Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 38
 38 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur Ríkiðsýkn- að af skaða- bótakröfu rússnesks sjómanns HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness um að skipveiji á rússneska togaran- um Atlantic Princess eigi ekki rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem maður- inn sætti í kjölfar meintrar nauðg- unar konu um borð í skipinu að- faranótt 16. júní 1995 þegar það lá í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness 17. nóvember 1995 þótti á grundvelli DNA rannsóknar sannað að maðurinn hefði haft samfarir við konuna í umrætt sinn, en hann neitaði hins vegar að hafa átt kynmök eða önnur samskipti við konuna. Með dómi héraðsdóms var maðurinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins þar sem ekki væri 1 nægum gögnum til að dreifa um samhengi ætlaðrar nauðgunar og kynmaka ákærða við konuna. Maðurinn krafðist 3,2 milljóna króna í skaðabætur ásamt vöxtum frá 17. nóvember 1995. í dómi Hæstaréttar segir m.a. að telja verði að maðurinn hafi með vísvit- andi röngum framburði valdið því að sterkur grunur beindist að hon- um um að hafa framið nauðgunar- brot og orðið þannig til þess að hann var látinn sæta gæsluvarð- haldi. Þegar af þeirri ástæðu séu ekki lagaskilyrði til að taka bóta- kröfu hans til greina. Var maður- inn dæmdur til að greiða íslenska ríkinu 100 þúsund krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti en gjaf- kostnaður áfrýjanda, 100 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrysson, Arnljótur Björnsson og Pétur Kr. Hafstein. -----♦ ♦ ♦ Erindi um „kaþólsku“ JÓHANNES Gijsen biskup flytur á mánudagskvöld klukkan átta fyrsta erindið í erindaflokki sínum í safnaðarheimili Kristskirkju, Há- vallagötu 16. Erindaflokkurinn ber heitið „Hvað er að vera „kaþólskur“?“ og er yfirskrift fyrsta erindisins „Vandamál, spurningar og breyt- ingar í kirkjunni og samfélaginu á 14. og 15. öld.“ Þetta er fyrsta erindið af sjö. LIMABURDUR AUSTIN POWERS ER EINSTAKUR Borgarstjóri Halifax í heimsókn á íslandi H* ’ 'ANN lítur út fyrir að vera allt annað en borgarstjóri og ber ekki með sér að hafa helgað líf sitt stjórnmálum síð- ustu 30 árin. Walter Fitzerald kemur til dyranna eins og hann er klæddur og í dag er hann í kakíbuxum og köflóttri skyrtu. Hann er frjálslegur í fasi, lætur allt vaða, hlær óvenjulega mikið af stjórnmálamanni að vera og segist oft lenda í vandræðum vegna þess hversu hreinskilinn hann sé. Hann er æðsta vald í Halifax, hafnarborg í suðaustur- hluta Kanada, sem íslendingar hafa að undanförnu heimsótt í auknum mæli. Til skamms tíma var borgin ekkert ýkja stór, með um 150 þúsund íbúum, en í haust voru nágrannabyggðir sameinaðar Halifax og úr varð 370 þúsund manna borg. Fitzerald segist hafa unun af starfi sínu og sér- staklega segist hann hafa gaman af að hitta fólk, bæjarbúa jafnt sem aðra. „Mér finnst fólk frá- bært og ég nýt þess að kynnast nýju fólki, nýjum viðhorfum og sjónarmiðum," segir hann og meinar það. Margar gamlar og fallegar byggingar eru í Halifax og segist Fitzerald líta á þær sem mikil- vægan menningararf. „En það er dýrt að halda gömlum húsum við og það fer illa með þau að enginn búi í þeim. Þess vegna brá borgin á það ráð að auglýsa eftir fólki sem vildi búa í gömlum húsum. Við látum húsin endurgjaldslaust í té gegn því að íbúar annist við- hald. