er í þessu tilfelli Eimskip, enda höfum við notið þjónustu Eimskips í fimmtíu ár. Þetta er þekkt fyrir- bæri erlendis en tiltölulega nýtt hér á landi. Við vorum líklega meðal þeirra fyrstu til að nýta okkur þessa þjónustu og hún kem- ur mjög vel út fyrir okkur.“ Rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru 500 milljónir og var aukning um 40% frá árinu 1995. í ár stefnir í um 10% aukn- ingu og afkoman hefur einnig ver- ið mjög viðunandi. Markmið fyrirtækisins er auð- vitað að veita góða þjónustu, helst betri en keppinautarnir, hafa háa markaðshlutdeild í þeim vöruflokk- um sem við verslum með og að sjálfsögðu að skila sem mestum hagnaði í rekstrinum. Aðalvaxtarbroddur fyrirtækis- ins liggur helst í áfengi og tóbaki. Eins og málum er háttað í dag er tóbak nær einungis flutt inn af ÁTVR. Hins vegar hafa heildsalar haft leyfi til innflutnings á áfengi frá því í desember 1995 og seljum við því' sjálfir til innflytjenda í heildsölu. Þessi þáttur rekstursins hefur gengið framar öllum vonum. í dag hefur fyrirtækið á vöru- skrá um 300 áfengistegundir. Það er þó enn ÁTVR sem flytur inn megnið af því áfengi sem selt er hér á landi í dag. Hins vegar hefur verið umræða í gangi um að leggja beri ÁTVR niður. Ekki veit ég hvort eða hvenær það verður. Ef það hins vegar kem- ur einhvern tímann til fram- kvæmda mun það hafa veruleg áhrif á veltu fyrirtækisins og þegar og ef það verður má búast við að velta fyrirtækisins muni aukast um 1,4 milljarð, að því gefnu að við höldum sömu markaðshlutdeild og í dag.“ Sérðu þá fram á að verð á áfengi lækki? „Það eru þegar uppi umræður um að verðlagningu á áfengi og bjór verði breytt, þannig að það getur gerst að verðið lækki í fram- tíðinni - en það er pólitísk ákvörð- un. En hvað varðar framtíð fyrir- tækisins, þá lítum við hana mjög björtum augum. Við teljum okkur hafa aðlagast breyttum tímum. Við höfðum val á sínum tíma að halda áfram að dreifa okkur, eða sérhæfa, og völdum seinni kostinn. Það sem við gerðum var að losa okkur við það sem skilaði tapi. Við snerum stöðunni við. í dag er við- skiptaumhverfíð að breytast og við erum að breytast með því. Velgengni fyrirtækisins í dag er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki, sem allt hefur lagst á eitt að bæta rekstur fyrirtækisins." var aðalræðismaður Suður-Kóreu á íslandi. Ég sá því ekki fram á neitt atvinnuleysi þótt ég hætti forstjórastarfínu og fengi það öðr- um í hendur. Það varð því að sam- komulagi innan fjölskyldunnar að ráða utanaðkomandi mann í stöðu forstjóra. Það var gert og starfaði hann hjá Globus allt til ársloka 1994. Þetta reyndist, því miður, ekki heillavænleg ráðstöfun fyrir Glob- us, sem ég vil þó ekki tíunda í þessu viðtali og á þessu hátíðarári í sögu Globus." Húsnæði í sveiflugjörnu viðskiptaumhverfí Fyrstu árin eftir að Ámi tók við Globus var fyrirtækið til húsa í 50 fm húsnæði við Hverfisgötu eins og fyrr segir en flyst innan þriggja til fjögurra ára í 200 fm eigið húsnæði við Vatnsstíg 3 þar sem það var staðsett til ársins 1966 að það flytur í ný húsakynni við Lágmúla 5 í þúsund fermetra. Stóraukin