Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 41

Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 41 + Guðbjörg Hall- grímsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 1. apríl 1928. Hún lést á Land- spítalanum hinn 8. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Halldórsdóttir og Hallgrímur Jónsson. Guðbjörg var eina barn Guð- rúnar og Hallgrims en hálfsystkini hennar voru níu. Guðbjörg ólst upp á Siglufirði en 18 ára hleypti hún heimdraganum og flutti til Reykjavíkur. Hún var þrígift og var einu sinni í sambúð. Guðbjörg eignaðist níu börn en 5 þeirra létust fljótlega eftir fæðingu. Fjögur barna hennar eru á lífi í dag. Þau eru: 1) Elsku mamma. Ég sakna þín svo sárt, mér finnst svo skrítið að þú sért farin frá okk- ur en ég veit að þú ert á góðum stað, nú veit ég að þú ert ekki veik lengur. Mig langar að þakka þér fyrir alla hjálpina með dóttur mína, hana Birgittu Ósk, þú varst alltaf með hana fyrir mig ef ég þurfti á því að halda sem var oft því ég var svo mikið að vinna, ég veit að hún var sólargeisli í lífi þínu, þú elskaðir hana og hún elskaði þig líka. Við eigum eftir að sakna þín sárt. í fyrra fluttum við Birgitta Ósk frá þér, þá var hún 8 ára gömul, við höfðum alltaf búið hjá þér. Ég er svo ánægð að þú sást hvað við vorum búnar að eignast fallegt heimili. Veistu, mamma, að hún Birgitta Ósk er jafnmikill klettur og þú varst, hún segir að ef hún veifi upp í himin- inn sért þú þar og ef hana langar að faðma þig þá faðmar hún sjálfan sig og þá er hún að faðma þig. Hún er svo sterk alveg eins og þú varst, þú varst alltaf vinnandi þótt þú værir mikið veik í hjartanu þínu, þú varst örugglega ein af mestu konum íslands, það geta fáir fetað í þín fótspor, elsku mamma. Guðrún Kristín ívarsdóttir og eru hennar börn Lárus, Hanna og íris Dögg. 2) Guðmundur Ey- þór Már ívarsson. Sambýliskona hans er Margaret Mary Byrne. Börn Guð- mundar eru Sigurð- ur og Guðbjörg. 3) Jóhannes Freyr Baldursson. Kona hans er Jónheiður Steindórsdóttir og eru börn þeirra Alexander og Dóro- thea. 4) Kristín Þorbjörg Tryggvadóttir og á hún eina dóttur, Birgittu Osk. Útför Guðbjargar fór fram frá Fossvogskapellu föstudag- inn 17. október. Útförin fór fram í kyrþey að ósk hinnar látnu. á gólfínu hjá okkur, loginn af þeim sýndi þig á veggnum okkar alveg eins og ég sá þig áður en þú fórst til Guðs. Eg veit að þú ert hjá okkur. Ég mun sakna þín mikið. Ég elska þig- Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Birgitta Osk „ömmustelpa". Mig setti hljóða þegar síminn hringdi um miðjan dag 8. okt. sl. og mér var tilkynnt að fyrir stuttri stundu hefði Bebba systir mín dáið. Guðbjörg Hallgrímsdóttir eða Bebba eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyldunni var fjórum árum eldri en ég. Við vorum bara tvær systurnar og bjuggum hjá móður okkar sem var ein með okkur. Það kom því í Bebbu hlut að passa mig þegar mamma var að vinna og má því segja að mjög snemma hafí myndast traust og náið samband milli okkar. Veturinn sem Bebba var 14 ára fluttist hún til Reykjavíkur með vinafólki mömmu og dvaldist hjá þeim tvo vetur og passaði fyrir þau. Hún kom þó heim til okkar mömmu á sumrin og ég get varla lýst spenningnum og tilhlökkuninni sem í mér bjó á vorin þegar ég vissi að Bebba ætlaði að koma heim. En árin liðu og Bebba óx úr grasi, stofnaði fjölskyldu og því var minin tími til að heimsækja æskustöðvarn- ar þar sem erill fjölskyldulífsins tók sinn tíma. Það var því skemmtilegur tími þegar Bebba flutti norður 1958-1959, þar sem maður hennar stundaði sjóinn, en þá átti hún tvö börn, þau Guðrúnu Kristínu sem er fædd 1953 og Má sem fæddur er 1956, en Guðrún Kristín var alin upp á Blönduósi hjá