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel, enda er nú vel hlúð að húsunum, sem eru milli sex og sjö hundruð talsins." Aðstoðar Flugleiðir í samskiptum við kanadísk yfirvöld Flugleiðir hafa um nokkurt skeið flogið tvisvar í viku til Halif- ax, nær alltaf með fullar vélar og hefur félagið nú farið fram á það við kanadísk yfirvöld að fá að fjölga ferðum í fjórar í viku. Beiðnin er í athugun og staðið hefur á gerð almenns loftferða- samnings, aðallega vegna and- stöðu kanadískra flugfélaga. Ljóst er að í Fitzerald eiga Flugleiðir hauk f horni. „Mér finnst _ sjálfsagt að samgöngur milli íslands og Halifax verði bættar og ef Flugleiðamenn treysta sér til að halda uppi flugi fjórum sinnum í viku eða jafnvel oftar á vitaskuld að ------------------ leyfa þeim það.^ Bæði Áhugasamir íslendingar vinsælir í Halifax Morgunblaðið/Ásdís WALTER Fitzerald borgarstjóri í Halifax: „Ég hef óskaplega gaman af að tala við fólk.“ Walter Fitzerald er borgarstjóri í Halifax, 370 þúsund manna borg í Kanada, sem íslendingar heimsækja í auknum mæli. Brynja Tomer hitti hann og hreifst af ftjálslegu fasi hans og lýsingum á heima- borg hans, sem virðist einkar vinaleg. Þar geta allir komið á borgarskrifstofur, drukk- ið te með borgarstjóranum og rætt um það sem hugurinn býður. Kanadamenn og íslend- ingar geta notið góðs af, við viljum gjarnan fljúga með Flugleiðum til ýmissa Evrópulanda og milli- lenda á íslandi og ég held að ís- lendingar hafi gaman af að heim- sækja okkur.“ Borgarstjóri Halifax hefur bein afskipti af ferðaþjónustu í borg sinni og er valdameiri á þeim vett- vangi en margir kollegar hans. Er hann frétti af áhuga Flugleiða fá gömul hús ókeypis efla á auknum samgöngum milli Kanada og íslands hvatti hann þá sem hagsmuna eiga að gæta í Halifax til að láta til sín taka. „Verslunarráð, kaupmenn, veit- ingamenn og hóteleigendur í Hal- ------- ifax hafa til dæmis sent yfirvöldum áskorun um að heimila Flugleiðum að fjölga ferðum milli _ landanna tveggja. Við erum að byggja upp og ferðaþjónustu og að sjálf- sögðu leggjum við okkar af mörk- um í málum sem þessum.“ Hann segir að töluverð upp- bygging hafi orðið í ferðaþjónustu í Halifax á undanförnum árum, nú komi milli 800 og 900 þúsund ferðamenn þangað á ári. Þó sé stefnt að enn frekari ferðamanna- straumi í náinni framtíð. „Við glímum við efnahagsvanda eins og fleiri þjóðir, getum ekki lengur treyst á fiskveiðar og ætlum okk- ur að byggja upp öfluga ferða- þjónustu.“ íslensk stjórnvöld ----------- hafa lýst yfir áhuga á að árið 1999 verði í boði daglegt áætlunar- flug milli íslands og Kanada og þá væntan- lega til fleiri borga en Halifax. Gert er ráð fyrir að á þessu ári fari um 4.000 íslendingar til Hali- fax, en til samanburðar má nefna að árið 1995 fóru aðeins um 1.000 íslendingar til Kanada. - Hvað heldurðu að laði íslend- inga helst til Halifax? „Verðlag hjá okkur er hag- Perlan mátu- lega brjáluð hugmynd IL Kóreu gjiKtmobitS' • Lífræn ræktun. • Hvert hylki er 500 mg. • Gæðastaðfesting yfirvalda fylgir pakkanum. • Háþróuð stöðluð afurð. Dreifing: Logaland ehf. r —* Ensk ferðalög Komið til New Forest O Sumar-/helgarbústaðir O Gisting og morgunmatur O Gisting „b/b e/m„ O Styttri eða lengri dvöl O Fjölskylduhótel O Bílaleiga O Fjölskyldan saman O Skoðunarferðir O Ferðir til og frá