Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 50

Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 50
50 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Skálholtsskóli 25 ára í hugvekju dagsins segir séra Heimir Steinsson: Kirkja íslands skyldi eignast menningarmiðstöð, er yrði kristnihaldi komandi kynslóða til eflingar. í ÞESSUM mánuði eru 25 ár liðin frá því er Skáiholtsskóli hinn nýi tók til starfa. Af því tilefni eru eftirfarandi orð rituð. Ég áma skólanum góðs á afmælinu og bið þess, að vegur stofnunarinnar verði jafnan greiður og hnökra- laus. Endurreisn Skálholtsstaðar er í hópi rismestu verkefna íslenzku Þjóðkirkjunnar á ofanverðri 20. öld. Þegar skólahald hófst að nýju í Skálholti haustið 1972, komu ýmsir straumar saman i einum farvegi. Tvennt bar þar hæst: Annað var draumurinn um Skálholt hið nýja, en hann hafði frá fyrstu tíð snúizt um hvort tveggja, biskupsstól og kirkjulegt menntasetur í einhverri mynd. Skálholtsskóli hinn fomi stóð mönnum fyrir hugskotssjónum. Kirkja íslands skyldi eignast menningarmiðstöð, er yrði kristnihaldi komandi kynslóða til eflingar. Hins vegar bar í drauma vonir góðra manna um endurreisn lýðháskóla á íslandi. Af þessum þáttum tveimur voru umræður og áætlanir um eflingu skóla í Skálholti snúnar árin fyrir upphaf starfseminnar. Þegar skólinn tók til starfa, var því síðan mjög haldið að nemend- um, að þeir væra brautryðjendur nýrra og fijálslegri viðhorfa og aðferða í skólastarfi og námi, þátttakendur í ævintýri. Þetta var orð að sönnu í margvíslegum skilningi: Rétt er að minna á, að Skálholtsskóli hóf göngu sína fýr- ir upphaf íjölbrautaskólanna. Nýjungar lágu í loftinu varðandi tilhögun framhaldsnáms á ís- landi. En þær vora ekki orðnar að veruleika. Tíminn var fullnaður og þörfm fyrir gjörbreytta skóla- hætti öllum ljós. Skálholtsskóli var í öndverðu fyrirrennari nokk- urs, sem almenningur vænti og síðar hefur í raun komið fram um land allt. Skólinn hitti þannig vel í lið, og þessar aðstæður léku í hendur honum. Lýðháskóli í Skálholti Sumarið 1969 var stofnað félag til eflingar hinum verðandi skóla. Það hét „Skálholtsskólafélagið". Sama ár fól kirkjuráð mér og konu minni, Dóra Þórhallsdóttur, að fara af landi brott til að kynn- ast starfsemi lýðháskóla á Norð- urlöndum. Réðumst við til starfa á skóla einum í bænum Haslev á sunnanverðu Sjálandi. Skólinn heitir „Haslev udvidede höjskole". Úr þessu varð þriggja ára dvöl á erlendri grundu. Síðasta misserið unnum við á norskum lýðháskóla, „Utgarden folkehöyskole“ á Karmöy, skammt frá Haugasundi og Stavanger. Sumarið 1972 komum við heim og tókum til við að undirbúa skólahald í Skálholti, m.a. með umfangsmiklu kynning- arstarfí í íjölmiðlum. Árangur þessa erfíðis varð sá, að skólanum barst 41 umsókn um veturvist hið fyrsta haust. Ekki var þó heima- vistarrými í Skálholti fyrir meira en liðlega tvo tugi nemenda. Nið- urstaðan varð sú, að 24 ung- menni sátu í Skálholtsskóla fyrsta starfsárið. Síðar fjölgaði nemend- um, og urðu þeir að meðaltali 35 á hveijum vetri þau tíu ár, sem við Dóra rákum Skálholtsskóla. Skóli sá, sem hóf göngu sína í Skálholti hinn 15. október 1972, var lýðháskóli að norrænni fyrir- mynd. Meðalaldur nemenda var 18 ár. Námið skiptist í skyldu- greinar og valfijálsar greinar. Skólinn bauð nemendum 60 kennslustundir í viku hverri, þar af 12 skyldustundir. Hver nem- andi sótti liðlega 40 stundir í viku. Skyldugreinarnar voru íslenzkar bókmenntir, málfræði og starf- setning, menningarsaga og trú- fræði, almennur söngur, „sam- tímaviðburðir", þ.e. fréttaskýr- ingar um innlend og erlend efni, og