afa sínum og ömmu. Árið sem hún bjó fyrir norð- an var samband okkar mikið og Bebba eyddi miklum tíma hjá okkur mömmu, en þá bjó mamma hjá mér og fjölskyldu minni. Eftir að Bebba flutti aftur suður var þó náið sam- band milli okkar áfram, enda kom Bebba oft norður til okkar í heim- sókn og áttum við saman yndislegar stundir. Árið 1964 bættist við í barnahópinn sonurinn Jóhannes Freyr Baldursson og 5 árum síðar, eða 1969, eignaðist Bebba svo yngstu dóttur sína, Kristínu Tryggvadóttur. Nú á seinni árum hefur verið minna um heimsóknir á báða bóga þar sem heilsuleysi okkar beggja hefur hindrað þær. Því meira hefur síminn verið notaður og ekki hefur liðið sú vika siðustu árin sem við Bebba höfum ekki talað saman í símann og sl. ár nær daglega. Það má því kannski segja að samabnd okkar hafi aftur aukist nú á seinni árum þar sem við höfum báðar haft meiri tima aflögu í símhringingar og samtöl. Með þessum orðum kveð ég þig, kæra systir. Éinnig sendi ég eftirlifandi börn- um hennar og fjölskyldu þeirra mína dýpstu samúð. Kristín Olafsdóttir. Þegar hringt var í mig seinni partinn miðvikudaginn 8. þ.m. og GUÐBJORG HALLGRÍMSDÓTTIR Hin langa þraut er liðinn, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt, Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skiija, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal heija, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Minning þín lifír í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín dóttir, Kristín Þ. Tryggvadóttir. Elsku amma. Takk fyrir allt, mér þykir svo vænt um þig. Manstu í sumar þegar við fórum í Kringluna saman og fórum svo í bíó, það var gaman, ég man að þér fannst gaman líka. Við mamma komum til þín og þú sagðir við okkur að þér þættu blómin sem við gáfum þér svo falleg. Við vorum hjá þér í smá stund, við fórum svo því ég var að fara í skólann. Ég kyssti þig bless, elsku amma, og mamma faðmaði þig og strauk á þér kinnina. Stuttu seinna fórst þú til Guðs. Amma, á laugardaginn fyrir rúmri viku kveiktum við mamma á kertum í stóru stjökunum sem eru + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Engihjalla 11, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Fossvogi föstu- daginn 17. október. Svava Hauksdóttir, Hilmar Adolfsson, Ragnheiður Hauksdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sveinbjörn Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, JÚLÍUS GUÐMUNDSSON lögfræðingur, verður jarðsunginn miðvikudaginn 22. októ- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Helga Gottfreðsdóttir, Þórir Júlíusson, Magnús Júlíusson, María Soffía Júlíusdóttir, Sigfríður Nieljohníusdóttir, Gottfreð Árnason, Ásdís Magnúsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Jón Heiðar Gestsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnhildur Harðardóttir, María Soffía Gottfreðsdóttir, Jón Gunnar Bergs, Magnús Gottfreðsson, Elín Jónsdóttir. mér sagt að Bebba væri dáin þá brá mér mikið, þó svo að ég vissi að hverju drægi. Ég hafði heimsótt hana á spítalann nokkrum dögum áður og þá var ég hissa hversu hress hún virtist vera og spjallaði hún um alla heima og geima eins og ætíð áður og er ég fegin því að hafa fengið að eiga stund með henni áður en kallið kom. Bebba, sem var móðursystir mín, var yndisleg kona og mun ég minn- ast hennar þannig. Hún var Siglfírð- ingur en bjó lengst af í Reykjavík og man ég ekki eftir henni nema sem Bebbu frænku í Reykjavík. Þegar ég var á áttunda ári fór ég fyrst til Reykjavíkur og þá var að sjálfsögðu gist hjá Bebbu sem bjó þá í Stóra- gerðinu og var sá tími ævintýri lík- astur fyrir mig. Öll jól var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að fá að opna pakkana