umsvif í rekstrinum urðu þess valdandi að brýnt var orðið að koma á fót þjónustumið- stöð sem sinnt gæti hinum fjöl- mörgu viðskiptavinum og sæi bæði um viðgerðir og sölu á varahlutum fyrir landbúnaðarvélar og Citroén bifreiðar. Því var hafist handa við lokaframkvæmdir á lóð Globus. Voru þá reistar þijár hæðir ofan á skrifstofubyggingu og þjónustu- miðstöð, 2.000 fm að stærð, byggð á baklóð þess. Árið 1985 keypti Globus síðan 1.600 fm verksmiðju- hús til viðbótar í Lágmúlanum og var þá unnt að gera ýmsar breyt- ingar til aukins hagræðis og skapa vörulager heildsölunnar betri að- stöðu í hinum nýju húsakynnum. Á þessum tíma voru 80-90 manns á launaskrá, vegna þess að á með- an Globus flutti enn inn landbún- aðartæki og bifreiðar, þurfti að halda úti verkstæði, sölumönnum, viðgerðarmönnum og margvíslegri annarri þjónustu. Eftir að Globus hf. seldi umboð sín á fjárfestingartækjum, var eng- in þörf fyrir allt húsnæðið í Lágmúlanum og tekin var ákvörð- un um að flytja í Skútuvog lf, þar sem starfsemin er til húsa í dag. Vaxtarbroddur framtíðarinnar Um áramótin 1994-95 tók Börk- ur, sonur Áma, við rekstri Globus hf., sem er að mestu í eigu fjöl- skyldunnar. „í dag leggjum við fyrst og fremst áherslu á neytendavörur (aðraren matvörur), hjúkrunarvör- ur, pappír, áfengi og tóbak,“ segir Börkur. „Vinsælustu vöruflokk- arnir hjá okkur em, eins og frá upphafl, Gillette rakstursvörur, Johnson og Johnson snyrti- og hjúkrunarvörur og pappír frá Metsa Serla og sælgæti, ásamt fjölmörgum þekktum áfengis- og tóbakstegundum. í dag skilgreinum við okkur sem þjónustu- og markaðsskrifstofu fyrir þau umboð sem við höfum með höndum. Með tilliti til þess, höfum við hætt lagerhaldi, tiltekt- um og dreifingu og látið hana í hendurnar á sérhæfðum aðila sem Diacovory Windaor ▼ FULLNAÐARSIGUR - á íslenskum aðstæðum (slensk náttúra er mesta ólíkindatól og þeir sem hyggja á ferðir um flöll og fimindi þurfa að vera við ýmsu búnir. fslendingar hafa löngum lagt traust sitt á Land Rover enda hafa bílamir reynst þraut- góðir á raunastundu. Land Rover Discovery er tignariegur jeppi sem hefur sannað sig í baráttunni við náttúruöflin víða um heim. Útivistarfólk hefur tekið Discovery fagnandi vegna einstakra aksturseiginleika og frábærs útsýnis. Discovery státar af hinni rómuðu Range Rover fjöðrun sem kemur sér sérstaklega vel áflailvegum. Discovery Windsor - óskabfil íslendinga Windsor er sérstök útgáfa af Discovery sem er sniðin að þörfum þeirra sem vilja ferðast um fsland. Windsor jepparnir eru með álfelgum, brettaköntum, tveimur topplúgum, ABS bremsu- kerfi og upphitaðri fram- rúðu. Windsor er þvf kjörinn farkostur fyrir þá sem vilja takast á við ögrandi aðstæður án þess að slaka á kröfum um þægindi. Windsor er þolgóður jeppi sem gefur ekki eftir þegar á reynir og henta þér hvort sem þú þarft að fást við iðuköst f straumharðri á eða erilinn f umferðinni. Hafðu samband og fáðu tækifæri til að kynnast þessum stórkostlega bíl. Verö frá 2.860.000 kr. B&L, Suðurlandsbraut 14, símar 575 1200 & 575 1210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.