vikulegur tveggja stunda fyrir- lestur um sundurleit efni. Komu fyrirlesarar þá úr ýmsum áttum, m.a. fulltrúar allra stjórnmála- flokka ár hvert. Valfijálsar greinar skiptust í nokkra höfuðþætti. Fyrst er að nefna „almennar greinar", en þær vora enska, danska, þýzka, latína, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, vélritun, bókfærsla og skyndihjálp. Annar flokkur valfíjálsra greina var „félagsfræðibraut". Þar var að finna sálarfræði og uppeldis- fræði, félagsfrseði, nútímasögu, búvísindi, félagsmálafræðu og starfsfræðslu. Þriðja brautin sner- ist um lífsviðhorfín. Þar stunduðu nemendur biblíuskýringar, sið- fræði, heimspekisögu og almenna trúarbragðasögu. Fjórða svið val- fijálsra greina var listir og íþrótt- ir, píanóleikur, fíðluleikur, flautu- leikur, gítarleikur, þjóðdansar, kórsöngur, leikmennt, handmennt, sund og leikfimi. Engin próf voru tekin við lýðháskólann í Skálholti. Gengið var eftir náminu með daglegum verkefnum, stóram og smáum. í vetrarlok gaf skólinn nemendum skriflegan vitnisburð um frammi- stöðu í námi. Félagslíf var fjölbreytt og lif- andi á Skálholtsskóla. Rektorog kennarar skiptu með sér verkum og voru samvistum við nemendur dag hvern fram á kvöld. Málfund- ir og kvöldvökur, leikstarfsemi og blaðaútgáfa, skemmtisamkomur og dansleikar skiptust á, svo að eitthvað sé nefnt. Mikil áherzla var á það lögð, að skólinn væri „heimili“ nemenda. Átti konan mín diýgstan þátt í þeirri viðleitni sem „húsmóðir" á skólanum að norrænni fyrirmynd. „Nemenda- samband" var stofnað og starfaði með prýði í mörg ár. Síðari ár Hér er ekki rúm til að rekja þróun Skálholtsskóla í heilan ald- arflórðung. Verð ég að fara fljótt yfír sögu: Á áttunda og níunda áratugnum starfaði lýðháskóli að vetrinum í Skálholti. I nokkur ár rak skólinn einnig miðskóladeild fyrir nemendur úr Biskupstung- um. Á sumrin stóð skólinn frá fyrstu byijun opinn hvers konar kirkjulegri menningar- og fræðslu- starfsemi sem miðstöðfyrir ráð- stefnur og námskeið. Á seinni áram hefur hið síðastgreinda orðið aðalverkefni skólans. Skálholts- skóli er nú kirkjuleg menningarm- iðstöð með fjölbreyttu sniði. Eftir tíu ára dvöl okkar hjóna í Skálholti tóku séra Gylfi Jónsson og frú Þorgerður Sigurðardóttir við stjórn starfseminnar. Á eftir séra Gylfa var séra Rúnar Þór Egilsson rektor skólans, en í verki með honum var kona hans, frú Svanhildur Bergsdóttur. Þá tóku við séra Sigurður Árni Þórðarson og séra Hanna María Pétursdótt- ir. í dag er séra Kristján Valur Ingólfsson rektor Skálholtsskóla. Við Dóra sendum honum og konu hans, frú Margréti Bóasdóttur, heiilaóskir frá Þingvöllum á tíma- mótum. VELVAKANDI Svarar í síraa 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til skólayfirvalda ÉG Á barn í einum af grannskólum Reykjavíkur og kom það heim úr skól- anum með tíu penna sem átti að selja til styrktar heymarlausum. Aðili frá félagi heymarlausra hafði komið í skólann og að því er mér skilst farið fram á að hver nemandi tæki tíu penna til sölu. Nemendur áttu að fá 50 kr. fyrir hvem seldan penna. Rétt er að taka fram að nem- endur máttu ráða hvort þeir tækju penna eða ekki. Mér fínnst að þama séu félagasamtök að notfæra sér skólana og nemendur í söluátaki. Hvað getur eitt bam gert annað en tekið þátt í þessu þegar allir í bekknum ætla að taka þetta að sér. Spum- ingin er; er þetta heimilt? Móðir. Útflutningnr á skelfiski ÉG SÁ að í forystugrein Morgunblaðsins í dag, fimmtudaginn 16. okt. er skrifað um brautryðjenda- starf á Flateyri með vinnslu og útflutning á skelfiski. Langar mig að vekja athygli á að þetta er ekki fyrsta