flugvelli O Jól 1997 O Fjöldi gesta O Hótel með góðri tómstunda- Upplýsingar sendist: aðstöðu J. Lindsay, Dagsetn.: New Forest Travel PO Box 114 Hythe Heimilisfang: S045 2HZ, England —4 stætt, svipað því sem íslendingar þekkja frá helstu verslunarborg- um í Evrópu, til dæmis Glasgow og Newcastle og ég veit að það finnst íslendingum spennandi. Auk þess er loftslagið milt, nú er hitinn 20-25 gráður, en fer upp í 30-35 gráður á sumrin og þá nýtur fólk strandlífsins. í Hal- ifax er mikið um alþjóðlega íþrótta- og menningarviðburði, sem ferðamenn geta að sjálfsögðu notið allan ársins hring eins og heimamenn. Glæpatíðni er lág og fólk finnur fyrir öryggi í Halifax. Við höfum ódýra gistingu í heima- húsum, þar sem gisting með morgunverði kostar um 2.000 krónur, en einnig glæsileg hótel og allt þar á milli. Við höfum verið heppin og nýting á gistirými hefur á síðustu árum verið um 75%.“ íslenska á kassakvittunum Fitzerald segir að íslendingar séu góðir ferðamenn, enda séu þeir vinsælir í heimaborg hans. Sem dæmi um vingjarnlegt við- horf kaupmanna í Halifax í garð íslendinga má nefna að á kassa- kvittunum sem íslendingar fá stendur gjarnan „Takk fyrir við- skiptin“ á íslensku. Það finnst Fitzerald ekkert merkilegt. „Auð- vitað gerum við það sem við get- um til að taka vel á móti þeim sem heimsækja okkur." Spurður hvernig honum líki ísland svarar Fitzerald að bragði að sér þyki landið stórkostlegt. „í kynningum á Halifax höfum við lagt áherslu á ómengað um- hverfi, en við höfum greinilega ekki roð við ykkur. Náttúran hér er undursamleg og loftið það ferskasta og ómengaðsta sem ég hef andað að mér. Þið getið með sanni fullyrt að hér sé ósnortin náttúra.“ Hann kveðst hafa hitt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. „Mér fannst hún afar skemmtileg og raunar hafði ég gaman af því að allir fulltrúar Reykjavíkurborgar sem ég hitti voru konur. Nú er ekki ein ein- asta kona í borgarstjórn í Halifax og mér finnst það miður. Mér finnst að bæði kynin eigi að gegna ábyrgðarstöðum í stjórnmálum jafnt sem viðskiptum." Mátulega brjáluð hugmynd Hallgrímskirkja segir hann að sé fallegasta kirkja sem hann hefur séð. „Ég fór inn í hana og mér fannst birtan þar inni stór- kostleg og kirkjan einstaklega falleg. Perlan er sannkölluð perla. Hugmyndin að byggja glæsilegt veitingahús á hitaveitutönkum finnst mér mátulega bijáluð, en útkoman er sannkall- að augnayndi. Ráðhúsið fannst mér líka mjög fallegt og kannski er ég að koma mér í vand- ræði enn eina ferðina með því að tjá mig af hreinskilni um bygging- ar sem líkast til eru bitbein í borg- inni. Það verður þá bara að hafa það,“ segir hann léttur í bragði. Eitt af því sem vekur mikla athygli gesta í Halifax er að borgarskrifstofur eru opnaðar fyrir almenning kl. 15.30 á hveij- um degi. Þá gefst gestum, borg- arbúum sem og ferðamönnum, kostur á að hitta borgarstjórann í klukkutíma, drekka með honum te og ræða við hann. „Þetta er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við vinnu mína. Við höfum haft opið hús síðan 1980 og yfirleitt mætir talsverður fjöldi fólks í tedrykkju og rabb. Þarna gefst kostur á að skiptast á skoðunum og upplýsingum og ég er alltaf fróðari og glaðari klukkan hálffimm en klukkan hálffjögur, enda fínnst mér svo óskaplega gaman að tala við fólk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.