frá Bebbu og bömun- um, alltaf var eitthvað fatakyns og eitthvert dót í pökkunum. Bebba fór oft til útlanda og Jóhannes og Krist- ín, tvö yngstu bömin hennar, þá með henni, og beið ég alltaf spennt eftir að hún kæmi heim, því þá vissi ég að hún mundi senda okkur j)akka, eitthvað sem fékkst ekki á Islandi, eins og t.d. í eitt skiptið fékk ég hálsmen með nafninu mínu á. En svo eftir að ég flutti sjálf suður heim- sótti ég Bebbu alltaf af og til í Fanna- feilið, svo nú verða ferðimar þangað ekki fleiri. Elsku Gunna Stína, Már, Jói, Kristín, tengdabörn og barnabörn, sorg ykkar er mikil, en minningarn- ar sem þið eigið um góða móður munu ylja ykkur um ókomna tíð. Fyrir hönd Vigfúsar og Ásu Magneu vil ég þakka fyrir góðar stundir á liðnum ámm. Hvíl í friði. Elínbjörg. Mig langar til að minnast móður- systur minnar Guðbjargar Hall- grímsdóttur (Bebbu) með fáeinum orðum. Mínar fyrstu minningar úm Bebbu frænku eru tengdar heim- sóknum hennar til okkar norður í land á sumrin. Þegar ég var barn kom Bebba í heimsókn öll sumur með krakkana sína og ég man að eftirvæntingin var mikil þegar rútan kom ioksins að sunnan. Bebba kom aldrei öðruvísi en að hafa meðferðis pakka handa okkur systkinunum og það þótti okkur geysilega spenn- andi. Það var líka svo gaman hjá okkur krökkunum þegar Bebba var komin í heimsókn því þá fengum við alltaf að vaka fram eftir og bregða út af ýmsum venjum. Mér er sérstaklega minnisstætt sumarið sem ég var nýbyrjuð að búa og Bebba kom norður með krakkana í heimsókn eins og svo oft áður. Krist- ín og Jói, börn Bebbu, fengu að koma með systkinum mínum í heim- sókn til mín fyrsta kvöldið sem þau stoppuðu. Krakkarnir léku sér í garðinum hjá mér þetta kvöld og Kristín, sem þá var 5 ára, var að leik á snúrustaurnum hjá mér og ekki vildi betur til en svo að hún datt og handleggsbraut sig. Ég fyllt- ist sektarkennd yfír því að hafa leyft krökkunum að fara út í garðinn, en Bebba var fljót að lagfæra það með því að gera mér ljóst að þetta var slys og engum að kenna. Bebba átti það einmitt til að líta á hlutina jákvæðum augum. Fyrir tæpum 9 árum fæddist litli sólargeislinn hennar þegar Kristín eignaðist dótt- ur sína Birgittu Ósk. Bebba lifði nánast fyrir þetta barn eins og hún sjálf komst að orði enda haft hana frá fæðingu þar sem Kristín var í fullri vinnu alla tíð._ Þær Bebba, Kristín og Birgitta Ósk hafa búið saman undanfarin ár þangað til fyr- ir einu ári_ en þá flutti Kristín með Birgittu Ósk í íbúð skammt frá móður sinni. Birgitta var áfram í sama skóla og gat því alltaf komið til ömmu sinnar eftir skóla á dag- inn, enda gerði hún það ávallt. Með þessum orðum kveð ég þig elsku frænka. Gunna, Mási, Jói, Didda og fjöl- skyldur, ég og fjölskylda mín send- um ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari miklu sorgarstund. Hvíl í friði. Guðrún Pálsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEFANÍA JÓHANNSDÓTTIR, Lönguhlíð 21, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu- daginn 6. október, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu mánudaginn 20. október kl. 13.30. Aðalsteinn Indriðason, Jóhanna G. Sigurðardóttir, Leifur Á. Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir, Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við ölium þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐMUNDAR VIGFÚSSONAR skipstjóra frá Holti í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði, og St. Jósefsspíta- la, Hafnarfirði. Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson, Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir, Elfa Stefánsdóttir, Viðir Stefánsson, barnabarnabörn, * og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.