tilraun til útflutnings á kúfiski til Bandaríkjanna. Ingólfur Espólín var frumkvöðull að því að flytja út kúfísk á áranum 1952-54. En sú tilraun endaði með ósköpum því að eitrun kom upp í skelfisknum. Jón. Strætisvagnar við Kringluna ÉG VIL vekja athygli for- ráðamanna Kringlunnar á því óhagræði sem hefur orðið af því, fyrir við- skiptavini Kringlunnar, að strætisvagnaleiðum i ná- grenni Kringlunnar var breytt. Fólk sem býr í austurbænum á þess ein- ungis kost að taka leið 14 á Miklubraut en áður var um fleiri vagna að velja. Leið 6 gengur nú framhjá Verslunarskólanum en fyrir fólk sem hefur verið að kaupa matvöru í Kringlunni er lengra að fara með pokana og yfír umferðargötu að fara til að taka leið 6. Vegna þess- ara breytinga er ekki eins gott að versla í Kringlunni og áður og þyrfti að kippa þessu í lag sem fyrst. Einnig er slæmt að það sé ekki vagn sem tengir leiðina frá Grensási og upp á Bústaðaveg. Það væri æskilegt að fleiri ieið- ir stoppuðu á Grensásvegi. Óánægður strætisvagnafarþegi. Tapaö/fundið Kvenúr týndist GULLLITAÐ gamaldags kvenúr týndist í miðbæn- um 11. október, sennilega á Rósenberg. Há fundar- laun. Skilvís fmnandi hafí samband í síma 554 0318. Gullarmband týndist í Grafarvogi GULLARMBAND, eins og baugur í laginu, týndist sennilega í Grafarvogi í sl. viku. Skilvís finnandi hringi í síma 568 9111, 587 8081 og 567 4204. Fundarlaun. Dýrahald Páfagaukur í óskilum BLÁR og hvítur páfa- gaukur flaug inn um glugga í Hrafnhólum. Uppl. í síma 557 8905 eða 894 2161. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinn- ur. Staðan kom upp á Norræna VISA bikarmót- inu sem nú stendur yfir á Grand Hótel Reykjavík. Hannes Hlífar Stefánsson (2.545) var með hvítt og átti leik, en Þröstur Þór- hallsson (2.510) hafði svart. Byijunin hafði mis- heppnast hjá svarti og hann er langt á eftir í liðsskipan: 19. Rf5! - 0-0 (Ekki mátti taka riddarann, eftir 19. - Dxf5? 20. Rxf6+ tapar og svartur gaf þessa vonlausu stöðu. Ein- faldasta vinningsleið- in er 25. He7 Hg6 26.Bh5 og svartur tapar skiptamun til að byija með. 10. umferð mótsins fer fram í dag. Þá teflir Jó- hann Hjart- svartur drottningunni) 20. arson við Helga Áss Grét- Rxf6+ - Bxf6 21. Bxf6 - arsson og Hannes Hlífar gxf6 22. Bg4! - Kh8 23. við Norðmanninn Rune Dc3 - Dd8 24. Hfel - Hg8 E)jurhuus. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson HACKETT-tvíburarnir í breska landsliðinu, Jason og Justin, eru hvort tveggja í senn: skemmtilegir riáung- ar og snjallir spilarar. Þeir eru einnig þéttir á velli, báðir tveir, annar þó sýnu þéttari. Björn Eysteinsson landsliðsfyrirliði kom sér upp ákveðinni minnisreglu til að þekkja þá í sundur. Sá þéttari heitir Jason „vegna þess að hann kemst alls ekki inn“. Just-in rétt sleppur. Hér era þeir bræð- ur í vöm gegn fjórum hjört- um: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁKD83 4 74 ♦ 54 ♦ G872 Vestur 4 95 V G92 ♦ ÁG876 4 D65 Austur 4 G10764 4 5 ♦ K932 4 Á104 Suður 4 2 4 ÁKD10863 4 DIO 4 K93 Vestur Nordur Austur Suður Justin Jason 2 tíglar * Pass 4 tíglar 4 hjörtu Pass Pass Pass * Veikir tveir. Justin kom út með tígulás og spilaði tígli áfram á kóng Jasons. Þeir hindra grimmt á fimmliti, svo Jason var ekkert sérlega hissa þegar hann fékk á tígulkónginn. En hvað átti hann að gera í þriðja slag? Til greina kom að spila undan laufásnum, en Jason hafði ekki trú á að sagnhafi félli fyrir svo hvers- dagslegri brellu. Svo hann skipti yfir í spaðagosa, gagn- gert til að skera á samband- ið við blindan. Sagnhafi spilaði vel þegar hann tók aðeins tvo slagi á spaða og spilaði síðan laufi að kóngnum. En Jason var með allt á hreinu: Hann rauk upp með laufásinn og spilaði spaða, eina ferðina enn. Með því uppfærði hann hjartagosa makkers í fíórða slag vamar- innar. Víkveiji skrifar... FRÉTTAUÓS DV segir fyrir skemmstu: „Miðborg Reykja- víkur er hættulegur staður að næt- urlagi. Þar verða margar hættuleg- ar líkamsárásir, sérstaklega um helgar, þegar hundruð og jafnvel þúsundir ölvaðra manna flykkjast um götur miðborgarinnar... Það er skrítið til þess að hugsa að á sama tíma og þetta hættu- ástand er í hjarta Reykjavíkur er hægt að ganga afslappaður um flestar miðborgir Evrópu og Banda- ríkjanna án þess að eiga á hættu að verða fyrir árásum og líkams- tjóni...“. Þetta hættusvæði, að mati DV, spannar sem fyrr segir Alþingi, Stjórnarráðið og ráðhús væntan- legrar „menningarborgar Evrópu árið 2000“! Væri darraðardans öl- móðra í umhverfí slíkra stofnana nokkurs staðar í víðri veröld liðinn nema í Reykjavík? Er ekki meira en tímabært að fækka knæpunum - loka þeim verstu? Og koma með raunhæfum aðgerðum í veg fyrir að þúsundir drakkinna safnist sam- an í hjarta höfuðborgar? xxx MIÐBORG Reykjavíkur er ekki miðja alheimsins. En hún er samt miðja höfuðborgar lýðveldis- ins íslands. Og þar eru staðsettar margar af helztu stofnunum ríkis og borgar. í miðborginni situr löggjafarvald- ið, sjálft Alþingi. Þar situr fram- kvæmdavaldið, þ.e. flest ráðuneyt- in. Þar trónar ráðhús Reykjavíkur- borgar með Tjarnarendur kvakandi undir vegg. Þar situr dómsvaldið, Hæstiréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur. Þar situr peningavald- ið, Seðlabankinn og ríkisreknir við- skiptabankar. Þar stendur hið aldna og fagra flaggskip Þjóðkirkjunnar, Dómkirkjan í Reykjavík, ítem Frí- kirkja - og rómversk-kaþólsk kirkja á Landakotstúni. Menningin lætur ekki sitt eftir liggja: Menntaskólinn í Reykjavík í miðri Kvosinni og Háskólinn í vestuijaðri. Síðast en ekki sízt má nefna Listasafn ís- lands, Óperu og Þjóðleikhús. Umhverfí nefndra höfuðbóla menningar og samfélags er nánast í hers höndum um helgar. Því veld- ur knæpufyllt miðborgin. Miðnæt- urstemmningin í hjarta Reykjavíkur hefur, að sögn, breytzt í hættu- ástand, þar sem ölvaður lýður, lífs- stfll lágkúrunnar og líkamsárásir ráða ferð. xxx INORÐURLANDSKJÖRDÆMI vestra eru hross tvöfalt fleiri en mannfólkið. íbúar tæplega 10 þúsund, hrossin nálægt 20 þúsund! Þar eru menn söngnir og skáld: mæltir og sitja hesta með reisn. í Suðurlandskjördæmi era hrossin og snöggtum fleiri en fólkið, 26 þúsund hross, 20 þúsund manneskjur. Hjörleifur Guttormsson hefur flutt þingsályktunartillögu um tak- mörkun á fjölda hrossa og takmörk- un beitar í úthaga. Ástæða: ofbeit hrossa, sem samræmist illa jarð- vegsvernd og hóflegri nýtingu gróð- urlendis. Hann segir að 33 þúsund hross hafí verið á vetrarfóðrum árið 1970 en 80 þúsund í ár! Fátt er tignarlegra en vel setinn gæðingur í fögru umhverfi. En Hjörleifur hefur, að mati Víkveija dagsins, stundum skotið fjær marki en með þessari tillögu. xxx ENN er „bara“ október. Samt sér Víkveiji jólahlaðborð aug- lýst í fjölmiðlum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Einu sinni var sagt að leiðin að hjarta mannsins lægi um maga hans. Á tímum kynjajafnréttis gegnir trúlega sama máli um konur og karla. Fæðusalar eru sum sé þegar famir að „gera sér mat úr“ jólun- um. Fjölmargir hyggjast m.ö.o. „mata krókinn" í jólavertíðinni. Og það er svo sannarlega „matur í“ jólunum fyrir sölufólk hvers konar. Þá er eins gott að neytandinn „þekki matinn frá moðinu". Annars kann hann að „kaupa köttinn í sekknum".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.